Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Við unnum kosningarnar - en töpuðum talningunni „Ef Alþýðuflokkurinn ætlar ekki að einangrast sem fámennur og einangraður kverúlanta- flokkur verður hann að taka starfsaðferðir sínar til róttækrar endurskoðunar. ísland þarf á stórum og öflugum jafnaðarmannaflokki að halda." Nú held ég að ég sé búinn að lesa að minnsta kosti tíu greinar þar sem inntakið er alltaf hið sama: Æ, æ, og ó, ó, við duttum úr ríkisstjóm og nú er Framsóknarflokkurinn orðinn aft- aníossi íhaldsins. Og allt er eitthvað svo staðnað: Afsakið hlé. Pallborðið | Auðvitað get ég fyrstur manna tekið undir að einflokksstjóm Fram- sóknarflokks er ekki beint drauma- ríkisstjórnin, en einhvern veginn finnst mér svo dæmalaust eymdar- legt að vera endalaust að grenja út af því. Umræðan hefur nefnilega ein- kennst af svo endalausri sjálfumgleði og innistæðulausum hroka. Því þrátt fyrir allt er þetta niðurstaða kosning- anna: Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínu, Framsóknarflokkurinn vann stórsigur. Allir hinir töpuðu, Alþýðu- flokkurinn einna mest. Afkáraleg spillingarmál ráða ef- laust einhveiju um en ástæðan er þó fyrst og fremst sú að Alþýðuflokkur- inn breytti engu þegar hann var í rík- isstjórn. Landbúnaðarkerfið stóð óbreytt, kvótakerfið óbreytt, mis- vægi atkvæða óbreytt og innganga í Evrópusambandið var aldrei á dag- skrá. Þrátt fyrir sjö ára þaulsetu Al- þýðuflokksins í ríkisstjóm þokaðist ekkert í mörgum helstu hagsmuna- málum þjóðarinnar. Svo hafa menn kjark í sér til að kvarta yfir stöðnun! Sérstaklega finnst mér raunalegt hvernig Alþýðuflokkurinn útskýrir eigin afhroð: Af lestri kosningaspek- úlasjóna flokksmeðlima má glöggt lesa að kosningabaráttan hafi verið einstaklega vel heppnuð (best rekna kosningabarátta í þessum kosning- um), málefni óvenju skýr og skorin- orð (róttækur umbótaflokkur, hug- myndabanki íslenskra stjómmála og allt það), allir hafa staðið sig áber- andi vel og valinn maður í hverju rúmi á framboðslistum flokksins. í stuttu máli: „Við unnum kosn- ingarnar!" Svo gæti einhver illkvitt- inn bætt við: en töpuðum talning- unni!“ Þetta rímar nefnilega allt sam- an mjög vel, að öðm leyti en því að flokkurinn tapaði nær þriðjungi þingsæta sinna. Beið algert afhroð. Auðvitað er ágætt út af fyrir sig að Vera ekki að velta sér upp úr ásökun- um um hver ber ábyrgð á skipsbroti flokksins. Það er ekkert sem bendir til að hreinsanir í brúnni bæti ástand- ið eða lyfti seglunum hærra. Þvert á móti. En það er samt sem áður ömur- legt að lesa það þegar úrslitin eru ekki betri en þetta að það er engu líkara en ekkert sé að. Ekkert sé að! Alþýðuflokkurinn, sem gerir kröfu til að vera sósíaldemókrataflokkur landsins og ætti því að vera með yfir 30 prósenta fylgi, nær með herkjum 10 prósenta markinu. Jafnaðarmannaflokkur íslands er í “ dag valdalaus og einangraður smá- * flokkur sem byggir fylgi sitt fyrst og ^ fremst á kjósendum á hægri væng ís- 2 lenskra stjórnmála. Þetta er stað- ° reynd, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr. „Horfumst í augu við staðreyndimar." Það eina sem maður heyrir svo eftir kosningaskellinn er að kosningabaráttan hafi verið góð og Alþýðuflokkurinn haldi áfram að vera „róttækur umbótaflokkur“ og „hugmyndabanki íslenskra stjórn- mála.“ Ef Alþýðuflokkurinn ætlar ekki að einangrast sem fámennur og einangr- aður kverúlantaflokkur verður hann að taka starfsaðferðir sínar til rót- tækrar endurskoðunar. ísland þarf á stórum og öflugum jafnaðarmanna- flokki að halda. Og það er orðin full gömul afsökun að kenna Héðni Valdimarssyni um gæfuleysi flokks- ins. Alþýðuflokksmenn geta engum kennt um öðrum en sjálfum sér. Höfundur er nemi og jafnaðarmaður. m e n n Lögreglan í Reykjavík afvopnaði mann í gær, eftir að henni bárust ábendingar um að hann væri gyrt- ur skammbyssu. Byssan sú reynd- ist vera úr plasti...Lögreglan segir erfitt að skilja leikfangaaðdáun fullorðinna manna. Stórmerkileg frétt Moggans í gær sem fjallaði af öðrum þræði um menn sem þverneita að vaxa úr grasi. Ekki alls fyrir löngu var ég með framsögu um jafnréttismál á fundi hjá sagnfræðinemum í HI...Sá eini sem andmælti mér er ég lét óvægar staðreyndimar dynja yfir fundar- gestum var stúlkukind ein. Hún stóð upp og sagðist bara ekki vitað hvað ég var að pípa. Hin skelegga kvenréttindakona Kolfinna Bald- vinsdóttir í grein sinni í nýtútkominni Veru. Arið 1994 létu að minnsta kosti 103 fréttamenn lífið af mannavöld- um víða um heim, en 1993 var sambærileg tala 63. Tíminn í gær. Karlmaður sem hélt því fram að ráðist hefði verið á sig...og hann sleginn og skorinn hefur viður- kennt við yfirheyrslur...að hafa veitt sér áverkana sjálfur. Sauma þurfti í manninn 27 spor vegna hnífsstunguáverkanna. Hinn 22 ára Ólafur Hálfdánarson á yfir höfði sér ársfangelsi vegna stórfurðulegrar lygaákæru. DV í gær. Ekkert sem þama er kemur manni hót við. Aldrei hlær maður, hneykslast eða verður hugsi. Alltaf sér maður fyrir hvað Parker er að fara, löngu áður en hann kemst þangað. Maður bíður eftir þessu litla sem er, örmagna af leiða, tregafullur yfir því að svona margt fólk skuli fara svona mikla erindisleysu. Egill Helgason, kvikmyndagagnrýnandinn höggþungi, erekki ýkja hrifin af The Road to Wellville, nýjustu mynd Alan Parker. Helgarpósturinn í gær. Hún er nýorðin tvítug, lék fyrst með bleyju í sjón- varpsauglýsingu og varð sex ára gömul fræg á einni nóttu í ET, sjö ára var hún byrjuð að drekka og sjö ára var hún forfallinn alkóhól- isti. Tíu ára reykti hún fyrst marijú- ana og tólf ára var hún farin að fá sér dóp £ nös. Fjórtán ára reyndi hún að ffemja sjálfsmorð. Unglingsárin samanstóðu af stuttum heimsókn- Drew í dag. um f 23 skóla og á ótal meðferðarstofnanir. Sextán ára fór hún síðan í bijóstaminnkun sem breytti víst líft hennar (notaði bijósthaldarastærð 34DD): „Þið hefðuð átt að sjá hversu stór þau voru. Enn ein Dolly Parton glósan og ég var um það bil að tryllast. Fólk var hætt að horfast í augu við mig. Það sagði: Vá, hvað þú hefur þroskast, um leið og það góndi beint á brjóstin." Hver? Auðvitað Drew Barrymore sem er um það bil að slá rækilega í gegn á nýjan leik í draumaverksmiðjunni Holly- wood. Til lykke! Byggt á dagblaðinu Degi. veröld ísaks Tveir af ffemstu rithöfundum þjóða sinna, þeir WiIIiam Shakespeare og Miguel de Cervantes, létust báðir sama dag, 23. apríl 1616. Það er talið ólíklegt að þeir hafi vitað af tilvist hvors annars. Það gerðu hins vegar 2. og 3. forseti Bandaríkjanna sem einn- ig létust samdægurs. John Adarns og Thomas Jefferson dóu báðir 4. júlí 1826. Hinstu orð Adams voru: , Jefferson lifir enn.“ Hið sanna var þó að hann hafði látist örfáunt klukkustundum áður. (James Monroe, 5. forseti Bandaríkjanna, dó einnig 4. júh' en árið 1831.) Byggt á Isaac Asimov's Bookof Facts. i n u m e "FarSide” eftir Gary Larson. Nú er verið að ganga frá því hverjir verða aðstoð- armenn ráðherra. Sagan segir að Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra hafi ráðið til sín Áma Gunnarsson blaðamann á Tímanum sem sína hægri hönd. Þá mun Þorsteinn Pálsson hafa fengið til liðs við.sig í dóms- og kirkjumálaráðuneytið, veghefilsstjóra nokkurn og kosningastjóra Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, Pór- arin Ólafsson. Sjálfstæðis- menn á Suðurlandi fagna þessu og telja að Þórarinn muni ekki síður nýtast kjör- dæminu en ráðuneytinu. Og loks ku „vaxtaflónið" Finn- ur Ingólfsson hafa kallað til sín Árna Magnússon fyrr- um fréttamann á RÚV og son Magnúsar Bjarnfreðs- sonar, þess þrautreynda fjölmiðlarefs. Árni var kosn- ingastjóri Framsóknarflokks- ins á Suðurlandi í vor... Sjálfstæðismenn hafa glímt bakvið tjöld síð- ustu daga um mikilvæg * nefndasæti. Árni R. Áma- son leggur mikla áherslu á formennsku í utanríkismála- nefnd. Hann hefur það með sér að vera úr „afskiptu kjör- dæmi", auk þess sem Reyk- nesingar gera jafnan tilkall til formennsku í utanríkis- málanefnd vegna tengsl- anna við Bandaríkjaher. Sjálfstæðiskonur eru náttúr- lega í vígahug, og Lára Margrét Ragnarsdóttir kemur sterklega til greina sem formaður utanríkis- málanefndar. í forystusveit Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir hvort Láru Margréti sé treystandi til að stýra svo mikilvægri nefnd, og er talað um að Sólveig Pétursdóttir sé betri kostur... Björgvin Halldórsson hefur haldið uppi lát- lausu stuði á Hótel íslandi í vetur með stórsýningu sína Þótt lídi ár og öld. Fyrir skömmu mun goðinu þó hafa fundist viðtökur áhorf- enda full slappar. Og ekki bætti úr skák að einn auka- leikari sýningarinnar, nefni- lega sjálf Sigríður Bein- teinsdóttir, virtist eiga hug og hjörtu viðstaddra. Það er haft eftir einum áhorfanda í fremur slompaðri stemmn- ingu á fremsta borði, að Björgvin hafi við það tæki- færi hrópað bálreiður á nær- sitjandi áhorfendur: „Hvort var það ég eða þessi [..!..] sem þið komuð til að sjá?" Við seljum þetta þó ekki dýr- ara en við keyptum... Á þeim degi, sem reyndist verða hans síðasti í starfi, var Ámundi gripinn sofandi við slökkvarann. f i m m förnum ve Hvor vinnurfrönsku forsetakosningarnar-Jacques Chirac eða Lionel Jospin? Páll Óskar Hjálmtýsson, Kristín Scheving, nemi: Ég tónlistarmaður: Ég grísa á held að Chirac njóti meiri hylli Chirac. meðal kjósenda. Hjörleifur Sveinbjörnsson, Unnur Sigurðardóttir, Sveinn Geirdal, kerfis- hjólreiðamaður: Chirac bankastarfsmaður: Chirac fræðingur: Chirac er sigur- vinnur. Ég held að honum tak- tekst að halda velli. stranglegri. ist að halda sér fast fram yfir kosningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.