Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 s k o ð u n „Það á eflaust oft eftir að koma upp skondin staða þegar flutt verða stjórnarfrumvörp í vetur sem varða þá þætti stjórnarsam- starfs sem kenndir eru við frjálshyggju og víða er að finna í stjórnarsáttmálanum...[og]...það verða líklega margir með bros á vör þegar sumir ráðherrar Framsóknarflokksins fara að mæla fyrir EES-frumvörpum á Alþingi." A.m,nd:E.ói. Sjá dagar koma Nú eru liðnar þijár vikur frá alþing- iskosningunum, kosningum sem eng- inn flokkur tapaði miðað við viðbrögð í kjölfar kosninganna og Framsóknar- flokkurinn vann „stórsigur". Það hefur verið gaman að fylgjast með landslagsbreytingunni í pólitísku flokkaflórunni á þessum vikum, sér- staklega út ffá fyrrgreindum viðbrögð- um. Pallborðið | ■ Rannveig Guðmunds- dóttir skrifar Auðvitað tapaði Sjálfstæðisflokkur, hann missti mann og það í Reykjavík þar sem sterkustu foringjamir voru í framboði. Auðvitað tapaði Alþýðu- bandalag, að fá sömu þingmannatölu eftir fjögurra ára stjómarandstöðu og eftir að hafa fengið óháða til liðs við sig og unnið mann t' Reykjavík út á það. Auðvitað tapaði Þjóðvaki, þegar tekið er mið af hvernig framboðið varð til og hvaða væntingar stuðnings- menn hans höfðu um nýtt afl sem gegna skyldi foiystuhlutverki á vinstra væng stjómmála. Og engum blandast hugur um að Kvennalisti tapaði, eins og Alþýðuflokkurinn sem missti þtjá menn miðað við síðustu kosningar. Framsóknarflokkur efldi þingflokk sinn um tvo sem er út af fýrir sig eng- inn stór sigur fyrir 13 manna þing- flokk, foiystuafl í stjómarandstöðu. En hann er þó óumdeilanlega sá flokkur- inn sem vann kosningasigur. Miklu skipti að flokkurinn skyldi endur- heimta fylgið frá tíma Jóns Skaftason- ar í Reykjanesi, en í Reykjanesi missti Alþýðufíokkurinn þann þingmann sem hann vann fyrir 4 ámm og tapaði fylgi. Breytt landslag Ég nefndi að pólitíska landslagið hefði breyst. Stærsta breytingin felst í nýju stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks og þess massíva stjómarmeirihluta sem flokk- amir tveir mynda. Nú mun reyna á hvort stjórnarandstöðu tekst með sterkri og málefnalegri samvinnu að veita nauðsynlegt aðhald þegar þessi tvö íhaldssömu öfl em mnnin saman í eina sæng. Það er mikilvægt fyrir Alþýðuflokk- inn að verða sanngjamt afl í stjómar- andstöðu. Eitt af því sem háð hefur flokknum á liðnum misserum eru ásakanir um ótrúverðugleika, það slyðmorð mun flokkurinn fá tækifæri til að reka kröftuglega af sér. Það kætir nokkuð lund þessa dag- ana að viðbrögð fólks em víða hörð varðandi nýju ríkisstjómina og þykir hún frjálshyggjuleg í meira lagi. Trú mín er að á næstu mánuðum muni fólki verða ljóst að Afþýðuflokkurinn hafði sannarlega félagshyggju að leið- arljósi í stjómarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn á gífurlegum erfið- leika- og samdráttartfmum sem virðast senn að baki. Pá verður gaman Það á eflaust off eftir að koma upp skondin staða þegar flutt verða stjóm- arfrumvörp í vetur sem varða þá þætti stjómarsamstarfs sem kenndir em við frjálshyggju og víða er að finna í stjómarsáttmálanum. Svo hátt höfðu margir þingmenn Framsóknarflokks- ins á síðasta kjörtímabili varðandi einkavæðingu banka til dæmis, að ég tali nú ekki um mál sem fyrir undinit- aða reyndust afar viðkvæm eins og skólagjöld og eftirágreiðslur náms- lána, sem menntamálaráðherra lýsir yfir í viðtali í DV að ekki verði breytt. Það verða líklega margir með bros á vör þegar sumir ráðherrar Framsókn- arflokksins fara að mæla fyrir EES- frumvörpum á Alþingi. Þó ég dragi fram þessi atriði þá er það í stóm málunum sem reynir á okk- ur og okkar málflutning og strax á vor- þingi verður tekist á um sjávarútvegs- mál og tollamálin vegna GATT-sam- komulagsins. Ásýnd Sjálfstæðisflokks Hún ætlar að verða Davíð Oddssyni þung í skauti ráðherraútskiptingin og skipan í áhrifastöður. Það er alveg Ijóst að slök staða kvenna í flokkunum þegar kemur að forystusætum og áhrifastöðum er heitara mál í öllum flokkum en menn hafa gert sér grein fyrir. Hin „styrka" ríkisstjóm sem eflaust átti að gefa mynd af Sjálfstæðisflokkn- um sem hinu volduga forystuafli hefur gjörsamlega fallið í skuggann af um- ræðunni um lánleysi flokksins í kvennamálum. I þessu efni skiptir ekki máli hvort nýi ráðherrann er góður kostur, aðferðafræðin og sárindin sem bulla undir yfirborðinu munu draga dilk á eftir sér. Það er ótrúlegt hve karlmennirnir í flokkunum eru al- mennt lokaðir fyrir mikilvægi þess að styðja, hvað þá efla, kvennapólitíkina. Átakasaga míns flokks hefur gert hann reynslunni ríkari. Tvenndarlýðræðið I umræðunni um uppbyggingu og framfarir, ekki síst varðandi framþró- un í fátæku löndunum, er bent á mikil- vægi þess að efla stöðu kvenna. Mennta stúlkur, efla félagslega stöðu kvenna, auðvelda leið þeirra inn í miðju ákvarðanatökunnar. Á leiðtogafundinum í Kaupmanna- höfh í mars hljómaði þetta orð oft „Pa- rity democracy" sem hér hefur verið þýtt „tvenndarlýðræði". í því felst að þá fyrst sé lýðræðið virkt þegar konur og karlar koma saman að ákvörðun- inni. Það er viðurkennt út um allan heim að mikilvægt sé að færa hlut kvenna frá jaðri ákvarðanatökunnar inn á miðju hennar - að konur séu með þar sem ákvarðanir eru teknar. í nágrannalöndum okkar hefur verið leitað leiða til að efla þessa stöðu í stjórnmálum, má þar nefna kvóta, fléttulista (kona, karl, kona, karl) og svo framvegis. Enda skipa konur nú helming ríkisstjóma í nágrannálöndum okkar. En ekki hér. Á íslandi eiga þær að „sanna sig“ almennilega áður en þeim er hleypt að, enda oftast svo aug- Ijóst að hæfari karl er á undan þeim í goggunarröðinni. Breyting í öllum flokkum Ég trúi að kosningamar nú og um- ræðan í kjölfar ríkisstjómarmyndunar eigi eftir að hafa sterk áhrif inn í flokk- ana á margan hátt, ekki síst kvenna- hreyfingar þeirra. Það er árið 1995. Framsækni beggja kynja til áhrifa og stjómmálaþátttöku á að vera eðlileg og sjálfsögð, en er það ekki. Mitt mat er að það sé ekki slæmur kostur að Alþýðuflokkurinn fer í stjómarandstöðu miðað við niðurstöðu kosninganna. Nú leggur flokkurinn áherslu á að vinna sig upp og endur- heimta kraft sinn með klofning og áföll að baki. I þeirri uppbyggingu vil ég sjá konurnar í flokknum, sem í kosningabaráttunni bættist ungur og ferskur liðstyrkur, verða sterkt og meðvirkt afl. Málflutningur jafnaðar- manna er mikilvægt innlegg í þjóð- málaumræðuna og Alþýðuflokkurinn hefur sýnt að hann þorir í málefnalega baráttu og sókn til framfara. Samstaða okkar mun ráða miklu um framvinduna. ■ Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðu- flokkinn á Reykjanesi. ■ Styrjöldin á Balkanskaga „ Blóðsi munu i - sagði Milovan Djilas í viðtali, sem tekið var við hann rétt fyrir andlátið. Hinn 20. apríl síðastliðinn lést í Belgrad Milovan Dji- las, fyrrum vopnabróðir og seinna andstæðingur Titos, einræðisherra Júgóslavíu. Skömmu áður en banvænn sjúkdómur dró Djilas til dauða átti þýska vikuritið Der Spiegel við hann eftir- farandi viðtal, þar sem öld- ungurinn tjáði sig um stríðið í heimalandi sínu. Kommúnisminn beið skipbrot sem pólitískt kerfi. Lifir hugmynda- fræðin áfram? „Kommúnisminn er kerfi, sem ekki er hægt að endur- reisa. Stærsta hættan núna er fólgin í sameiningu fyrrverandi kommúnista og öfgasinnaðra þjóð- emissinna. Ef þeir reyna í Rússlandi að heQa hið hrunda Sovétheimsveldi úr rústum myndi slíkt óhjákvæmi- lega leiða til stríðs. Allar þær þjóðir á svæðinu, sem ekki eru rússneskar, myndu gera uppreisn og Vesturlönd gætu ekki setið aðgerðalaus hjá. Því fasískt Rússland væri hættulegra en kommúnískt." Sjálfur sast þú þegar á dögum Konungsríkisins Júgóslavíu sem kommúnisti í fangelsi. Jafnvel alla þá tíð sem þú varst í andófi gegn Tito sórst þú þig ekki alveg undan marxismanum. „Kenning marxismans hafði á sér margar mannlegar hliðar. En það var ómögulegt að gera raunveruleika úr henni, ekki í einu einasta landi var það hægt. Til þess hefði mannfólkið þurft að vera fullkomið. Sósíalískt þjóðfélag hefði verið hægt að bera saman við skordýrasamfélag, allir væru jafnir og enginn hefði frum- kvæði - í því hefðu aðeins hrærst líffræðilegar verur. Hinn svokallaði „sósíalismi raunveruleikans" lýsti sér hins vegar í þjóðnýtingu fram- leiðslutækjanna, í einsflokkskerfi og í einokun ríkisins á öllum upplýs- ingamiðlum." Hvers vegna rann þessi sann- leiki fyrst upp fyrir þér árið 1952? „Snilld Karls Marx sem hugsuð- ar og rithöfundar lá í því að honum tókst að tengja útópíska hugmynd við vísindalegar aðferðir. Þetta léði kommúnismanum sannfæringar- kraft.“ Margir borgarar Austur-Evr- ópu kvarta núna undan því að þeir hafi það verra núna en á sín- um tíma undir kommúnistum. „Vestrið ofmat vandamál hins persónulega frelsis; það stóð í þeirri trú að í því væri grunnvandinn fólg- inn. En það er ekki nóg að eiga Milovan Djilas (1911-1995). vegabréf eða að mega tjá skoðanir sínar að vild. Þetta höfum við líka hér í Serbíu - en þrátt fyrir það ríkir hér ekkert frelsi. Hinu persónulega frelsi verður að fylgja efnahagslegu frelsi." Þegar Júgóslavía var að finna sitt pólitíska jafnvægi milli Aust- urs og Vesturs hefði hún gctað byrjað miklu fyrr að auka lýðræð- ið í landinu. Hvað óttaðist Tito? „Það hefði sett visst spurninga- merki við völd hans. Tito réð yfir nægum möguleikum á að skipta yfir í lýðræðislegt kerfi. En hann kærði sig ekki um það.“ Afleiðingar einræðis hans er borgarastríðið í Bosníu, sem hefur kostað tugþúsundir manna lífið, án þess að nokkur endir á því sé í sjónmáli. „Sagan mun sýna Titó í réttu ljósi. Titó tók enga þjóð í Júgóslavfu framyfir aðra, eins og haldið er fram í Serbíu í dag. Hann var fylgismaður Júgóslavfu og trúði því, að Júgóslav- ar gætu einn góðan veðurdag orðið ein þjóð. En þegar á þeim tíma með- an hans naut enn við voru hin ein- stöku lýðveldi landsins farin að draga sig út úr samstarfinu og skapa sér visst efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði." En hvers vegna sagðir þú skilið við kerfið? Hefðir þú ekki náð meiru fram fyrir lýðræðisþróun í Júgóslavíu með því að starfa áfram innan flokksins? „Að segja skilið við kommúnis- mann var það eina sem ég hef gert af viti um ævina. Á þeim tíma var ég sjálfur ekki enn undir lýðræðið bú- inn, en ég barðist gegn hinni bolsé- vísku flokksgerð. Eg hefði þó ekki getað fengið umbótahugmyndum mínum framgengt í innsta hring flokksins.“ Bosnískir hermenn ganga fylktu liði um blóði drifnar götur Sarajevo.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.