Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 9
FOSTUDAGUR 5. MAI 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ m e n n i n ■ Gluggað í bréf Bólu-Hjálmars þarsem hann segir frá ferðalagi um Norðurland til Akureyrar Mér þótti margt skemmtilegt, en einkum siðferðislegt Myndin sem dregin hefur verið upp af Hjálmari Jónssyni í Bólu, einu nafntogaðasta skáldi 19. aldar, er nokkurnveginn svona: Úrillur, beiskur, bláfátækur, níðskældinn mannhatari sem stóð í grimmu stríði við heilar sóknir norðanlands. Þessi mynd er skrumskæling á margbrotinni persónu og mögnuðu skáldi. 2. október 1938 birtist í Al- þýðublaðinu bréfkafli sem Bólu- Hjálmar skrifaði í Skagafirði í kringum 1870. Bréfið sendi hann Bimi Jónssyni, sem þá var ritstjóri á Akureyri, en ætlaði það fleirum til lesturs: enda er þetta skemmtileg, fróðleg og vel stfluð ferðasaga sem sýnir skáldið í öðru Ijósi en heimskuleg goðsögnin. Þú beiddir mig kunningi seinast orða að skrifa þér línu um ýmislegt, sem ég gæti til tínt, en einkum hvemig mér hefði gengið ferðin næstliðið sumar, þá ég skreið norður að Eyja- firði mjög vesæll í flóð- um og vatnavöxtum, og er það fljótt að segja, að mér gekk hún vel, bæði í tilliti til veðráttunnar en einkanlega þess góða fólks, sem fyrir mér varð á leiðinni, ég þekkti að kalla engan mann, því mínir fomu reisubræður vom dauð- ir. Ég fór ofan Möðra- vallasókn og hitti að- eins tvo gamla heiðurs- menn af þeim fornu kunningjum, hveijir báðir könnuðust við mig og gjörðu mér alúðlegar vel- gjörðir. Þetta voru gömlu bændumir Sigurður á Ósi og Jón á Syðri Bakka. Ég kom að bænum Ásláksstöðum og hitti þar mót von minni bónda Odd Gunnarssón; kannaðist ég fljótt við ætt hans og hitti þar góðgjöm og örlát heiðurshjón. Ég kom að Stóra Dun- haga og saknaði míns fomkunningja, sál. Jóns Flóventssonar, en hitti þar í hans stað greindarlegan og mannúð- legan búhöld, hjá hverjum ég þáði skemmtilega næturgisting. Ég kom að bænum Þríhymingi og hitti bóndann þar fyrir neðan tún að vatnsveitingar- stungu. Ég hafði hann aldrei fyrri séð, en kannaðist við ætt hans. Hann dró mig ókenndan heim í hús sitt til að gjöra mér allar þær velgjörðir, sem ég gat í það sinn þegið. Ég kom að Skipalóni og var þá svo óheppinn, að gamli kunningi minn Th. Daníelss. var ekki heima, en húsfreyja gjörði mér ei að síður mikinn greiða. Þaðan kom ég að Gæsum og þáði enn góð- gjörðir hjá þar búandi heiðarlegri ekkju. Þaðan fór ég að Dagverðareyri. Var þá húsbóndinn, Oddur Jónsson, ekki heima, en ég þáði næturgisting að húsfreyju og góðkvendislegar vel- gjörðir. Þaðan kom ég hvergi fyrr en á staðinn Akureyri. Hafði ég mér til skemmtunar á leiðinni að horfa upp í Hlíðina gömlu og sýndist mér hún hafa tekið ærin svipskipti síðan fyrr- um að ég við kynntist. Sá ég alls stað- ar blanka á tvö og þrjú þil, þar sem fyrmm var ei utan lágar og ljótar kofa- dyr fyrir bæjardyr og fjóshaugur fyrir bæjardyrum, frá hveijum jafnan hall- aði inn í bæinn. Svo kom ég á Akur- eyri og stóð £ langri fomndran yfir, hvað sá bær var orðinn útvíkkaður og húsamargur og sé ég mér ekkert færi á að rata í gegnum hann. Á heila staðn- um þekkti ég aðeins 5 manneskjur. Var það fyrst að telja herra amtmaður okkar Havsteen. Kom ég í hús hans og fann hann sem ljúfan og góðgjam- an höfðingja. Annar var herra kaup- maður Havsteen gamli og gerði hann mér vinsamlegar velgjörðir. Síðan kom ég til ritstjöra herra Bjamar Jóns- sonar. Tók hann mér með mestu alúð og gjörði mér miklar velgjörðir. Hann sýndi mér nákvæmlega kirkjuna, sém er fagurt musteri, og prentsmiðjuna og þab VfUvlRi m \9nVa\i fáo:, 0)Íriutan. rttu tit öiaafaí nteíH, th.n ttiííú:,d. Wth: ttt (B-fafat C)teÍH, gting þvi Iwmfciv íteitt. ajvi fuo*d!ílanit,S'vlh(fa.þill ígfí í, fiocntt>,Stóerttt®rafaT ÚIxuii£í>., *, -SkSveíttfOTlaríicu-tegjtPíbeií.fttuittt ^.OStoISirmc»,CHfa?K9-«átnocg«n. P^HoliavSkngþcljtbuiner. 3 U. Wfiltþutlujúm þc* 0)t|iii i.mœibtt SWt J^Uarð'fAfni-íÁ 91j»«1£2o-.. <«. Ct, Urofobnúcírafié’' p-Pl3 f3ui Salmia-búþtg S’hra^.btc&t - 'neð U-tge^um Uar þak etngta^dttum. . ttUt-U ul|)ctmaní . fDL-fjóibíb og i?cik,|jtím3'fttL'^ciIðbtró|}á * JjOexfiþtv, eti Sfimúi mót, /fi oStqtctiba^ucn: ^m.S’ÆlaT1 TobbcLkji' btelf*bvet. ób, SVngu Svo kom ég á Ak- ureyri og stóð í langri forundran yfir, hvað sá bær var orðinn útvíkk- aður og húsamarg- ur og sé ég mér ekkert færi á að rata í gegnum hann. aðferð prentunarinnar. Þóttist ég sjá að sumu leyti fátækt hennar og undraði með sjálfúm mér, að nokkrir víkingar skyldu fá sig til að heija á þennan sak- lausa aumingja með lagavopnum. Síð- an kom ég í hús hjá Benedikt gamla járnsmið og hafði hjá honum nokkuð, því ég þekkti hann fyrrum. Tók hann mér vel og ræddi margt skemmti- lega. Loksins lenti ég hjá Unu Jónsdóttur syst- ur minni og þeim hjón- um. Þar var ég um kyrrt einn dag í góðgjömustu atlotum og bezta greiða. Þar sá ég að vísu náttúr- lega fátækt, en stakleg- an þrifnað, sparsemi og hagsýni, og þar hjá tvö böm þeirra hjóna, mannvænleg og vel upp alin. Eg gjörði mér það til skemmtunar um daginn, að ég gekk um nokkurn hluta bæjarins og kom inn í sumar sölubúðir, því þá verulega byijaðist kauptíð. Alls staðar var mér sýnt gott og mannúðlegt viðmót og boðnar góðgjörðir. Mér þótti margt skemmtilegt, en einkum siðferðislegt. Skipin hímdu við akkeri nær upp við íjöru og spegluðu sig í sjávarlogninu, sýndust þar tvö, er eitt var, og stæði annað á höfði. Hanamir kyijuðu fyrst- ir allra óttusönginn og reykháfarnir spúðu árdegis hver í kapp við annan, hvar af mynduðust skýstólpar yfir staðnum. Ixstimar dundu að úr öllum áttum, hlaðnar af landvömnni, en allt sýndist mér siðferðilegt hjá því, er íýrrum var. Loksins fór ég af stað frá Ákureyri í áttina til baka. Hafði ég jafnframt í hug, ef svo mætti til bera að ég gæti að gamni mínu hitt mann einn, sem hafði þótzt áður vilja vera kunningi minn og ég hugsaði, að ekki væri svo mannfælinn*, að hann mundi flýja hreysi sitt, þótt hann yrði var um aumingja á leið. Ég hafði þenkt, að í honum mundi nokkur maður liggja og brúkanleg sál, eftir því sem látæðið og tilgerðin vísaði. Þessi maður er nefndur Jónas Gott- skálksson söðlasmiður og heyrði ég hann ætti heimilistilflugt að bæ þeim, er heitir á Skútum. Þangað hélt ég um kvöldið og var þá Jónas ekki heima, en mönnum þótti hans von heim þá sömu nótt. Húsfreyja lét mér til reiðu gisting og var ég þar um nóttina við bezta beina. Þótti mér húsfreyja greindarleg og kannaðist ég við kyn- ferði hennar, þá hún sagði mér, og sá ég hún átti mannvænlega sonu. Maður gamall, greindur og réttorður, vakti um nóttina yfir túni og auðræðum, og frétti ég um morguninn, að Jónas hefði komið heim um nóttina, en þeg- ar hann heyrði að ég væri þar staddur í húsum, reið hann sem skyndilegast í burt. Var mér sagt, að kvenmaður hefði verið í för með honum og kom mér fyrst í hug sú forna afsökun: Konu hefi ég mér festa etc., því enn síður hitt, að hann hefði keypt búgarð, sem hann þyrfti að flýta sér að skoða, og allra sízt fimm pör akneyta, þar sem það mikla og myndarlega mylnu- Ég að vísu fékk frá honum til baka falsbréf, sem allt reyndist hrekkvísi og lýgi, sumt með hræsnandi flaður- mælum. ALÞYÐUFLOKKURINN Á REYKJANESI Dregið í Lukkuhappdrætti Þann 8. apríl sl. fór fram dráttur hjá sýslumanni Kópavogs í Lukkuhappdrætti Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Vinning- ar komu á eftirtalin númer: Þrjár tölvur Hyundai 466G: 0545 1453 0463 Tíu utanlandsferðir til Dublin á írlandi: 2171 1608 1925 1920 1738 2538 1930 4758 1165 1 483 Fjörtíu vinningar á hvert númer: HM '95, tveir aðgöngumiðar á 1712 1114 2176 1680 2186 2535 1730 2131 2191 1733 1796 1168 1478 1725 1716 2637 1753 2260 0910 2708 1598 0501 0548 0355 2371 1448 2111 3000 1589 2878 2086 2211 2091 1624 0304 0552 2508 2999 1743 0354 Ferðavinningar eru afhentir gegn framvísunar vinning- smiða hjá söluskrifstofu Samvinnuferða/Landsýn, Hafnar- götu 35, Keflavík, s. 92-13400. Miðar á HM '95 verða af- hentir gegn framvísun vinningsmiða hjá Alþýðuflokksfé- lagi Kópavogs, Hamraborg 14a, 2. hæð t.h., Kópavogi, s. 91-44700; föstudaginn 5. maí nk. kl. 16.00-19.00 og laugar- daginn 6. maí nk. kl. 10.00-13.00. Nánari upplýsingar t.d. um tölvuvinninga verða veittar í síma 91- 44700 á ofan- greindum dögum og tímum. Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi. smíði í sálu hans (með hvert hún hefir ólétt gengið nokkur ár) þarf ekki að þiggja styrk frá sýnilegum hlutum, þar sem ósýnilegur segulstraumur skal drífa gangverk hennar!! Ég hafði íyrir fáum ámm lítilfjörlega þénustu gjört vesalmenni þessu, eftir bón hans, og keypt mann um hávetur eindregið frá mér norður til hans að Amamesi, sem er hátt á tvær þingmannaleiðir. Ég að vísu fékk frá honum til baka falsbréf, sem allt reyndist hrekkvísi og lýgi, sumt með hræsnandi flaðurmælum. Annað hefir hann mér ekki gott sýnt á æfi sinni. Datt mér því í hug, þar sem ég átti nú leið um heim- ili hans, að ómennið mundi láta svo lítið að lofa mér að heilsa sér og tjá sig sem kunnuglega, til annars góðs vonaði ég ekki, að því er við vissi úr jafn óríf- legum stað, og var eins og mér gæti ekki annað en dottið í hug orðskviður- inn: Alltjend vita seppamir, hvað þeir hafa etið. Og hafi þessi maður tjáð sig svona við marga, þykir mér ekki svo að undra þótt vinsæld og auðsæld hafi ekki getað verið að elta hann innan um veröldina. Og er þessi og annar eins farmur varla flytjandi á assúrer- uðu sálarskipi. Við hvaða bryggju verður honum upp skipað að síðustu? - Allir í ferðinni voru mér góðir, Bólu-Hjámar. Magnússonar. Teikning Tryggva mannúðlegir og velgjörðasamir, sem ég bið guð innilega að umbuna af rík- dómi gæzku sinnar, enginn meiri hátt- ar né minni, sem forsmáði mig, nema þetta eina ómenni. Ég fór eftir Öxnadal og hitti þar gott fólk og velgjörðasamt, en ekki sízt heiðurshjónin á Steinstöðum, hverjum ég var til forna lítið eitt kunnugur. Alls staðar þar sem ég fór sá ég mikil nývirki á orðin, bæimir rifnir úr sínum gömlu rústum, túnin grædd út og vel ræktuð, vatnsveitingar komnar víða á engjar, skorinn mór til eldiviðar, manndómlegir ruðningar og vegabæt- ur, timburbrýr yfir vondar ár og kíla, kirkjur úr timbri og yfir höfuð gott og mannúðlegt greiðafólk. Þetta er mikil ánægja að sjá fyrir þann, sem ein- hveija ræktartilfinning hefir til fóstur- jarðar sinnar. Loksins komst ég klakk- laust heim í fletið mitt og er hér með reisusagan á enda. Skrifað í janúar á Pálsmessu. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um fulltrúa á 20. þing Landssambands íslenskra verzlunarmanna. Kjörnir verða 47 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 8. maí 1995. Kjörstjórn. MENNINGARMALANEFND REYKJAVÍKURBORGAR Starfræksla strengakvartetts Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir um- sóknum vegna starfrækslu strengjakvartetts á vegum borgarinnar frá 1. september nk. - Einungis hópar geta sótt um, ekki einstaklingar. - Laun meðlima svari hálfum starfslaunum listamanna hjá Reykjavíkurborg og hlíti sömu reglum. - Kvartettinn starfi sjálfstætt og geri í umsókn nákvæma grein fyrir starfsáætlun; fyrirhuguðu tónleikahaldi og öðr- um verkefnum, áherslum í vali tónlistar, hugsanlegum áformum um upptökur o.s.frv. Kvartettinn komi auk þess fram nokkrum sinnum á ári á vegum borgarinnar án auka- greiðslna samkvæmt nánara samkomulagi. - Starfslaun til kvartettsins eru veitt til eins árs með mögu- leika á framlengingu. - Upplýsingar um önnur störf meðlima kvartettsins á starfstímabilinu fylgi með umsókn. Umsóknir skulu sendar: Menningarmálanefnd Reykjavík- ur, Kjarvalsstöðum, v/Flókagötu, 105 Reykjavík fyrir 1. júní nk. Sérstök dómnefnd velur úr umsóknum. Allar nánari upplýsingar fást hjá ritara nefndarinnar í síma: 5525131. Menningarmálanefnd Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.