Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 s a g a r ■ I dag er hálf öld liðin frá vígi Guðmundar Kambans - íslenska rithöfundarins sem sakaður var um samvinnu við þýska nasista í Danmörku. Hrafn Jökulsson rifjar upp feril Kambans og hin dularfullu endalok hans. Fimmtudaginn 10. maí biitist frétt í Alþýðublaðinu sem hófst á þessa leið: „Guðmundur Kamban rithöfundur var skotinn til bana síðastliðinn laug- ardag í Kaupmannahöfh. Fregnir, sem hingað hafa borizt af þessum hörmu- lega og ótrúlega atburði, eru óljósar og mun ríkisútvarpið eitt hafa fengið fregnir af honum enn sem komið er, en það skýrði frá þessu í hádegisút- varpinu á þriðjudag." Hvað gerðist á Hotel-Pensjon í Kaupmannahöfn um hádegisbil 5. maí 1945? Hversvegna ætluðu danskir ætt- jarðarvinir að handtaka íslenska rithöf- undinn? Hversvegna neitaði hann að fara með þeim? Hversvegna var hann skotinn? Guðmundur Kamban lifði ævintýra- legu lífi og endalok hans hafa verið ráðgáta í hálfa öld. Kamban og dauðu skáldin Guðmundur Kamban fæddist 8. júm' 1888 á dálitlu býli niður við sjó á Álftanesi, einn í hópi margra bama fá- tækra foreldra. Engu að síður var hann settur til mennta, enda gæddur ágæt- um gáfum, og lauk stúdentsprófi 1910. Guðmundur mun snemma hafa ákveðið að leggja út á skáldabraut, en fyrstu skrefm votu vægast sagt óhefð- bundin: árið 1905 gat hann sér frægð, 17 ára að aldri, þegar hann gerðist tengiliður látinna stórskálda á miðils- fundum í Reykjavfk. Með ósjálfráðri skrift kom hann til skila nýjum verk- um ekki minni manna en Jónasar HaHgrímssonar, Snorra Sturluson- ar og H.C. Andersens. Spintísminn hafði þá nýlega numið land á íslandi, og boðberar hans voru engir veifiskatar: Einar H. Kvaran rithöfundur, Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, sem var langöflugasta blað landsins, Haraldur Níelsson prestur og fleiri áhrifamiklir menn. Engum sögum fer af því hver uppgötvaði mið- ilshæfileika hins unga og fátæka skólapilts. Alltjent var hann ekki lengi umboðsmaður dauðra skálda heldur tók fljótlega að skrifa sjálfur af einurð og kappi. Guðmundur Jónsson - einsog hann hét nú bara framanaf - var metn- aðarfullur ungur maður, albúinn að leggja heiminn að fótum sér. Þegar hann útskrifaðist sem stúdent lá leið hans til Kaupmannahafnar þarsem hann lagði stund á heimspeki við Hafnarháskóla í nokkur ár. Hann ætl- aði hinsvegar að verða skáld - stór- skáld auðvitað - og kraftarnir fóru fýrst og fremst í ritstörf. Um þetta leyti höfðu nokkrir ungir og vaskir íslendingar brotist til áhrifa í heimi danskra bókmennta: Jóhann Sigurjónsson var kominn í fremstu röð leikskálda, og þeir Gunnar Gunnarsson og Jónas Guðlaugsson létu mikið að sér kveða. Efalítið hefur fordæmi Jóhanns Sig- urjónssonar haft örvandi áhrif á hinn unga Kamban. Hann tók sjálfur til við að skrifa leikrit og sló rækilega í gegn strax með frumraun sinni, Höddu Pöddu. Gagnrýnendur hófu Kamban til skýjanna, og sumir höfðu á orði að nú hefðu Norðurlönd eignast nýtt stór- skáld. Óslökkvandi metnaður Metnaður Guðmundar Kambans var óslökkvandi enda var sjálfstraust hans áreiðanlega í lagi og rúmlega það. Eftir nokkurra ára dvöl í Dan- mörku vildi hann víkka sjóndeildar- hringinn og vinna stærri sigra. Hann var 27 ára þegar hann flutti til New York ásamt konu sinni, leikkonunni Agnete Egeberg. Þar hokruðu þau í tvö ár við rýran kost: Kamban baksaði við að yrkja á ensku, sem hann áleit nauðsynlegan þátt í því að verða heimsfrægur rithöfundur. Eftir tvö ár voru efni á þrotum og hjónakornin héldu aftur til Danmerkur þarsem þau bjuggu meira og minna næstu 17 ár. Kamban hélt ótrauður áfram að skrifa, við misjalhar undirtektir: ýmist báru gagnrýnendur hann á höndum sér ellegar vörpuðu honum í ystu myrkur. Jafnframt skáldskapnum lagði hann stund á leikstjóm eigin verka og varð fyrstur fslendinga til að gerast kvik- Kamban: Bannið við gagnrýni, sem dr. Göbbels hefur sett, er þrek- virki... Svipmynd frá fyrirmyndarríkinu sem myndaleikstjóri. Um var að ræða hans eigin verk, Höddu Pöddu og Hús í myrkri. Árið 1934 hélt Kamban enn í vík- ing, í þetta skipti til Englands. Hann hafði ekki gefið uppá bátinn íýrirætl- anir um að verða stórskáld á enska tungu. Þegar þær ráðagerðir fóm útum þúfur haslaði hann sér völl í Þýska- landi fjórða áratugarins - Þýskalandi nasismans. Þjóðveijar hafa lengi verið haldnir kynlegum grillum um íslendinga og íslenska menningu: og slíkir órar blómstmðu í forarvilpu nasismans. Nasistar tóku íslenska skáldinu tveim höndum, enda kunnu þeir vel að meta sögulegar skáldsögur hans, Skál- holt (sem Vaclav Havel las síðar með áfergju í svartholinu) og Vítt sé ég land og fagurt. Leikritin hans voru líka sett upp í Þýskalandi og talsvert með skáldið látið. Kamban undi sér dável í Þýskalandi enda hafði hann nú loksins fiindið land þarsem hann var fyllilega metinn að verðleikum. Það er óþarfi að fjölyrða um að ekki hlutu öll skáld og listamenn náð í aug- um ráðamanna Þriðja ríkisins. Fjöldi listamanna var settur f fangabúðir, aðr- ir voru landflótta; verk höfunda sem ekki féllu í kram nasista voru mis- kunnarlaust bönnuð og þau borin á bál. Og árið 1936 setti Jósef Göbbels Kamban hreifst svo af. áróðursmálaráðherra bann við list- gagnrýni. Af því tilefni var haft viðtal við Guðmund Kamban í danska blaðið Af- tenavis. Morgunblaðið birti viðtalið og þaðan höfum við fremur nöturlegar yfirlýsingar íslenska skáldsins um þessi efni. Kamban sagði: „Bannið við gagnrýni, sem dr. Göbbels hefur sett, er þrekvirki sem allur heimurinn á eftir að taka upp ef að líkum lætur. Sjálfur er ég fómar- lamb gagnrýninnar og varð að flýja Danmörku hennar vegna.“ Þótt Kamban segði reyndar hið gagnstæða í viðtalinu, þá verður ekki dregin önnur ályktun af orðum hans en að hann hafi verið orðinn bitur og beiskur í garð Dana. I huganum hefur hann hlotið að bera saman Dani og Þjóðverja og fundist ólíku saman að jafha: í „útlegðinni" í Þýskalandi lifði hann einsog blóm í eggi. Þau hjónin bjuggu á góðu gistihúsi í glæsilegum borgarhluta umhverfis Kurfursend- amm í Berlfn og var Kamban á föstum launum hjá Insel Verlag, sem var eitt af stærstu bókaforlögum Þýskalands. Dularfull vísindastörf Árið 1938 fluttu Kambanhjónin aft- ur til Danmerkur. Þau bjuggu í Kaup- mannahöfn þegar heimsstyrjöldin hófst ári síðar og voru þar um kyrrt á stríðsárunum. Kristján heitinn Al- bertsson var náinn vinur Kambans og hefur einn manna ritað um síðustu æviár hans. í bókinni Margs er að minnast, sem út kom 1986, skýrir hann frá því að seint á stríðsárunum hafi þýskur vísindamaður, sem stadd- ur var í Kaupmannahöfn, hringt í Kamban og boðið honum tíl hádegis- verðar á Hotel d’Angleterre. Kristján segir: „Þeir ræddu meðal annars um náttúruauðlindir íslands og Kamban sagði vísindamanninum frá íslenskum sölvum, næringarmikilli sjávarplöntu sem íslendingar einir Evrópuþjóða legðu sér til munns.“ Þýski vísindamaðurinn fylltist áhuga á þessari undrafæðu, að sögn Kristjáns, og hann skoraði á Kamban að skrifa vísindalega ritgerð um þetta merka fyrirbæri. Skáldið færðist und- an og kvaðst ekki geta lagt út í slíka vinnu endurgjaldslaust. Þá bauðst Þjóðverjinn til að reyna að útvega greiðslu hjá Þýsk-dönsku vísinda- stofnuninni - og skömmu síðar færði hann Kamban þau gleðitíðindi að hon- um stæðu til boða mánaðagreiðslur í hálft ár tíl að hann gæti einbeitt sér að vísindaritgerðinni. Mánaðagreiðslurnar, sem áttu að vera úr Þýsk-danska vísindasjóðnum, voru einhverra hluta vegna inntar af hendi í Dagmarshúsi - höfuðstöðvum þýsku hemámsyfirvaldanna. Danskir andspymumenn reyndu eftir föngum að fýlgjast með mannaferðum í þetta hataða hús, og „ekki leið á löngu áður en altalað var að Kamban tæki við peningagreiðslum ffá Þjóðveijum og ekki væri vitað tíl hvers honum væri borgað," svo notuð séu orð Kristjáns Albertssonar. Engum sögum fer hinsvegar af at- hugunum Kambans á næringargildi ís- lenskra sölva; af þeim hefur að minnsta kosti ekki varðveist tangur né tetur, og vandséð hvaða skilyrði skáld- ið hafði til slíkra rannsókna í Kaup- mannahöfh seinni heimsstyijaldar. Reyndar kom á daginn, að greiðsl- umar vom hreint ekki úr einhveijum vísindasjóði, heldur af leynireikningi dr. Werners Best, yfirmanns þýsku hemámsstjórnarinnar í Kaupmanna- höfn. Rekistefna á danska útvarpinu „Vísindastörf ‘ Kambans vom ekki einu molarnir sem hann þáði af borði Þjóðveija. I bókinni Hvað gerðist hjá útvarpinu í stríðinu? eftir tvo danska höfunda er vitnað til dagbókar F.E. Jensens um daglegt líf á ríkisútvarp- inu meðan Þjóðverjar héldu um stjóm- völinn. Þar kemur fram að þýski yfir- maðurinn hjá útvarpinu, Ernst Loh- mann, óskaði á sínum tíma eftir að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.