Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 3
vism Laugardagur 24. janúar 1976. 3 „Áfangar" á annan stað Kjartan J. Magnússon skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri hugmynd um hvort ekki sé hægt að breyta tima og degi tónlistarþáttarins „Afangar” sem er á föstudags- kvöldum i útvarpinu. Einmitt á þessu kvöldi eru margir úti að skemmta sér og missa þvi af þættinum. Ég veit að margir vilja fá þessu breytt. í öðru lagi fyndist mér áhuga- vert að fá i útvarpið tónlistar- þátt þar sem kynntar væru og spilaðar plötur meö hljómsveit- um sem sárasjaldan heyrast i öðrum tónlistarþáttum. 1 þess- um þætti mætti spila plötur með t.d. Gentle Giant, Budgie, Todd Rundreen og fleirum. Svo mætti örn Petersen gjarna stjórna þessum þætti.” Ef þér liggur eitthvað á hjarta þá hringdu í síma 86611 milli klukkan 13 og 15 á daginn. Verð ó plötum er hrikalegt KIP skrifar: „Hve lengi verða islenskir tónlistaáhugamenn að vænta þess að tollar á hljómplötum verði lagðir niður likt og á bók- um? Verð á plötum er hrikalegt, að hugsa sér að ein plata skuli kosta tvö þúsund f jögur hundruð og niutiu krónur. Þetta er að visu verð á nýrri plötu, tveggja til þriggja mánaða, gamlar plötur lækka niður i nitján- hundruð til tvö þúsund krónur. Fyrirnokkrum árum var verð á plötum sjö til niu hundruð og upp i tólf hundruð krónur. Er ekki kominn timi til að verðlag á hljómplötum verði athugað. Til dæmis get ég sagt að ég fór i verslun eina og spurði um verð á plötu, reyndar var hún tvöföld, og var hún seld á þrjú þúsund og fimm hundruð krónur. Mætti ekki fara að telja hljómplötur hlunnindi hinna riku? Útsölur eru einu sinni til tvisvarááriogerþaðtil mikilla bóta, en samt er verðið mjög hátt. Einnig eru þessar útsölur á vitlausum tima, halda mætti að verslanirnar gerðu þaðaf ásettu ráði að hafa útsölur á þeim tima sem buddan er tóm eftir jólin.” Blaöamenn eiga viðtöl við fjölda fólks daglega. Einn blaðamanna Vísis, Emilía Baldursdótfir, brá aðeins út af vananum og tók viðtal við hross sem hún mætti á förnum vegi. Emilía lét spurningunum rigna yf ir gæðinginn, sem svaraði að sjálfsögðu á sínu máli. Til hagræðis fyrir lesendur reynum við hér að færa svörin yfir á íslensku, því ekki þýðir að bjóða upp á svör eins og: ,,Vrinsk, hnnnn, ííhhhhh, (hnus)...." — ÓH Hvaða álit hafiö þér á landhelgismálinu „Ja, mér finnst að islendingar mættu bita betur frá sér”. „Nei, blessuð vertu ekki að hafa þetta eftir mér”. Skagamenn íþróttahús vígja nýtt svæðis fyrir 1200 manns. Iþrótta- salnum má skipta i fjóra minni sali og i honum er.iögleg aðstaða fyrir alþjóðlegar keppnir i bad- minton, blaki, körfubolta og handbolta. Vigsluathöfnin hefst með þvi að karlakórinn Svanur syngur. ávörp verða flutt, leikfimisýning- ar verða og iþróttadagskrá veröur i umsjá lþróttabandalags Akraness. —SJ Skagamenn geta nú farið að æfa iþróttirnar af enn meiri krafti en áður. 1 dag verður nefni- lega vigt nýtt iþróttahús á Akranesi. I húsinu er einn af stærstu iþróttasölum landsins með 970 ferm gólffleti auk áhorfenda- Elsku pabbi kemur ekki Arshátið Anglíu, sem haida átti I janúar, hcfur veriö frestað vegna þess að hciðursgestur fé- lagsins gat ekki komiö, en von- andi verður hún haldin seinna i vetur. A meðan verður skemmtikvöld og dansleikur með diskóteki i félagsheimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 31. janúar. Er það sérstaklega ætlað yngri félagsmönnum og gestum þeirra, en einnig verður séð fyrir eidri meðlimum fé- lagsins. Meðlimir Angliu eru nú rúmlega 200. Visir hafði samband við Alan Boucher formann Angliu og spurði hann hvort frestun árs- hátiðarinnar stæði i einhverju sambandi við þorskastriðið. Hann kvaðst ekki vita það. Heiðursgesturinn, sem boðið hafði verið, var Patrick Cargill. sá sem lék aðalhlutverkið i „Elsku pabba” sjónvarpsþátt- unum. Hann hefur tilkvnnt fé- laginu að hann geti ekki komið, án þess að geta ástæðna. — SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.