Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 24. janúar 1976. vism Á þessari mynd kemur vel fram, hversu mettað and- rúmsloftið getur orðiö af tó- baksreyk þar sem margt fólk er samankomið. Myndina tók Jim á blaöamannafundi Geirs Hallgrimssonar i siðustu viku. Reyk- inga- mað- urinn i 1 |í % 1 \ i |i 41' iBBœfvlasm í 1 i ti 1 I MhhN WKr^l og umhverfi hans.... Flugleiðir hafa skipt flugvélum sinum þannig, að þeir sem vilja geta forðast það að vera umvafnir tóbaksreyk. „Reykingar cru versti mengunarvaldur sem til er. Þær skapa mikil óþægindi fyrir þá sem ekki reykja og jafnvel skaða, eins og hefur nú verið sannað visindalega,” sagði Oddur Ólafsson alþingismaður þegar Visir ræddi við hann um réttindamál þcirra sem ekki reykja. „Það hefur lengi verið vitað, að sigarettur yllu skaða,” sagði Oddur, „en nú kemur sifelll betur i ljós hversu margþættur skaðinn er. Fyrir utan lungna- krabbamein og lungnaþembu hafa reykingar skaðvænleg áhrif á hjarta og æðar og lungnaslimhúðina. Erting á lu ngn aslim húðinn i veldur bronkitis, sem dregur mjög úr starfsgetu fólks.” ,,Nú hefur verið rannsakað, að þeir sem eru langvistum i salarkynnum þar sem mikið er reykt geta fengið alla þessa sjúkdóma, þó þeir reyki ekki sjálfir. Sérstaklega er lungna- síimhúð barna viðkvæm, ef reykt er i umhverfi þeirra. Auk þess verður fólk fyrir áhrifum i þá átt, að likamleg þörf skapast fyrirsigarettur hjá fólki sem er mikið innan um reykingamenn, þar sem þær eru vanabindandi. Það er að visu ekki alltaf gott að sjá hvað eru likamleg áhrif og hvað sálræn, en likur benda til þess, að ástæða þess hversu mörg börn foreldra sem reykja fara sjálf að reykja sé að ein- hverju leyti sú, að þörf fyrir nikótin hefur skapast hjá börn- unum.” Séraðstaða fyrir reykingamenn í grein sem Bjarni Bjarnason læknir skrifaði á siðasta ári i timarit Krabbameinsfélags Is- lands, lýsir hann yfir þvi áliti sinu, að kominn sé timi til að reykingafólk hagi reykingum sinum framvegis þannig, að það verði ekki plága á umhverfi sinu. Lágmarkskröfurnar telur hann vera þær, að þeir sem kjósa að reykja, séu einir háðir skaðsemdum reykinganna. Reykingar ættu aldrei að vera leyfðar f almennum samskipt- um eða félagslifi, þegar fólk sem ekki reykir sé viðstatt. Þær megi þá aöeins fara fram á reykingastofum þar sem þær geti engan skaðað nema reyk- ingafólkið sjálft. Oddur ólafsson sagði, að i vaxandi mæli væri unnið að þvi að hafa séraðstöðu fyrir þá sem reykja en þó vantaði mikið á að nóg væri að gert. Ekki taldi hann að lagasetningar myndu breyta miklu i þessu efni. Hug- arfarsbreyting þyrfti að koma til. t Bandarikjunum og á Norðurlöndum hafa verið stofn- uð félög, sem vinna að almenn- um mannréttindum þeirra sem ekki reykja. Þessi félög reyna eftir mætti að skapa hugarfars- breytingu hjá reykingamönnum i garð umhverfisins. Andstætt hreinlætis- kennd fólks „Nauðsynlegt er að benda á það hversu skaðleg áhrif um- gengni við reykingafólk hefur og hversu andstætt þetta er þeirri hreinlætiskennd, sem rik- ir”, sem Oddur. „Árangursrikast held ég þó að sé að vinna almennt að útrým- ingu reykinga. Til þess eru tvær aðferðir: i fyrsta lagi að benda með áróðri á skaðsemi reyk- inga, óþægindi þau sem þær valda öðrum og kostnaðinn af þeim og i öðru lagi að halda háu verðlagi á tóbaki.” — SJ Til skammar Þegar rætt er um kjör aldraöra I islenska velferðarþjóðfélaginu er ekki laust viö að setji aö mér hroll. Ellilifeyrir sá, sem fjöl- skyldulausum gamalmennum er ætlað að lifa á, er sllk nálús, aö ekki er hægt aö nefna hana blygðunarlaust: rúm þrjátiu þúsund. Eru þetta þakkir fyrir að hafa þrælaö sér út tii að byggja upp þá velmegun sem viö búum viö? A meðan þrýstihópar berja bumbur, beita samtakamætti sinum og knýja fram kröfu á kröfu ofan, hefur gamla fólkið lent utangarðs og gleymst. Þaö hefur engin samtök sin á meðai, engin tækifæri til að beita þvingunum eða samtakamætti. Það er bara þarna: hjáiparlausl og lltilsvirt. Stjórnvöldum virðist sama. Þrýstiloftshópar Nýlega var rætt við elli- lifeyrisþegann Tómas Jónsson i sjónvarpi um kjör sin. Hafi Sjónvarpið þökk fyrir þennan þátt. En ef þátturinn á að verða allt, er breiða á fyrir skömmina með þvi að sýna ósómann, and- íj - ' varpa, krossa sig i bak og fyrir án þess að eitthvað róttækt gerist, er ekkert unnið. Þrýstiloftshópar eins og flug- menn og aðrir, ættu að nema staðar um stund og spyrja sjálfa sig: hver skapaði það þjóðfélag sem á flugvélar og getur leyft sér þennan munaö? Hverjir? Jú, þeir sem i dag eru út- brunnir, hjálparlausir I elli og búa við eymdarkjör mitt á meðal okkar. Eigi einhverjir heimtingu á leiðréttingu kjara sinna, eru þaö ellilifeyrisþegar. Leyfum okkur að vona að sú stjórn sem nú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.