Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 24. janúar 1976.
5
Trúarbrögð
eru ópal...
A meðan stelpurnar verptu
eggjum sögðu mömmurnar við
strákana: „Þið eigið að vera
sniðugir að koma ykkur áfram i
lifinu strákar”, en af þvi þeir
voru of ungir til að byrja
innflutning og brask, var þeim
ráðlagt að selja blöð. öll mikil-
menni heimsins höfðu byrjað
sem blaðasalar: Wasinton,
Edison, Asinton. Niðrá Visi beið
kös tilvonandi mikilmenna eftir
blöðum og nöfnin þeirra og
heimilisföng voru tekin niður,
að visu ekki til að senda
Merkum samtiðarmönnum,
heldur ef ske kynni að þeir stælu
peningunum.
Einsog það er erfitt að afla
peninga, er ekki einleikið
hversu auðvelt er að eyða þeim :
hálftimi i Tivoli og þeir voru
rúnir innað skyrtunni. Hlaupin á
rifflunum voru skökk, þannig að
sá sem miðaði rétthitti aldrei. Á
sömu reglu voru hinar maskin-
urnar byggðar: sá sem spilaði
eftir reglunum fékk aldrei neitt.
Rafmagnsbilarnir minntu á
þessi augnablik sem eru hlaðin
og full: þvi miður varði það að-
eins þrjár minútur. Ljónið var i
þunglyndiskasti og fúlsaði við
kótelettunum, gerði rifu á annað
augað og horfði með ógleði á
kúgara dýranna sem gretti sig
hinumegin við rimlana. Flugvél
kom og þyrlaði karamellum yfir
mannskapinn en þærlentu flest-
ar utan girðingar eða oni báta-
tjörninni.
Útá Melum stóðu nokkrar
hræður fjötraðar i rigningu og
horfðu á knattspyrnu. Höfðu
þær verið færðar hingað með
valdi? öðruhverju þurrkuðu
þær framanúr sér rigninguna og
drukku úr pilsnerflöskum þetta
lif sem rikisstjórnin passar að
verði aldrei afengt. Strákar sáu
um drykkjumennina og sniktu
af þeim glerin.
Fyrir þeim voru allir leikir
heppnaðir: þótt knattspyrnu-
mennirnir væru búnir að týna
boltanum á miðjum velli, voru
þeir með mörg járn i eldinum:
seldu gler, hentu töppum i lög-
regluna og hrópuðu niður með
dómarann. Augnablik fór
straumur um sljóa áhorfendur
þegar vindhviða kom brunandi
upp völlinnog þeytti boltanum i
mark. íslenska veðráttan á öll
vallarmet.
2.
Á sunnudögum fóru þeir i
guðsþjónustuna til að horfa á
bió. Presturinn var örugglega
eitthvað klikkaður, alitaf bros-
andi og klipandi. Ef einhver var
að blaðra úti sal, kom hann
brunandi ailur eitt bros og laut
yfirblaðurskjóðuna einsog hann
væri að faðma hana. Þegar
hann gekk burt, neri viðkom-
andi á sér handlegginn.
Silli bróðir hans Dódó var
æðislega þrjóskur og þótt hann
væri bara þriggjára var hann
svo handsterkur að ef hann náði
taki á einhverju föstu var úti-
lokað að slita hann af. Einusinni
þegar þeir voru að flýta sér
heim úr guðþjónustunni náði
hann taki á stans-aðalbraut-stop
skilti. Þeir voru að reyna að
plokka hann af þegar séra
Auðunn gekk frammá þá. Hann
spurði brosandi hvort eitthvað
bjátaði á og Dódó var nógu vit-
laus til að jánka þvi. Fyrst bað
hann Silla með góðu: „Sigur-
laugur i hamingjunnar bæn-
um", en Silli bara hélt áfram
með þessu þrjóska brosi, sem
gat alveg gert mann vitlausan.
Séra Auðunn brosti á móti, leit i
kringum sig og byrjaði að
spenna upp á honum fingurna
og klipa hann i handlegginn.
þangaðtil Silli sparkaði i öklanri
á honum.
t guðþjónustunni sagði séra
Niðrá VÍSI beið kðs
tilvonandi mikilmenna
eftir blöðum
r
A endanum voru þeir
komnir út i alvörubíó
án guðsorðs
sig aftar í vagninn!
Hrópaði vagnstjórinn
bjartsýnn
Auðunn dæmisögur. Einusinni
spurði hann:
Hvað gerum við ef við finnum
nýfætt lamb sem er að krókna
úr kulda?
Loksins kom spurning sem
Dódó gat svaraö þvi hann hafði
verið i sveit:
Maður setur það i bakaraofn.
Það var augnabliks þögn, svo
fóru allir að hlæja nema séra
Auðunn sem kom brunandi yfir
til þeirra og klæjaði i fingur-
Kafli úr óprentaðri
skáldsögu eftir
Pétur Gunnarsson,
er lesin var upp
á samkomu vondra
listaskálda
í Háskólabíói
gómana en Dódó sat innst útvið
vegg, eldrauður og reyndi að
sannfæra næsta umhverfi:
Maður setur á lágan
straum....
Maður vefur þeim inni teppi,
sagði annar sem hafði ekki
verið i sveit en lesið Heiðu.
Og gefur þeim heita mjólk i
pela! bætti séra Auðunn við
óþolinmóður.
Þegar það var loksins komið á
hreint var hann búinn að
gleyma dæmisögunni sem
lambið átti að vera uppistaöan i
og bióið gat byrjað.
Það var svo leiðinlegt bió i
guðþjónustunni (Vitleysinga-
þjónusta Bandarikjanna) að
þeir hrökkluðust yfir i KFUM,
þótt það væri helmingi lengra.
Þar voru ekta skripó. Fyrst
voru sagðarsöguraf dreng, sem
lenti á villigötum en náði sér
upp á blaðasölu eða Kiró og Kali
sem voru á stöðugum flótta
undan kommúnistunum. Silli
hlakkaði svo til að sjá skripa-
myndina að hann byrjaði að
hlæja um leið og þeir komu inn
og hló allan timann, lika meðan
maðurinn fór með bænina og
allir áttu að vera með lokuð
augun.
Trúarbrögð eru bara ópal i
samanburði við ópium kvik-
myndanna. A endanum voru
þeir komnir úti alvörubió án
guðsorðs. Strax eftir hádegis-
mat á sunnudögum þustu þeir af
stað i strætisvögnum með
hasablöð full af bakterium undir
hendinni. Vagninn var yfir-
fullur af körkkum og leyndi sér
ekki nýfætt brjálæðið i svipnum.
Bilstjórinn margstoppaði og
sagðist ekki geta keyrt i svona
hávaða.
Það var alltaf kös fyrir
framan bióið, alveg sama hvað
þeir komu snemma. Þeir skipt-
ust á að standa i röðinni meðan
hinn býttaði á blöðum . Silli gekk
á milli með Varðturninn og var
hrint. Ein stelpa gaf honum
servéttu.
Þegar dyravörðurinn byrjaði
að hleypa inn fór allt i hnút.
Börnin sem höfðu staðið hvert
fyrir sig, hrærðust saman i deig,
það er einsog lungun ætli uppúr
manni, sumir fengu blóðnasir.
Kös er óútreiknanleg:
stundum voru þeir alveg komnir
að hurðinni og vantaði ekki
nema hársbreidd að þeir spýtt-
ust inn, fyrren varði stóðu þeir
aftur útá götu. Snaggarlegur
dyravörður með kaskeiti var
búinn að tapa týrunni og hótaði
að loka bióinu. Stóreflis vegg-
rúða féll i heilu lagi inn.
, Sumsstaðar sátu fjögur i einu
sæti eða hvert innanum annað i
stigum og göngum. Hávaðinn
einsog i risavöxnum kuðungi.
„Einhvers staðar hér inni er til-
vonandi eiginkona min”, hugs-
aði Andri en strokaði það út
þegar hann sá hver settist fyrir
framan hann.
Eftir tvær klukkustundir opn-
uðust bióin aftur og þessi
tilviljanakennda kös sem hellt-
ist inni þau var gufuð upp og út
streymdi smáfólk með hleðslu:
sumir skylmdust, aðrir veltust
um i ýktum slagsmálum, hlupu
uppi ljósastaura og veltu sér
yfir grindverk. Einn gekk
einsog Sjaplin. Hvað var maður
eignlega áðuren maður fór inn.
úrþvi maður kom svona raun-
verulegur út? Það kom ekki til
mála að taka strætisvagninn i
þviliku ástandi. hann var reynd-
ar orðinn svo fullur að farþeg-
arnir urðu að gera sig
kinnfiskasogna til að rúmast.
„Gjörasovel og færa sig aftar i
vagninn!”, hrópaði bilstjórinn
bjartsýnn. Miðaldra kona lét
segja sér það tvisvar en við
þriðju áskorun settist hún i
kjöltuna á virðulegum manni i
aftursætinu.
Þeim tókst að fylla Háskólabió: Tvö hinna „vondu listaskálda”, sem
gengust fyrir samkomu i Háskólabiói fyrir réttri viku, Sigurður Páls-
son t.v. og Pétur Gunnarsson.
gata meistara alberts
Tíunda Ijóð í Ijóðaflokknum Gata meistara
Alberts eftir Sigurð Pólsson flutt á samkomu
vondra listaskálda í Háskólabíói
Eftirfarandi Ijóö er hluti af Ijóðaflokknum
Gata meistara Alberts, sem birtist í Ijóöabók
Sigurðar Pálssonar, LJÓÐ VEGA SALT, sem
kom út hjá Heimskringlu árið 1975.
Sigurður Pálsson:
gata meistara alberts
(tíunda Ijóð)
happdrætti meistara alberts
æpa krakkarnir hér niðri
og pranga handskrifuðum happdrættismiðum
inná mann brosandi okurverði
vinningarnir þrir til sýnis
bilað gullúr reykelsi og strigaskór nr. 40
allt stolið segir húsvörðupabbinn
ertu enskur eða irskur
spyrja þau og bjóða miða
islenskur, hvar er ísland?
sunnan við sólu segi ég
og hugsa með hryllingi:
visir spyr visir spyr
þegar ég geng upp stigann