Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 11
VTSIR Laugardagur 24. janúar 1976. n Laufakóngur kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum.. Tveir áhugaveröir leikir voru i þriðju umferð meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur og úrslit i öðrum þeirra heldur óvænt. Sveit Einars Guðjohnsen sigr- aöi félagsmeistaraana, sveit Hjalta Eliassonar og kemur þar með liklega til þess að blanda séribaráttuna um titilinn. Sveit Stefáns vann sveit Benedikts og hélt þar með forystu i mótinu. Spiluð eru sömu spil i öllum leikjunum og voru þau einkar áhugaverð i fyrri hálfleik. Hér er spil, sem olli sveiflu i öllum leikjunum. Staðan var allir á hættu og norður gaf. * K8-7-3 y 10-8-7 é D-9-6 * G-6-4 A D-5-4-2 * A-10-9-6 V D-9 V A-G-2 ÍG-5 4 A-8-7-4 * A-t)-10-7-5 * 3-2 * G y K-6-5-4-3 Vm2 A öllum borðum nema einu varð lokasamningurinn fjórir spaðar, sem ýmist unnust eða töpuðust. Munaöi þá mest um trompiferðina og einnig hvort útspilið var tigull. 1 leik Stefáns og Benedikts sátu i lokaða salnum n-s Benedikt Jóhannsson og Hannes R. Jónsson, en a-v Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur P 1* P 3* P 4* p p P Það er óhætt að segja, að suður eigi erfitt með gott útspil, enda fór það svo að Hannes gaf slag á útspilinu. Hann spilaði út hjarta, drepið með drottningu i borði og sagn- hafi fylgdi eftir þessu fljúgandi starti með spaðadrottningu i öðrum slag. Norður hefur áreið- anlega búist við fimmlit hjá austri, þvi hann lagði ekki kóng- inn á. Enn kom spaði, niunni svinað og siðan lauf. Suður lét niuna og sagnhafi svinaði ti- unni. Norður drap með gosa, spilaði tigli, sem suður drap me'ð kóng. Þá kom meiri tigull drepinn með ás og tigull tromp- aður. Nú var trompinu svlnað og ásinn tekinn. Seinna var lauf- inu svinaö, unnið spil. í opna salnum týndist spaða- liturinn, en þar sátu n-s Stefán og Simon en s-v, Gunnar Guð- mundsson og örn Guðmunds- son: Norður Austur Suður Vestur P P P Þaö var jafnerfitt að spila út á spil suðurs og aftur kom út hjarta. Austur prófaði niuna, þvi ef hún kostar kónginn, þá eru komnir þrir slagir á hjarta. Sú von brást og sagnhafi sneri sér að laufinu. Suður lét laufa- kóng að bragði, sem var drepinn eftir nokkra umhugsun. Ennþá eru margir vinningsmöguleikar og sagnhafi spilaði nú spaða og lét niuna, i þeirri von að hún kostaði kónginn. Suður drap með gosanum, spilaði hjarta- kóng, sem var gefinn, og siðan meira hjarta. Spilið er nú gjör- tapað. Nú kom lauf, tiunni svin- að og norður drap. Þá kom tigull og sagnhafi endaði þrjá niður. TRYGGVI OG RAGNAR Á TOPPNUM HJÁ TBK Nú er lokiö þremur umferðum i meistarakeppni Tafl- og bridgeklúbbsins og er sveit Tryggva Gislasonar efst i meistarafiokki en sveit Ragnars Óskarssonar efst í I. flokki. Úrslit einstakra leikja i siðustu umferð voru þessi: Mfl: Sveit Braga 20 sveit Kristinar 4-2 Sveit Bernharðs 17 sveit Kristinar OL. 3 Sveit Tryggva 20 sveit Sigriðar 0 Sveit Þórhalls 12 sveit Þórarins 8 Sveit Erlu 18 sveit Kristjáns 2 I. fl.: Sveit Gests 20 sveit Hannesar 0 Sveit Rafns 18 sveit Ölafs 2 Sveit Jóseps 19 sveit Karls 1 Sveit Ragnars 20 sveit Guðlaugs 4-3 Sveit Bjarna 13 sveit Arna 7 Staða efstu sveitanna er nú þessi: Mfl.: 1. sveit Tryggva Gislasonar 56 2. sveit Þórarins Árnasonar 47 3. sveit Bernharðs Guðmundssonar 45 4. sveit Þórhalls Þorsteinssonar 34 I. fl.: 1. sveit Ragnars óskarssonar 50 2. sveit Rafns Kristjánssonar 48 3. sveit Jóseps Sigurðssonar 37 4. sveit Bjarna Jónssonar 37 Spilað er á fimmtudögum i Domus Medica. ENGIN BREYTING Á TOPPNUM HJÁ BR Að þremur umferðum ioknum I meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur er sveit Stefáns efst I meistaraflokki, en sveit Gylfa i I. flokki. Unnu þær báðar sina leiki og héldu þar með foryst- unni. Úrslit i einstökum leikjum voru þessi: Meistaraflokkur: Sveit Stefáns 14 — sveit Benedikts 6 Sveit Einars 17 — sveit Hjalta 3 Sveit Jóns 20 — sveit Alfreðs 4-4 Sveit Birgis 17 — sveit Helga 3 I. flokkur: Sveit Gylfa 14 —sveit ólafs H. 4 (refsistig) Sveit Esther 11 — sveit Sigurjóns 9 Sveit Gissurar 12 — sveit Þóris 8 Sveit Þórðar 16 — sveit Gisla 4 Röð og stig efstu sveita eru nú þessi: Meistaraflokkur: 1. SveitStefáns Guðjohnsen 52stig 2. Sveit Jóns Hjaltasonar 45stig 3. Sveit Einars Guðjohnsen 42stig 4.SveitHjalta Eliassonar 31 stig I. flokkur: 1. SveitGylfa Baldurssonar 52stig 2. Sveit Gissurar Ingólfssonar 49 stig 3. Sveit ólafs H. Ólafssonar 30stig 4. Sveit Sigur jóns Helgasonar 29 stig í næstu umferð spila tvær efstu sveitirnar saman i meistara- flokki og verður spennandi að sjá hvort sveit Stefáns stendur eitthvað i tslandsmeisturunum. Spilað er á miðvikudögum i Domus Medica. Frá leik Stefán og Benedikts. Talið frá vinstri: Örn Guðmundsson, Þórarinn Sigþórsson Gunnar Guðmundsson og Hörður Arnþórsson snýr baki i ljósmyndarann. (Ljósm. Jim) Þórarinn Eldjárn situr viö völd, hafi reisn til að lagfæra þessa ósvinnu. Þegar gagnrýnandi sem- ur Halldór Laxness hefur bent á að sumir bókmenntagagn- rýnendur séu svo skáldlega vaxnir að þeir lesi ekki bók til að sjá hvað i henni stendur, heldur til að reyna að troða þvi inn i hana sem þeir hafa fyrir- framákveðiö, að eigi þar að standa. Agætt dæmi um þetta, er þeg- ar Þórarinn Eldjárn gaf út ljóöabók sina: KVÆÐI. Tveir blaðagagnrýnendur sem hafa það fyrir kæk að hampa sjálfum sér sem verndurum frjálsrar hugsunar, gerðu sig þá seka um einstaka lágkúru. Báðir þessir menn vitnuöu i kvæði i bók Þórarins sem heitir Góður gestur á Bakka. Fyrsta erindi kvæðisins er svo hljóðandi: Veðrið er fint, það er fallegt á Bakka og fasisminn riður i hlað. Velgreiddur maður i vönduðum jakka, i vasanum morgunbiað. En þessir mætu menn, höfðu báðir breytt kvæðinu, og i þeirra útgáfu var kominn stór stafur i upphafi orðsins morgunblað. Samheitið morgunblað var orðið að nafni: Morgunblaðið. Ég ætla mér ekki að ræða hér um Morgunblaðið, en langt mega þeir menn vera leiddir sem geta ekki vitnað I verk ann- arra, án þess aö koma eigin hatri að, á svo lágkúrulegan hátt. En látum kvæðið fljúga i lokin. “—------v Umsión: Hrafn Gunnlaugsson. Ruglingur skilningarvitanna Og úr þvi ég er farinn aö ræða um skáldskap, get ég ekki stillt mig um að minnast ögn á Rim- baud (f. 1852), Fööur nútima Ijóðsins. Kristján Karlsson bendir á það i nýútkominni útgáfu af Timanum og vatninu eftir Stein Steinarr, að liklega megi finna bein áhrif i ljóðaflokki Steins frá Les Illumations eftir Rimbaud. Þetta er vafalaust rétt, en trú- lega hefur Steinn kynnst Rimbaud i sænskri þýðingu Gunnars Ekelöf, en Gunnar hefur þýtt Rimbuad best af nor- rænum mönnum. Sé grannt skoðað er ég þó þeirrar skoðunar, að Steinn sé ekki undir minni áhrifum frá Une Saison en Enfer. Sérstak- lega hvað myndmálið snertir. Rimbaud segir á einum stað i Arstiðum i helviti (þýðing Jóns Óskars): „Stundum sé ég á himnum óendanlegar strendur þaktar hvitum fagnandi þjóðum. Stórt gullfar uppi yfir mér blakar marglitum veifum sinum fyrir morgungolunum. Ég hef skapað allar hátiðir, alla sigra, alla harmleiki. Ég hef reynt að finna upp ný blóm, nýjar stjörnur, ný hold, ný tungumál. Ég hef haldið mig ná yfirnátturulegu valdi.” Rimbaud hefur gefið ljóðinu það vegarnesti sem hvert skáld getur ekki ferðast án. Hann var ekki bara skáld, heldur spá- maður. Hafi einhver náð að orða innsta eðli ljóðsins, er það Rimbaud þegar hann segir i bréfi aðeins sextán ára: „Skáldið mun komast að æðsta sannleik með þvi aö reyna á sjálfu sér „hverja tegund ástar, þjáningar og brjálæðis.” Þar segir ennfremur: „Skáldið gerir sig að sjáanda með lang- vinnum, afdráttarlausum og skipulögðum, ruglingi allra skilningarvitanna.” Góður gestur á Bakka Veðrið er fint, það er fallegt á Bakka og fasisminn rfður i hlað. Velgreiddur maður i vönduðum jakka, i vasanum morgunblað. Hann stigur af baki og bræðurnir kyssann, svo bjóða þeir gestinum inn. Hann þakkar og sprettir af hnakknum, og hryssan hristir sig vökur og stinn. Kaffitár lepja þeir kolsvart úr bollum, kökulús bryðja þeir með. Talinu er vikið að reiðdýrum, rollum; þeir ræða um að fátt hafi skeð. Gesturinn situr uns sigur að húmið á silkiskóm, varlega, hljótt. Hann flettir sig spjörum og sprettur i rúmið og spyr: — Má ég vera i nótt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.