Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 24.01.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR r Laugardagur 24. janúar 1976. VISIR Umsjón: Guömundur Pétursson ) Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. AAikilvægar viðræður Viðræður forsætisráðherra Islands og Bretlands nú um helgina marka nokkur þáttaskil i þeim átök- um, sem staðið hafa milli þjóðanna. Ljóst er, að þær ráða miklu um framvindu landhelgisdeilunnar, hver svo sem niðurstaða þeirra verður. Það var ótviræður áfangasigur, þegar okkur tókst með aðgerðum innan Atlantshafsbandalagsins að knýja bresku verkamannaflokksstjórnina með her- skip sin út fyrir fiskveiðitakmörkin. Gildi þess að hafa knúið breta út með herskipin er fyrst og fremst fólgið i tvennu: Við þurfum ekki að búa við sama hættuástand og rikt hefur hér undanfarna tvo mán- uði. Og i öðru lagi höfum við með þessu opnað möguleika á fleiri útgönguleiðum. Engum vafa er þvi undirorpið, að við stöndum mun betur að vigi, eftir að hafa komið herskipunum út. Það var rökrétt framhald af þessum áfangasigri að kannaðir yrðu möguleikar á friðsamlegri lausn deilunnar. I sjálfu sér er þó ekki mikil von til þess að við náum viðunandi árangri i þessum viðræðum. En rétt er að kanna það til þrautar, þvi umfram allt viljum við heldur friðsamlega lausn en áframhald- andi hættuástand. Loft er ekki eins lævi blandið, eftir að herskipin fóru. En þess er ekki að vænta, að það ástand vari lengi, ef engir möguleikar eru á samningum. Átök við herskipin geta þvi hafist á nýjan leik áður en langt um liður. Markmið okkar er það fyrst og fremst að draga úr sókn útlendinga á miðin hér við land og ná virkri stjórn á veiðunum. Ef kostur er á samningum við breta verðum við að vega og meta, hvort við kom- umst nær settu marki i þessum efnum með þvi móti eða áframhaldandi átökum. Þar getur verið um vandasamt mat að ræða. Við megum ekki láta tilfinningasemi ráða hvaða leið við veljum, ef á annað borð verður völ á fleiri en einni leið. Þar verður að vega og meta með kaldri skynsemi, hvernig við komumst næst þvi að ná virkri stjórn á veiðunum. Það væri hins vegar barnalegt i meira lagi að útiloka samningaleiðina fyrirfram. Það er þvert á móti hlutverk forsætis- ráðherrans að fullreyna, hvort unnt er að ná að- gengilegum samningum um friðsamlega lausn. Engin átök um helgina Þegar bretar létu undan þrýstingi islendinga og kölluðu herskip sin út úr fiskveiðilandhelginni fyrr i vikunni, var þvi lýst yfir af hálfu rikisstjórnarinnar, að islenskum lögum yrði framfylgt innan landhelg- innar eftir sem áður. Þetta eru mjög svipaðar yfir- lýsingar og gefnar voru við sömu aðstæður 1973. En sem kunnugt er þá var reynt að komast hjá átökum meðan samningaumleitanir stóðu yfir. öllum hugsandi mönnum má ljóst vera, að nauð- synlegt er að hafa þennan hátt á. Rólegt andrúms- loft á miðunum er forsenda þess að við náum ein- hverjum árangri i viðræðunum. í raun réttri hefðu stjórnvöld þvi átt að segja umbúðalaust, að þau stefndu ekki að átökum við bresku togarana rétt á meðan viðræðurnar fara fram. Þó að fremur sé ósennilegt að við náum aðgengi- legum samningum, er rétt að reyna það til þrautar og af fullri alvöru. Það er þvi beinlinis rangt að vera með aðgangshörku gegn bresku togurunum nú um helgina. Við gætum hugsanlega náð árangri i þess- um viðræðum og það er með öllu ástæðulaust að koma i veg fyrir það. Siðan er að vega og meta, hvort við komumst nær settu marki með samning- um eða áframhaldandi átökum. Concorde byrjuð áœtlunarferðir myndi það seinka þvi, að við hæfum áætlunarferðir þangað fram yfir fyrsta april, eins og við höfðum áður ráðgert. En lendingarleyfi New York skul- um við fá, fyrr eða seinna.” Aðrir lendingarstaðir Air France hefur fleiri lend- ingarstaði i hyggju fyrir Con- corde i Bandaríkjunum, en að- eins Washington og New York. Þar koma hugsanlega til greina Miami eða Boston. Vitanlega munu þá heyrast raddir um hávaðamengun, en þar sem Miami og Boston liggja náðar við sjóinn, eru óþægindin minni, segir Perol. Air France vilja ekki heldur Hvort sem bandarikjamenn leyfa Concordcþotunni að lenda i Washington og New York eða ekki, er langt frá þvi enn útséð um, hvernig deilunni um þéssa fullkomnustu farþegaþotu heims tii þessa, mun lykta. Til viðbótar við fastar áætlun- arferðir þotunnar milli Parísar og Rio De Janeiro sem Air France heldur nú uppi, og þær sem British Airways heldur uppi milli Lundúna og Bahrain, skulu nú teknar upp ferðir milli Parfsar og Caracas. Smiðir farþegaþotunnar hljóðfráu segja, að Concorde muni taka upp fastar áætlunar- feröir allra heimshorna á milli. Bretum og frökkum meinaður aðgangur? En allir vita þó, að fái Con- cordeþotan ekki lendingárleyfi i Bandarikjunum, muni rekstur hennar tæplega svara kostnaði. Banninu gæti svo hæglega fylgt lokun bandariskra flug- valla fyrir breskum og frönsk- um flugvélum. „Við verðum að fá lendingar- leyfi i Bandarikjunum”, sagði talsmaður frönsku stjórnarinn- ar. ,,Að öðrum kosti rennur allt út i sandinn.” Stærstu verkalýðssamtök Frakklands og samtök skipa- smiða hafa hvatt frönsku stjórnina til að hætta að kaupa bandariskar vörur, ef Con- cordeþotunni verður neitað um lendingarleyfi i Bandarikjun- um. SU skoðun á einnig vaxandi fylgi i Frakklandi og Bretlandi, að rf lendingarleyfið fæst ekki, muni allar staðhæfingar banda- rikjamanna um frjálst framtak falla um sjálfar sig. Ekki snúið til baka úr þessu Bretar og frakkar eru á þeirri skoðun, að of mikið hafi þegar verið f járfest i Concorde- þotunni, til að allar áætlanir um rekstur hennar verði lagðar á hilluna. „Við förum með málshöfðun til bandariskra dómstóla, og við skulum sigra”, sagði embættis- maður i franska samgöngu- ráðuneytinu. En rikisstjórnir Bretlands og Frakklands hafa þó fariðað öllu með gát við athuganir Washing- tonstjórnarinnar um Concorde- málið. Bandariskir auðhringar með i spilinu? Þótt flestir áliti, að sam- gönguráðherra Bandarikjanna, William Coleman hafi sýnt fulla sanngirni i máli þessu, gruna þó margir bandarisk stórfyrirtæki um græsku, og telja þau beita á- hrifum sinum til að Concorde verði með öllu bannað að lenda á Dullesflugvelli við Washing- ton, ellegar þá aðeins lenda þar með nokkurra vikna fresti. Vitanlega gátu British Air- ways og Air France aðeins tekið upp áætlunarferðir til Washing- ton til að byrja með. „Ég þori að veðja, að Con- corde fær að lenda i Washing- ton”, sagði aðalframkvæmda- stjóri AirFrance, Gilbert Perol. „En öðru máli gildir um New York. En hvað sem þvi liður, þá útiloka Montreal, en þá mun hljóðfráa þotán lika æða með ærandi gný yfir gjörvalla Kan- ada. Aðrir lendingarstaðir, sem til greina koma, eru Tokyo, Singa- pore, Sydney, Mexico City, Buenos Aires, Santiago og nokkrir staðir i Afriku. „Við höfum komist að sam- komulagi við sovétmenn um lendingarleyfi i Siberiu”, sagði franskur embættismaður, ,,en þá er bara eftir að miða út flug- leiðir. Við búumst þó við að ieysa öll þau vandamál á næstu mánuðum.” Farþegar af öllum tegundum „Farmiðar i ferðir milli Par- isar og Rio De Janeiro fyrstu mánuðina, hafa selst ágæt- lega”, sögðu talsmenn Air France. „Við bjuggumst við þvi, að fyrstistaðyrðu ferðirmeð Con- cordeþotunni, aðeins tiskufyrir- brigði, og kaupsýslumennirnir kæmu seinna”, sagði einn tals- mannanna, „en annað hefur komið upp á teningnum. Þetta er góðs viti um, að almenningur mun ferðast með hljóðfráum farþegaþotum.” Jafnvel heitustu andstæðing- ar Concordeáætlunarinnar i Frakklandi, eins og leiðtogi rót- tækra, Jacques Servan-Schreib- er, segja nú, að veita eigi hljóð- fráum farþegaþotum, eins og Concorde, nægileg tækifæri til að sanna ágæti sitt. „Héðan i frá, verðum við að dæma Concorde eftir þvi, hvort rekstur hennar skilar arði”, sagði Servan-Schreiber. Concorde á Kcflavikurnugvelli. — Visismynd Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.