Vísir


Vísir - 07.02.1976, Qupperneq 3

Vísir - 07.02.1976, Qupperneq 3
vism 3 Byggingaframkvœmdir í Kafnarfirði: Með minnsta móti sl. ór Talsvert dró úr bygg- ingaf ramkvæmdum í Hafnarfiröi á árinu 1975 miðað við næstu fjögur ár á undan. 353 íbúðir voru í smíðum á árinu, en á ár un- um 1972—1974 voru rúm- lega 100 íbúðum fleira í smíðum og 1971 voru 566 íbúðir í smíðum í Hafnar- firði. Þá var lokið við helmingi færri íbúðir á síð- asta ári en á árunum 1971—1974. íbúðir þær, sem voru i bygg- ingu á árinu, voru að meirihluta til i einbýlishúsum og voru aðeins 3 hús með fleiri en 8 ibúðum. Hafnfirðingar voru með 50 iðn- aðar- og verslunarhús i smiðum á siðasta ári, og var lokið smiði á 12 þeirra um áramötin. —SJ sýnir í Norrœna húsinu ,,Ég nota margs konar efni og tækni við verk min. Ýmist oliu- liti, pastel- eða vatnsliti. Þá hef ég einnig gert tréristur og teikn- ingar," sagði Elias B. Haildórs- son er við litum á sýninguna hans sem nú stendur yfir I Nor- ræna húsinu. Sýning Eliasar hefur nú staðið siðan 31. janúar. Flest verkin eru oliuverk, en einnig pastel- myndir, tréristur, vatnslita- myndir, teikningar og vatnslita- myndir. Elias stundaði myndlistar- nám i Handiða- og myndlistar- skólanum frá 1955 til 1958. Að þvi búnu hélt hann til Stuttgart i Þýskalandi og siðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann stundaði framhaldsnám. Elias hefur sýnt tvisvar áður i Reykjavik. 1 fyrra sinnið i Bogasalnum árið 1960 og siðara skiptið i sama sal 1967. Þá hefur Elias sýnt á Nes- kaupstað, Akureyri og Eski- firði. Siðustu 12 árin hefur hann búið á Sauðárkróki og sýnt þar fimm sinnum. Sýningu Eliasar lýkur á morgun. —EKG „Alþýðubandalagið er stalínskt að uppruna'' „Alþýðubandalagið er sósial- demókratiskur flokkur af stalin- iskum uppruna sem hin þjóðlega hændamcnning og rómantik Iýð- veldisstofnunarinnar hefur sett sterkan svip á”. Þetta segir meðal annars i stjórnmálaályktun sem Fylking- in, baráttusamtök sósialista, hefur sent frá sér. Stjórnmála- ályktun Fylkingarinnar er pési upp á 150 blaðsiður þar sem hin ýmsu mál eru reifuð. Til að mynda eru skrifaðar 11 blaðsiður um Alþýðubandalagið og álika prentsvertu eitt i kapital- ismann hér á landi. Þá fá maóist- ar nokkurn pistil um sig og NATO, herinn, auövaldið og kreppan eru ekki heldur undan- skilin i stjórnmálaályktun Fylk- ingarinnar. —EKG FINNSKUR LEIKFLOKKUR SÝNIR Á SELTJARNARNESI Leikflokkur frá Helsinki var væntanlegur hingað til lands I dag. Flokkurinn, sem nefnist Brage Dramaten, kemur hingað I boði Leikfélags Seltjarnarness og sýnir leikritið „Stúlkan E” eftir Valentin Chorell. Leikritið er flutt á sænsku, en Chorell er einn kunnasti leik- ritahöfundur á Norðurlöndum. Leikrit eftir hann hafa verið flutt I Ríkisútvarpinu. Leik- flokkurinn hefur að undanförnu verið á ferðalagi í Þýskalandi, Danmörku og Sviþjóð og hlotið lof fyrir góða frammistöðu. Norræni menningarsjóðurinn, Menningarsjóður Íslands-Finn- lands, Menningarsjóður félags- heimilanna og fleiri aðilar hafa veitt framlög til styrktar heim- sókninni. Sýningar verða i Félagsheim- ili Seltjarnarness á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. — Myndin er af félögum leik- flokksins. Þið eruð velkomin Viö opnuðum í morgun nýja og glæsilega bensínstöö viö Suðurfell í Breiöholti. Þaö er von okkar aö þiö kunniö vel aö meta ■ þá þjónustu, sem viö getum veitt.Viö bjóöum ykkur aö reyna viöskiptin. Olíufélagið Skeljungur hf O hoítsbúar! Við erum komin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.