Vísir - 07.02.1976, Síða 4

Vísir - 07.02.1976, Síða 4
4 l.augaidagur 7. febrúar 1976. vism BÍLAVARAHLUTIR Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla t.d. Rambler Classic, Chevrolet Biskvæn. Impala og Nova árg. ’65. Vauxhall Victor ’70. BÍLAPARTASALAN Höfðatún 10, simi 11397. Opiö frá kl. 9-6.30, laugardaga kl. 1-3. Nauðungoruppboð sem auglýst var i 86. 88. og 89. tbl. Lögbirgingablaðs 1975 á eigninni Sléttuhrauni 28, 3ju hæð tii vinstri, Hafnarfirði, talin eign Sigurjóns Rikharðssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjáifri miðvikud. 11. febrúar 1976 kl. 4.00 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hjaltabakka 20, talinni eign Guðnýjar Tryggvadóttur o.fl. fer fram á eigninni sjálfri, miðviku- dag 11. febrúar 1976 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 14. 16. og 17. tbl. Lögbirgingablaðs 1975 á eigninni Lyngási 2, Garðakaupstað þingl. eign Ásgeirs Long, fer fram eftir kröfu Jóns ólafssonar, hrl. á eigninni sjálfri miðvikud. 11. febrúar 1976 kl. 4.45. e.h. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 80., 82. og 84 tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á hluta i Ljósheimum 12 A, þingl. eign Runólfs Runólfsson- ar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. á eign- inni sjálfri, miðvikudag 11. febrúar 1976 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. „ER BÚINN AÐ TEIKNA RAF- LAGNIR í RÚM- LEGA 1500 HÚS Haraldur Sæmundsson er elsti starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavikur og segist hafa haft ánægju af starfi sinu enda sam- starfsmennirnir eins og best verði á kosið. í TÓMSTUNDUM" ,,Já, ég er búinn aö vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur i fimmtiu ár. Ég byrjaði 1. febrú- ar árið 1926 og hef verið siðan. Og er elsti starfsmaðurinn hér.” Þetta segir Haraldur Sæ- mundsson sem nú er yfireftir- litsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. ,,Ég varð strax hjálparmaður hjá eftirlitsmanni. Þá vorum við til húsa i Hafnarstræti 12 á fjórðu hæð i Edinborgarhúsinu. Nú það likaði vel við strák og ég var beðinn um að fara i skóla og læra mitt fag. Ég fór þá í Iðn- skólann um haustið og út- skrifaðist sem rafvirki árið 1930. Þetta var áður en hitaveitan kom og bærinn þurfti þá mjög á þvi að halda að láta skoða raf- lagnir i húsum. Það gerðist nefnilega oft að það varð út- leiðsla og þá var voðinn vis. Strax i upphafi likaði mér mjög vel við starf mitt. Vinnufé- lagarnir hafa allir verið afar alúðlegir, ráðamenn engu s.iður en aðrir. Þá þótti fint að vinna hjá Rafmagnsveitunni — Um það leyti sem ég var að Rœtt við Harald Sœmundsson yfir eftirlitsmann sem unnið hefur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 50 ár hefja störf hjá Rafmagnsveit- unni þótti það afskaplega fint að vera i fastri vinnu. Maður var þvi afskaplega hreykinn af þvi að geta sagt frá að nú starfaði maður hjá Rafmagnsveitunum og flikaði þvi i tima og ótima. En timarnir breytast og breytast. Nú er i raun og veru meira að gera en var þegar ég fyrst byrjaði hjá Rafmagnsveit- unni. Það má segja að við séum núna i mannahraki. Áður gátum við farið og skoðað raflagnir i húsum án þess að eiginlega væri um það beðið. Nú verður fólk að biðja um að slikt sé gert. Það er varla hægt að segja að fagið eigi neitt skylt við það sem það var i upphafi. Svo miklum breytingum hefur allt tekið.” Á margs konar tómstundastörf Hefur þér aldrei fundist það fábreytilegt að starfa hjá sama fyrirtækinu svo lengi? „Það hefur verið gæfa min að vera heilsuhraustur alla ævi. Ég hef haft ánægju af starfi minu og allir samstarfsmennirnir eins og best verður á kósið. Jú, svo á ég mér ýmislegt tómstundagaman. Fyrir utan vinnuna hef ég haft þá áráttu að teikna raflagnir i hús. Nú er ég búinn að teikna raflagnir i yfir 1500 hús. Svo er ég einn þeirra sem hef haft trjáræktardellu. Loks ég ég eina trillu. Af henni hef ég haft hina mestu ánægju. Þú sérð að ég hef nóg að gera og ýmislegt sem ég sýsla við. Ég verð 65 ára i mai. 1. júli ætla ég að hætta störfum.” — EKG Ekki skylda að senda launamiða — en launþeg inn verður að standa full skil „Það kemur fyrir að launþeg- ar bera þvi við að þeir hafi ekki fengið launamiða senda, þegar allar launagreiðslur hafa ekki verið taldar fram. Sú mótbára er hins vegar ekki tekin gild. Launagreiðendur eru ekki skyldir til að senda launþegum afrit af launamiðum. Það er launþeginn sem á að halda saman tekjum sínum”. Þessar upplýsingar veitti Bergur Guðnason lögfræðingur hjá Skattstofu Reykjavíkur. Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi launþega, að fái þeir ekki launamiða senda, þá beri þeim ekki að telja viðkom- andi tekjur fram til skatts. En launagreiðendum ber alls ekki skylda til að senda launþegan- um afrit af launamiðum. Bergur Guðnason sagði að alltaf hefðu samt verið tiltölu- lega góð skil á launamiðum til launþega. Stór fyrirtæki hafa yfirleitt öll þessi mál i góðu lagi. Helst eru það smærri fyrirtæki sem draga útsendingu launa- miða til launþega, ef þau þá senda nokkra. Sjaldnast trassa þau þó að senda skattinum launamiða. Ef þau gera það ekki hefur skattstofan leyfi til að telja launagreiðslur ekki með til rekstrarútgjaida þótt þær séu tilgreindar á rekstrarreikningi. En hvað getur launþegi gert sem fær afrit af launamiða sent til sin löngu eftir að skilafrestur framtals er útrunninn en hefur gleymt að telja launin fram? „Skattstofan tekur gild bréf með óskum um að bætt sé inn á tekjuhlið skattskýrslu”, sagði Bergur. Hann sagði að skatt- stofan gæti bætt tölunum inn á, allt þar til gögn fara i tölvu- vinnslu, sem er þá nokkrum vikum áður en skattskráin kemur út á miðju ári. — óH.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.