Vísir - 07.02.1976, Blaðsíða 5
5
visml Laugardagur 7. febrúar 1976.
Þrautalendingin er oft sú
fyrir gangandi fólk, að fara
út á göturnar i von um að
vera ekki ekið niður.
Viða eru djúpar hjólrásir á götunum og það
dýpri en hér sést. Ef bíllinn er einu sinni lentur
ofan í þær, þýðir ekkert annað en að aka götuna
á enda þótt maður hafi alls ekki ætlað sér það.
Þó að biessuð rigningin leggi fram drjúgan skerf til að greiða götu
manna sakar ekki að aðstoða hana og flýta fyrir að klakinn hverfi.
Reynt er eftir mætti að hreinsa gatnamót, þar sem
viða hafa myndast slysagildrur.
orðið miklar á ferðum strætis-
vagnanna. Tiltók hann þó eitt
dæmi ollum verri. Á föstudag-
inn siðasta hafi algert um-
ferðaröngþveiti orðið um eftir-
miðdaginn. Hafi þar miklu um
valdið að margir ösnuðust á bil-
um út i umferðina, sem þeir
komust ekkert áfram á. Þá
var færðin slik mjög viða.aðal-
lega i úthverfum, að aðeins önn-
ur akreinin af tveim, þar sem
sliku til háttaði, var fær.
Þetta hefði svo verið sam-
verkandi á þann hátt, að allt
varð stopp.
Hjólrásirnar verstar
þegar slaknar
Næstan tókum við tali Óskar
Ólason, yfirlögregluþjón, og
röbbuðum við hann um erfið-
leikana i umferðinni.
Hann sagði að vandinn væri
oft mikill i umferðinni.
Umferðarþunginn færi vaxandi.
Margir væru nú að koma aftur á
götuna, sem lagt hefðu bilum
sinum um tima. Umferðin væri
þó engan veginn komin i eðlilegt
horf, til þess væru umferðar-
æðarnar of þröngar sumsstaðar
og ógreiðfærar yfirferðar. Þetta
væri þó allt i áttina.
Þá sagði hann umferðar-^
stjórnun lögreglunnar vera gert"
mjög erfitt fyrir. Þeir kæmust
viða ekki á hjólum sinum til að
greiða úr umferðarhnútum.
Reynt væri að hafa göngulög-
reglu á verstu stöðunum.
Hann hafði einnig orð á þvi, að
nú þegar slaknaði yrði erfiðara
yfirferðar þar sem hjólrásirnar
væru i klakann. Þær dýpkuðu og
brúnir þeirra yrðu skarpari svo
ómögulegt væri að komast upp
úr þeim ef mæta þyrfti bil. Taldi
hann nauðsynlegt að reynt væri
að mylja þessar brúnir.
Hver dropi dýrmætur
framlag
Fram hjá engum hérna i
Réykjavik hefur þaö farið,
gangandi og akandi, að mcð ein-
dæmum erfitt hefur verið að
komast leiðar sinnar undan-
farnar vikur. Helst þar margt i
hendur'. óvenjumiki! snjó-
þyngsli til trafala fyrir sivax-
andi umferð. Furöulega margir
hafa álpast út i ófæruna á illa
húnum og vanbúnum farartækj-
um og flækst þar og tafið liver
fyrir öðrum. Er reyndar með
ólikindum livað margir entust
til meðan verst lét að ýta bila-
eign sinni á undan sér til vinnu.
Þessum mönnum má þó til
vorkunnar telja að innflutning-
ur á útbúnaði til aksturs við
slikar aðstæður er mjög af
skornum skammti. Hvergi
nærri hrokkið til handa öllum
sem þurfa. Samt sem áður eru
það fjölda margir, sem virðast
aldrei læra.
Þá hefur sá hluti skattpening-
anna, sem nota átti til að greiða
götu borgaranna að þessu leyti
hvergi nærri hrokkið til. Árs-
skammturinn er þegar farinn.
Frá sjónarhóli gangandi er
það og ámælisvert, að mestur
hluti þessara peninga hefur far-
ið i að ryðja bilunum braut á
kostnað þeirra. Hugsa þeir með
hrolli til þess þegar þeir fara að
vaða krapaelginn mishátt upp á
fætur á gangstéttunum þegar
snjóa leysir.
Almenningsvagna-
kerfiö úr jafnvægi
Strætisvagnarnir hafa ekki
farið varhluta af þessum að-
stæðum sem skapast hafa.
Snjórinn hefur þó ekki verið
óþægastur ljár þar i þúfu, held-
ur einkabillinn — þeir einkabil-
ar, sem sökum vanbúnaðar hafa
ekki komist áfram, og setið
fastir i slóð þeirra.
Áreiðanlega hefur þeim
mönnum, sem þessa bila áttu,
fæstum orðið hugsað til þess að
þeir væru að tefja fyrir fjölda
samborgara sinna. Hvað þá að
þeir hafi orðið til þess að þeir
hafi þurft að hima i misjöfnum
veðrum eftir strætisvagninum
sinum. oft i óratima.
Eftir að snjórinn af götunum
var kominn upp á gangstéttarn-
ar að mestu, liðkaðist fyrir ak-
andi umferð. Engan veginn var
þó þrautin unnin. Mikill klaki
var undir snjónum og gekk
vinnuvélum borgarinnar illa að
vinna á honum. Auk þess að
vera þröngar urðu akbrautirnar
þvi slæmar og hættulegar yfir-
ferðar, þar sem hjólför grófust i
klakann.
Varð af þessu talsvert um
árekstra og pústra.
Þetta hefur svo orðið þess
valdandi, að miklar umferðar-
tafir hafi orðið á mestu anna-
timum — þó mismiklar.
Visir ræddi þessi mál við Ei-
rik Ásgeirsson, forstjóra SVR,
og spurðum hvort þetta hefði
valdið þeim erfiðleikum.
Sagði hann að tafir hefðu oft
Þessa hugmynd bárum við
undir Atla Ágústsson hjá véla-
deild borgarinnar. Sagði hann
þá enga tilburði hafa i þá átt.
Hann sagði að þeir væru að
vinna aðallega við að hreinsa
gatnamót, þar sem slysagildrur
hafa myndast af klakanum. Þá
væru þeir að hreinsa niðurföll.
Hann sagði aðspurður að ekki
væri unnið að þvi að hreinsa
klaka álmennt af götunum.
Þetta væri spurning um peninga
og fjárveitingin væri búin. Ef
leggja ætti út i jafn fjárfrekar
framkvæmdir, þá þyrfti auknar
álögur. Þetta væri þvi mats-
atriði. Ef borgarbúar vildu
aukna þjónustu að þessu leyti,
þá yrðu þeir að borga hærri
skatta.
— Við fögnum þvi hverjum
dropa, sem úr lofti kemur, sagði
Atli.
Það má þvi með sanni segja
að hver dropi sé dýrmætur
skattgreiðendum, hvernig svo
sem mönnum annars likar rign-
ingin. Undanfarna daga hefur
hún þvi unnið stóra hluti á göt-
um Reykjavikur og hreinlega
malað gull fyrir borgarbúa.
Pinnþá á hún þó mikið verk
fyrir höndum sem er að vinna á
klakanum á fáförnum götum og
þar sem snjór hefur aldrei verið
hreyfður, eins og i gamla bæn-
um. Ekki má heldur glevma
gangstettunum, þar sem viða
eru fjallháir snjó- og klaka-
hryggir.
Við hljótum þvi að taka undir
með Atla Ágústssyni og tökum
rigningunni tveim höndum,
a.m.k. úr þvi sem komið er.
-VS
Þegar blessuð rigningin er búin að bræða eitthvaö af klakanum,
koma biiarnir og ausa vatninu ydir gangandi vegfarendur tiplandi á
gierhálum sveilbunkunum.