Vísir - 07.02.1976, Page 10

Vísir - 07.02.1976, Page 10
10 Einar fimm Tveir af beztu riddurum Is- lenzkrarskáklistar, þeir Friðrik Ölafsson og Guðmundur Sigur- jónsson, hafa nýlega unnið frá- bær afrek á alþjóðavettvangi, sem öll þjóðin má vera stolt af. Fyrst sigrar Friðrik á skák- mótinu i Wijk an Zee i Hollandi án þess að hafa tapað einni ein- ustu skák og siðan kórónar Guð- mundur fréttina með þvi að sigra i skákmótinu i Orense á Spáni. Báðir þessir menn eiga það sameiginlegt, að vera i senn góðir iþróttamenn og sannir listamenn i skákinni. Hófsemi þeirra og látleysi er annálað, og hafa þeir með framkomu sinni orðið islenzkri þjóð til ómetan- legs sóma. En hvernig sýndum við þakk- læti okkar? Hvernig er þessum snillingum umbunað, og að þeim búið? Geta þeir einbeitt sér óskiptir að list sinni? Það er rabbað við þá i blöð- um, hrópað húrra og siðan ekki söguna meir!? Um mikið að tefla Seint á siðasta þingi flutti Gylfi Þ. Gislason frumvarp um skákkennslu. Frumvarpinu var visað til menntamálanefndar. Eftir að hafa leitað umsagnar samtaka skákmanna og skóla- stjóra mælti nefndin einróma með þvi, að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breyt- ■ngum. Var frumvarpið siðan samþykkt við 2. umræðu i neðri deild rétt áður en þingi lauk. Timi var hins vegar talinn of naumur til þess að senda málið til efri deildar og afgreiða það það þar við þrjár umræður. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var hins vegar lýst yfir, að hún mundi fyrir sitt leyti greiða fyr- ir þvi, að málið hlyti afgreiðslu þegar þing kæmi saman nú i haust. Gylfi bar svo frumvarpið aft- ur fram i haust, með þeim breytingum sem fram höfðu komið, var þá frumvarpið svo hljóðandi: 1. gr. Ráðherra er heimilt að ráða, eftir þvi sem fé er veitt til á fjár- lögum, islenzka skákmenn i starf til ákveðins tima til að annast leiðsögn um skákstarf i skólum landsins. Skilyrði er, að skákmaður hafi- hlotið alþjóð- legan titil i skák. Laun skal miða við launakjör mennta- skólakennara. Starfsskyidu og starfstilhögun skal ákveða með reglugerð. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þessu þarfa frumvarpi var siðan visað til Menntamála- nefndar og sefur þar enn: Það er undir Ingvari Gislasyni for- manni nefndarinnar komið hvort málið nær fullnaðar af- greiðslu á þessu þingi, en trassast ekki og týnist. Frumvarp Gylfa er góð byrj- un og hafi hann þökk fyrir, en takmarkið hlýtur að vera, að Umsjón: Hrafn Gunnlaugsson v 1 hver sá skákmaður sem hlýtur alþjóðlega viðurkenningu sem stórmeistari hljóti sjálfkrafa full menntaskólakennaralaun, án annarra kvaða en þeirra sem hann vill sjálfur taka á sig viö kennslu, og geti einbeitt sér óskiptur að skákinni. Að skóka í skólkaskjóli Or þvi ég er farinn að minnast á sofandi frumvörp sem hafa ranglað frá einum póstinum til annars eins og blindir beininga- menn, get ég ekki stillt mig um að spyrja: Hvað er orðið af nýju Þjóðleikhúslögunum ? Það er gjörsamlega óviðun- andi hve lengi þessi lög hafa beðið. Auðvitað þurfti ekki að reikna með þvi að Magnús Torfi kæmi þessum lögum i gegn á sinum tima, en nú er nýr maður tekinn við. Vilhjálmur Hjálmarsson hef- ur sýnt að hann vill hreinsa til, og nú er að vona að hann drifi Þjóðleikhúslögin i gegn á þessu þingi. Það yrði svo sannarlega til að auka trú manna á ráðu- neyti hans. Skók og mót Hér hefur áður verið minnzt á það slen sem rikt hefur yfir Leiklistardeild hljóðvarpsins hvaö viðkemur kynningu á is- lenzkum útvarpsleikritum er- lendis. Árlega sýnum við dopiu af skandinaviskum útvarpsleik- ritum, en islenzk leikrit eru hins vegar sjaldan eða aldrei leikin á hinum Norðurlöndunum. Ég ferðaðist um Norðurlönd I haust og ræddi við flesta leiklistar- stjóra skandinavisku útvarp- anna og spurði þá hver væri ástæða þess, að ekki væru leikin islenzk útvarpsleikrit. Svar þeirra ailra var á einn veg: Við heyrum aldrei múkk frá Leik- listardeild islenzka hljóðvarps. ins. Hér verða æðri yfirvöld að gripa i taumana. Annars er það ekki einleikið, hve leikritum hefur verið horn- reka i islenzkum bókmenntum. Astæðan er þó liklega sú að leik- ritun hefur jafnan orðið útundan hvað opinbera viðurkenningu snertir. Góð hugmynd Félag islenzkra leikrita- höfunda, hefur nýlega sent Út- varpsráði athyglisvert bréf og koma þar fram hugmyndir sem gætu leitt margt gott af sér. 1 bréfinu segir ma: „Viða um lönd hafa útvarps- stöðvar þann hátt á, að verð- launa eitt eða tvo útvarps- og sjónvarpsleikrit um hver ára- mót. Bæði höfund verksins og leikstjóra. Þetta er gert til að örva leikritahöfunda til frekari dáða og ýta undir metnað leik- stjóra að skila sinni vinnu sem beztri. Ólikar aðferðir eru notaðar við að velja verðlaunaverkin. Stundum skipa útvarpsstöðv- arnar sjálfar nefndir, sem gagnrýnendur, leiklistarfólk og fulltrúi stöðvarinnar skipa. Þá er einnig oft leitað til Blindra- vinafélaga á hverjum stað og fulltrúar úr hópi blindra látnir velja verkið og úthluta verð- laununum. I Þýzkalandi td. eru verðlaun veitt af blindum fyrir útvarpsleikrit, ein helzta upp- hefð sem rithöfundi geta hlotn- azt. Auðskilið er hvers vegna blindravinafélög hafa valizt til þess: eina leið blinds manns til að njóta leiklistar er raddflutn- ingur (útvarps). Félag Islenzkra leikrita- höfunda leyfir sér nú að mælast til þess við hæstvirt útvarpsráð að Rfkisútvarpið fylgi fordæmi nágrannaþjóða okkar og verð- launi árlega eitt útvarpsleikrit. Tillögur okkar eru þessar: 1. Þriggja manna dómnefnd útnefni verðlaunaverkin. I nefndinni sitji: Einn fulltrúi til- nefridur af Útvarpsráði i sam- ráði við útvarpsstjóra og leik- listardeild Rikisútvarpsins. Einn fulltrúi tilnefiidur af félagi islenzkra leikritahöfunda. Einn fulltrúi sem Blindravinafélag tslands tilnefnir (hann fjalli ein- göngu um útvarpsleikrit) en i hans stað komi fulltrúi tilnefnd- ur af Félagi lamaðra og fatl- aðra, þegar fjallað er um sjón- varpsleikrit. 2. Verðlaunin séu fólgin i þvi að höfundur fái greidda upphæð sem sé tvöföld þau höfundar- laun sem hann fékk viö frum- flutning verksins. Auk þess verði verkið þýtt og dreift tilerlendra útvarpsstöðva á vegum Rikisútvarpsins. 3. Einungis Islenzk frumflutt leikrit komi til greina. 4. Verðlaunin séu veitt um áramót, hvert ár. Við viljum undirstrika, að hér er öðru fremur verið að koma hugmynd á framfæri, og erum við reiðubúnir að ræða skipan þessara mála, sé þess óskað.” Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða afgreiðslu þetta mál hlýtur. Laugardagur 7. febrúar 1976. vism Heildartilboð óskast i innanhússfrágang á kennslustofubyggingu héraðsskólans að Reykjum i Hrútafirði. Innifalið i verkinu er t.d. múrhúðun, hita- og vatnslagnir, loftræsikerfi, raflagnir, dúkalögn, málun og innréttingasmiði. Kennslustofur skulu vera nothæfar n.k. haust. Verklok á árinu 1977. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vorri eftir kl. 14.00 9.2. 1976, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2.3.1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 FELLAHELLIR Postulínsmálning — Keramik POSTULINSMÁLNING hefst mánud. 9. febrúar kl. 4.15. Kennslugjald kr. 3.600 litagjald 1200 krónur greiðist i fyrsta tima. Hægt að bæta við nokkrum nemendum. Innritun i sima 28237 kl. 3—4. KERAMIK hefst miðvikudaginn 11. febrú- ar kl. 3. Kennslugjald kr. 3.600, og gjald fyrir leir og liti kr. 1200. Innritun i sima 28237 kl. 3—4.30. Kennslu- og efnisgjald greiðist i fyrsta tima. Námsflokkar Reykjavikur Atvinna — Skrifstofustörf Hér með eru eftirtalin störf á skrifstofu Akranessbæjar auglýst til umsóknar: 1. Starf við simavörslu, atvinnuleysis- skráningu, fjölritun, vélritun o.fl. 2. Starf við bréfaskriftir, skjalavörslu, vélritun o.fl. Laun fyrir umrædd störf eru samkvæmt samningi S.T.A.K. og bæjarstjórnar Akraness. Umsóknir, er greini frá aldri menntun og fyrri störfum, berist undirrit- uðum fyrir 20. febrúar 1976. Akranesi6. febrúar 1976 Bæjarritarinn á Akranesi iðnaðarvélor til sölu Fjórar prjónavélar til framleiðslu á herrasokkum, ásamt öllum fylgihlutum, eru til sölu. Tilbúnar til starfrækslu strax. Nokkrar hráefnisbirgðir geta fylgt. Upplýsingar veitir Haraldur Jónasson, lögfræðingur, Grettisgötu 94. Heimasimi 17938 Z vmfi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.