Vísir


Vísir - 07.02.1976, Qupperneq 11

Vísir - 07.02.1976, Qupperneq 11
vism l.aiigardagui' 7. febrúar 1!I7K. 17 NYTT BRIDGE' BLAÐ HEFUR GÖNGU SÍNA 1 októbermánuði 1953 sá fyrsta bridgeblað á Islandi dagsins ljós og var þar að verki kunnur bridgemeistari Eggert Benónýsson. Ekki varð það langlift, frekar en önnur sem á eftir hafa komið, en öll hafa átt það sameiginlegt að i vaxandi verðbólgu, hefur fjárhagsgrundvelli þeirra fljót- lega hrakað. Enn hafa ungir og stórhuga menn riðið á vaðið og gefið út bridgeblað. I þetta sinn eru eng- ir viðvaningar á ferð — útgef- andi er Jóhann Þórir Jónsson, sem einnig gefur út og ritstýrir timaritinu Skák — og ritstjðri er kunnur bridgemeistari, Guð- mundur Pétursson, ritstjóri er- lendra frétta hjá dagblaðinu Visi. Ritstjórnarfulltrúi og hönnuður er Birgir Sigurðsson. Blaðið heitir einfaldlega BRIDGE og er hið eigulegasta i alla staði. Meðal greina i fyrsta blaðinu eru grein eftir Jón As- björnsson sem ber titilinn: Erfiðleikar við útgáfu bridge- blaðs og er ekki að efa að Jón veit hvað hann er að segja, þvi að hann gafst upp við útgáfu bridgeblaðs á siðasta ári. Ennfremur er fastur þáttur: Sagnþrautirnar og spekingarnir tiu, sem Gylfi Baldursson hefur umsjón með. Það er beinlinis skylda allra, sem unna bridgeiþróttinni, að gerast áskrifendur að þessu biaði svo það megi eflast og eiga langa lifdaga. Utanáskrift er timaritið BRIDGE, pósthólf 1179 Reykjavik. Áskriftarverð er aðeins kr. 3.500.00 árgangur- inn. Það sýnir vel verðbólgu- drauginn, sem fyrrverandi út- gefendur bridgeblaðs hafa þurft að berjast við, að bridge- blað Eggerts Benónýssonar kostaði kr. 40.00 árgangurinn. OXFORD tvímenningur Laugardaginn 14. febrúar gengst Bridgesamband tslands fyrir tvfmenningskeppni I bridge fyrir háskólastúdenta og annað ungt fólk. Keppni þessi er liður I alþjóðlegri keppni, sem bridgefélag Oxford-háskóla stendur fyrir. Keppni þessi var spiluð hér á landi I fyrsta sinn I fyrra. Keppendur verða að vera fæddir eftir 1. janúar 1950. Spilað verður i Hreyfilshúsinu við Fellsmúla laugardaginn 14. febrúar og hefst keppnin kl. 13.30 stundvislega. Væntanlegir keppendur eru beðnir að til- kynna sig til Jakobs R. Möller i sima 19253 mánudag til mið- vikudags á milli kl. 17 og 19. B.S.Í. Sveitakeppn- in hálfnuð Fimmta umferð í aðalsveita- keppni Tafl-og bridgeklúbbsins var spiluð sl. fimmtudag og urðu úrslit þessi: Meistaraflokkur: Kristin Þ. — Kristin Ó. 13-7 Bragi — Sigriður 20-0 Þórhallur —Bernharður 20-0 Tryggvi — Kristján 20-2 Þórarinn -Erla 18-2 Fyrsti flokkur: Rafn —Hannes 10-10 Gestur —Karl 18-2 Guðlaugur — Jósef 19-1 Gunnar — Bjarni 20-3 Ragnar — Arni 20-0 Sveit ólafs sat yfir. Staða efstu sveita er nú þessi: Meistaraflokkur: Sveit Tryggva Gislasonar 89 Sveit Þórarins Arnasonar 72 Sveit Bernharðs Guðmundsson- ar 64 Sveit Braga Jónssonar 62 Sveit Þórhalls Þorsteinssonar 61 Fyrsti flokkur: Sveit Ragnars Óskarssonar 73 Sveit Gests Jónssonar 63 Sveit Guðlaugs Brynjólfs- sonar 62 Sveit Rafns Kristjánssonar 61 Sveit Bjarna Jónssonar 51 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn kemur i Domus Medica. Martröð bridgemeistarans: Slemmo ón tveggja hœstu í IrompBtnum i fimmtu umferð meistara- keppni Bridgefclags Rcykjavik- ur mættu efstu sveitirnar neðri sveitunum. Þrátt fyrir það voru úrslitin óvæntari en vænta mátti, cnda þótt efsta sveitin yki forskot sitt tii muna. Martröð allra bridgemeistara er að vera komnir i slemmu og uppgötva að tveir hæstu i tromplitnum eru ekki til staðar. Slikt spil kom fyrir i fimmtu umferðinni og var farið i slemmu i öllum leikjum meistaraflokks. Spil a-v voru þannig: ♦ A-K-D-8-4 A 7-2 V D-9-8-7 V G-6-5-3-2 ♦ A ♦ D-G-6 Austur eru margar aðferðir til- tækar til þess að forðast hjarta- slemmuna en sú staðreynd að sex af átta pörum i meistara- flokki fóru i slemmuna bendir til þess að erfitt sé að forðast hana. Bláa laufið og nákvæmnis- laufið eru það útbreidd sagn- kerfi hérlendis að ég voga mér að benda á hvernig eigi að forð- ast slemmuna t.d. með Bláa lauíinu. Sagnir gætu hugsanlega geng- ið þannig: Vestur Austur 1 1* 1 2 V 3» 3G 4 4 V 5V P Þarna er augljóst að vestur efast um styrkleika tromplitar- ins og fimmhjartasögnin biður makker að segja sex með kontrol i trompinu. Annars geta menn spreytt sig á sinum sagnkerfum en efalaust hefur það áhrif á lokasögnina, að fyrir liggur að það vantar tvo hæstu i trompið. * A-K-4 * D-8-3 Sveit Ingibjargar sigraði hjá BDB Aðalsveitakeppni bridgedeildar Breiðfiröinga er nýlokið og sigraði sveit Ingibjargar Halldórsdóttur. Auk hennar eru i sveit- inni Sigvaldi Þorsteinsson, Magnús Halldórsson, Magnús Odds- son, Guðjón Kristjánsson og Þorvaldur Matthiasson. Röð og stig sveitanna var eftirfarandi: 1. Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 221 2. Sveit Estherar Jakobsdóttur 209 3. Sveit Hans Nielsen 208 4. Sveit Birgis Sigurðssonar 205 5.SveitElisarR. Helgasonar 167 A fimmtudaginn kemur verður spilað við Bridgefélag kvenna og er áætlað að spila á 14 borðum. Shenkin og Rosenberg unnu Sunday Times tvímenninginn Sunday Times tvimenningskeppnin, sem haldin er árlega i London, var spiluð um siðustu helgi. Island hefur tvisvar átt fulltrúa i þessari merku keppni, Ás- mund Pálsson og Hjalta Eliasson árið 1973 og Stefán Guðjohnsen og Simon Simonarson árið 1975. Var frammistaða þeirra ágæt. Bridgesambandi Islands barst einnig boð i ár að útnefna par, en ekki varð af þátttöku i þetta sinn. Sigurvegarar i ár urðu ungir skotar, Shenkin 25 ára og Rosen- berg 21 árs. Má segja að það hafi verið sárabót fyrir þá, þvi þeir höfðu naumlega misst af þvi að vera valdir i Olympiulið eng- lendinga. Þeir félagar hlutu 185 stig. Röð og stig næstu para var eftirfarandi: 2. Frydrich —Shaufel, Israel 179 3. Priday — Rodrigue, England 173 4. Tintner — Yallouse, Frakkland 172 5. Shariff — Mari, Egyptaland — Frakkland 170 6. Stayman — Granovetter, USA 156 7. Ortiz — Patino — Bernasconi, Sviss 152 8. Chagas — Assumcao, Brasilia 149 Sveit Stefáns tekur for- ystu í Reykjavíkurmóti Nýlega hófst Reykjavikurmót i sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni fyrir Islandsmót. Að tveimur umferðum loknum er röð og stig efstu sveitanna éftirfarandi: 1. SveitStefáns Guðjohnsen BR 39stig 2. Sveit Hjalta Eliassonar BR 32 stig 3. Sveit Ólafs Lárussonar BA 27 stig 4. Sveit Birgis Þorvaldssonar BR 26 stig 5. Sveit Jón Hjaltasonar BR 25 stig 6. Sveit Jóns Baldurssonar BR 24 stig Næstu umferðir verða n.k. sunnudag og hefjast kl. 1,30 I Domus Medica. STEFÁN ST INGUR AF HJÁ BRIDGEFÉLAGINU Að fimm umferðum loknum i meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur er sveit Stefáns langefst og er meira en heill vinn- ingur i næstu sveit. Sama er að segja um sveit Gylfa i I. flokki, en úrslit einstakra leikja I siðustu umferð voru þannig: Meistaraflokkur: Sveit Stefáns 20 sveit Birgis 0 Sveit Hjalta 20 sveit Alfreös 4-2 Sveit Benedikts 11 sveit Jóns 9 Sveit Einars 11 sveit Helga 9 1. flokkur: Sveit Gylfa 10 sveit Estherar 10 Sveit Gisla 17 sveit ólafs H. 3 Sveit Þórftar 17 sveit Gissurar 3’ Sveit Sigurjóns 10 sveit Þóris 10 Röð og stig efstu sveitanna er þvi þessi: Meistaraflokkur: 1. SveitStefáns Guðjohnsen 89stig 2. SveitEinars Guðjohnsen 63stig 3.SveitHjalta Eliassonar 61stig 4. Sveit Jóns Hjaltasonar 57stig I. flokkur: 1. Sveit Gylfa Baldurssonar 83stig 2. Sveit Sigurjóns Helgasonar 56 stig 3. Sveit Gissurar Ingólfssonar 50 stig 4. Sveit Estherar Jakobsdóttur 47 stig I næstu umferð spila saman sveitir Stefáns og Hjalta, áreiðan- lega áhugaverður leikur. Spilað er á miðvikudögum i Domus Medica. SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 ALLT TIL SKÍÐA- IÐKANNA SKA TA BUÐMJA 'ií' Rrkin af lljnl/Hirsn-it nkúta fft'ykjavik

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.