Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. marz 1976 46. tbl. 66. arg. Búfé tekið af bónda vannœrt og illa hirt — Fyrsti dómur sinnar tegundar Unníiinn 9^ HPVÍIPSÍ í iircbui'Ai Mprifprh hpn< Bóndinn að Heynesi i Akraneshreppi hefur nýlega verið sviptur leyfi til að hafa búfé, kýr eða kindur, næstu fimm árin, með Hæstaréttar- úrskurði. Meðferð hans á húsdýrum sinum var talin óviðunandi bæði hvað snerti hirðingu og fóðrun. Um nokkurt árabil hefur verið haft eftirlit með búskaparháttum böndans. Sýslumaður borgfirð- inga fól búnaðarráðunautum og dýralækni að reyna að koma meðferð og fóðrun i viðunandi horf, en það reyndist árangurs- laust, þvi bóndinn fór ekki eftir fyrirmælum þeirra. Var búféð m.a. flutt burtu um nokkurt skeið, en er bóndinn fékk það til umsjár aftur sótti allt i sama horfið á ný. Sakadómsrannsókn fór fram i málinu og að henni lokinni var höfðað mál gegn bóndanum sem lauk með dómi er gekk til Hæsta- réttar. Þar var nýlega kveðinn upp fyrrgreindur úrskurður, en auk þess var bóndinn dæmdur til að greiða sektir og sakarkostnað. í sfðustu viku mun sýslumaður borgfirðinga hafa gert ráðstafan- ir til að fylgja dóminum eftir og hefur búféð nú verið flutt á brott og gagnger hreinsun fer fram á staðnum. Þetta mun i fyrsta skipti á Is- landiaðmaðurer dæmdurfrá þvi að mega eiga búfé og svo róttæk- ar dýraverndunaraðgerðir eru framkvæmdar. —EB Loðnufrysting er nú víðo í fullum gangi. Við litum inn í eitt frystihús í Keflavík lituðumst um og tókum fólk sem að frystingunni vann tali. — Sjú bls. 4 og 5 Ford sigraði Reagan í forkosningunum í Flórída — sjó bls. 7 Seljast spari- skírteinin upp ó fyrsta degi? óvenju mikil eftirspurn er eftir spariskírteinum rikissjóös í því útboði, sem hófst i morgun. Visir hafði samband við nokkra þeirra aðila, sem að sölu bréfanna standa, og voru þeir allir á einu máli um það, að allar lik- ur væru á því að bréfin seldust upp á fyrsta degi. Til samanburðar má geta þess, að 10. janúar i fyrra voru boðnar út 910 milljónir króna og tók u.þ.b. 6 mánuði að selja þau bréf. Aron Guðbrandsson i Kaup- höllinni sagði i gær, að ekki væri búið að fara i gegnum og skrá allar þær pantanir, sem Kaup- höllinni hefðu borist, en hann sagðist ekki hafa trú á þvi að neitt yrði eftir af þvi magni, sem hann fengi þegar þvi væri lokið. Aron sagðist alltaf hafa getað fengið eins mikið af spariskir- teinunum og hann hefði óskað eftir. Stundum hefði hann kom- ist upp i að hafa um 30% af söl- unni. Nú hefði hann pantað 100 milljónir hjá Seðlabankanum, en vissi ekki hvort sú pöntun yrði skorin niður. Langsamlega mest af spari- skirteiriunum sagði Aron vera keypt af almenningi og væru al- gengustu upphæðirnar 10—500 þúsund krónur. Taldi Aron bréf- in dreifast nokkuð jafnt milli al- mennings i landinu, eða svipáð og spariféð. I Seðlabankanum fengum við þær upplýsingar, að bankinn á- skildi sér rétt til þess i útboðinu að skera niður allar pantanir. ef þær færu fram úr útboðsfjár- hæð, sem er nú 500 milljónir, Hins vegar hefði alltaf verið hægt að afgreiða pantanir hing- að til. Þvi gæti þó verið öðru visi farið riu, þar sem óvenjulega mikil eftirspurn eftir spariskir- teinunum hefði komið fram. —SJ OFSOKNIRGEGN TENG I HAMARKI Pólitisk örlög Teng Hsiao- ping, aðstoðarforsætisráð- herra Kina, virðast nú endan- lega ráðin eftir leiðara, sem birtist i „Dagblaði alþýðunn- ar” i Peking i morgun. Þar er smiðshöggið rekið á áróðursherferðina, sem rekin hefur verið gegn honum sið- ustu vikurnar. Birt er þar tilvitnun eftir Mao formann, þar sem segir: ,,Að breyta dómum (menning- arbyltingarinnar) er að breyta gegn almenningsálit- inu.” — 1 sömu andránni er „vegalagningarmaður auð- valdsins” (eins og Teng er ávallt kallaður undir rós i þessari ofsóknarherferð) nefitdur smáborgari, sem sé fjandsamlegur sósialisma. Þessi leiðari hefur ekki ver- ið birtur öðruvisi en með blessun miðstjórnar kommún- istaflokksins kinverska, og lesa menn út úr þessu enda- lokin á valdaferli Tengs — jafnvel þótt hann sé ekki nafn- greindur i leiðaranum. Sjá nánar um ofsóknirnar á bls. 8 UFEYRISSJÓÐIR: Félagsmólo- segir 20% Fjórmóla- róðuneytið segir 30% Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra segir að yfirlýsingin um húsnæðismál stcndi óhögguð. Þar er kveðið á um að lífeyrissjóðir f jármagni íbúða- byggingar fyrir efnalítið fólk. Það er staðreynd engu að síður að í lánsf járáætl- un er farið fram á að 30% af ráðstöfunarfénu fari til fjárfestingarlánasjóða. Sjá bls. 2 Tveir miklir jarðskjálftar yfírvofandi Miklir jarðskjúlftar eru yfirvofandi bœði ó Suður- og Norðurlandi, en gera mó róð fyrir að þeir komi okkur að mestu á óvart. Sjú núnar viðtal við Púl Einarsson bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.