Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 9
T Umsión: Rafn Jónsson Lenny Bruce: að koma er dónaleg dónaleg i augum réttlætisins og Lenny er handtekinn æ ofan i æ fyrir orð sin, sem eru hverjum manni töm og flestir hafa gert það sem Lenny scgir frá. Kvikmyndin Lenny er besta mynd sem undirritaður hefur séð um áraraðir frá Banda- rikjunum, bæði hvað varðar efni, túlkun leikara og uppsetn- ingu. Dustin Hoffman og Valerie Pierrine eru bæði frá- bær i hlutverkum sinum, háð- fuglsins og fatafellunnar. Nægir þar að benda á, þegar Honey Bruce (Valerie Perrine) stend- ur i simaklefanum i Honuloulu og talar við Lenny, og siðar þeg- ar Lenny kemur fram á ryk- frakka og öðrum sokknum ein- um fata, illa haldinn af fikni- efnaneyslu, og reynir að veikum mætti að ná til áhorfenda sinna, sem vænta mikils af honum. En hann nær ekki sambandi. f þessum tveimur atriðum myndarinnar er kvikmyndavél- inni beitt á áhrifamikinn hátt, sem færir áhorfendurna nær at- burðunum. Kvikmyndin er byggð upp sem heimildarmynd, Honey, eftirlifandi eiginkona Lennys, móðir hans, og umboðsmaður segja frá Lenny sem skemmti- krafti og manni. Orðum þeirra til staðfestingar eru sýnd atriði frá skemmtunum og einkalifi Lennys og hefur undirritaður ekki um langa hrið séð jafn fag- lega verið farið með filmuklipp- Lenny Bruce (Dustin Hoffman) segir samborgurum sinum til syndanna. Háðsglósur hans um banda- riskt þjóðlif og hispurslaustta* um kynlif komu honum oft undir arma laganna. Atriðið, þar sem hann segir að sögnin AÐ KOMA geti verið dónaleg er hreint frábært. — Þegar hann lést vegna ofneyslu heróins, gat að lesa i bandarisku dagblaði að hann hefði látist af of stórum skammti af lögreglu. ur eins og þar. Lenny er kvikmynd sem mað- ur sér ekki aðeins einu sinni, heldur aftur og aftur. Og þeim mun oftar, sem myndin er skoðuð, þeim mun meiri áhrif hefur hún. Lenny var valin besta mynd ársins 1975 i kvikmyndatimarit- inu Films And Filming og auk þess hefur myndin hlotið fjölda annarra verðlauna og viður- kenninga. Það er þvi enginn svikinn sem fer i Tónabió til að sjá mynd ársins. Lenny leiddur burt af lögregl- unni, sem þoldi ekki að heyra hann tala um bla-blaið. Á sviðinu dansa fatafellur, sem með hreyfingum sinum og tilburðum reyna að vekja kyn- fýsnir áhorfenda. Þeir taka vart eftir þessum stúlkum, amk. finnst engum atferii þcirra dónalegt. Lenny stendur á sviðinu og segir það sama og stúlkurnar gera, en fjallar um leið um hræsni og yfirdrepsskap banda- rikjamanna til kynlifsins. Framkoma hans er ósiðleg og Feðgarnir (Ciif f Robertson og Eric Shea) koma til smábæjar í Bandarikjunum og auglýsa flugferð fyrir 3 dollara pr. mann. fyrir börn og fullorðna Sfðast þegar ég skrifaði um mynd i Nýja bió, lagði ég áherslu á mikilvægi þess að auglýsingar um myndir i kvik- myndahúsum væru réttar, svo kúnninn yrði ekki svikinn. Það er eins og kvikmyndahús- ið hafi tekið þessa athugasemd til grcina, þvi það auglýsir að Fiugkapparnir sé ævintýra- mynd og það er hún. Flugkapparnir er eiginlega vel til þess fallin að vera barna- mynd að þvi undanskildu að málfarið i henni er vart við barna hæfi. Þess vegna er hún bönnuð innan 12 ára. Myndin fjallar um bónda sem á flugvél. Dag einn, þegar hann fremur listir sinar með eigin- konu sina um borð, missir hann stjórn á vélinni og hún hrápar, með þeim afleiðingum að konan deyr, en hann sleppur með skrekkinn. Siðar ákveður hann að fá sér aðra flugvél og ferðast með syni sinum. Þeir feðgar hafa i hyggju að verða rikir og frægir með flug- listum sinum. Þeir ferðast viða, en það sem stendur helst i vegi fyrir þvi að þeir verði rikir, er löngun mannsins til kvenna, þar sem hann vill ólmur sanna karl- mennsku sina. Undir lokin leysast þó öll þeirra mál óg bóndinn snýr ásamt syni sinum til heima- byggðanna og það eru gefin fyrirheit um það að maðurinn hyggist eyða ævidögunum með fyrrverandi mágkonu sinni. Flugkapparnir er ekkert sér- stök mynd i sjálfu sér, en það verður þó enginn verri af þvi að sjá hana. Það er, eins og áður sagði, blandað saman efni fyrir börn og fullorðna. Þegar undir- ritaður sá myndina voru nokkr- ar fjölskyldur á vettvangi og virtust skemmta sér hið besta. Þessi mynd virðist þvi hin ágæt- asta fjölskyldumynd. Mánu- dags- myndin: Sálsjúkur veðlánari Sol Nazerman (Rod Steiger) er veðlánari i Harlem-hverfi i New York og virðist vera al- gjörlega tilfinningalaus og sálarlaus maður. Hann lifir stöðugt i endurminningu um fangelsisdvöl sina i Auswitchs- fangabúðunum. llann þarf ekki að hafa efnahagslegar áhyggj- ur, þvi glæpaforinginn i hverf- inu styrkir starfsemi hans. Hjá Nazerman er lærlingur i verslunarstörfum, ungur dreng- ur, sem ákveðið hefur að hverfa af afbrotabrautinni og gerast kaupmaður. Samtal þessara manna lýsir ágætlega ástandi Nazermans, auk þess sem inn- réttingin i búðinni gefur manni þá tilfinningu að hann sé enn þá i fangelsi. Ýmis atvik, sem gerast i aug- sýn Nazermans vekja með hon- um minninguna um dvölina i fangabúðunum og brugðið er upp svipmyndum þaðan. Það eina sem Nazerman vill er friður og einvera og hann bregst ókvæða við, þegar ein- mana kona vill kynnast honum, bæði til að njóta nærveru hans og hjálpa honum i þrautum hans. Þessi kvikmynd er að minu mati hreint snilldarverk og hreint furðulegt, þegar hún var sýnd i Laugarásbiói um árið. að hún skyldi ekki ganga betur en raun bar vitni um. Leikur Rod Steigers er framúrskarandi. honum fer vel að leika hlutverk sálsjúkra manna. Það er synd, að þessi mynd skuli ekki verða sýnd áfram. svo góð sem hún er. en þess er vert að geta að allir áhugamenn um kvikmyndir ættu ekki að láta mánudagsmyndir Háskóla- biós fara fram hjá sér. þvi þær eru oft með þvi betra. sem sýnt er i kvikmyndahúsunum. Sol Nazerman (Rod Steiger) bak við rinilana i veðlánarabúð sinni. Hann minnist þarna dvalar sinnar i fangabúðum nasista, en þar dvaldi hanu á styrjaldaárunum. Hann missti i striðinu konu sina og börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.