Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ititstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Augiýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar UG60 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. í RÉTTU HLUTFALLI VIÐ SANNGIRNI OG EININGU Það lýsir einkar vel hroka bresku rikisstjórnar- innar, þegar Roy Hattersley segir, að styrkur breta liggi i sanngirni þeirra. Meðan þetta sjónarmið ræður rikjum, er tæplega von á friðsamlegri lausn þessarar deilu. Islendingar geta sannarlega ekki litið á flotaihlutun breta sem neina sanngirni. Þessi ummæli breska aðstoðarutanrikisráðherr- ans gera hann hálfu broslegri en fyrr. Visir lýsti þvi áliti eftir samningafundina i október, að rikisstjórn- in ætti ekki að taka i mál að ræða við bresku stjórn- ina, ef Hattersley ætti að vera oddamaður af hennar hálfu i viðræðunum. Engum vafa er undirorpið, að frá þvi skilyrði geta íslendingar ekki hvikað. Greinar Geirs Hallgrimssonar og Hattersleys i Washington Post siðastliðinn mánudag varpa á ýmsan hátt skýru ljósi á það regindjúp, sem skilur islendinga og breta að i þessum efnum. En þær sýna einnig, hversu einangruð breska verkamanna- flokksstjórnin er i málinu. Breska stjórnin böðlast um með flota sinn á mið- unum hér við land, þrátt fyrir samdóma álit breskra og islenskra fiskifræðinga um nauðsyn á verulegum samdrætti i veiðunum. íslendingar eru beittir hervaldi á sama tima og bretar sjálfir standa að tillögum um 200 sjómilna efnahagslögsögu og krefjast einkaréttar til veiða gagnvart Efnahags- bandalaginu innan 100 sjómilna marka. Öll samningstilboð bresku stjórnarinnar hafa verið byggð á þessum öfugsnúnu hugmyndum. Ef styrkleiki þeirra felst i raun réttri i sanngirni, eins og Hattersley segir, þá er hann sannast sagna ekki mikill. Geir Hallgrimsson bendir réttilega á i grein sinni, að það'hafi verið viðsfjarri allri skynsemi að láta sér detta i hug samningaviðræður á grundvelli hug- mynda bresku stjórnarinnar um 85 þúsund lesta heildarafla á ári. Forsætisráðherra minnir enn- fremur i grein sinni á, að islendingar hafi þrátt fyrir þann þvergirðingshátt, sem fram kom i þessu til- boði breta, opnað möguleika á bráðabirgðasam- komulagi til þriggja mánaða. Þessari sáttaviðleitni islendinga hafi breska stjórnin hins vegar svarað innan tveggja daga með þvi, að hefja á ný flota- ihlutun innan islenskrar lögsögu. Það er einnig rétt, sem Geir Hallgrimsson bendir á, að aðgerðir breta geta leitt til ómetanlegs tjóns fyrir Atlantshafsbandalagið og framtiðaráhrif þess á þessu mjög mikilvæga svæði. Islendingar láta breta að sjálfsögðu ekki skjóta sér út úr samstarfi vestrænna rikja átakalaust. En bretar hafa ekki einvörðungu ögrað islendingum heldur og Atlants- hafsbandalaginu meir en góðu hófi gegnir. En þegar litið er á afstöðu Hattersleys i þessu máli, verður að hafa i huga, að hann er að brjótast um i verkamannaflokknum. Aðgerðir hans i land- helgismálinu mótast þvi að öllum likindum með hliðsjón af stöðunni i innanflokksrefskákinni, ekki siður en stöðu breta út á við. Þvi er ekki að leyna, að hér hefur einnig örlað á þvi, að stjórnmálamenn freistist til að nota land- helgismálið á taflborði innanlandsstjórnmálanna. Þannig geta t.d. umræður um fésýslu eins stjórn- málaflokks haft áhrif á afstöðu hans i landhelg- ismálinu. Þjóðin þarf að standa vel á verði gegn slikum tilhneigingum. Rétt eins og styrkur breta er i réttu hlutfalli við sanngirni þeirra felst okkar styrkur i einingu. Islenskir stjórnmálamenn eiga að vita, hvað til þeirrar friðar heyrir i þeim efnum. IVIiðvikudagur 10. marz 1976 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson J Teng Ilsiao-ping, aðstoðarforsætisráðherra: Veggspjöldin kalla hann „vegalagningarmann auð- vaidsins”. Fjölmiðlarnir telja hann óforbetranlegan endurskoðunarsinna. Glæpur hans er að vera smáborgaralegur lýðveldissinni, sem lent hefur á eftir á stjórnmálaþróuninni. Hreinsunareldur- inn brennur enn jTeng Hsiao-ping Hinir róttæku voru furðu snarir i snúning- um við að hrinda af stað áróðursherferð- inni gegn Teng Hsi- ao-ping, aöstoðarfor- sætisráðherra, sem þeir hafa stimplað „vegalagningarmann kapitalismans”. A tæpum fimm vik- um hefur oröaiag áróð ursöldunnar breyst úr vægri gagnrýni eins og „hægri tilhneiging- ar” yfir i slagorð á veggspjöldum, sem æpa framan I vegfar- endur: „Niður með Teng Ilsiao-ping!" Or stúdentahverf- unum i Peking og Shanghai hafa þessi veggspjöld breiðst út i skólana og á vinnu- staðina um land allt. A kinverska visu verður þetta að kallast leifturárás. Jafnvel á dögum menningar- byltingarinnar, þegar rauðu varðliðarnir óðu uppi, tók það nokkra mánuði fyrir þá að safna kjarki til þess að nafngreina Liu Shao-chi sem skot- mark sitt. Fréttaskýrendur i Peking sjá ýmsar á- stæöur fyrir þvi, aö herferðin gegn Teng hefur verið með þess- um leifturhraöa. Ot á við heitir það, að Mao Tse-tung, for- maður, hafi sjálfur hrundið henni af stað, og siðan hafi mið- stjórnin tekið við og haldið henni áfram. En aðaldriffjöður þessarar gagnrýnis- öldu er fámennur hóp- ur áhrifamanna, sem kallaöur er „hinir rót- tæku”. Þar sem áhrifasvið þeirra er þröngt, urðu þeir að taka Teng með áhlaupi. Þeir hófust strax handa með samræmdum aðgerð- um, þar sem þeir virkjuðu fjölmiðla og stærstu háskólana, en innan stúdentafélag- anna hafa hinir ró- tæku alltaf átt hvað sterkastan hljóm- grunn. Um siðustu helgi staðfestu opinberir embættismenn i sam- tölum við erlenda sendifulltrúa, sem veggspjöldin hefðu raunar sagt dagana á undan. Neftiilega, að Teng væri „vegalagn- ingarmaðurinn”, sem lægi undir gagnrýn- inni. Náðarhöggið hefur ekki ennþá verið veitt. En það væri að nafn- greina aðstoðarfor- sætisráðherrann i Dagblaði alþýðunnar. Á meðan svo hefúr ekki verið gert telja hinir erlendu áhorf- endur i Peking, að Teng eigi enn mögu- leika á því að rétta úr kútnum. önnur sýnileg ástæða til þess flýtis, sem hefur verið á þvi að niða skóinn af Teng, blasir viö. Fyrir aðeins sex vikum var Teng einn valdamesti áhrifamaður i Kina og i almenningsálitinu bókaður arftaki Chou En-lais, sem þá lá fyr- ir dauðanum. En þegar stundin rann upp, var það Hua Kuo-feng, öryggis- málaráðherra, sem skipaður var i for- sæt isráðherraem bæ tt- ið. — 011 gagnrýni sið- ustu vikna á Teng hljómar eins og af- sökun og útskýring fyrir almenning á þvi, hversvegna Teng var sniðgenginn. Fyrir utan Teng hafa fáir dregist inn i þessa ofsóknarher- ferð. Þó hefur menntam álaráðhe rr- ann, Chou Jung-hsin, Liu Ping, háskólarekt- or og nokkrir sveita- stjórnarmenn ekki farið varhluta af henni. Þessar ofsóknir hafa blásið nýju lifi i glæður hreinsunar- eldsins, sem rauðu varðliðarnir kveiktu á dögum menningar- byltingarinnar. — Teng og hundruð ann- arra embættismanna voru ofsóttir af rauðu varðliðunum þá, og fengu ekki uppreisn æru fyrr en þeir höfðu „játaö syndir sinar”. , Fjölmiðlarnir hafa allra mildilegast getið þess innan um alla gagnrýnina, að i aug- um flokksins hafi flestir hinna endur- hæfðu bætt ráð sitt og ratað aftur inn i lambahjörð Maos for- manns. Eðlilega hefur vaknað hjá mönnum kviði fyrir þvi, að upp úr þessum ofsóknum skapist sami glund- roðinn og varð i kjöl- fari menningarbylt- ingarinnar. Opinberir embættismenn hafa þó lagt sig fram við að eyða þessum bifum útlendra gesta sinna. Margt þykir benda til þess, að ráðamönn- um takist að halda þessum uppvakningi i böndum. í fyrsta lagi hefur ekki eins og þeg- ar rauðu varðliðarnir höfðu sig mest i frammi, verið mynd- aðir flokkar ung- menna til þess að fara um jarðir og breiða út áróðurinn. 1 öðru lagi hefur kvisast, að áróð- urinn hafi ekki fengið tiltakanlega miklar undirtektir úti á landsbyggðinni. 1 þriðja lagi er orðalag gagnrýninnar ekki eins hatrammt eins og til dæmis, þegar Liu Shao-chi var kross- festur sem „föður- landssvikari” á vegg- (f spjöldum. „Glæpirnir”, sem Teng er sakaður um að hafa drýgt, eru fyrst og fremst þeir, að hann sé smáborg- aralegur lýðveldis- sinni, sem lent hafi á eftir stjórnmálaþró- uninni, sem stefni (( Kína til ómengaðs kommúnisma. — Skil- inn hefur verið eftir opin smuga fyrir ýmsa sökunauta hans að sleppa út um, ef þeir bara vilji létta af samviskunni og játa mistök sin. Þannig hafa jafnvel ofsóknar- mennirnir vakið at- hygli á einum máls- (( hætti Maos formanns, sem gengur út á ,,að lækna veikina til að bjarga sjúklingnum”, og nefnt um leið, að þeir hægrisinnar, sem (( sjái i einlægni að sér, séu velkomnir aftur i söfnuðinn. — En það er ekki að sjá eöa heyra, að þessi synda- kvittunarmöguleiki (( taki til Tengs, þvi af fjölmiðlunum er helst að heyra, að hann sé óforbetranlegur end- urskoöunarsinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.