Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 10. marz 1976 Lifnar yfir klúbbunum Magnús K.r Jakob M. og Pólmi G. malla saman ó föstudaginn Klúbbur 32 mun væntanlega gangast fyrir annarri skemmtun sinni n.k. föstudags- kvöld i Tjarnarbúð. Ekki var dagskrá kvöldsins endanlega ákveðin er blaðið fór I prentun, en tvær hljómsveitir munu væntanlega koma fram, önnur undir stjórn Pálma Gunn- arssonar en hin undir stjórn Jakobs Magnússonar. Einn stjórnarmeðlima Klúbbs 32 tjáði Tónhorninu það að endanleg skipan þessara hljóm- sveita væri ekki ákveðin, enda væri hér um nokkurskonar jamm-session að ræða, en með- al aðstoðarmanna mætti nefna Magnús Kjartansson og e.t.v. fyrrv. félaga Magnúsar i Júdas. bá hefur Jassklúbbur Hafnar- fjarðar ákveðið að gangast fyrir Jasskvöldi á Hótel Loftleiðum n.k. mánudagskvöld, en nánar verður skýrt frá dagskrá þess á laugardaginn. Þessi fjörkippur I skémmtanalifinu hér er vel þeginn um þessar mundir, og ljóst þykir að menn þeir sem að þessum klúbbum standa (þ.e. Jassklúbbum, Samklúbbum og Klúbb 32 m .m.) standa i þessum stórræðum af áhuga frekar en peningalegum husjónum. örp. Frá siðustu SAMkomu sem lofaði góðu um framhaldið. Umsjón: Örn Petersen. V PLOTURNAR STREYMA Ekki skortir efnið fró íslenskum tónlistarmönnum Sóló-plötur virðast nu vera að komast i tisku hjá islenskum tónlistarmönnum. Þetta hljóta að vera gleöileg tiöindi, þvi fastlega má búast við, að hér sé um frumsamið efni viðkomandi að ræða I fiest- um tilvikum. Fyrsta sóló-platan á þessu ári verður væntanlega plata Einars Vilberg og Co, sem Steinar h/f gefúr út, en um þessar mundir er einnig verið að leggja siðustu hönd á plötur þeirra Vilhjálms Vilhjálmssonar og Jóhanns Helgasonar. Vilhjálmur hefur undanfarið unnið að plötu sinni suður i Hljóðrit h/f, og er Magnús Kjartansson kominn til landsins frá New York til þess að aðstoða Vilhjálm við siðustu tónana. Plata Vilhjálms kemur út á vegum Fálkans h/f. Þá hefur Svavar Gests tekið fjörkipp hvað útgáfu á „popp-plötum” áhrærir, en með tilkomuhins nýja stúdiós hans i Armúla, sem kunnugir telja hið fullkomnasta hérlendis um þessar mundir, hefur hann alla möguleika til þess. Fyrsta plata Svavars á þess- um vettvangi i ár, verður sóló-plata Jóhanns Helgasonar, sem verið er að leggja siðustu hönd á, en einnig hefur Svavar gert samning um útgáfu á sóló-plötu Björgvins Gislasonar. vism PARADIS FER TIL FÆREYJA Hljómsveitin Paradis hefur i ýmsu að snúast þessa dagana, og miðað við annir þeirra félaga sem atvinnuhljómlistarmenn, má með sanni segja að þeir séu i paradis'. Hljómsveitin hefur nú hafið æfingar á efni þvi er kemur tii með að verða innihald plötu þeirra, sem gefin verður út hjá öðrum fyrrverandi hljómanum Gunnari eða Rúnari. Efnið mun að mestu leyti vera samið af Björgvini Gislasyni, og vera sérstaklega sniðið fyrir raddsvið Péturs Kristjánsson- ar. Pétur sagði Tónhorninu það nú i vikunni, að tónlist þessi væri i beinu áframhaldi af þeirri tónlist sem hljómsveitin hefði notast við á dansleikjum sinum, og væri hér um gott efni hjá Björgvini að ræða. „Þetta er samið fyrir hljóm- sveitina, en hans persónulegu hugarfóstur koma svo fram á sóló plötu hans”, sagði Pétur. Um árabil hefur Pétur farið með hljómsveitir sinar til Fær- eyja, og svo mun einnig verða i ár. Pétur er vinsæll maður i Fær- eyjum, og jafnan hefur verið húsfyllir þegar að Pelican sáluga hefur heimsótt eyjarnar. í Færeyjum eru nokkrir skemmtilegir staðir að spila á, þar sem fólk kemur frekar til að hlusta en að fá útrás til fótanna, en eitt það merkilegasta við þessa staði er það, að þar fær enginn drykk nema að hafa borgað skattinn sinn, og þarf þvi að framvisa kvittun fyrir greiðslu skattsins við kaup hvers drykks. Já, þetta sagði hann Pétur mér allavega. „Paradis mun væntanlega fara til Færeyja i lok mánaðar- ins, ef samningar takast”, sagði Pétur. örp. Á þessari mynd sjáum við samkomuhúsið Klúbbarann i Þórshöfn i Færeyjum, en þai er Pétur Kristjánsson orðinn nokkuð heimavanur eftir aðhal'a spilað þar oft á undanförnum árum. Ljósm. B.G. Paradis æfir nú af kappilögin sem verða á fyrstu plötunni þeirra, en þá plötu mun annarhvor. hljóm- anna fyrrverandi Gunnar eða Rúnar gefa út. Ljósm. Jim. Björgvin mun vinna að plötu sinni einn, og notar til þess fri- tima sinn, þannig að ekki má búast við plötunni fyrr en kannski um jólin. Rúnar Júliusson mun innan skamms hefja upptöku á sóló-plötu sinni I New York, og mun m.a. njóta aðstoðar Magn- úsar Kjartanssonar, sem hefur komið sér vel fyrir i þeirri frægu borg. Rúnar mun vitanlega gefa plötu sina út á eigin merki, eða útgáfunni GEIMSTEINN. Þá má nefna Engilbert-Jen- sen enn einu sinni, en hann mun hljóðrita sina plötu i London með aðstoð Gunnars Þórðarson- ar, og gefa hana út á nafni út- gáfufyrirtækis Gunnars, ÝMIR. Þá hefur þvi verið fleygt að Jakob Magnússon hyggist hljóð- rita sóló-plötu, enda timi til kominn. Ekki má gleyma Sigrúnu Harðardóttur, en hennar plata mun koma á markaðinn innan skamms á vegum útgáfunnar Júdas h/f. Þeir Júdasar annast undirleik fyrir Sigrúnu, og hafa unnið við það siðan hljómsveitin leystist upp fyrr á árinu. Um framtiðaráætlanir þeirra er ekki vitað, nema.að Magnús heldur öllum dyrum opnum fyrir þá félaga i New York, Vignir Bergman mun vera al- gjörlega hættur i bransanum, og þeir Hrólfur og Finnbogi velta þvi nú fyrir sér, hvort þeir ættu að sameinast Magnúsi i New York. Örp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.