Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 11
vism lYliövikudagur 10. marz 1976 11 120 gestum boðið til róð- stefnu um þróun iðnoðor Egilsstaðir: Rannsóknaráð rikisins mun efna tii ráðstefnu um þróun iðnaðar föstudaginn 12. mars n.k. að Hótel Loftleiðum. Til ráðstefn- unnar hefur verið boðið um 120 ráðstefnugestum, þar á meðal vísindamönnum og tæknimönn- um, embættismönnum, stjórn- máiamönnum, iðnrekendum og öðrum aðilum atvinnulifsins. Inngangserindi munu flytja Bjarni Bragi Jónsson um Hlut- veric iðnaðar i islenskum þjóðar- búskap, og Hörður Jónsson og Ás- björn Einarsson um þróunar- starfsemi i þágu iðnaðar. Á ráð- stefnunni munu starfa 11 um- ræðuhópar. og var verða tekin fyrir jafn mörg verkefni. Ráð- stefnustjóri verður Davið Schev- ing Thorsteinsson. í október s.l. birti Rannsókna- ráð niðurstöður athugana starfs- Stal bíl og œtlaði til stokkseyrar Bíl var stoliö frá Heklu i fyrrinótt. Sá sem þar var að verki þurfti að komast heim til sin, reyndar alla leiðina til Stokkseyrar. Engan strætis- vagninn hefur hann náð i — og kannski ekki haft efni á leigu- bíl. Greip hann þvi til þessa ráðs. Lögreglan gómaði piltinn á leiðinni til Stokkseyrar. Reyndist hann vera dálitið ölvaður undir stýrinu. — EA Niðurstaða rannsóknar í vélritun Rannsókn Alþýðubanka- málsins er nú að Ijúka hjá Sakadóini Reykjavikur. Að sögn Sverris Einarssonar, sakadómara, verður niður- staða rannsóknarinnar send saksóknara um leið og vélrit- un er lokið, en það er mikið verk og mun taka nokkra daga. —SJ hóps um þróun iðnaðar, en starfs- hópnum hafði verið falið að gera yfirlit yfir stöðu og spá um þróun islensks iðnaðar næstu 5 árin. 1 skýrslu starfshópsins komu fram ýmsar ábendingar um vandamál og tækifæri iðnaðarins hór á landi nú og á næstu árum, og er mark- mið Rannsóknaráðs með ráð- stefnu þessari að fá fram ábendingar þar að lútandi, svo unnt megi reynast að beina rann- sóknum á sviði iðnaðar að lausn þeirra vandamála og að hagnýt- ingu hugsanlegra tækifæra, sem bjóðast, til hagsbóta fyrir at- vinnuveginn sem heild. Ráðstefn- an er haldin i beinum tengslum við verkefni, sem Rannsóknaráð hefur unnið að undanfarin tvö ár og nefnt hefur verið Mörkun vis- indastefnu, en með tilliti til þess litla fjármagns og takmarkaðs mannafla, sem til rannsókna- starfsemi er varið hér á landi, er nauðsynlegt, að rannsóknarstarf- semisé beint að þeim verkefnum, sem ætlað er að gefa muni mest- an árangur frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Eigendaskipti ó Dyngju hf. Undirritaður 'hefur verið á Egilsstöðum samningur um kaup Sambands islenskra samvinnufé- Iaga og Kaupfélags Héraðsbúa á prjónastofunni Dyngju hf á Egils- stöðum. Fyrirhugað er að Dyngja hf starfi i nánum tengslum við iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri og aðalverkefni Dyngju hf á næstunni verður framleiðsla á ullarvörum til útflutnings. Dyngja hf var stofnuð 15 /1 ’68 og hefur fram að þessu framleitt prjónavörur fyrir innlendan markað og til útflutnings. Á árinu 1974 hófst samstarf Dyngju við iðnaðardeild Sambandsins sem siðan hefur séð prjónastofunni fyrir verulegum hluta verkefna hennar. Stjórn Dyngju hf skipa Hjörtur Eiriksson, formaður. Þorsteinn Sveinsson, varafor- maður og Ásgeir Stefánsson, meðstjórnandi. Framkvæmda- stjóri er Ármann Benediktsson. V.Th. Tekinn með FALSAÐAN LYFSEÐIL Bœtti valíum við á réttan lyfseðil frá lœkninum Maður kom i Vestur- bæjar-apótek i fyrrakvöld með lyfseðil, sem reyndistað hluta til falsaður. Lyfseðillinn var kominn frá lækni, en maðurinn hafði sjálfur bætt inn á hann valium. Þeir sem voru við afgreiðslu sáu strax hvers kyns var og var lögreglankölluðtil. Valium munu sumir drykkjusjúklingar notfæra sér til þess að halda sér i rússi. Þá mun þessi sami maður hafa reynt að hnupla úr apótekinu, en afgreiðslufólkið varð vart við það, og var það sem hann tók, tekið aftur af honum. — EA A skíðum í hlíóum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum vió nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum. I Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíöum í sól og góðu veöri allan daginn, og þegar heim er komið, bíöur gufubaö og hvíld, góöur kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á skémmtistað ef fólk vill heldur. _ Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíöin og haldiö beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýrðleg dvöl í alþjóölegu andrúmslofti meö fullkomnu ”apré ski”. Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitiö upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, feröaskrifstofunum og umboösmönnum. FWGFÉLAG LOFTLEIÐIR ISLAJVDS Félög með skipulagðar skíóaferóir til Evrópu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.