Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1976, Blaðsíða 2
Ætlarðu að kaupa ríkis- skuldabréf? Kristinn óskarsson, lögreglu- maöur: — Nei, ég hef ekki hugsað mér að kaupa rikisskuldabréf að þessu sinni. Ég hef ekki keypt slik bréf áður, heldur vil ég leggja peningana i banka. tiilmar Björnsson, arkitekt: — Nei, það ætla ég ekki að gera, ég hef aldrei keypt rikisskuldabréf. Ég hef fengið svona bréf gefins. Ég vil alls ekki leggja peninga i banka, heldur kaupa mér stein- steypu og safna henni þangað til ég á i hús. Sigurlaug óskarsdóttir, hús- móðir: — Nei ég ætla ekki að kaupa rikisskuldabréf. Ég legg heldur ekki peninga i banka aðal- lega vegna þess að ég á enga. Guðbjörg Guðmundsdóttir, nemi: — Er ekki fylgjandi gróðabraski auðvaldsins. Gunnar Kristinsson, ncmi: — Ég er nemi og hef ekki efni á þvi að kaupa rikisskuldabréf. Þó ég ætti pening myndi ég ekki kaupa rikisskuldabréf. Jón Hjaltason, hæstaréttarlög- maður: — Nei, ég geri ekki ráð fyrir að kaupa rikisskuldabréf aö þessu sinni. Ég hef einu sinni keypt mér rikisskuldabréf. Þaö var þegar út voru gefin bréf vegna vegar yfir Skeiöarársand. Miðvikudagur 10. marz 1076 VÍSIR Aðstöðuleysi útilokar nákvœmar forspár um jarðskjálfta hérlendis ,,Það væri ástæöa til að leggja meira upp úr jarðskjálfta- rannsóknum og tiiraunum til að segja fyrir um þá, heldur en gert cr hcr. Það eru t.d. yfirvofandi stórir skjálftar bæði á Suður- og Norðurlandi. Við höfum lítil tök á að segja fyrir um þá, bæði vegna mannfæðar og aðstöðu- leysis” sagði Páll Einarsson hjá Kuunvisindastofnun i viðtali við Vísi. Visir leitaði umsagnar Páls á frétt frá kinverska sendiráðinu er greinir frá nákvæmri forspá þarlendra visindamanna um jaröskjálfta. Skjálftinn, sem var að styrk- leika 7,3 stig á Richter, varð i framleiðslufylki i norðaustur Kina. Vegna forspárinnar tókst aö koma i veg fyrir að nokkur ibúanna á svæðinu slasaðist eða færist, þótt flest húsanna hryndu og gifurlegar skemmdir yrðu á öðrum mannvirkjum. Vakti heimsathygli „Þetta var visindalegt afrek hjá kinverjunum og vakti athygli um allan heim. Þetta er eitt af megin rannsóknarefnum þeirra og þeir leggja i þetta fantalega vinnu og peninga. Þeir hafa nálgast þetta frá öllum hugsanlegum hliðum, t.d. mæla þeir hljóðhraða i bergi og fylgjast með breytingum á hegðan dýra. Það er óhætt að fullyrða að kinverjar standa a.m.k. jafn- fætis öörum þjóðum á þessu sviði, en sovétmenn, japanir og einnig bandarikjamenn hafa lagt töluvert i rannsóknir til að segja fyrir um skjálfta.” Kinversku jarðskjáiftafræðingunum tókst með rannsóknum sinum að spá nákvæmlega fyrir um skjálftana i Tingchiakoufylki og komu þannig I veg fyrir manntjón. Yfirvofandi stórir skjálft- ar — segir Páll Einarsson Segja fyrir um skjálfta i framtiðinni ,,Við höfum nánast ekkert stundað svona forspár. Við höf- um hvorki mannskap til þess né nokkra aðstöðu. Við erum núna að rembast við að koma upp skjálftamælum sem er algjört frumskilyrði. Forspárnar eru liður i fram- tiðaráætlunum, en það verður að byrja á byrjuninni. Fyrst verður að skilja hvers vegna jarðskjálftar verða, finna skjálftabeltin og hvar á mæla það sem mæla þarf. Miðað við þá jarðskjálfta sem við getum reiknað með að verði hér, finnst mér ekki ógáfulegt a& leggja meira i þessar rannsóknir. Hins vegar koma lika upp vandamál þegar að þvi kemur að hægt verður að spá fyrir um skjálfta. Þá koma ýmsar spurningar um t.d. hvað á að gera og hver á að bera tjón sem yrði t.d. vegna hugsanlegra fólksflutninga af hættusvæðum” sagði Páll Einarsson. — EB Ríkisstjórnin stendur við yfirlýsingu sína — segir Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra „Rikisstjórnin mun standa við yfirlýsingu þá, sem gefin var út um húsnæðismálin eftir viðræðufund minn með forseta ASl og formönnum landssam- banda. Sú yfiriýsing fól i sér staðfestingu á yfirlýsingu fyrri rikisstjórnar um húsnæðismálin frá 26. febrúar 1974 með fyrir- vara um lánakjör”, sagði Gunn- ar Thoroddsen félagsmálaráð- lierra i samtaii við Visi. Visir birti frétt siðastliðinn mánudag, þar sem vakin var at- hygli á þvi að lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir að 30% af ráð- stöfunarfé lifeyrissjóða renni til fjárfestingarlánasjóðs. I yfirlýsingu fyrri rikis- stjórnar, sem staðfest hefur veriðaf núverandi rikisstjórn er kveöiö á um aö rikisstjórnin muni beita sér fyrir þvi að á ár- unum 1976 til 1980 verði fram- hald á byggingu hentugra ibúða fyrir efnalitið fólk. Ennfremur að lifeyrissjóðir stéttarfélag- anna fjármagni þessar ibúða- byggingar með 20% af árlegu ráðstöfunarfé sinu frá og með 1974. Rikisstjórnin ræður ekki Gunnar Thoroddsen sagði, að vert væri að vekja athygli á þvi, að það væri ekki i valdi rikis- stjórnarinnar að ráða, hvers'J stór hluti ráðstöfunarfjárins rynni til fjárfestingarlánasjóða Það væri lifeyrissjóðanna að ráða þvi. Bréfaskipti 1 bréfi, sem framkvæmda- stióri Sambands almennra lif- eyrissjóða ritar, segir meðal annars eftirfarandi um bréf fjárálaráðuneytisins til lifeyris- sjóðanna dagsett 23. desember siðastliðinn. „Látið er að þvi liggja, að sjóðfélagar þeirra lifeyrissjóða, sem ekki kaupa skuldabréf samkvæmt framansögðu eigi það á hættu að fá skert lán úr Byggingasjóði á árinu 1976.” Þessu svarar Gunnar Thoroddsen félagsmálaráð- herra i yfirlýsingu þeirri sem hann sendi Birni Jónssyni 26. febrúar siðastliðinn. „Skerðing lána úr Bygginga- sjóði á árinu 1976 til sjóðsfélaga þeirra lifeyrissjóða, sem kaupa ekkí skuldabréf rikisins fyrir 30% af ráðstöfunarfé sinu, hefur ekki verið rædd við félagsmála- ráðuneytið og kemur ekki til greina.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.