Vísir - 12.03.1976, Síða 2

Vísir - 12.03.1976, Síða 2
2 Föstudagur 12. marz 1976 VISIR vimsm: i Hefurðu fylgst með opnum bréfum ólafs Jóhannes- sonar í Tímanum? Hinrik Lárusson — Ég hef lesið þau og likar hreint ekki of vel. Hann þarf að tala hreint út og segja okkur hvað sé á seyði. Þaö er nauðsynlegt að hann geri hreint fyrir sinum dyrum. Svandis M a 11 h ia s d ó 11 ir, hjúkrunarnemi — Ég hef lesiö þessi bréf hans. Reyndar hef ég fylgst með málum Ólafs frá þvi fyrst var fitjað upp á þeim og finnst þetta mál spennandi. Skúli Magnússon, kennari — Ég hef lesið þau og er ánægður með þau, sérstaklega fyrra bréfið. Sveinbjörn Pétursson, bifvéla- virki— Ég hef lesiö þau dálltið og likar þau vel. Finnst þau upplýsa mann vel um málið. Hef reynt aö fylgjast með málum ólafs eins og hver annar. Harpa Hauksdóttir, atvinnulaus — Ég hef lesið þau og finnst þau hræöilega léleg. Mér finnst Ólafur vera alltof lúmskur. Hann hefur alls ekki leitt hið sanna i ljós, langt þvi frá. Óðinn Einarsson, Ijósmyndari — Nei.ég hef ekki fylgst með bréfa- skriftum hans. Ég hef fylgst meö málum hans af þvi sem ég hef lesið i blöðum,en að öðru leyti ekki lagt mig eftir að kynna mér þau. Svo mœJir Svarthöfði: Grafarraust Fyrir um það bil tólf árum flutti Pétur Benediktsson, þá- verandi bankastjóri Lands- bankans, erindi I útvarp, þar sem hann lýsti þvi yfir að skipu- lagðir flokkar manna stunduðu fjársvik og aðra starfsemi, sem vörðuðu við lög alveg óátalið. Á þeim tólf árum, sem liðin eru, hefur hvað rannsóknarvaldið snertir, ekkert eða litið sem ekkert gerzt, sem bendir til þess að bankastjórinn hafi haft rétt fyrir sér. A tólf ára timabili hafa engir þeir glæpaflokkar veriö handsamaðir, ákærðir, færöir fyrir rétt og dæmdir, sem gætu gefið til kynna, að glæpa- flokkarnir, sem bankastjórinn minntist á hefðu verið upprætt- ir. Allt I einu finnst Morgunblað- inu ára svo, að ástæða sé til að birta að nýju ræðu Péturs Benediktssonar, eins og grafar- raustin ein og sér geti einhverju um það ráðiö, að nú, tólf árum of seint, verði fariö að taka mark á oröum bankastjórans. Þessi tólf ára þögn er vitnis- burður um réttarástand i þjóð- félagi, þar sem allt er leyfilegt, og vafstur með skattsvik, ávis- anafalsanir og aöra fjárplógs- starfsemi er talið litið annað en óþægindi fyrir aðstandendur, bæði skyldmenni og kunningja. Menn hlæja jafnvel að veik- burða tilraunum rannsóknar- valdsins til aö teygja út nárana á skömminni á sama tima og ,,The saints go marching on”, svo vitnaö sé I alkunnan sálm úr föðurlandi CIA. Og enn er komið upp stórfellt fjársvikamál, þar sem einar skitnar 38 milljónir hafa verið sviknar undan skatti á meðan við hin fáum launaumslögin okkar tóm á mánaðamótum vegna skattheimtu. Aður voru orðin ljós fjórtán eða sextán milljón króna söluskattssvik, sem einfaldlega hafa ekki verið innheimt, á sama tima og lokað er skilyröislaust hverri litilli búðarholu, sem ekki borgar. Of- an á þetta hrúgald siðferðis- brestsins bætist svo karp um heiðarleika einstakra manna, sem ekki verða með neinum rétti vændir um óheiðarleika, alveg eins og þar þurfi að leita að gröfnum hundi. Auk þeirra hrikalegu skatt- svikamála, sem áður er getið, liggja ýms minni atriði i kjöl- vatninu, þar sem enginn virðist mega af þeim vita. Þaö er t.d. ekki spurt um þann fjölda af- sagðra vixla, sem liggja timun- um saman i bönkum yfir- skyggðir og áritaöir af pólitisk- um senditlkum flokkanna til framdráttar i kostnaöarsömum hernaði, og þau mál koma held- ur ekki I dagsljósið, þótt prett- irnir skipti kannski fimm miil- „Hér eru farin að myndast bófafélög,, „Hvcr sakam&Ounnn atyflur annan meo ráöum og dáfl jónum eða svo, þar sem aðilar geta gert einskonar makaskipti á syndinni. Það hefur þvi ekkert breyst þrátt fyrir nokkurt upphlaup að undanförnu. Annað og meira virðist þurfa að koma til, svo þjóðfélagiö taki inn þann skammt af laxerandi skattsvik- um og fjársvikamálum, að það dugi þvi til hreinsunar. Rann- sóknarvaldið virðist hvergi kunna tökin á þessum málum, og innheimta og eftirlit virðist fyrst og fremst ná til þeirra sem bljúgir láta skrá sig fyrir rétt- mætum skattgjöldum. Hinir riða út og leika sér, eins og sagt var Isveitinni i gamla daga. En yfir sviðinu þrumir grafarraust bankastjórans á tólf ára fresti. Svarthöfði nefnda eru aðeins tvær stofnan- ir til hjálpar þessum börnum. A Selfœsi er litið dagheimili fyrir þroskaheft börn og á Akureyri er vistheimili fyrir vangefna, Sölborg. í undirbúningi er stofnun vist- heimilis fyrir vangefna á Egils- stöðum, en eins og er er engin stofnun á Austfjörðum eða Vest- fjörðum fyrir þessi börn. Flest þeirra fá þvi enga aðra þjálfun en þá, sem foreldrar og aðrir aðstandendur geta látið þeim i té. Þroski barnsins mældur Að sögn Margrétar Margeirs- dóttur, félagsráðgjafa, vantar sérstaka greiningar- og ráðgjaf- arstöð fyrir foreldra þroska- heftra barna. Slikar stöðvar kanna i hverju fötlunin er fólgin og hvernig á að veita barninu þjálfun fram að skólaaldri. Einnig er foreldrum veitt ráð- legging um það hvernig rétt er að standa að uppeldi barnsins. Eins og þessu er háttað i dag, er mjög erfitt fyrir foreldra aö gera sér grein fyrir þeim mögu- leikum, sem fyrir hendi eru og hvernig þeir verða best nýttir. Visir að svona greiningar- og ráðgjafarstöö er kominn I Kjar- valshúsi á Seltjarnarnesi. Þár eru 12 þroskaheft börn að stað- aldri á daginn, en auk þess er eitt barn i einu á heimilinu til greiningar. Þau eru þar i einn mánuð hvertog eftir þann tima er tekin ákvörðun um áfram- haldandi þjálfun. Er þá miðað við það stig, sem barnið er á, þroskalega séð, þegar greining- in fer fram. Það er talið skipta miklu að ætla barninu hvorki of mikið né of litið. Miðað við aðrar stofnanir hef- ur Kjarvalshús mikið starfslið. Þar eru 6 stúlkur starfandi allan daginn, fóstra, tveir þroska- þjálfar og þrjár aöstoðarfóstr- ur. Auk þeirra er matráðskona, sjúkraþjálfi i 1/2 starfi og tal- kennari i 2/3 starfi. Þá er mjög gott samstarf við foreldra og eru þeir oft á heimilmu dag og dag. Þegar komist hefur verið að þroskastigi barnsins með grein- ingu er reynt að finna heppileg- asta staðinn fyrir það. Séu ekki aðrir staðir fyrir hendi er barnið látið vera áfram i Kjarvalshúsi. Þar komast hins vegar ekki nærri allir þeir að sem á þyrftu að halda. Þó er ekki alveg sleppt af þeim hendinni, sem komast ekki að á heimilinu eftir grein- ingu, heldur koma þau þangað við og við i s.k. legotek-þjón- ustu. Stefnt að eðlilegu umhverfi fyrir alla Komið hefur i ljós að hægt er að ná ótrúlegum framförum hjá þr oskaheftum börnum með réttum aðferðum og i eðlilegu umhverfi. 1 Kjarvalshúsi er unnið i samræmi við þá stefnu, sem felst i hugtakinu „normali- sering”. En þaðer m.a. aðhinir vangefnubúi innan um aðra og séu þátttakendur i samfélaginu að svo miklu leyti sem þroski og geta leyfir. Þetta á ekki einungis við um vangefna. Þessi stefna er einnig höfð að leiðarljósi á dagheimil- inuMúlaborg. Þar er ein deildin ætluð fötluðum börnum og eru á þeirri deild 15 fötluð börn og 5 heilbrigð. I Múlaborg er stórt herbergi, þar sem börn af öllum deildum koma saman til leikja. Þarna venjast fötluðu börnin þvi að leika sér við heilbrigð börn og öfugt. Fóstrurnar töldu þetta hafa gefist mjög vel. Fötluðu börnin þurfi á þvi aðhalda að umgang- ast heilbrigð börn. Þau fái af þvi mikla uppörvun, þvi börn um- gangast hvort annað á eðlilegan Það getur verið miklum erfiðleikum bundið að matast, þegar hreyf- ingar likamans vinna gegn manni. Hér er ungur vistmaður Kópa- vogshælis að fá eftirmiðdagshressinguna. Hinni árlegu starfsemi kirkj- unnar i upphafi föstu, er nú stefnt að því að kynna málefni þroskaheftra barna. Hjálpar- stofnun kirkjunnar og æskulýðs- starf þjóðkirkjunnar hafa tekið höndum saman um að efna til sérstakrar æskulýðs- og fórnar- viku I þessu skyni og stendur hún nú yfir. Málefni þroskaheftra barna eru nú mjög i mótun hér á landi, en þau eiga enn langt i land. Ut- an Reykjavikursvæðisins svo-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.