Vísir - 12.03.1976, Page 3
VTSIR Föstudagur 12. marz 1976
3
N
DÆMDUR ÚR LEiK
Hér er púslað af miklum móði. Púsluspilin eru af ýmsum gerðum —og allir geta fundið það sem þeir
ráða mátulega vel við. Ljósm.Loftur
hátt og þar kemst engin vor-
kunnsemi að. Auk þess er heil-
brigðu börnunum ávinningur að
þessari blöndun. Til dæmis
kynnast þau þvi og venjast að
sumir þurfiaðgangameð hækj-
ur og spelkur.
Á deildinni starfar sérmennt-
að fólk að þjálfun barnanna.
Þar er sjúkraþjálfi, þroska-
þjálfi, fóstra og aðstoðarstúlka,
sem undirbýr sig undir iðju-
þjálfunarnám. Halla Hrólfs-
dóttir, forstöðukona deildarinn-
ar sagði, að æskilegast væri að
hafa iðjuþjálfa, en þeir eru bara
ekki á lausu. Hún sagði að
norskur iðjuþjálfi hefði starfað
með börnunum á annað ár og
hefði það borið góðan árangur.
Þegar við litum við i Kjarvalshúsi voru krakkarnir að Ijúka æfingu
með tónlist, Þau reyndu hvert með sinu hljóðfæri að slá taktinn við
lag sem leikið var á segulbandinu.
Vilja gera foreldrum
auðveldara að hafa
börn sin heima
Kenningin um normaliseringu
ger-irráð fyrir að þroskaheftum
séu búin llfsskilyrði, sem séu
eins lik lifsskilyrðum annarra
þjóðfélagsþegna og mögulegt
sé.
Til þess að svo megi verða,
verði að útiloka hin fjölmennu
hæli, sem.nú eru mest notuð.
Einstaklingnum verður annað-
hvort gert kleift að búa heima
eða á mjög litlum stofnunum.
Stofnanir þær sem ætlaðar
eru vangefnum hér á landi hafa
allar marga vistmenn, frá 26
upp i 200. Stærsta hælið og eina
rikisrekna stofnunin fyrir van-
gefið fólk á landinu er Kópa-
vogshæli. Þar er mikill skortur
á sérþjálfuðu starfsfólki, þjálf-
Krakkarnir i Múlaborg nota mikið allskonar hjálpartæki til að æfa
sig. Eitt þeirra er þessi göngugrind og virðist ekki vera neitt mjög
leiðiniegt að æfa sig i henni.
unaraðstöðu og húsrými. Til
dæmis er varla hægt að búast
við göðum árangri þegar einn
sjúkraþjálfi i hálfu starfi á að
komast yfir að sinna tæplega 200
manns.
Foreldrar þroskaheftra barna
hafa bent á það, að ef félagsleg-
ar aðstæður væru fullnægjandi
myndu mun fleiri foreldrar
treysta sér til að hafa börn sin
mun lengur heima.
Það sem á félagslega aðstöðu
skortir fyrst og fremst eru fleiri
dagheimili fyrir þroskaheft
börn, þar sem hverjum ein-
staklingi er sinnt i samræmi við
persónulegar þarfir, litil vist-
heimili, sem geta tekið við börn-
unum um tima, þegar sérstak-
lega stendur á og siðast en ekki
sist greiningar- og ráðgjafar-
stöð.
—SJ
Smáfiskadráp á
Reykjafjarðarál?
„Vantar skipakost til að ganga úr
skugga um það"
— segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar
„Við höfum heyrt um að tog-
ararnir fái oft smáfisk þarna, en
ég veit ekki nánar um það. Það
sýnir vandræðin að viö höfum
ekki skip til að ganga úr skugga
um hvort þarna sé veiddur smá-
fiskur,” sagði Jón Jónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar, þegar Visir ,bar undir
hann þá spurningu hvort mikið
væri um smáfiskadráp á
Reykjafjarðarál.
Helgi Hallvarðsson, skip-
herra, tjáði Visi að er hann hafi
verið á siglingu aðfararnótt
siðastliðins laugardags og hafði
hann komið að 20 togurum að
veiðum á Reykjafjarðarál.
Hann sagði, að skipstjórar
togaranna hefðu verið að tala
saman og sagst hafa þurft að
henda jafnvel helming aflans
vegna þess hve hann hefði verið
smár. Ennfremur hefðu þeir
sagt að eftir þvi sem þeir færu
dýpra þvi smærri yrði fiskurinn
en hann batnaði hins vegar þar
sem grynnra væri.
Ekki hægt að athuga
strax
Jón Jónsson sagði, að ekki
væri hægt að ganga úr skugga
um þetta mál strax. Hafþór
væri nú suður i Miðnessjó við
athuganir , Arni Friðriksson
væri i loðnuleit og Bjarni
Sæmundsson nýkominn til
hafnar og þyrfti ýmislegt að
vinna i honum.
Jón kvað miðin út af Norður-
landi vera uppeldissvæði fyrir
þorskinn. Reykjafj'arðarállinn
væri hins vegar ekki friðað
svæði.
,,Það eru vandræöi að þurfa
að loka svæðinu allt árið eða
hluta úr þvi,” sagði Jón.
„Ætlunin er að hægt sé að loka
fyrirvaralaust. Við höfum ekki
fengið þann skipakost sem til
þess þarf og þar stendur hnif-
urinn i kúnni. Þess má geta, að
frá Fiskveiðilaganefnd hefur
komiðtillaga um þessa skipan.”
Mann um borð
í hvert skip
Jón minnti á að umtal um að
smáfiskadráp á þessum slóðum
hefði komið upp ekki alls fyrir
löngu.Þá hefðu skipstjórar sem
átt hefðu i hlut sagt að einungis
væri um miðlungsfisk að ræða.
Þá benti hann á,að það segði
aðeins hluta sögunnar að mæla
stærð fisksins eftir að búið væri
að landa honuiji þar sem hægt
væri að henda þvi smæsta fyrir
borð á miðunum.
Þvi næst sagði hann:
„Hugmyndin er sú að auka
eftirlitá miðunum. Annað hvort
að fjölga eftirlitsskipum eða
setja eftirlitsmenn um borð i
skipin sem gætu þá gert aðvart.
Fiskveiðilaganefnd hefur lagt
til að hafa eftirlitsskip i
hverjum landsfjórðungi.” — EKH
Sýning Gunnars
vakti othygli
Ljósmyndasýning Gunnars
Hanncssonar i Nikon House i
New York vakti óskipta athygli
og aðdáun. Sýningunni lauk 27.
febrúar siðastliðinn og hafði þá
staðið yfir i þrjá niánuði.
Nikon House er mjög frægur
sýningarsalur og þangað er ein-
ungis boðið frægustu ljósmynd-
urum. Samkvæmt upplýsingum
frá Nikon House var sýning
Gunnars með þeim fjölsóttari
og mikill fjöldi fyrirspurna
barst — bæði varðandi myndir
Gunnars og Jsland.
Meðal gesta á sýningunni
voru Ingi Ingvarsson, sendi-
herra tslands hjá Sameinuðu
þjóðunum, og frú, starfslið
ferðamála, ásamt ljós-
myndurum og fréttamönnum
ljósmyndablaða. —EKG