Vísir


Vísir - 12.03.1976, Qupperneq 7

Vísir - 12.03.1976, Qupperneq 7
7 LEYNIÞJÓNUSTAN LAS ÖLL EINKASÍMSKEYTIN Einn af yfirmönnum banda- riska simafyrirtækisins ITT sagði, að öll simskeyti til og frá útlöndum, sem fóru i gegnum fyrirtækið hafi veriö send leyniþjónustunni til aflestrar. Hefði það verið fastur liður i daglegu starfi fyrirtækisins. Sú deild leyniþjónustunnar bandarisku, sem auðkennd er með stöfunum NSA, tók að hnýsast i simskeyti fyrirtækja og einstaklinga, sem send voru milli Bandarikjanna og annarra landa, árið 1947 og mun hafa haldið þvi áfram allar götur siö- an. Þar til i mai i fyrra. George Knapp, forsetl ITT, bar það fyrir mannrétt- indanefnd fulltrúadeildarinnar i gær, að um 20 ára bil hefði NSA gluggað i öll skimskeyti til og frá nokkrum ákveðnum lönd- um, eins og t.d. Sovétrikjunum. önnur fjarskiptafyrirtæki, sem reka simstöðvar, eins og Global Communic^tions og Western Union International hafa játað það sama fyrir nefndinni. Nefndin hefur ekki enn gert upp við sig, hvort hún birtir nöfn þeirra landa, sem hér er um að ræða. Samtimis þessu var i gær birtur vitnisburðúr Richards Nixons, fyrrum forseta Banda- rikjanna, þar sem hann segist hlynntur þvi, að leyniþjónustan gripi til lögbrota við söfnun upp- lýsinga. Það kom fram i þessum vitnisburði, að Nixon áleit til- ganginn helga meðalið og ólög- legar aðferðir eins og innbrot i hibýli manna eða skrifstofur — eða simahleranir og stuldur á pósti væru löglegar aðgerðir hjá leyniþjónustunni, þar sem hún stæði vörð um öryggi þjóðarinn- ar. Það voru lögfræðingar Nix- ons, sem leyfðu birtingu þessa vitnisburðar forsetans fyrrver- andi. Frank Church, formaður þeirrar þingnefndar, sem fylg- ist með leyniþjónustunni, lýsti þvi yfir á blaðamannafundi i gær, þegar þetta hafði verið gert kunnugt, að þessi túlkun Nixons byggðist á hættulegri lit- ilsvirðingu fyrir stjórnskránni og stjórnsýslu. 1 vitnisburöi Nixons kemur fram, að honum hafi verið kunnugt um, að fyrri stjórnir i Bandarikjunum höfðu lagt blessun sina á þessar starfsað- ferðir leyniþjónustunnar. Nixon viðurkenndu, að hann hefði sjálfur lagt blessun sina yfir að siminn hjá Donald bróður hans yrði hleraður. Nixon áleit innbrot og hleranir löglegar, ef leyni- þjónustan vœri annars vegar Mólúkkarnir lásu Biblíuna eftir morðin Hryðjuverkamenn Mólukka-eyja viö sendiráð Indónesiu I Amster- dam <10. desember), en á myndinni t.v. sést einn glsla þeirra, send- ur út eftir matnum, meðan garparnir þorðu ekki sjálfir að hætta sér i skotfæri. Mólúkkarnir sem hertóku járn- brautarlest i HoIIandi i desember siðastliðnum og drápu þrjá gisla með köidu blóði, hófu að lesa Bibliuna þegar þeir sáu hvaða ódæöisverk þeir höfðu framið. Þessu hélt einn mólúkkanna fram við réttarhöld i Assen i Hol- landi i gær. Hann sagði að eftir þriðja manndrápið hefðu hann og félagar hans heitið þvi að myrða ekki fleiri. Mólúkkarnir sjö sem hertóku lestina i, þeim tilgangi að vekja athygli á vandamálum Mólúkka- eyja, hafa gefið ófagrar lýsingar á manndrápum sinum. Einn þeirra, Elisa Hahurij, sagði að þegar lestarstjórinn hafi séð hvað um var að vera hafi hann læst hurðinni að stjórnklef- anum. Einn úr hópnum skaut þá i gegn um hurðina. Lestarstjórinn særðis mikið. Hahurij sagðist hafa séð fingur hans hreyfast, og vi skotið hann nálægt höfðinu til að hann þyrfti ekki'að kveljast. Hahurij sagðist einnig hafa skotið Leo Bulter sem var gisl i lestinni. Bulter var látinn standa með hendur bundnar fyrir aftan bak i dyrum lestarinnar og siðan skotinn. Annar mólukki sagði við réttarhöldin að sex minútum sið- ar hefði hann gætt að Bulter, og þá hafi hann enn verið á lifi, og veinað af sársauka. Hahurij hefur einnig viður- kennt að hafa skotið gislinn Bert Bierling og dregið hann út á brautarteinana. British Airways og Air France undirbúa bardagann fyrir Concorde British Airways og Air France búa sig nú undir bar- áttu fyrir dómstólum til að fá að lenda Concorde þotum sinum á Kennedy-flugvelli i New York. Rikisstjórn Bandarikjanna hefur heimilað flug Concorde til Kennedy-flugvallar. En löggjafarþing New York hefur sett lög sem banna lendingar flugvéla sem fara yfir ákveðin hávaðamörk. Concorde er ein af þeim. New Jersey riki og New York eiga Kennedy-flugvöll. Búist er við að New Jersey setji svipuð lög á næstunni. Flugfélögin tvö tilkynntu i bréfi til yfirvalda Kenn- edy-flugvallar i gær að þau hygðust hefja flug Concorde i næstu viku til vallarins Flugfélögin sögðu að vegna heimildar rikisstjórnarinnar væri ólöglegt af flugvallaryf- ' irvöldum að banna Concorde notkun Kennedy-flugvallar. Franjieh forseti heldur embœttinu Forseti Líbanon, Sulei- man Franjieh heldur enn embætti sínu þrátt fyrir tilraun hluta hersins til að taka völdin. Franjieh sagði i útvarpsá- varpi i gær, að hann mundi hafna öllum ólöglegum tilraun- um til að koma á nýrri stjórn. Yfirmaður Libanonhers i Beirút, Aziz Al-Ahdab sagði i sjónvarpsávarpi i gær að herlög giltu i borginni. Hann lýsti sjálfan sig sem bráðabirgða- landstjóra hersins, og skoraði á rikisstjórnina að segja af sér innan sólarhrings. Hann sagði að Franjieh forseti ætti að segja af sér, og þingið ætti að kjósa nýjan forseta innan viku. Þegar Al-Ahdab hafði lesið yfirlýsingu sina, fögnuðu byssu- menn i Beirút með þvi að skjóta upp i loftið. En eftir það var allt að mestu leyti með kyrrum kjörum. Al-Ahdab sagði að ekki væri um byltingartilraun að ræða, heldur tilraun til að „leiðrétta” rikisstjórnina. Hann sagðist hafa allflesta hluta hersins með sér. Bardaginn milli Al-Ahdab og Franjieh forseta fór að m^stu fram i útvarpsstöðvum lands- ins, sem eru nokkuð margar. Margar stöðvanna hófu að út- varpa á sömu bylgjulengd og rikisútvarpið i Beirút sem út- varpar á arabisku. Pólverjar vilja ekki tryggja mannakaupin Horfur eru á þvi, að Bundesrat (efri deild þingsins i Bonn) felli hinn umdeilda samning Bonn- stjórnarinnar við Pólland um kaup og sölu á pólitiskum föng- um. Samningurinn felur i sér, að V- Þjóðverjar veiti Pólverjum 1,000 milljón marka lán á hagstæðum kjörum og greiði þeim ennfremur 1,300 milljón mörk i einskonar lokauppgjör á striðsskaðabótum. t 1 staðinn átti pólska stjórnin að leyfa 125,000 þýskættuðum pól- verjum að flytj^ i friði úr landi á næstu fjórum árum. Stjórnarandstaða hefur krafist tryggingar af hálfu pólverja fyrjr þvi, að þeir standi við sinn hluta samningsins, en það vilja pól- verjar ekki. Ósannað að cyclamat vaUi krabbameini Visindamönnum hefur ekki tekist að ákveða hvort cyclamat (notaö til að gera sætt i staö sykurs) geti valdið krabbameini i mönnum — samkvæmt því sem kemur fram i skýrslu e.ftir sjö mánaöa rannsókn- ir i Washington. t skýrslu sex visindamanna krabbameinsstofnunarinnar segir: „Sú vitneskja, sem nú liggur fyrir, sannar ekki að cyclamat sé krabbameinsvaldandi.” Cyclamat, sem mikið var notaö i gosdrykki, var afturkallað ai markaðnum 1969, eftir aö tilraunir á rannsóknastofum gáfu til kynna, að það y lli krabbameini i skepnum. Grófu flóttagöng með matskeiðum Fimm fangar sluppu úr fangelsi i Rio de Janeiro i gær með þvi aö grafa sig út úr fangaklefanum. Notuðu þeir matskeiðar við gröft- inn, og voru fjórar stundir að grafa sig undir steinvegginn. Afhroð verkamanna- fíokksins Kosið var i tveim kjördæmum i Bretlandi i gær, Carshalton (i út- jaðri London) og Wirral (nyrst á V- Englandi). thaldsflokkurinn hélt þingsætum sinum þarna áfram, en jók nú meirihluta sinn frá þvi sem áður var. Fékk stjórnarandstæðingurinn i Carshalton að þessu sinni 9.732 at- kvæöum fleira en frambjóðandi verkamannaflokksins, meðan hann hafði 3,698 atkvæðameirihluta i kosningunum 1974. I Wirral fékk frambjóöandi lhaldsflokksins 24.112 atkvæðum meira en frambjóðandi verka- mannaflokksins, en munurinn i kosningunum 1974 var aðeins 13.488 atkvæði. Samt var kjörsókn minni að þessu sinni. Hún var aðeins 60,6% i Carshalton og 55,6% i Wirral. Stúdentaóeirðir Hermenn fóru eftirlitsferðir um stræti Bogota i gærkvöldi eftir að lögreglusveitir höfðu með táragasi stöðvað 5.000 stúdenta og drepið mótmælagöngu á dreif. — Stúdent- arnir voru að mótmæla drápi stúdents i Medellin, annarri stærstu borg Kólombia. Stúdentar i óeirðahug i Medellin höfðu ætiað að kveikja i bifreið vegfaranda, en ekillinn brá upp byssu og skaut einn brennumanna til bana. Ghúrkahermenn Sovétríkjanna Daniel Patrick Moynihan, sá orð- hvati sendiherra Bandarikja- manna hjá Sameinuðu þjóðunum (uns hann var látinn hætta), sagði i| viðtali við BBC i gær, aö kúbanskirR herflokkar væru i Golan-hæðum | Sýrlandsmegin. Kallaði hann Kúbu-dátana| „Gúrkaherménn” sovéska heims-H veldisins, og rifjast upp fyriro mönnum hin annálaða grimnuig Gúrkafjallamannanna, sem dugðuj* bretum svo vel i frumskógahernaði | Asiu i siðari heimsstyrjöldinni Moynihan segir aö Kúbu-her | flokkar séu nú I fimm löndum \ ■ $ Afriku. „Þeir eru reiðubúnir að far;- v hvert sem er að myrða fólk. e: f þeim er skipað svo,” sagði Móyni-| han.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.