Vísir - 12.03.1976, Page 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Páisson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Aurglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur
Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Gamalt vín ó
nýjum belgjum
Engum vafa er undirorpið að seinvirkni
dómstólakerfisins hefur verið ein helsta brotalöm
réttargæslunnar i þjóðfélaginu. Umbætur á þessu
sviði eru þvj mjög brýnar.
Það hefur ekki veri búið nægjanlega vel að
dómstólunum. Léleg launakjör og pólitiskar emb-
ættisveitingar hafa þar að auki fælt velhæfa lög-
fræðinga frá störfum á þessu sviði.
Dómsmálaráðherra skipaði nefnd siðari hluta
árs 1972 til þess að endurskoða dómstólakerfið á
héraðsdómstigi og gera tillögur um fljótvirkari
meðferð dómsmála. Nefnd þessi hefur nú skilað
fyrstu tillögum sinum i formi þriggja lagafrum-
varpa, sem dómsmálaráðherra hefur lagt óbreytt
fyrir Alþingi.
Meginefni þessara frumvarpa er stofnun emb-
ættis rannsóknarlögreglustjóra rikisins. Hér er
ótvirætt um að ræða markverða nýbreytni, sem
lengi hefur verið þörf á. Þessi nýi háttur við rann-
sókn opinberra mála mun án vafa auka skilvirkni i
opinberu réttarfari.
Ef þessi breyting kemst til framkvæmda verður
rannsókn opinberra mála ekki lengur bundin fjötr-
um hinnar gömlu og að mörgu leyti úreltu um-
dæmaskipunar. Þetta auðveldar mjög rannsóknir,
sem ná til margra lögsagnarumdæma. Einnig horf-
ir það til framfara að úrskurðir vegna rannsóknar
mála verða kveðnir upp af dómurum, sem standa
utan við sjálfa rannsóknina.
Á fundi Lögfræðingafélagsins i þessari viku settu
niu lögfræðingar fram það álit sitt, að rannsóknar-
lögreglustjóri rikisins ætti ekki að lúta yfirstjórn
dómsmálaráðherra eins og frumvarp nefndarinnar
gerir ráð fyrir. Þeir telja eðlilegt að dómsmálaráð-
herra hafi einvörðungu almennt eftirlit með rann-
sóknarlögreglunni og geti i þvi skyni krafið yfir-
menn hennar skýrslna um einstök mál.
Með þessu móti yrði rannsóknarlögreglan sjálf-
stæðari og óháðari framkvæmdavaldinu. Engin
hætta er á að þessi lögreglustofnun yrði of valda-
mikil, þótt að þessu ráði yrði horfið, enda kemur
hún til með að hafa nægjanlegt aðhald frá rikissak-
sóknara og dómstólum.
Umræðum um þetta atriði má að sjálfsögðu ekki
blanda saman við þá erfiðleika, sem núverandi
dómsmálaráðherra hefur átt við að striða undan-
farnar vikur. Ákvörðun hér að lútandi á vitaskuld
að taka án tillits til einstaklinga, enda koma dóms-
málaráðherrar og fara.
Þá hefur verið upplýst að von sé á frumvörpum
frá nefndinni um stofnun millidómstigs i héraði.
Hugmyndin er sú að sérstakir lögréttudómar i
Reykjavik og á Akureyri taki við verulegum hluta
þeirra mála, sem nú eru i höndum héraðsdómara.
Þó að dómstigin yrðu þannig þrjú myndu mál eftir
sem áður aðeins geta farið fyrir tvö stig i dóms-
stólakerfinu.
Þessir nýju dómstólar geta ugglaust létt verulegu
fargi af núverandi héraðsdómum. En þar að auki
horfir það til framfara, að hin gamla umdæmaskip-
an er rofin. Allar eiga þessar umbætur að geta leitt
til skjótvirkari meðferðar dómsmála.
Þær hugmyndir, sem liggja að baki þessum
tillögum eru fæstar nýjar af nálinni. Flestar hafa
verið ræddar árum og jafnvel áratugum saman. Nú
liggur hinsvegar mikið við að koma þeim fram. Á
þvi má ekki verða óeðlilegur dráttur.
Föstudagur 12. marz 1976
vism
Umsjón:
Guömundur Pétursson
E nn hefur Golda Meir komið út
úr helga steininum, sem hún var
setst i, til þess að taka þátt i
stefnumótun stjórnarflokks ísra-
els.
Forsætisráðherrann fyrrver-
andi, sem nú er orðin sjötiu og sjö
ára, en jafn spræk og meinhæðin
og nokkum tima áður, hefur ját-
ast á að taka sæti i einskonar
nýrri útgáfu af „eldhússtjórn-
inni” hennar gömlu.
A fundi, sem leiðtogar verka-
mannaflokksins i tsrael áttu á
heimili hennar um si'ðustu helgi,
var ákveðið, að þessi hópur kæmi
saman á föstudegi hverrar viku
eða tveim dögum fyrir hinn viku-
lega rikisstjórnarfund. — A þess-
um fundum verða einnig ráðherr-
ar og fulltrúar Gyðingaráðsins og
Histadrut (eins og verkalýðssam-
tökin heita).
A þessum vikulegu fundum
skulu lögð drögin að stefnu isra-
elsstjórnar, meðan verkamanna-
flokkurinn fer með völd.
t eldhúsinu hjá Goldu Meir, en þarna eru það systurnar Golda og
Klara sem ráðgast um eldamennskuna.
Það hafa orðið miklar breyt-
ingar á hugarfari manna i ísrael
gagnvart palestinuvandamálinu
á þeim tveim árum, sem Iiðin eru
siðan Golda var i embætti. Aður
léði enginn þvi eyra, að slaka til
undan kröfum araba eða skila
aftur landsvæði, sem unnist hafði
i arabastriðunum. Nú ber nokkuð
á röddum, sem telja, að ósveigj-
anleiki fyrri ráðamanna viðkom-
andi hernumdu svæðunum hafi
skaða ísrael.
Friðardúfur á borð við Allon og
forvera hans Eban boða það, að
tsrael opni hug sinn fyrir nýjum
ráðum til að öðlast frið i Austur-
löndum nær. — Eban segir, að
tsrael ætti að búa sig undir að
slaka stórkostlega til i skiptum
fyrir friðarsáttmála. Allon elur
enn á hugmynd um að skila aftur
öllum vesturbakka árinnar
Jórdan, auðvitað gegn friðar-
samningum.
Yitzhak Rabin, núverandi for-
sætisráðherra, hefur þarna
brugðist við þeirri gagnrýni, sem
hann hefur legið undir upp á sið-
kastið. Hefur á undanförnum
mánuðum komi fram megn óá-
nægja með, hversu ákafur hann
væri og sæist litið fyrir, og hversu
óráðþægur hann væri og ótalhlýð-
inn I samskiptum við aðra leið-
toga flokksins.
En með þessum vikulegu ó-
formlegu fundum verður naum-
ast undan þvi kvartað, að flokks-
forkólfarnir náiekki eyra Rabins.
Vera Goldu Meir á þessum
fundum mun án nokkurs vafa
auka stjórnmálalegt mikilvægi
þessarar „eldhúsnefndar”. —
Golda, sem hefur litið sem ekkert
haft sig i frammi, siðan hún fór úr
forsætisráðherrastólnum, mun nú
á nýjan leik taka sæti i 40 manna
framkvæmdaráði flokksins.
Þessi mótleikur Rabins við
gagnrýninni að undanförnu er þó
ekki án þess að veikja ögn hjá
honum taflstöðuna um leið. And-
stæðingar hans hafa verið fljótir
að túlka þetta á þann veg, að þeg-
ar erfiðar ákvarðanir séu fram-
undan hjá ísrael, og fyrir alvöru
taki að reyna á leiðtoga þjóðar-
innar, hlaupi hann til og skýli sér
á bak við pilsin hennar Goldu.
Það hefur nokkuð gustað um
Rabin í forsætisráöherrastólnum
siðasta hálfa árið. Menn hafa sett
út á hans persónulega handbragð
við stjórn landsins, gagnrýni hans
á varnarkerfiðog fjölmiðla i tsra-
el hefur verið tekið óstinnt uppi,
og loks eru friðardúfurnar i
stjórninni með honum ekki á-
nægðar með, hversu ósveigjan-
legur hann hefur verið i samn-
ingatilraunum við palestinuar-
aba.
A fyrsta fundi „eldhússtjórnar-
innar” heima hjá Goldu vantaði
einn, sem tvimælalaust hlýtur að
sitja þessa fundi i framtiðinni.
Það var Yigal Allon, utanrikis-
ráðherra, sem var á ferðalagi um
Golda aftur i dægurþrasi stjórnmálanna. Hér sést hún á fundi með
Allon, Eban, Galili og fleirum.
Eldhúsfundirnir
hjá Goldu Meir
helgina i Suður-Ameriku. Allon er
mestur áhrifamaður úr hópi frið-
ardúfnanna.
En þarna voru á eldhúsfundin-
um Shimon Peres varnarmála-
ráðherra, Haim Zadok dóms-
málaráðherra og Yisrael Galili,
sem er ráðherra án ráðuneytis.
Á eldhússtjórnarfundum Goldu
i gamla daga sátu ekki'aðrir en
ráðherrarnir. En nú er ætlunin,
að kveðja til skrafs og ráðgerða
áhrifamenn utan rikssstjórnar-
innar. Þeirra á meðal verður
Yosef Almogi, borgarstjóri i
Kaifa, sem nýlega var kjörinn
formaður Gyðingaráðsins. Annar
verður Yeruham Meshel, fram-
kvæmdastjóri ASI þeirra i ísrael.
Enn einn verður Meir Zarmi,
framkvæmdastjóri verkamanna-
flokksins, sem hefur hætt við að
segja af sér, einmitt eftir að eld-
húsnefndin var sett á laggirnar.
— Zarmi hafi lagt fram afsögn
sina og kvartað undan flokka-
dráttum innan flokksins og skorti
á samvinnu milli stjórnarinnar og
laun þega sam taka nna.
Einnig mun hafa komið til tals,
að Moshe Dayan, fyrrum varnar-
málaráðherra,hetjanúrsex daga
striðinu, sem féll i ónáð, þegar
israelsher undir hans stjórn lét
innrás egypta 1973 koma sér að
óvörum. Eins kynni Abba Eban,
fyrrum utanrikisráðherra, að
verða kvaddur til.
Siðan Golda Meir hætti þing-
störfum (fyrir tveim árum i kjöl-
far Yom Kippur-striðins) hefur
hún verið önnum kafin við að
skrifa sjálfsævisögu sina. Það
hefur verið gestkvæmt hjá þess-
ari konu, sem á sinnm langa
starfsaldri hefur aflað Sér miils
vina- og kunningjahóps. Hún hef-
ur ekki með öllu skorast undan
þvi að þjóna landi sinu, heldur af
og til tekist á hendur þýðingar-
miklar ferðir fýrir stjórnina til
viðræðna viðerlenda leiðtoga. En
það hafði verið flestra hald, að
húnmundi siður vilja blanda sér í
dægurþras stjórnmálanna að
nýju.
Eftir þvi sem kvisast hefur út
af eldhúsfundinum heima hjá
henni um helgina, sýndi gamla
konan, að hún er bráðskýr og
skarpskyggn sem fyrr og lagði
margt til mála.
Golda Meir nýtur enn mikilla
vinsælda og álits heima fyrir
og erlendis. Auðvitað gerir Rabin
sér ljóst að stjórn hans yrði styrk-
ur að þvi, ef samningur i Israel
sæi, að Golda Meir starfaði með
henni.
Hitt á svo eftir að koma i ljós,
hversu mikil áhrif Golda mun
hafa á þankagang ráðherranna
nýju. Það orð fór af Goldu sjálfri,
þegar hún sat i forsæti, að hún
væri harþur samningamaður og
afar tortrygginn gagnvart öllum
tilslökunum við arabanágranna
Israels.