Vísir - 12.03.1976, Page 9

Vísir - 12.03.1976, Page 9
vism Föstudagur 12. marz 1976 9 Náttbólið: Höfundur: Maxim Gorki Leikstjóri: Viktor Strizhov Leikmynd og búningar: Fiavid Borovski Þýðandi: Halidór Stefánsson. Þjóðleikhúsið hefur fengið til liðs við sig tvo rússneska leik- húsmenn. Hefur leikhúsið vissu- lega fengið góða heimsókn, um það ber sýningin á leikriti Gorkis, Náttbólinu, glöggt vitni. Hinn rússneski leikstjóri Striz- hov hefur mjög gott vald á verk- inu og sýningin ber þess merki, að það er einn sem stjórnar. Leikstjórinn hefur látið sér annt um alla leikara svo að engin atriði verða sjáanlega útundan. Leikmyndin er á sama hátt mjög vel gerð, svo einföld sem hún er. " y Haraldur Blöndal skrifar: gestir vinna gott verk Sýning bjóðleikhússins er góð sýning á góðu leikriti. Leikritið á að lýsa högum lánleysingja i Moskvu um aldamótin, fólki sem á sér ekki aðra framtið en daginn i dag, i einstaka tilfelli morgundaginn. Saman við þetta fólk eru þó manneskjur, sem ör- lögin hafa sett i þetta voðalega hús, manneskjur sem óska ein- læglega eftir betri tið og trúa að hún komi. Leikritið gefur þó enga visbendingu um slik um- skipti i næstu framtið. Maxim Gorki var marxisti, ef til vill sá fyrsti i rússneskum bókmenntum. Hann vann sér mikla hylli fyrir smásögur sinar og þar er hann talinn ná lengst i list sinni. Sér i lagi þóttu eftir- tektarverðar sögur hans af flökkurum og öðru sliku fólki. Náttbólið er um þannig fólk. Náttbólið er ekki venjulegt leik- rit. Þar er nánast engin aðal- persóna, skáldið lýsir aðstæðum i leiguhjalli án þess að leggja nokkuð til, helst að hann lætur flakkarann Lúkas leysa vanda- málin með þekktum skirskotun- um til dyggðugs mannlifs og þess, að veröld þessa heims sé ekki eftirsóknarverð. Er rétt hér að taka fram, að Lenin sem um skeið var vinur Gorkis, taldi hann haldinn trúarvingli á þess- um árum, jafnvel i hættu af þeim sökum. Maxim Gorki vildi ekki búa i Rússlandi eftir bolsévikabylt- inguna. Hann fluttist úr landi eftir 1920 og kom ekki til Rúss- lands til langdvalar fyrr en eftir 1932. Solsenytsyn ásakar Gorki um að hafa réttlætt þrælabúðir sovétstjórnarinnar með lof- gerðarbók um gröft skipa- skurðarins um Kirjálaeiði og hann segir einnig frá þvi i Gúlageyjaklasanum, að Gorki hafi heimsótt fangabúðir. Þá hitti hann i einu fangelsinu pilt um fermingu, sem bað Gorki ásjár þrátt fyrir hótanir fanga- varða um að hann hefði verra af, ef hann segði eitthvað til hnjóðs tukthúsum Stalins. Gorki lofaði grátandi að gera eitthvað i málinu. Svo mjög fékk saga piltsins á hann. Af þvi varð þó ekki, pilturinn hvarf skömmu eftir þetta sam- tal, en Gorki gaf út yfirlýsingu um góðan aðbúnað fanga i Sovétrikjunum. Maxim Gorki var myrtur 1936 af sovétstjórninni. Þess er ekki getið i leikskrá. Eins og að framan segir hefur leikstjórn tekist mjög vel. Það er þess vegna erfitt að taka ein- staka leikara fram yfir aðra. Ég vil þó sérstaklega nefna til góðan leik Gisla Alfreðssonar, þess lánlausa lásasmiðs. Ró- berts Arnfinnssonar, hattarans kærulausa, Bessa Bjarnasonar, leikarans og Hákonar Waage, þjófsins. Allir þessir leikarar túlkuðu sin hlutverk með prýði og eftirminnilega. Það sama er að segja um Kristbjörgu Kjeld, sem túlkaði vel ofsa fryllunnar og afbrýðisemi. Gisli Halldórsson leikur gestaleik i Þjóðleikhúsinu þetta sinn. Hann var fenginn til þess að koma i stað Vals Gislasonar vegna veikinda hans. Gisli fékk þvi nauman tima til stefnu. Þess -verður þó ekki vart i túlkun hans á Lúkasi. Vissulega er Þjóðleikhúsinu gleðiefni að Gisli Halldórsson skuli leika þar. Eg fæ þó ekki fellt mig við, að at- vika að leik hans skuli að engu getið, heldur látið lita út fyrir að aldrei hafi staðið annað til. Það er óþarfa fals og heldur ómerki- legt. Það segja mér fróðir menn. að leikarar i Náttbólinu telji sig heldur en ekki hafa komist i feitt, að fá notið leiðsagnar svo ágætra leikhúsmanna sem hinna sovésku gesta. Menn hljóta að taka undir þessi orð. HÚSAKYNNI EYFIRÐ- INGA UM ALDAMÓTIN Jónas Rafnar: BÆJALÝSING- AR OG TEIKNINGAR GR EYJAFIRÐI FRAM. Valdimar Gunnarsson bjó til prentunar. Útg. Sögufélag Eyfirðinga (Eyfirzk fræði III). A árunum 1937-59 vann Jónas Rafnar yfirlæknir að merkilegri rannsókn á siðustu kynslóð torf- bæja i Eyjafirði, nánar tiltekið á 140 bæjum i Hrafnagils-, Saur- bæjar og öngulsstaðahreppi. Torfbæirnir voru þá flestir horfnir eða mjög breyttir, en Jónas kannaði úttektarbækur hreppanna og hefur verið frd- bærlega ötull að hafa uppi á heimildarmönnum sem mundu gömlu bæina eins og þeir voru um aldamót og jafnvel fyrr. 1 BÆJALÝSINGUM OG TEIKNINGUM eru birtir grunnuppdrættir Jónasar af öll- um þessum bæjum eins og þeir voru um aldamótin (á svolitið mismunandi timum, alit frá 1882 til 1920) með nöfnum og grunnmálum allra bæjarhúsa. Þar með fylgja, eftir þvi sem heimildir hrökkva til, lýsingar á gerð einstakra bæjarhúsa, eink- um um fjölda og gerð máttar- viða, en einnig um þil, gler- glugga og fleira. Allt eru þetta stuttaralegar upptalningar og fullar af heitum sem fólki eru ekki lengur töm. Orðskýringar að bókarlokum koma þvi að góðum notum, en væru þó mun aðgengilegri ef skýringarmynd- ir fylgdu. Höfundur lýsir vinnubrögðum sinum isuttum eftirmála, en út- gefandi i formála. Annað efni er ekki i bókinni. Þar er enginn samfelldur textii engin úrvinnsla þeirra miklu upplýsinga sem saman eru dregnar. Þótt heiti bókarinnar og kápumyndir kunni að vekja lesanda vonir um útlitsmyndir af bæjum, eru þær engar til staðar, aðeins uppdrættir. öll Utgerð bókarinnar er hin vandaðasta, gljáandi mynda- pappír frá upphafi til enda og annað eftir þvi. Lýsir slik útgáfa svo sérhæfðs rits allmiklum stórhug Sögufélags Eyfirðinga. Á sínu þrönga sviði er bók þessi vandlega unnin og gerir aðgengilegan mikinn og merki- legan fróðleik um islenzka byggingarsögu, sérstaklega hvað varðar húsaskipan. Fyrir hvem þann sem endist áhugi til að gaumgæfa uppdrættina, bera þá samán og draga af þeim ályktanir á eigin spýtur, er BÆJALÝSINGAR OG TEIKN- INGAR hin íróðlegasta bók. .-j

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.