Vísir - 12.03.1976, Qupperneq 11
VISIR Föstudagur 12. marz 1976
(
y
Hótel Saga. Föstudagur. Lokað í
báðum danssölum en Grillið og
Mimisbar opinn.
Laugardagur. Hljómsv. Ragnars
Bjarnasonar og Þuriður
skemmta.
sunnudagur. Útsýnarkvöld.
Italiukynning.
Hótel Borg. Hljómsveit Árna Is-
leifs og Linda Walker skemmta.
Klúbburinn. Föstudagur. Kaktus
og hljómsveit Guðmundar Sigur-
jónssonar.
Laugardagur. Laufið og Dögg
skemmta.
Sunnudagur. Galdramenn og
Kabarett leika.
Tjarnabúð. Mexico leikur á
laugardag.
Lindarbær. Gömlu dansarnir á
laugardagskvöld. Hijómsv. Rúts
Kr. Hannessonar og Jakob Jóns-
son.
Tónabær. Paradis leikur á föstu-
dagskvöld. Lokað laugardag.
Sigtún. Pónik og Einar skemmta
föstudags- og laugardagskvöld.
Drekar leika fyrir gömlu dönsun-
um sunnudagskvöld.
Glæsibær.Ásar leika um helgina.
Leikhúskjallarinn. Skuggar
skemmta um helgina.
Skiphóll. Hljómsv. Birgis Gunn-
laugssonar skemmtir um helgina.
Rööull. Stuðlatrió leikur föstu-
dag. Alfa Beta leikur á sunnudag.
óðal. Diskótek.
Sesar. Diskótek.
Stapi. Laufið leikur föstudags-
kvöld.
Ungó, keflavik. Dinamit
skemmtir á föstudag.
Hvoll Paradis leikur laugardags-
kvöld.
Festi, Grindavik Kabarett og lce-
l'ield leika laugardagskvöld.
„Pétur og
Rúna"sýnt
í Stykkis-
hólmi
Leikfélagið Grímnir frum-
sýnir á laugardaginn verð-
launaleikritið Pétur og Rúna
eftir Birgi Sigurðsson i sam-
komuhúsinu í Stykkishólmi.
Leikstjóri er Arnhildur
Jónsdóttir en leikarar eru alls
8.
Mikil gróska er I leiklistar-
lifinu og var haldið leiklistar-
námskeið i haust, þar sem
færri komust að en vildu. Hjá
Grimni er barnaleikritið Hási
drekinn eftir Benny Anderson
einnig i æfingu og eru sýning-
ar fyrirhugaðar á næstunni.
Frumsýning er á laugardag
kl. 9og tvær sýningar á sunnu-
agkl. 5 og 9. Siðar er fyrirhug-
að að fara i leikferðir um
nágrannabyggðarlögin.
Leik-
félag
Hafnar-
fjarðar
hefur
aftur
tekið
barna-
leikritið
Ilalló
krakkar
til sýn-
ingar
eftir
nokkurt hlé. Verður leikritið
sýnt i Bæjarbiói og skólum
borgarinnar, auk þess sem
farið verður i leikferðir út á
land eftir þvi sem fjárhagur
leyfir. Næsta sýning verður á
laugardag i Arbæjarskóla kl.
3.
....Og konurnar tóku völdin dulbúnar sem karlmenn.
,Rauð$okkur' fyrrí alda
i kvöld gefst tækifæri til að bregða sér aftur i
aldir, allt til blómaskeiðs Aþenu og fylgjast með
þjóðmálum þeirra tima. Leikiistarfélag Mennta-
skóians við Hamrahlið sýnir leikritið Þingkonurn-
ar eftir þekktasta gamanleikjahöfund grikkja,
Aristofanes, sem hóf höfundarferil sinn árið 427 f.
Kr.
Alls eru 28 hlutverk i leiknum, þar af 22 kvenna-
hlutverk. Leikstjóri er Stefán Baldursson en
leikritið er i islenskri gerð Kristjáns Árnasonar.
Annað leikrit Aristofanesar var sýnt hér ekki alls
fyrir löngu og þá einnig i þýðingu Kristjáns.
Sýningin i kvöld hefst kl. 8.30 i sal Menntaskól-
ans við Hamrahlið og verður önnur sýning um
helgina á sunnudagskvöld.
Það er ekki á hverjum degi
sem frumsýnt er leikrit eftir is-
lenska höfunda.
Ungmennafélagið Skalla-
grimur í Borgarnesi frumsýndi
siðastliðinn iaugardag nýtt is-
ienskt leikrit sem nefnist Svein-
björg Hallsdóttir eftir ungan
borgnesing Trausta Jónsson og
er það frumraun hans á sviði
leikritunar. Leikstjóri er
Theodór Þórðarson sem I fyrsta
sinn stjórnar leikriti. Leikendur
eru 12.
Leikritið er fært upp i tilefni
þess að liðin eru 60 ár siðan að
Ungmennafélagið Skallagrimur
var stofnað.
Búið er að sýna leikritið fjór-
um sinnum i Borgarnesi við
húsfylli og góðar undirtektir
áhorfenda. Fyrirhugað er að
fara leikför með verkið. Til
Búðardals á föstudag, i Röst á
Hellissandi laugardagskvöld,
Lýsuhól Staðarsveit á sunnu-
dagskvöld og siðan er ætlunin að
sýna leikritið að nýju i Borgar-
nesi.
— EKG.
Borgnesingar sýna
íslenskt leikrit
Ballhúsiii
Umsjón: Þrúöur
G. Haraldsdóttir.
r
SNILLDARLEIKUR I
SÉRSTÆÐU VERKI
Steinþór Gunnars-
son sýnir í Keflavík
LEIK-
HÚSIN
Þjóðleikhúsið.
Föstudagur. Barnaleikritið
Karlinn á þakinu sýnt kl. 3.
Náttbólið kl. 8.
Laugardagur. Karlinn á þak-
inu sýnt kl. 3 og Carmen kl. 8.
Sunnudagur. Karlinn á þakinu
sýnt kl. 3. Góðborgarar ' og
gálgafuglar, gestaleikur Ebbe
Rode kl. 8.
Litla sviðið.lnúk sýning kl. 3 á
sunnudag.
Iðnó
Föstudagur. Frumsýning á
Villiöndinni eftir Henrik
Ibsen, kl. 8.30.
Laugardagur. Skjaldhamrar
eftir Jónas Árnason kl. 8.30.
Sunnudagur. Villiöndin, önnur
sýning kl. 8.30.
Leikfélag Hafnarfjarðar
Barnaleikritið Halló krakkar.
Sýningar eru nú hafnar að
nýju og verður næsta sýning á
laugardag i Árbæjarskóla kl.
3.
Leikfélag Akureyrar
Barnaleikritið Rauðhetta
verður sýnt á laugardag og
sunnudag kl. 2.
f rumsýnt ó Akranesi
Á morgun frumsýnir Skaga- Þorsteinn Ragnarsson. Tvær
ieikflokkurinn leikritiö Gisl eftir sýningar verða um helgina i
Brenden Beham. Leikstjóri er Bióhöllinni. Frumsýning kl. 9
Herdis Þorvaldsdóttir en með annað kvöld og 2. sýning á
aðalhlutverkin fara þau Halldór sunnudagskvöld á sama tima.
Karlsson, Þórey Jónsdóttir og
Ebbe Rode sýnir í Þjóðleikhúsinu
Danski leikarinn Ebbe Rode
hefur hlotið mjög lofsamlega
dóma gagnrýnenda fyrir leikrit-
ið Góöborgarar og gáigafuglar
sem hann sýnir i boði Þjóðieik-
hússins á sunnudagskvöidið.
i Ekstrabiaðinu segir m.a.:
„Ebbe Rode aleinn á sviðinu i
rúmlega tvær klukkustundir,
það var annað og meira en
iþróttaafrde, annað og meira en
one-man-show — þetta var
ósvikin list, gulls igildi, hressi-
leg og hrifandi.”
Bent Mohn segir i Politiken:
„Snilldarleikur i sérstæðu
veiki. Hann var sérkennilegur.
Og snilldarlegur. Þessi dagur,
sem við fengum að upplifa með
John Aubrey....”
Að lokum segir Erik Hvidt
m.a. i Kristiligt Dagblad:
„Hlutverkið var eins og sniðið
fyrir hæfileika hans. Túlkunin
var snilldarleg.”
Góðborgarar og gálgafuglar
eftir Patrick Garland er byggt á
endurminningabók enska fræði-
mannsins og furðufuglsins
Johns Aubrey, Brief Lives, en
hann var uppi i Lundúnum á 17.
öld.
Leikritið lýsir siðasta degi i
lífi Aubreys, daglegu amstri
hans og upprifjunum, þar sem
margar sögufrægar persónur
blandast i leikinn. Þar má nefna
Henrik 8., Elisabetu 1., Crom-
well, Shakespeare, Ben Johnson
og Sir Thomas More.
Sýningar Ebbe Rode verða
tvær. Sú fyrri á sunnudagskvöld
og hin seinni á mánudagskvöld.