Vísir - 12.03.1976, Side 14
löggœsluskip er
árós á ísland
Jón Arngrimsson skrifar:
Svo virðist að ráðamönnum
okkar komi nú fátt i hug annað
en það, sem öllum er kunnugt
um áöur, i sambandi við varnir
okkar i fiskveiðilandhelgi okk-
ar.
Ég vil benda á, að sérhvert
skip, sem siglir undir islenskum
fána, er islenskt yfirráðasvæði.
Arás á slikt skip jafngildir árás
á Island. Þetta eru um leið al-
þjóðalög og hefð. Enn strangar
er tekið á þessu sé um að ræða
löggæsluskip, samanber strið
Bandarikjanna og Kúbu vegna
sprengingar i bandarisku her-
skipi i kúbanskri höfn.
Sendum striðsskaðabótareikn-
ing til breta.
Allt fjas um, að NATO-rikin
viðurkenni ekki 200 milna fisk-
veiðilögsögu, kemur þessu máli
ekkert við. Ég get fallist á rök-
semdir ráðamanna fyrir þvi að
blanda ekki varnarliðinu inn i
gæslu landhelginnar. En árás á
islenskt löggæsluskip af her-
skipum breta er vopnuð árás á
Island. Þá ber þegar I stað að
kalla til varnarliðið, sem typtar
til árásaraðilann og sér til þess,
að slikt endurtaki sig ekki.
Einnig ber að kalla til Norður-
Atlantshafsflota NATO, sem i
eru herskip breta, og láta þann
flota gæta þess, að ekki verði
um að ræða árásir á miðunum.
Að þorskastriðinu loknu ber að
senda striðsskaðabótareikning
til breta og ekki semja við þá
fyrr en sá reikningur er greidd-
ur að fullu.
Þvi hefur verið haldið fram,
að NATO geti ekki blandað sér i
þetta strið, vegna þess að engin
ákvæði séu um það i sáttmála
rikjanna, hvað gera skuli ef þau
striða innbyrðis. Þetta eru vis-
vitandi blekkingar. 1 enska text-
anum segir: „Attack upon one
state, shall be considered attack
upon all”. Þetta verður i is-
lenskri þýðingu: Arás á eitt riki
verður skoðað sem árás á þau
öll. Hvergi er getið um undan-
tekningar. Aras breta á islenskt
skip er árás á ísland.
Ef öll rikin, að bretum með-
töldum, snúast ekki Islandi til
varnar við slik skilyrði, þá höf-
um við ekkert i NATO að gera — t,
þá er það fullreynt.
Bretar eiga engan hefðbundinn
rétt.
Um varnarliðið gilda sér-
samningar, sem eingöngu eru
við Bandarikin. Ef við viljum
ekki hafa eilifa hersetu I land-
inu, er kominn timi til að athuga
það mál nú. Það er óþolandi, að
bandariskt herlið dvelji hér ein-
göngu til þess að vernda sina
eigin „Dew line” án þess að á
móti komi neinar varnir okkur
til handa, né nein greiðsla af
þeirra hendi. Ef rétt er skoðað, .
skulda þeir okkur landleigu,
sem nægja myndi til að greiða
allar okkar erlendu skuldbind-
ingar, skuldir, sem eru orðnar
svo hrikalegar, að við höfum
engan rétt til að skella þeim á
næstu kynslóðir.
Sé grannt skoðað eiga bretar
engan hefðbundinn rétt til fisk-
veiða hér við land, þvi þangað
til fyrir fáum árum skörkuðu
þeir upp i landsteinum.
SKIÐABREKKUR VIÐAR
EN í BLÁFJÖLLUM
Steini hafði samband við blaðið:
Vegna fréttar i VIsi um dag-
inn langar mig til að vekja at-
hygli á þvi að til er viðar skiða-
svæði i nágrenni Reykjavikur
en á Bláfjallasvæðinu. 1 þessari
frétt var sagt frá þvi, að allt
heföi fyllst á Bláfjallasvæðinu
strax á hádegi um síðustu helgi.
Hafi lögreglan verið staðsett á
leiðina upp eftir til að visa fólki
frá.
Skammt frá Bláfjallasvæð-
inu, norðan þjóðvegarins, eiga
tR og Vikingur sina aðstöðu.
Þar á hvort félag sinn skála og
skíðabrekkur eru þar góöar,
ekki siðri en á Bláfjallasvæðinu.
Það sem meira er, að þar er
skjólbetra og engin vandræöi
með bilastæði. Svæði þetta er
opið almenningi.
Unnið hefur verið að viðgerð-
um á IR-skálanum, sem nú er
kominn i nothæft ástand, og þar
er ein lyfta, sem engin biðröð er
i. Vikingar vigðu sinn skála fyr-
ir rétt um mánuði siðan, stór-
glæsilegan, og þeir hafa I gangi
þrjár lyftur. Er mikill hugur i
báðum þessum félögum að gera
þessa aðstöðu þarna sem besta
og hafa uppi margar hugmyndir
I þeim efnum.
Þá má geta þess að ókeypis
skiðakennsla er á svæðinu um
hverja helgi.
Leiðin uppeftir er merkt með
vegvisi en til glöggvunar fyrir
menn þá er farið upp með Kol-
viðarhóli.
Föstudagur 12. marz 1976 vism
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 48„ 50 og 51. tbl. Lögbirtingablaös 1975 á
hluta i Viðimel 50, þingl. eign Lofts Baldvinssonar, fer.
fram eftir kröfu Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri,
mánudag 15. mars 1976 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 64., 65 og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á
hluta í Nýlendugötu 19 C, þingl. eign Arnar Sigurbjörns-
sonar, fer fram eftir kröfu Garðars Garðarssonar lögm.
og Grétars Haraldssonar hrl. á eigninni sjálfri, mánudag
15. mars 1976 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 82., 85. og 87. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á
hluta i Eyjabakka 16, þingl. eign Jóns O. Einarssonar, fer
fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni
sjálfri, mánudag 15. mars 1976 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavlk.
Blaðburðarbörn
óskast til að
bera út á
Skúlagötu
vism
Hverfisgötu 44 - Sími 86611