Vísir - 22.03.1976, Blaðsíða 7
Á myndinni hér, sem tekin var I Beirút i gær, sjást tveir skæruliðar múhammeðstrúarmanna flytja skriOdrekabana inn iHoliday Inn-gisti-
húsiO, eftir aö þaö féll i hendur vinstrimanna. — Úr þvi eiga þeir hand hægt meöaö skjóta á ailt kvikt i nágrenninu.
BYSSIIR ÞRUMA
Á NÝ í BEIRÚT
Beirút nötraöi undan þrumandi
fallbyssuskotum og dimmum
hósta sprengjuvörpunnar i
morgun, þar sem bardagar hafa
brotist út á nýjan leik milli vinstri
og hægri aflanna.
bessi skeyti komu nú niöur i
þeim hlutum höfuðborgarinnar,
sem áður höföu sloppið óskaddað-
ir úr borgarastyrjöldinni (en hún
hafði kostað 10.000 manns lifið,
þegar henni linnti). — Menn kviða
þvi, að þessi átök verði jafnvel
enn man’nskæð'ari ’ eri fýrri'
skærur.
Sendingar út sprengjuvörpum
komu niður örskammt frá skrif-
stofum Reuter-fréttastofunnar
skömmu eftir miðnætti i nótt, en
þar er aðalverslunarhverfi borg-
arinnar.
Átökin að þessu sinni eru
sprottin af fyrirætlunum hersins
(sem hefur nú heimt aftur
vinstrisinna liðhlaupa sina) um
að neyða Suleiman Franjieh for-
seta frá völdum.
Aziz Al-Ahdab, hershöfingi,
sem stýrði valdaránstilrauninni
11. mars, setti á laggirnar i gær-
kvöldi 14 manna herráð „til að
samhæfa hernaðaraðgerðir, ef
stjórnmálalegar aðferðir skyldu
bregðast.”
I götubardögunum I Beirút i
gær unnu vinstrisinnar sigur á
falangistum sem höfðu Holiday
Inn-gistihúsið á valdi sinu, og
náðu af þeim gistihúsinu, sem
liggur miðsvæðis og þykir ágætis
skotvigi.
Þessi þróun mála leggur Sýr-
landsstjórn engan smávanda á
herðar, en hún hefur nótt sem dag
að undanförnu reynt i örvæntingu
að sætta hin andstæðu öfl Liba-
nons á fundum ýmist i Beirút eða
Damaskus. Sýrlendingar kviða
þvi, að upplausnin i Libanon komi
israelum til að gera þar innrás til
að fyrirbyggja að skæruliðasam-
tök Palestinuaraba komist til
valda, eða vinstrisamtökin, sem
þau styðja. tsraelsmenn ganga
nefnilega ekki að þvi gruflandi,
að þá muni magnast ófriðurinn
viö landamærin.
t 14 manna herráðinu, sem Al-
Ahdab hershöfðingi setti á legg I
gær, á sæti Khatib liðsforingi,
fyrirliði liðhlaupanna, sem vilja
að Libanonher láti meira að sér
kveða i ófriði við ísrael.
Kjósa í dag eftirmann
Harolds Wilsons
Atkvæðagreiðsla I þingflokki
breska verkamannaflokksins
um, hvern þeir kjósi fyrir eftir-
mann Harolds Wilsons, hefst
siðdegis I dag.
En kjósendahópur, sem BBC
(breska útvarpið) styðst við til
skoðanakönnunar, hallast helst
að James Callaghan, utanrikis-
ráðherra. — Aðrar kannanir
benda hinsvegar til þess að.
Michael Foot, atvinnumálaráö-
herra, njóti meira fylgis meðal
vinstriarms flokksins og sé lik-
legur til að veita Callaghan
mesta samkeppni.
I könnun BBC kemur i ljós, að
47% kjósenda verkamanna-
flokksins fylgdu Callaghan að
málum, og 48% allra spurðra. —
Næstur honum að vinsældum
var Roy Jenkins, innanrikis-
málaráðherra.
Skipaös
við Panama■
skurðinn
Við Kyrrahafsendann á
Panamaskipaskurðinum hefur
safnast stór floti skipa, sem bið-
ur þess að komast um skuröinn.
Verkfall hafnsögumanna
(bandariskra) hefur tafiö mjög
siglingar um skuröinn, en þeir
vildu mótmæla áætlun skurð-
stjórnar innar um fækkun
starfsliös viö skurðinn.
:
Margrét
gagnrýnd
Bresk blöö gagnrýndu Mar-
gréti prinsessu i gær fyrir aö
hafa komið sér undan skyld-
um sínum og ekki unniö fyrir
þeim 35 þúsund pundum sem
hún þiggur i árslaun frá rfk-
inu.
Sunday Mirror og Sunday
People sögðu að Margrét yrði i
framtiðinni að snúa sér af
fullri afvöru aö þeim mörgu
störfum sem drottningarfjöl-
skyldan þarf að sinna. Blöðin
sögðu að Margrét hefði látið
fallast um of i freistni fyrir
hinu ljúfa lifi.
Margrét og systir hennar
Elisabet drottning dvöldust
um helgina á heimili móður
sinnar, fóru i kirkju saman og
gengu um garðinn.
Víetnambörn
í miklum móð
Barnaverndaryfirvöld i
Danmörku hafa gripið til þess
að loka inni nokkra munaöar-
leysingja Vietnamstriðsins,
eftir að þeir gengu berserks-
gang til að mótmæla þvi að
þau voru flutt frá forsjár-
manni sinum.
28 börn af 200 barna hópi,-
sem vesturþýski blaðamaður-
unn, Henning Becker, kom
meö til Kaupmannahafnar i
april i fyrra, fengu i gær æöi á
heimili félagsmálastofnun-
arinnar og brutu húsgögn og
glugga.
Lögreglan haföi sótt börnin
á föstudag á lúxusheimili, þar
sem þau dvöldu hjá Becker.
En þau voru úrskurðuð úr
hans umsjá I siðasta mánuði.
Þessi 28 höfðu strokið frá
einu af heimilum barna-
verndarráös, en það var upp i
sveit á Noröur-Sjálandi.
Komust þau til Beckers aftur.
1 átökunum i gær meiddust
lögreglumennirnir, sem urðu
að kljást við börnin, slikur var
móðurinn i þeim.
Eva Gredal, félagsmálaráð-
herra, lét eftir sér hafa vegna
þessa máls, að yfirvöld væru
staöráðin i að slita tengsl
barnanna við Becker.
Börn frá Vletnam koma út úr
flutningaflugvél.
Mútuhneykslið
til gagns
Takaeo Fukuda, aðstoðar-
forsætisráðherra Japans, tel-
ur, að Lockheed-mútu-
hneyksliö geti oröið Japan til
blessunar, þegar allt kemur til
alls, eftir þvi sem timaritiö
„Newsweek” skrifar i dag.
„Þaö gæti skapaö okkur
tækifæri til að koma aga á
notkun pólitiskra sjóða,” hef-
ur tímaritið eftir Fukuda.
Múturannsóknin
Japanskir og bandariskir
embættismenn undirrita i dag
sérstaka samninga, sem fela i
sér, að Japan fái upplýsingar
og niöurstöður rannsóknar
bandariskra yfirvalda á mút-
um Lockheedverksmiðjanna.
Ford forseti gekkst inn á að
veita japönum þessar upplýs-
ingar með þvi skilyrði, að þær
yrðu ekki gerðar opinberar,
nema ef til málshöfðunar
kæmi i Japan gegn einhverj-
um einstaklingum.
Dópleit hjá rokk-
stjörnum
Breska rokkstjarnan David
Bowie og þrir feröafélagar
hans voru handteknir i New
York i fyrradag og sakaðir um
að hafa marijúana I fórum
sínum.
Bowie átti aö halda hljóm-
leika um kvöldið, og var sleppt
gegn 2000 dala tryggingu, og
eins varð um félaga hans.
David Bowie