Vísir - 22.03.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1976, Blaðsíða 9
vism Mánudagur 22. mars 1976. 9 Andrés örtd og dönsku blöðin eru talsvert vinsœlli en beru bossarnir, en nektarmynda- blöðin seljast ótrúlega mikið. Og nú eru tvö blöð seld hér sem eingöngu eru œtluð konum... Nú bjóöa bókaverslanir upp á blöö sem eingöngu eru ætluð kvenfólki. Þar eru birtar myndir af nöktum karl- mönnum. Þessi blöð fást hér, Playgirl og Viva. Sumir fara i bókaverslanir aðeins til þess að skoða, en aðrir kaupa. Sá sem situr við skrif- borðið heitir Seqn Callahan og starfar við það að fá stúlkur i blaðið Qui. Veistu hvaða blöð eru vinsælust hjá is- lendingum og seljast mest i bóka- verslunum? Það eru dönsku blöðin. Hjemmet, Alt for damerne og önnur slik. Þau eru fádæma vinsæl og einn afgreiöslumaður i bókaverslun i borginni hafði þaö á orði, að jafnvel danir skildu hvorki upp né niöur i þessum áhuga nágranna sinna. Iivaöa blöð skyldu koma næst? Jú, bilablöö og tækniblöð ýmiss konar. Músikblöð eru lika mjög vinsæl og handavinnublöð — og þá þau dönsku. En við liöfðum ekki áhuga á neinu þessara blaða þegar við tókum okkur til og lögðum leið okkar i bókaverslanir. Áhugi okkar beindist allur að þessum svokölluðu ncktarmyndablööum, Playboy, Playgirl og öðrum slikum. Seljast þessi blöð mikið? Hverjir skyldu kaupa þau? Er fólk feimið við að kaupa þau? /7Gleyma stund og stað yfir nektarmyndablöðunum..." Úrvalið af nektarmyndablööunum er nóg, eöa hvað finnst ykkur? Toni Holt (t.v.) hefur þaö að atvinnu aö leita uppi karlmenn til þess að taka myndir af í opnu blaösins Playgirl. Hér hefur hún fundið einn og spjallar um hann við Ijósmyndara sem auövitað er kvenmaður. Berir karlar ekki jafn vinsælir og berar konur, en.... Já, keypt eru þau. Vinsældir þessara blaða eru þó ekki eins miklar og þeirra sem ætluð eru karlmönnum. Það virðast aðallega vera ungar konur sem hafa áhuga á Playgirl og Viva. Eeimnar við að kaupa þessi blöð? Nei, langt frá þvi. t einni bókaverslananna var okkur sagt að Playgirl væri miklu meira keypt af karl- mönnum en kvenmönnum! Þá fengum við lika þær upp- lýsingar að konur kæmu og keyptu til dæmis Playboy. Hvort þær eru þá að kaupa blaðið fyrir karla sina, eða til þess að lesa greinar er ekki gott að segja. Og ekki höfum við heldur skýringu á þvi hvers vegna Playgirl er vinsælla hjá karlmönnum eins og fyrr segir. Gleyma bæði stund og stað... Fólk er gjarnt á að fara i bókaverslanir aðeins til þess að fletta blöðum eða bókum. ekki til þess að kaupa. Þetta gildir lika um nektarmynda- blöðin. Afgreiðslufólk hefur gripið til þess i sumum verslunum að setja sellófón utan um blöðin, svo ekki sé hægt að fletta þeim, án leyfis. Það eru aðallega karlmenn sem koma til þess að fletta nektarmyndablöðum. ..Þeir koma hingað og fletta einu blaði af öðru, og þeir gleyma gjör- samlega stund og stað. Stundum veltum við þvi fyrir okkur hvað þessir karlmenn vinna... Þetta varð einni afgreiðslu- konu að oröi og gat varla annað en kimt. ,,Þeir geta glevmt sér alveg yfir þessu.” Fastir áskrifendur Fastir áskrifendur eru að nektarmyndablöðunum. Ekki vitum við þó til að Playgirl eða Viva hafi enn fengið fasta áskrifendur hér á landi. Mörg nektarmyndablaðanna seljast alveg eða næstum upp i hverj- um mánuði, en flest eru þessi blöð gefin út einu sinni i mánuði Auk Playboy eru seld her blöðin Qui, Mav Fair, Men Only Club. Penthouse og svo t.d. blöð eins og Rapport. Sexy-Pep og fleiri slik. Bókaverslanirnar sem við litum við i, voru Bóka búð Braga. Bókahúsið og Bóka- búð Lárusar Blöndal. Hvernig skyldi svo vera að starfa fyrir þessi blöð? Toni Holt heitir kvenmaður nokkur sem hefur það eitt að starfi að velja karlmenn i opnu blaðsins Playgirl. Toni er 31 árs gömul og sér meðal annars um sjón- varpsþált. Vill fá myndir af Burton, Belmondo o. fl. Meðal þeirra sem Toni Holt vildi mjög gjarnan fá i opnu blaðsins eru Lord Snowdon. Richard Burton. Jean-Claude Kelly. Jean Paul Belmondo og Alain Delon. Og hún hefur látið hafa það eftir sér. að 98% þeirra sem lesa Playgirl séu giftar konur. — EA Meðal söluhærri tímarita Nektarmyndablöðin eru með- al vinsælli timarita i bókaversl- unum. úrvalið virðist lika nóg. Verslanir versla ekki allar með sömu blöðin, en Playboy virðist þó fást i þeim flestum. „Það er ótrúlega mikið keypt af þessum blöðum”, sagði af- greiðslukona i einni verslun- inni okkur. 1 sömu verslun feng- um við að vita að Playboy virð- ist hafa „besta orðið” á sér. Það er lika komið til ára sinna og þó að beru bossarnir séu sælgætið i blaðinu, þá býður það upp á ágætustu greinar. Oft eru lika birtir útdrættir úr nýjum bókum i þessu blaði og greinarhöfundar eru hinir akjósanlegustu. Það byggist þvi ekki eingöngu upp á myndum af beru kvenfólki. „Það er nefnilega svo agæt grein í þessu blaði...." Sumir karlmenn reyna að bjarga andliti sinu þegar þeir Umsion: Edda Andrésdóttir kaupa Playboy með þvi að segja afsakandi við afgreiðslufólkið: „Það er nefnilega svo ágæt grein i þessu blaði....” 0, já, já. En feimni er samt ekki fyrir hendi hjá fólki. Það setur það ekki fyrir sig að kaupa þessi blöð. 1 einni versluninni var okkur þó tjáð að menn væru gjarnir á að stinga blöðunum neðst, ef þeir keyptu fleiri. En aðrar verslanir höfðu ekki sömu sögu að segja. Að kaupa nektarmyndablöð er rétt eins sjálfsagt og að kaupa Andrés Ond. Andrés önd er þó vinsælli og er i sömu röð og hin dönsku blöðin. Karlmenn á öllum aldri kaupa nektarmyndablöð. Þau kosta frá 300 til 400 krónur. Þeim finnst það ekki dýrt. En eigi þeir að kaupa dönsk blöð fyrir t.d. eiginkonu sina, sem kosta um 180 krónur, þá eiga þeir það - til að kvarta yfir þvi hversu dýr þau eru. En nú eru komin nektar- myndablöö ætluð konum.... En karlmenn eru ekki lengur einir um hituna. Nú eru komin á markaðinn hérlendis að minnsta kosti tvö timarit ætluð konum eingöngu. Sem sagt, þar eru einungis birtar myndir af berum karlmönnum i alls kyns stellingum. Annað blaðanna er Playgirl, hitt heitir Viva. I þessum blöðum er að finna greinar og sögur og fleira heldur en eingöngu bera karla. Tæplega hálft ár er liðið siðan þessi blöð komu á markaðinn hér, en eru þau keypt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.