Vísir - 22.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 22.03.1976, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 22. mars 1976. Ætlaði hann að lóta aka yfir sig? LAGÐIST Á GÖT- UNA OG BEIÐ.„ Ætlaði hann i alvöru að láta aka yfir sig eða var hann bara að hræða einhvern? Ekki vit- um við þaö fyrir vist, en alla vega lagðist maður einn hreinlega á götuna rétt við Þórskaffi i fyrrinótt. Lá hann þar og beið og beið. En á hverju svo sem hann hefur átt von, þá átti hann greinilega ekki von á lögregl- unni. Hún var að minnsta kostí ekki æskilegað þvierséð varð á manninum. Hann tók á sprett þegar hann kom auga á lögreglumennina og hljóp og hljóp. En lögreglumennirnir voru snarari i snúningum og góm- uðu piltinn. Reyndist hann þá ölvaður. —EA Enn meðvit- undarlausir — eftir stórslys á Suðurlandsbraut Stórslys varð á Suðurlands- braut i fyrrinótt. Ekið var á tvo drengi og slösuðust þeir báðir ai- varlega. ökumaður bilsins sem ók á þá — svoog farþegi i bil num, slösuðust einnig. Slysið varð um klukkan 2.15 á Suðurlandsbrautinni, gegnt sjón- varpinu. Drengirnir ætluðu yfir götuna þegar fólksbDl kom ak- andi á talsverðri ferð. Ók hann á drengina. Drengirnir voru þegar fluttir á slysadeild. f ljós kom að ökumað- ur hafði skorist á efri vör og skaddast meira og farþegi i biln- um slasaðist einnig. ökumaðurinn, sem er svii og er hér á ferðalagi, reyndist undir á- hrifum áfengis. Hann var á bflaleigubil. I morgun þegar Visir haföisamband við gjörgæsludeild Bot^garspitalans, voru drengirnir tveir ennþá meðvitundarlausir. —EA Reif jakka dyra- varðar og velti öskutunnum Maður var tekinn á Lækjar- torgi í fyrrinótt. Hafði hann þá rifið jakka dyravarðar á Óðali og var farinn að velta ösku- tunnum á torginu. Maðurinn hafði ætlað sér inn i Óðal, en þangað fékk hann ekki að fara. Reiddist hann þá — og fórsvoað hann reif jakka dyravarðarins. Frá Óðali hélt hann út á Lækjartorg og var þar að velta öskutunnum þegar lög- regluna bar að. —EA Fannst rœnu- lítill úti við Maður fannst i Brautarholti klukkan rúmlega tvö i fyrrinótt. Lá hann rænulitill á götunni. Ekki sást greinilega hvað að honum var, en hann var fluttur á slysa- deild. —EA Búvörugrundvöllur- inn hœickar um 8.5% Ullin hœkkar á kostnað kjötsins Verð landbúnaðaraf- urða hefur enn ekki verið ákveðið, en búist er við þvi að endanleg- um útreikningum verði lokið i dag. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, for- manns Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, mun búvörugrundvöll- urinn hækka um 8.5%. Verður gerð breyting á verði búvara innbyrðis, og mun ullin hækka mikið i verði, en kjötið lækka tilsvarandi. Samkvæmt fjárlögum, lækka niðurgreiðslur landbúnaðaraf- urða um 11%. Rikisstjórnin hef- ur ekki tekið endanlega ákvörð- un um það hvernig niðurgreiðsl- ur breytast og þvi engu hægt að spá um útsöluverðið. Lækkun niðurgreiðslna hækkar visitöl- una um 5.2 stig. —SJ Rúmlega tvö hundruð manns sóttu skáldavök- una á Kjarvalsstöðum i gærkvöldi. Þar lásu þrir bretar og fimm íslendingar upp úr verkum sínum, og var gerður að þeim góður rómur. Sérstaka hrii'ningu vöktu þó ádeilusöngvai^bret- anna, sem þeir fluttu á milli upplestranna. Sérstaka hrifningu vöktu þó ádeilusöngvar bret- anna, sem þeir fluttu á milli upplestranna. Deildu þeir á breska heimsveldið og framkomuna i land- helgisstriðinu, og féll það i mjög góðan jarðveg. Þetta voru þeir Keith Armstrong, Peter Morti- mer og David McDuff, en islendingarnir sem þarna lásu úr verkum sinum voru, Nina Björk, Jóhann Hjálmarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þorvarður Helgason. -EB Vélarbilun í togara og farið að óttast um lítinn bót Vélarbilun varð i togaranum Hrönn I gærkvöldi, þar sem hann var á Vestfjarðarmiðum. Skut- togarinn Vigri kom honum til að- stoðar og er nú mcð hann á Ieið- inni til Reykjavikur. Þá var fariö að óttast um 11 tonna bát, Þerná NS 113 i gær- kvöldi. Báturinn var væntanlegur til Vopnafjarðar og þegar siðast var haft samband við hann, var hann væntanlegur innan hálf- tima. Þegar klukkutimi var liðinn og ekkert bóiaði á honum var farið að búast til leitar. En um það leyti kom báturinn af eigin rammleik. Versta veður var, og hafði báturinn tafist —EA Lögregluþjónn með fífla- lœti í Lœkjargötunni? Mönnum leist ekkert á lög- regluna, þegar þeir sáu á laug- ardaginn einn úr hennar hópi vera með einhver fiflalæti i Lækjargötunni. Fékk lögreglan i miðborginni upphringingar þar sem hún var látin vita. Þegar til kom reyndist Æsku- lýðsráö vera að kvikmynda i Lækjargötu. Lögregluþjónninn var einn af leikurum í mynd- inni. Að sjálfsögðu var þarna þó ekki starfandi lögregluþjónn á ferð, heldur leikari sem hafði brugðið sér i búning af laganna verði. Einkennisbúningurinn reynd- istekkert til að státa af, og var hann tekinn af viðkomandi aðila. Til þess að nota slika bún- inga verður að fá sérstakt leyfi, en það hafði ekki verið fengið. Hins vegar hafði verið fengið leyfi fyrir kvikmyndatökunni. Auk þess er grein I hegning- arfögunum sem segir til um, hvernig ekki ber að nota ein- kennisbúninga. —EA LÖNDUNARBIÐ í Faxaflóahöfnum Löndunarbið er nú viðast hvar i höfnum við Faxaflóa. Er svo komið að 30 bátar biða löndunar. Mest bið er I Norglobal, Sandgerði og Reykjavik. Löndunarbiðin olli þvi að einungis þrir bátar voru á miðunum i nótt og enginn þeirra hafði tilkynnt um afla til loðnunefndar i morgun. Nokkrir bátar lögðu af stað á miðin seinni part nætur, og nú munu vera 15 bátar á miðunum. Það hefur skapað vandræði i Faxaflóahöfnum hversu hvasst hefur verið fyrir Reykjanes og bátarnir ekki getað siglt fyrir nesið þrátt fyrir að nóg pláss sé I höfnum þar fyrir sunnan eins og i Grindavik. Rannsóknarskipið Arni Friðriksson lagði af stað til loðnuleitar um helgina. Hann hefur leitað á Hornbanka og i Reykjafjarðarál en orðið einskis var. —EKG „Ekki rœtt um frestun við Kröflu vegna fjárskorts" — segir iðnaðarráðherra „Mér er ekki kunnugt um bollaleggingar um að fresta framkvæmdum við Kröflu, vegna fjárskorts”, sagði Gunn- ar Thoroddsen iðnaðarráðherra i samtali við VIsi I morgun. „Hins vegar hefur þaö verið rætt rækilega hvort rétt væri vegna náttúruhamfara fyrir nprðan að draga úr eða fresta framkvæmdum. t þvi efni hefur orðið mikil breyting siðustu vikur, þvi jarð- skjálftahrinan sem hófst 20. desember siðast liðinn mun að mestu leyti um garð gengin. Iðnaðarráðuneytið hefur að undanförnu kannað þau mál frá öllum hliðum og vinnur að greinargerð þar sem rakin verða öll atriði i sambandi við náttúruviðburð na, bæði þau sem kunna að mæla með frestun og á móti frestun. Sú greinargerð verður lögð fyrir rikisstjórnina innan skamms. Varðandi hugsanlega frestun framkvæmda við Kröflu vegna fjárskorts sagði Gunnar. „Ekki hefur verið rætt um slika frrestun. Við afgreiðslu fjárlaga og lánsfjáráætlunar fyrir árið 1976 var áætlað fé til að halda áfram framkvæmdum við Kröflu. Þannig að fyrri véla- samstæðan komist i gang i lok þessa árs. Er þetta gert til þess að bæta úr orkuskorti á Norður- landi sem annars gæti orðið geigvænlegur á næsta vetri.” —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.