Vísir - 31.03.1976, Page 8

Vísir - 31.03.1976, Page 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86tíll Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Afnám tekjuskatts Siðastliðið haust spunnust talsverðar umræður um skattamál i framhaldi af athugasemdum bol- vikinga og hvergerðinga um tekjuskattsálagningu. Ólafur Björnsson prófessor ritaði þá grein í Visi og sýndi fram á, að i raun og veru er tekjuskatturinn fyrst og fremst launþegaskattur. Mjög stór hópur sjálfstæðra atvinnurekenda get- ur skotið sér undan þvi að greiða tekjuskatt i sama mæli og launamenn. Kemur þar bæði til beint und- anskot og fullkomlega lögmætur frádráttur eða bókhaldstilfærslur. Hvernig sem á málið er litið ber öllum saman um, að tekjuskattsálagningin hefur komið ójafnt niður. Við slikt er ekki unnt að una. Menn hafa sett fram ýmis konar hugmyndir um breytingar og auk- ið aðhald i þessum efnum, en að mestu án sýnilegs árangurs. Aukið skattaeftirlit þjónar að sjálfsögðu ákveðnum tilgangi. En skattrannsóknir og eftirlit leysa aldrei þann vanda, sem við er að etja á þessu sviði. Einmitt vegna þessa hafa verið settar fram ákveðnar hugmyndir um afnám tekjuskattsins. Með þvi móti mætti án nokkurs vafa draga verulega úr þeirri skattamismunun, sem nú viðgengst. Af- nám tekjuskattsins yrði þvi stórkostlegt framfara- spor, sem fyrst og fremst myndi þjóna hagsmunum launamanna. Sérfræðingar stjórnvalda hafa talið illmögulegt að afnema tekjuskatt að fullu og öllu, a.m.k. i einu vetfangi. Ugglaust yrði það ekki auðvelt, en eigi að siður á það að vera framkvæmanlegt. Núverandi rikisstjórn hefur stefnt að svonefndu neikvæðu tekjuskattskerfi og stigið nokkur spor i þá átt. Það kerfi hefur ýmsa kosti. En fyllilega hlýtur að koma til athugunar, hvort ekki sé rétt áður en lengra er haldið að gera raunhæfar athuganir á af- námi tekjuskattsins. Fram til þessa hefur verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálaflokkar, sem einkum hafa stuðst við hana i pólitiskri stefnumótun, haft horn i siðu óbeinna skatta. Þessir aðilar hafa löngum righaldið i tekjuskattskerfið með það i huga að nota það til tekjujöfnunar. Frjálshyggjuflokkar eins og t.a.m. Sjálfstæðis- flokkurinn hafa hins vegar lagt mikla áherslu á ó- beina skatta. En nú hafa aðstæður skyndiiega breyst i þessum efnum. Verkalýðshreyfingin hefur nú gert sér grein fyrir þvi, að tekjuskatt er að ákaf- lega litlu leyti unnt að nota til tekjujöfnunar, nema þá innbyrðis milli launþega. Þau sinnaskipti hafa þvi orðið, að verka- lýðshreyfingin er nú greinilega opnari fyrir hug- myndum um óbeina skatta en áður var. Alþýðu- flokkurinn hefur t.d. lagt til á Alþingi að tekjuskatt- ur verði afnuminn af launþegum. Sú tillaga ber glöggt vitni um breytt viðhorf i þessum efnum. Hér er á ferðinni réttlætismál, sem frjálshyggju- menn þurfa að láta til sin taka. Það er ekki unnt að mismuna borgurunum við skattlagningu. Engum vafa er þvi undirorpið, að á þessu sviði þarf að gera verulegar umbætur. Heppilegasta leiðin til þess að ná fram þvi, sem að er stefnt, hlýtur að vera sú, að afnema þá skatt- heimtuaðferð, sem mestum ójöfnuði hefur valdið. Þetta er viðamikið málefni, en breyting i þessa átt horfir til aukins réttlætis við skattlagningu. Miðvikudagur 31. mars 1976. vism (—-------------------=--------v I Guðmundur Pétursson I Ómœld orka látin ónýtt egar orkukreppan skall á, var rösklega ýtt við manninum og hann vakinn til umhugsunar um, að naumast mundu oliulindir jarðar endast til eilifðarnóns. Til hvers skyldi þá taka, þegar oliulindir verða uppurnar? — bað var spurningin, sem leitaði á menn og minnti samvisku þeirra óþægilega á, að það hafði verið látið dankast alltof lengi að búa mannkynið undir þá stund. Menn tóku hátiðleg loforð af sjálfum sér um að láta það ekki lengur dragast að finna sér nýjar orkulindir. Fjárkúganir oliu- framleiðslurikja hvöttu menn enn frekar til þess að leita til annarra bjargráða, svo að þeir yrðu ekki til frambúðar berskjaldaðir fyrir sliku A í'ugu manna beindust aftur að kjarnorkunni, sem þeir hafa lengi haft á valdi sinu, en gengið samt furðu seinlega að virkja til daglegra þarfa. Kjarnorkutækni til fullkomnunar vitisvéla hefur fleygt fram að visu, en til daglegs gagns og nauðsynja, nei. En það er að renna smam sam- an upp fyrir mönnum, að það er langt að biða þess, að kjarnorka verði lausn þessa vandamáls. Framleiðsla hennar er óhag- kvæm, eins og tækni manna er komið nú. Hún er bæði dýr og eins hættuleg manneskjunni og um hverfi hennar. Sólarorkan virðist fela i sér meiri möguleika fyrir manninn, þótt hann sýni henni enn sem komið er litinn áhuga. „Staðreyndin er sú, að það skin nægileg sól á jarðarkringluna dag hvern til þess að framleiða 180 trillion kilówatta raforku. — Samt nýtir það sér enginn,” skrifar dálkahöfundur Point Internation- al, David nokkur North. Hann segir það furðulegast af öllu, að það er engin tæknileg ástæða til þess, aö meriri láti þessa orkulind ónýtta. Sú tækni og þau áhöld, sem menn notuðu til þess að virkja sólarorkuna i rann- sóknarstöðvum úti i geimnum (t.d. Skylab-tilraunir bandarikja- manna), hafa um hrið verið til sölu til almennra nota á jörðu niðri. Framleiðendur þessara áhalda telja, að áður en 25 ár verði liðin geti þessi tækni séð fyrir 30-100% af raforkuþörf bandarikjamanna. E n hvað hefur orðið um efnd- irhinna fögru fyrirheita, sem gef- in voru, þegar orkukreppan lá eins og mara á vesturlanda- búum? Hvað hefur verið gert til þess að finna aðrar orkulindir en oliuna? Hvað hefur verið gert til að fullkomna tækni, svo að sólar- orkan fari ekki til spillis? Á sjálfu oliukreppuárinu 1974 varði bandarikjastjórn (svo að tekin séu dæmi) alls 1,8 milljarð dollara til orkumálarannsókna og tilrauna. Þar af 12,2 milljonir til sólarorkuathugana. Rikissjóður frakka lagði 447,5 milljónir dollara til orkumála- rannsókna, en þar af 6,5 milljónir til sólarorkutilrauna. Bretar eyddu ekki eyrisvirði til sólarorkuathugana. John Keyes i Kólóradó, sem smiðar sólarorkukynditæki og hefur selt nokkur hundruð stykki af framleiðslu sinni til viðskipta- manna, sem ljúka lofsorði á tækin eftir reynslu þeirra á þeim, telur sig kunna á þessu skýringu. Hann grunar að olfufélögin, kjarnorku- iðjan, raforkuverin og þeir skarf- ar, sem sitja fyrir þingmönnum á þingpöllum til að taka þá hljóð- skrafi, eigi ákveðna sök á þessu fl/l á vera að ákveðnir hags- munaaðilar orki letjandi á þróun- ina i þessum efnum. En vafalitið er þó aðaldragbiturinn kostn- aðarhliðin á þessum tilraunum. Smiði t.d. sólskerma, sem safna eiga i sig sólarhitanum, þykir mjög fjárfrek. Fróðir menn viður- kenna þó að fjöldasmið og út- breidd notkun á stórum markaði mundi geta rétt þessi atriði við. Það er einmitt i slikum tilvikum, sem rikisafskipti þykja þjóna best. En meðan rikisstjórnir eru haldnar sólarorkudoðanum, bólar litið á hreyfingu til þeirrar áttar Og þó hafa frændur okkar i Danmörku sýnt lofsvert lifsmark á þessu sviði með tilraunum á sólarorkuhúsi, sem nánar er sagt hér frá fyrir neðan. Á meðan vonir manna dvina, sem þeir höfðu gert sér um notkun kjarnorku til daglegra þarfa i framtiðinni (hún þykir dýr og hreint ekki hættulaus), hafa danir bætst i hóp þeirra, sem reynt hafa sólarorkuhúsin. Það eru hús, sem fá orku til daglegra þarfa frá sólarljósinu. Til upphitunar, til raflýsingar og til að knyja heimilisvélarnar. Tilraunir dana, sem byggjast nokkuð á áður fenginni reynslu þjóöverja og einnig bandarikja- manna, þykja sanna, að þetta er vel framkvæmanlegt og hag- kvæmt. Jafnvel i Danmörku, þótt veðurskilyrðin þar séu ekki beinlinis eins og i hitabeltinu. Sólarorkuhúsið, sem danir gerðu tilraun með, kostaði i smiðum rúmar 28 milljónir króna,. en Torben Esbensen, verkfræðingur og forstöðumað- ur rannsóknardeildar tæknihá- skóla dana, bendir á, að „unnt yrði að hafa þessi hús töluvert ódýrari i fjöldaframleiðslu. — Enda var þetta hús frumsmiði, þar sem tilraunir, útreikningar og fleira áttu drjúgan þátt i að halda kostnaðinum uppi. Siðari tima framleiðsla mun njóta góðs af þessum stofnkostnaði.” Norðar en i Danmörku hafa ekki verið gerðar tilraunir með að virkja sólarorku til hýbýla- þarfa manna. Þetta hús, sem i ýmsu svipaði til gróðurhúss, var 120 fermetr- Sólar- orku- húsið í Dan- mörku ar. Það sótti orku sina i 42 fermetra glerplötu, sem reis upp úr miðju þakinu og sneri mót suðri og sól. Nú eru veðurskilyrði ekkert tiltakanlega sólrik i Danmörku, eins og menn vita. Meðalsumar- mánuðir telur 250 sólarstundir, en meðalvetrarmánuður 30. Höfuðforsenda til virkjunar sólarorkunnar var að finna leið til aö geyma hana frá sólardög- um til dimmviðrisdaga. Prófessor Knud Peter Harboe leysti það mál með þvi að láta gera vel einangraðan vatns- geymi undir húsinu. Þar var komið fyrir 30.000 litrum af vatni, sem yfir sumarið var haldið stöðugt 90 gráðu heitu. Yfir vetrarmánuðina sá það siðan um að hafa stöðugt 22 gráðu stofuhita innandyra. Vegna þess að hitinn i vatninu var lægri en til dæmis i oliu- kyndibúnaði, þurfti að setja i húsið stærri ofna en gengur og gerist i herbergjum húsa á meginlandinu, en það þekkja is- lendingar, sem nota hvera- vatnið til húshitunar. Um leið var komið fyrir i húsinu loftrás- arkerfi, sem sá til þess að upphitað loftið við ofnana bærist fljótt út i alla stofuna og nýttist eins og frekast væri unnt. Gluggar voru hafðir með tvö- földu rúðugleri, sem ekki er al- siða á meginlandinu, þótt við hér á Islandi höfum lengi þekkt kosti þess. Einangrun i útveggj- um þaki og gólfi var 40 cm þykk. Esbensen verkfræðingur segir, að jafnvel nokkurra klukkustunda vetrarsól nægði til þessaðsjá húsinu fyrir fjögurra daga orku til viðbótar. Hann hefur nú flutt með fjöl- skyldu sina inn i sólarorkuhúsið til að búa þar það sem eftir er vetrar og ganga alveg úr skugga um, hvernig það sé til ibúðar. Á meðan hefur það opinbera til athugunar að láta reisa sex sólarorkuhús til viðbótar að fenginni þessari reynslu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.