Vísir


Vísir - 31.03.1976, Qupperneq 13

Vísir - 31.03.1976, Qupperneq 13
12 c Miðvikudagur 31. mars 1976. visra visra Miðvikudagur 31. mars 1976. Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal 13 —. • v FH-ingar yfir erfiða hindrun — Sigruðu Fram 18:16 í bikarkeppni HSÍ í gœrkvöldi og tryggðu sér réttinn til að leika í undanúrslitum keppninnar FH-ingar unnu mikil- vægan sigur i vörn sinni fyrir bikarnum i bikar- keppni Handknattleiks- sambandsins i gær- kvöldi þegar þeir sigr- uðu Fram i all-skemmtilegum leik 18:16— og þar með eru FH-ingar komnir i und- anúrslit keppninnar. Svíar í úrslit! Það verða Júgóslavía og Svi- þjóð, sem munu mætast i úrslit- um i liðakcppninni i Evrópu- meistaramótinu i borðtennis karla, sem háð cr i Tékkóslóvakiu þessa dagana. 1 undanúrslitunum i gær sigraði Sviþjóð Frakkland 5:2 með þá Stellan Bengtsson og Kjell Jo- hansson i fararbroddi, og Júgó- slavia sigraði Sovétrikin., 1 keppni kvenfólksins verða það England og Sovétrikin, sem leika til úrslita — klp — Leikurinn i gærkvöldi var þokkalega leikinn á köflum, einn skásti leikurinn i bikarkeppninni til þessa, en þéss á milli gerðu leikmenn beggja liðanna sig seka um ótrúlegustu villur — og voru mörg upphlaupin sem runnu Ut i sandinn af þeim sökum. Framararnir höfðu lengstum yfirhöndina i leiknum, staðan i hálfleik var 10:8, Fram i vil — og þegar framararnir skoruðu þrjú mörk i röð i byrjun siðari hálf- leiks og breyttu stöðunni i 14:11, töldu flestir að þar með væri þeim sigurinn vis. En FH-ingarnir voru á öðru máli. Þeir náðu strax að svara með góðum leikkafla, skoruðu þrjú næstumörk ogjöfnuðu 14:14. Framarnir bættu þá 15. markinu við, en FH-ingarnir svöruðu með öðrum þrem mörkum og breyttu stöðunni i 17:15 — og gerðu þar með út um leikinn. Bæði liðin skoruðu svo sitt markið hvort á siðustu minútunum og lokatöl- urnar eins og áður sagði 18:16. Siðustu leikirnir i 8-liða úrslit- unum verða i kvöld. Þá leika i La uga rda lshöllinni: Val- ur—Fylkir og KR—1R —- og hefst fyrri leikurinn kl. 20:15. — BB. Kœran var ekld tekin til greina Áfrýjunardómstóll Evrópu- knattspyrnusambandsins, UEFA, hafnaði i gær kröfu vest- ur-þýska knattspyrnuliðsins Borussia Mönchengladbach um að siðari leikur þess við Real Madrid i Evrópukeppni meistaraliða skyldi leikinn að nýju. Þjóðverjarnir sökuðu dómara leiksins um að hafa þegið mútur, þvi að hann dæmdi tvö mörk af liðinu og það dugði Real Madrid til að komast áfram á reglunni um fleiri mörk skoruð á útivelli. Málið var fyrst tekið fyrir af agadómstóli UEFA, en hann visaði einnig málinu frá. — BB. Norðurlandamót piita í annað skipti ó íslandi Norðurlandamót pilta 18 ára og yngri i handknattleik v'erður Járnabindingamenn Við óskum eftir að ráða nokkra járnabindingamenn, sem hafi a.m.k. 2ja ára reynslu í slíku starfi. Skriflegar umsóknir séu sendar á skrifstofu vora í Reykjavík, Suðurlandsbraut 12, þar sem greint sé frá reynslu umsœkjanda, og tilgreint hjá hvaða vinnuveitanda viðkomandi hafi unnið við járnabindingar. Energoprojekt Sigölduvirkjun haldið i Reykjavik um helgina. Allir leikirnir verða leiknir i Laugardalshöllinni — og verður fyrsti leikurinn á föstudags- kvöldið. Þá leika islensku piltarn- ir við þá norsku. tsland hefur tekið þátt í þessum mótum frá árinu 1962 og einu sinni orðið sigurvegari — það var árið 1970 i Abo i Finnlandi. Mótið hefur einu sinni áður verið haldið á íslandi,'það var árið 1971 — og þá munaði aðeins hársbreidd að islenska liðinu tækist að bera sigur úr býtum. íslenska liðið h’efur nú verið valið — og eru leikmenn þessir: Kristján Sigmundsson Þrótti, Egill Steinþórsson Armanni, Ólafur Guðjónsson FH, Pétur Ingólfsson Armanni, Friðrik Jó- hannesson Ármanni, Jón Viðar Sigurðsson Ármanni, Jón Hauks- son Haukum, Gústaf Bjömsson Fram, Kristinn Ingason KR, Bjarni Guðmundsson Val, Óskar Ásgeirsson Val, Andrés Kristjánsson FH, Theódór Guðfinnsson Breiðablik og Jón Arni Rúnarsson Fram, sem verð- ur fyrirliði liðsins. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað hjá liðinu, sem sést best á þvi, að niu leikmenn leika nú sinn fyrsta unglingalandsleik. Tveir hafa leikið 8 leiki, þeir Jón Arni Rúnarsson og Bjarni Guðmunds- son — og þrir leikmenn hafa fjóra leiki að baki. Eins mun vera ástatt með hin norðurlanda-liðin. Þau eru mikið til skipuð nýjum leikmönnum og þvi erfitt að henda reiður á styrk- leika þeirra. Þó má reikna með að sviar — sem oftast hafa unnið mótið — og danir verði með sterk lið. Það hefur verið venja á Norðurlandamótum pilta að velja bestasóknarmanninn, besta varnarmanninn og besta mark- vörðinn, og svo mun einnig verða nú — og verða þau verðlaun af- hent að mótinu loknu. Akveðið hefur verið að stilla verði aðgöngumiða i hóf, fullorðinsmiði sem gildir á tvo leiki kostar 500 kr. og barnamiði 100 kr. Eins má kaupa kort sem gildir á aUa leikina og kostar það 1500 kr. Eins og áður sagði hefst mótið á föstudagskvöldið kl. 20:00 með leik íslands og Noregs — og strax að þeim leik loknum leika Sviþjóð — Danmörk. Á laugardags- morgun kl. 10:00 verður mótinu haldið áfram. Þá leika Noregur — Finnland og Island — Sviþjóð og siðar um daginn, eða kl. 15:00. leika Danmörk — Noregur og ts- land — Finnland. Mótinu lýkur svo á sunnudaginn og þá verða einnig fjórir leikir, kl. 10:00 leika Danmörk — Finnland og Sviþjóð — Noregurog kl. 15:00leika Finn- land — Sviþjóð og ísland — Dan- mörk. — BB Þeir Haraldur Korneliusson og Stcinar Petersen eru i a-liði TBR, sem nú er i öðru sæti I 1. deildarkeppninni i badminton. Þeir fá nóg að gera um næstu helgi, ásamt um 100 öðrum bandmintonmönnum og konum, þvi að þá fer islandsmótið fram á Akranesi. Ljósmynd Einar.... Siglfirðingarnir töpuðu 35 Teikjum Gekk best á móti efsta liðinu í 1. deildarkeppninni í badminton, b-liði TBR, þar sem þeir fengu 3 vinninga Þrir leikir voru leiknir i 1. deildarkeppninni i badminton, eða liðakeppninni, eins og hún er einnig kölluð, um síðustu helgi. Þá komu siglfirðingar til höfuð- borgarinnar og léku við þrjú lið — KR, TBR a og TBR b — eða alls 39 leiki á einum degi. Uppskeran hjá þeim var heldur litil, þvi að þeir töpuðu öllum leikjunum með miklum mun — og höfðu aðeins 4 vinninga upp úr krafsinu. Þar af fengu sigl- firðingarnir 3 vinninga i keppn- inni við b-lið TBR. Getur það orð- ið dýrmætt fyrir b-liðið, sem er i efsta sæti i 1. deild, þvi að ef lið verða jöfn að stigum að lokinni keppni, ræður heildarútkoma i leikjum, og getur þvi a-lið TBR náð efsta sætinu. Siglfirðingarnir voru án sins besta manns i þessum leikjum, Þórðar Björnssonar, en hann var úti á sjó þegar liðið hélt suður. Hinir keyrðu af leikiná á einum degi eins og fyrr segir. Byrjuðu á þvi að leika við KR i KR-heimil- inu og töpuðu öllum leikjunum — 13 að tölu. Strax á eftir var keppt við a-lið TBR, sem sigraði 12:1. Þá brugðu siglfirðingarnir sér i mat, en voru mættir i Valsheimil- inu um kvöldið, þar sem b-lið TBR var komið til leiks, en þeirri viðureign lauk með sigri b-liðsins 10:3. Tvær umferðir eru enn eftir i 1. Liverpool vann óvœnt ó Spáni! — Sigraði Barcelona 1:0 í UEFA-keppninni Liverpool vann óvæntan sigur á Barcelona á Spáni i gærkvöldi í fyrri leik liðanna i UEFA-keppninni. Lokatölurnar urðu 1:0 — og skoraði John Toshack mark Liverpool á 13. minútu eftir sendingu frá Kevin Keegan. Þetta var fyrsti ósigur Barcelona á heimavelli sinum, Nou Camp Stadium á þessu keppnistimabili. Leikmenn Liverpool höfðu betur á flestum sviðum i leikn- um i gærkvöldi, átti vörn liðsins i litlum erfiðleikum með að stöðva fjögurra manna framlinu Barcelona — og þurfti Ray Clemence i markinu varla að verja skot. Kevin Keegan var að venju maðurinn á bak við velgengni Liverpool —og þrivegis munaði litlu að honum tækist að skora, en markvörður Barcelona, Mora. varöi mjög vel i öll skipt- in. Litið fór fyrir hollensku stjörnunum Johan Cruyff og Johan Neeskens — og höfðu þeir litið að gera i þá Ray Kennedy og lan Callaghan sem réðu öll- um gangi á miðjunni. — BB. deildinni og stendur keppnin á milli a- og b-liðs TBR. Er b-liðið með 8 stig að loknum 4 leikjum en a-liðið 6 eftir jafnmarga leiki. Jafntefli getur ekki orðið i leikjunum, þar sem i hverri viðureign eru 13 leikir en tvö stig eru gefin fyrir að sigra sam- kvæmt reglum um keppnina. Hún er nú háð i þriðja sinn. A- lið TBR hefur sigrað i 1. deild til þessa, en siglfirðingar og TBR i 2. deild. Þar er keppninni i riðlunum lokið, og aðeins úrslitaleikirnir eftir. Staðan i mótinu ér annars þessi: 1. DEILD TBRb 4 4 0 36:16 8 TBRa 4 3 1 30:22 6 KRa 4 1 3 30:22 2 TBSa 4 0 4 8:44 0 2. DEILD A-riðill: KRb TBRc Valur Hafnarfjörður B-riðill: Akranes KRc Víkingur Gerpla Njarðvik C-riðill: TBSb Akureyri 330 27:12 6 3 2 1 23:16 4 3 1 2 20:19 2 3 0 3 8:21 0 4 4. 0 45:7 8 4 3 1 27:25 6 422 22:30 4 422 22:30 4 404 14:38 0 110 9:4 2 10 1 4:9 0 Ekki er búið að ákveða næstu leiki i' mótinu svo að okkur sé kunnugt um, en sjálfsagt verður einhver bið á að þeir fari fram, þvi að næsta verkefni badminton- fólks er sjálft tslandsmótið, sem fram fer á Akranesi um næstu helgi, en þar verða um 100 keppendur. — sá j/— klp — Æ æfingu... // fijg vona aö þií ^ [Strákurinn hefiir"\.haf)r á réttu aö standa eitthvaö Bob, þetta)\Alh- en ef ekkl Pá > W Fyrir / Leiktu eins og þúj lelkinn gegn / átt aö þér Len, . Morginton.... /«Pg»»Ítaiag, sýndu/. \ þeim þvþr er . Ti^sterkastur. / _, Haföu ékkrV áhyggjrirdtaödie, skal leggja mig allan fram! V Sunderland að nálgast 1 deild! Sunderland vann mikilvægan sigur i 2. deild i gærkvöldi þegar liöið sigraði York City á heimavelli sinum Roger Park, 1:0. Telja má nokkuð vist að Bristol City og Sund- erland fari upp i 1. deild, en baráttan um þriðja sætið stendur enn. Staða efstu liðanna i 2. deild er nú þessi: BristolC. 37 18 13 6 54:29 49 Sunderland 36 20 7 9 56:33 47 Bolton 37 17 10 8 51:33 44 WBA 35 16 11 8 40:30 43 Luton 36 16 8 12 49:43 40 Orslit leikjanna i gærkvöldi urðu þessi: 2. deild Sunderland—York 1:0 3. deild Bury—Shrewsbury 2:1 Crystal Palace—Millwall 0:0 Halifax—Chesterfield 1:0 Preston—Sheff. Wed. 4:2 Swindon—Chester 2:1 4. deild Barnsley—Cambridge 4:0 Doncaster—Workington 1:0 Huddersf.—Bournemouth 0:0 Peter Taylor misnotaði vitaspyrnu i leik Crystal Palace við Millwall, hann var langt frá þvi að hitta markið — skaut tiu metra framhjá. Hereford er efst i 3. deild með 50 stig, Crystal Palace er með 48 stig — og Brighton er i þriðja sæti með 47 stig. — BB. Kaupir Juven- tus Savoldi? Dýrasti knattspyrnumaður Italiu um þess- ar mundir er miðherji 1. deildarliðsins Napoli, og heitir hann Savoldi. Þegar hann var keyptur i fyrra, kostaði hann Napoli sem samsvarar 420milljónum islenskra króna, og er það hæsta verð, sem italskt félag hafði greitt fyrir knattspyrnumann. En Savoldi likar ekki lífið hjá Napoli, og hefiir ekki gert þar neinar „rósir" nema siður væri. Er nú svo komið, að forráðamenn félagsins hafa boðið hann til sölu og er talið að það verði Juventus, sem nái i hann. Til að svo megi verða, verður Juventus að punga út með sem svarar 280 milljónum ís- lenskra króna og auk þess láta Napoli fá einn sinn frægasta leikmann i staðinn — sjálfan Anastasi, sem er metinn á 260 milljónir og er þá Savoldi orðinn 500 milljón króna leikmaður!!. — klp — Spánverjinn var bestur! Juan-Manuel Fernandezochoa frá Spáni sigraöi i svigi i Evrópuh ikarkeppninni á skiðum sem haldið var i Elm I Sviss i gær. Timihans var 2:34.72 minútur — og var liann næstum tveim sekúndum á undan næsta manni. Þetta var fyrsti sigur spánverjans i keppninni i vetur og skaust hann upp i fimmta sætið i stigakeppuinni. Annar i stórsviginu i gær varð Andreas Wenzel frá Lichtenstein á 2:36.52 minútum og þriðji varð italinn Bruno Confortola á 2:36.58 minútum. Confortola sigraði i stórsvigskeppninni daginn áðtir, og i öðru sæti varð Christian Ilemmi frá Sviss bróöir ólympiumeistarans i stórsvigi, Heini Hemmi. Staðan i keppninui er sú að Josef Ober- frank frá Italiu er stigahæstur meö 128 stig. annar er Christian Hemmi frá Sviss með 127 stig, þriðji er Bruno Confortola frá italiu itteð 113 stig, fjóröi er Tino Pietrogiovanna frá italiu nteð 106 stig og finimti er Juan-Manuel Fernadezochoa frá Spáni nteð 102 stig. Guðmundi Södering frá Sviþjoð sent er is- lendingur að liálfu hefur ekki gettgið sent best i keppninni til þessa — hann er i 100. s->-'i —eð eitt stig. —BB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.