Vísir - 14.04.1976, Qupperneq 1
16 skipbrotsmenn í stórhríð ó ísbreiðu milii Jan Mayen og Grœnlands
Skipið sekkur strax
og ísinn gliðnar
Erfitt björgunarflug í athugun
í fyrsta sinn getur aö llta saman elsta flugfreyjubúning Loft-
leiöa og þann yngsta frá Flugfélaginu. Erna Hjaltaifn yfirflug-
freyja er I elsta Loftleiöabúningnum og Jóhanna óskarsdóttir er
i núverandi flugfreyjubúningi Fjugfélagsins. Myndina tók Loft-
ur Ásgeirsson i morgun.
skipinu Fortuna frá
Tromsö hafast við á is-
breiðunni, eftir að skip
þeirra laskaðist mikið af
völdum iss og göt komu
á það.
Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags
Islands, sagði Visi að samkvæmt
upplýsingum, sem borist hefðu
frá áhöfn Fortuna um Siglu-
fjarðarradió i morgun, liði mönn-
unum vel, þar sem þeir hefðust
við á isnum. Skipið væri mikið
skemmt en væri þó ekki sokkið.
Gætu skipbrotsmennirnir þvi
ennþá notað talstöðina um borð,
en búast mætti við að Fortuna
sykki strax og isinn gliðnaði.
Björgunarsveit varnarliðsins
ihugar nú, hvort hægt verði að
senda björgunarþyrlu frá Kefla-
vik til mannanna i dag, en veður-
útlitið er ekki gott.
Ætluðu að ganga
yfir isbreiðuna
Norömennirnir hugðust reyna
að ganga yfir isbreiðuna að
norsku skipunum tveimur, sem
föst hafa verið i is á svipuðum
slóðum og sagt hefur verið frá I
fréttum, — en athugun varnar-
liðsmanna úr björgunarflugvél
sem flaug þarna yfir seint I gær-
kvöldi, leiddi i ljós að um 40 kiló-
metrar eru á mílli þessara staða.
Auk þess reyndust miklar vakir
vera á Isnum og er nú talið útilok-
að að.skipbrotsmennirnir komist
alla leið fótgangandi.
Þyrla yrði að
taka eldsneyti
þrisvar á leiðinni
Þyrluflug frá Keflavlkurflug-
velli norður til skipbrotsmann-
anna er einnig erfiðleikum háð,
þar sem leiðangurinn mundi taka
allt að þrettán klukkustundir, að
sögn Howie Matson, blaðafulltrúa
varnarliðsins. Hann sagði I sam-
tali við Visi i morgun, að þyrlan
yrði að taka eldsneyti þrisvar
sinnum á hvorri leið. Ef ráðist
yrði I þessa ferð, færi birgðaflug-
vél með þyrlunni, og yrði elds-
neytinu dælt milli vélanna á flugi.
Þegar Visir fór i prentun um
hádegisbilið var komin stórhrið á
þeim slóðum, þar sem Fortuna
er, ogútlit fyrir að áhöfn skipsins
veri að hafast við á Isnum enn um
sinn. —ÓR
Laust fyrir hádegi i
dag var veður farið að
versna á svæðinu milli
Jan Mayen og Græn-
lands, þar sem 16 skip-
brotsmenn af norska
/fEkki andvígur aðild Spónar að NATO"
— segir utanríkisróðherra í viðtali við Vísi í morgun
„Ég hef veriö á móti þvi hing-
að til að Spánn fengi inngöngu i
NATO, en ef stjórnarhættir eru
aö breytast sé ég ekki ástæöu til
að vera þvi andvigur”, sagöi
Einar Agústsson i samtali við
Visi i morgun.
Kissinger utanrikisráðherra
Bandarikjanna berst. nú fyrir
þvi að Spánn fái inngöngu i
NATO. Mun hann hafa sent
sendiherrum Bandarikjanna i
Vestur-Evrópu skeyti þar sem
hann gerir grein fyrir áætlun
um að fá stuðning annarra
NATO rikja við þá hugmynd að
Spánn fái aðild að bandalaginu
smátt og smátt.
„Það hefur engin formleg ósk
borist hingað varðandi aðild
Spánar” sagði Einar Agústson.
Þvi hefur þetta atriði ekki verið
rætt ennþá.
Ef það eru lýðræðislegir
stjórnarhættir sem nú eru að
taka við á Spáni hef ég ekki neitt
við aðild þess að athuga.”EKG
Ármannsstúlkurnar þrifu markvörð sinn Magneu
Magnúsdóttur á loft og sendu hana í f lugferð í gleði
sinni yfir unnum sigri yfir Fram í bikarkeppninni í
handknattleik kvenna í gærkvöldi. Þær höfðu líka
ástæðu til að hylla hana, því að hún varði m jög vel tvö
vítaköst í vítakastskeppni liðanna og tryggði liði sínu
bikarinn.
Sjá nánar í opnu— auk bikarleiks karla og annarra
iþróttaviðburða.
Öeðlileg verslun-
arafskipti opinberra
starfsmanna?
„Við höfum grun um
að þess séu dæmi að
opinberir starfsmenn
stundi — eða hafi veru-
lega og óeðlileg afskipti
— af verslunarrekstri i
eigin þágu.
Ennþá eru það mjög fá tilvik
sem okkur hefur verið tilkynnt
um og mál þessi enn á könn-
unarstigi. Það er hugsanlegt að
þarna finnist eðlilegar skýring-
ar,” sagði Júlíus Ólafsson,
framkvæmdastjóri Félags is-
lenskra stórkaupmanna, i við-
tali við Visi.
Stjórn félagsins hefur falið
skrifstofu þess að leita eftir
upplýsingum frá félagsmönnum
um óeðlileg verslunarafskipti
opinberra starfsmanna sem
þeim sé kunnugt um.
,,Með þessuerátt við að opin-
berir starfsmenn flytji inn og
selji vörur sem heildsalar og
taki þátt i útboði hjá innkaupa-
stofnunum.
Opinberir starfsmenn mega
ekki lögum samkvæmt stunda
verslunarrekstur, ef hagsmunir
fara ekki saman við þeirra
starf. Sem dæmimættinefna aö
starfsmenn i tolli hafa aögang
að ýmsum þeim skjölum sem
gerir þaö fráleitt að þeir séu i
„bissness” sjálfir” sagði Július
Ólafsson. —-EB
Keyptu póskafötin fyrir
falskan 100
Lögreglan handtók i gær-
kveldi fjóra menn, sem keypt
höfðu sér fatnað I einni tisku-
verslana borgarinnar fyrir
falsaða 100 þúsund króna ávis-
un.
Voru þetta tveir piltar og tvær
þ. kr. tékk
stúlkur, sem ætluðu sér aö fá sér
góðföt fyrir páskaan. Verslunar
stjórinn hringdi I bankann, sem
ávisuninvarfráogfékk þar þær
upplýsingar að það reiknings-
númer, sem ungmennin höfðu
notað, væri ekki til.
Myndin var tekin á æfingu á leikritinu „Dagbók
Önnu Frank” sem við heyrum annað kvöld. — Sjá
páskadagskrá útvarps og sjónvarps bls. 12, 13, 14
og 15.