Vísir - 14.04.1976, Síða 2
( Á Akureyri: )
V y ...✓
Hvað myndir þú gera
ef þú fyndir 60 litra
spirabrúsa út á lóð?
Anna Guöný Aradöttir,
menntaskólamær: Þjóta
út á lóð og sækja hann.
Snorri Bergsson, nemi:
Ég hugsa að ég myndi
drekka innihaldið svona í
rólegheitum.
Eirar Björnsson, skrif-
stofumaður: Hella inni-
haldinu niður.
Steindór Gunnarsson,
lögf ræðingur: Ég fer
ekkert að tjá mig um það.
Anders Hansen, kennari:
Ég myndi koma honum í
verð í hvelli.
Halldór Blöndal, kennari:
Afhenda hann lögregl-
unni.
vism
Alnafni erkiengilsins
í þjónustu Flugleiða
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða, og íslaug Aðal-
steinsdóttir deildarstjóri i farskrárdeild standa við eitt hinna
nýju tækja. örvar Sigurðsson og Roger Meiling skýra út hvernig
það vinnur.
hins vegar orðið um eða yfir
80% með hinu nýja kerfi.
Reykjavik
verður miðstöðin
Svona tölvukerfi
varðandi bókanir hafa verið
viða á Flugleiðaskrifstofum er-
lendis. New York skrifstofan
var fyrst tengd þessu kerfi árið
1972. Siðan var á siðasta sumri
tekin upp slik tölvubókun á
skrifstofum félagsins i London,
Frankfurt og Paris.
t sumar er i ráði aö tengja
skrifstofur og flugvallaraf-
greiðslu i Luxemborg við
Gabriel. Þar með verða allar
skrifstofurnar varðandi
Amerikuferðirnar komnar inn I
slikt kerfi.
í október verður farskrár-
deildin i Reykjavik orðin
miðstöð allrar farskráningar
Flugleiða.
Minnugur heili
i Atlanta
Þegar farþegi pantar far
sendir starfsmaður Flugleiða
skilaboðin til Atlanta i Banda-
rikjunum þar sem stór heili er
varðveitir allar upplýsingar
varðandi farskrána segir á
augabragði tilum hvort sæti séu
laus.
Þar sem svo mörg félög eru i
samstarfi verður samstundis
hægt að afla upplýsinga um
flugáætlanir annarra flugfélaga.
Þannig getur maður sem er
að koma frá Japan, pantað þar
strax á nokkrum sekúndum, far
allaleiö hingað til lands og einn-
ig far með Flugleiðum um
island. Ennfremur er hægt með
aðeins nokkurra klukkustunda
fyrirvara að panta hótel-
herbergi viðs vegar um heim-
inn.
—EKG
Flugleiðir hafa tekið
i notkun nýtt tölvukerfi
við bókanir. Tilkoma
kerfisins gerir það að
verkum að bókanir
verða auðveldari,
afgreiðsla fljótari,
sætanýting meiri og
tengsli við önnur flug-
féiög nánari, eins og
íslaug Aðalsteinsdóttir
deildarstjóri i far-
skrárdeild komst að
orði er hún kynnti hina
nýju skipan fyrir
fréttamönnum.
Tölvukerfi þetta er i daglegu
tali nefnt Gabríel einsog erki-
engillinn sjálfur. Tölvan er eign
SITA sem er alþjóðlegt hluta-
félag I eiguflugfélaga og annast
fjarskiptaþjónustu fyrir flug-
félögin. Kerfi þetta er hið lang
stærsta sinnar tegundar I heim-
inum ef undan eru skilin þau
sem eru I þágu hernaðar.
Þrjár sekúndur
i stað fimm tima
Kostirnir við hið nýja kerfi
eru miklir. Aður tók það þrjár
til fimm klukkustundir að gefa
upplýsingar um far, en með til-
komu hins nýja tölvukerfis tek-
ur það aðeins nokkrar sekúnd-
ur.
Þetta gerir þaö ennfremur að
verkum aö sætanýting veröur
mun betri. Sætanýting hjá Flug-
leiðum yfir Atlantshafið ernúna
mjög góð að sögn Flugleiða-
manna, eða um 76%. Hún getur
Mikla þjálfun þarf við hin nýju tæki og hefur verið unniö við það
af kappi að undanförnu.
Vopnaþjónusta póstsins
Öðru hverju berast fréttir af
Klúbbmálinu svonefnda m.a. I
þá vcru, að þegar Einar Ingi-
mundarson, sýslumaður i
Hafnarfirði, neitar um endur-
teknar frestanir á uppboði
vegna söluskattsskuldar, sem
stofnað var til I Klúbbhluta-
félagi, sem á ekki veitingahúsið
lengur, þá snúa hinir visu lög-
fræðingar sér til hæstaréttar um
réttmæti neitunar Einars við
siðustu frestunarbeiðni. Verður
þvi enn hlé á uppgjöri málsins á
meðan hæstiréttur fjallar um
frestunina. Hjá öðrum er bara
lokað, þegar söluskattur fæst
ekki greiddur, og þvi erfitt að
safna til stórfelldra skulda,
hvað þá að slíkar söluskatts-
skuldir standí ógreiddar meðan
á stórfelldum frestunarleik
stendur.
En hæstiréttur landsins hefur
haft i fleiru að snúast vegna
annarra mála, sem tengd hafa
verið eigendum Klúbbsins.
Ilann hefur þráfaldlega á
undanförnum mánuðum orðið
að taka til meðferðar kærur út
af framlengdu gæsluvarðhaldi.
Má til sanns vegar færa aö beit-
ing gæsluvarðhalds i þeirri
mynd sem nú cr geti orkað tvi-
mælis, og mál þurfi meiri rann-
sóknar við af raunverulegri
leynilögreglu áður en til sliks
varðhalds kcmur. Og dæmi eru
um, að sá sem hefur orðið
mannsbani i hreinni nauðvörn
(Ólafsvik) er látinn sitja óheyri-
lega iengi I gæsluvarðhaldi
löngu eftir að málið er upplýst.
Enginn er til að kæra þá með-
fcrð til hæstaréttar. Vegna
vcnju i málsrannsóknum getur
hæglega farið svo að saklausir
menn sitji um skamma hrið i
gæsluvaröhaldi og er það illt
mál.
En það verður að treysta þvi
að rannsóknarmenn séu starfi
sinu vaxnir og æðsti dómstóll
landsins sé næg trygging fyrir
réttmæti gæsluvarðhalds. Það
hefur þó ekki komið i veg fyrir
mikinn almannaróm, þar sem
eins eitt morgunblaðanna hefur
þráfaldlega verið að rifja upp
einn þátt umræðunnar og getur
enginn lifandi maður séð hverju
sú stöðuga upprifjun þjónar.
En þótt opinberlega sé ekkert
látiö uppskátt um gang málsins,
þá hafa þó tvær fréttir birst i
blöðum, sem hljóta að vekja at-
hygli. Annars vegar er nokkur
staðfesting á ferðum tiltekinnar
stúlku frá Keflavik morguninn
eftir að Geirfinnur hvarf þar
sporlaust. Verður ekki annað
séð en stúlkan fari með rétt mál
um ferðir sinar umræddan
morgun. Hins vegar er svo frétt
Morgunblaðsins um, að einn
hinna fjögurra, sem sitja I
gæsluvarðhaldi út af hvarfi
Geirfinns, hafi fengið sendar
tvær skammbyssur I pósti frá
Bandarikjunum, en byssur
þessar á hann að hafa pantað
sér á ferð þar vestra nýlega.
Nú er þrennt hægt að gera
með skammbyssur. Það er hægt
að skjóta i mark með þeim. Það
cr hægt að verja lif sitt með
þeim. Og það er hægt að drepa
fólk með þeim. Ekki þarf að
taka fram að innflutningur af
þessu tagi er ólöglegur, a.m.k.
hefur ekkert heyrst um að upp-
taka póstssendingarinnar hafi
verið kærð til hæstaréttar.
Svarthöfði
sitt sýnist hverjum, meðan þögn
rikir um það sem er að gerast
innan veggja fangelsisins við
Síðumúla. Litlar sem engar um-
ræður hafa orðið um máiið i
blöðum allra siðustu vikurnar,
enda hljóta blaðamenn að
vcrða að sætta sig við að biða
upplýsinga lögmætra aðila. Að-