Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 7
Andófsmenn fyrír rétt í Sovét Tveir af helstu andófs- mönnum Sovétrikjanna eiga að koma fyrir rétt i dag, annar i Siberiu, hinn i Moskvu. Hvor um sig er sakaður um að breiða út óhróður um rikið. Eölisfræðingurinn, Andrei Tverdokhlebov, átti að koma fyr- irréttinn iMoskvu á þriðjudaginn og sömuleiðis Krimskagatartar- inn og þjóðernissinninn Mustafa Dzhemilvyov i Omsk, en mála- ferlunum var frestað. Dr.Tverdokhlebov erformaður Sovétdeildar Amnesty Inter- national. Hann var tekinn fastur i april sl. ár fyrir að dreifa visvit- andi fölskum áróðri um rikið. —Sovésk yfirvöld viðurkenna ekki félagsskapinn og lita á al- þjóðlegu samtökin sem fjand- samleg Sovétrikjunum. (Am- nesty International starfar að þvi að fá pólitiska fanga látna lausa, hvar sem er i heiminum.) Dzhemilyov, sem er 31 árs að aldri, hefur eytt flestum full- orðinsárum sinum i fangelsum og þrælafangabúðum. Hann hefur helgað sig baráttunni fyrir þvi að þjóð hans fái að snúa heim úr út- legðinni til Krimskaga. Báðir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir þær sakir, sem þeir eru nú bomir. Andrei Sakharov friðarverð- launahafi, flaug til Omsk siðasta þriðjudag, en snéri til Moskvu aftur þegar málaferlunum var frestað. Hann segir, að dómarinn hafi neitað sér um að heimsækja Dzhemilyov, sem væri i einangr- un á sjúkradeild. Tartarinn hefur verið i hungurverkfalli sfðan i fyrrasumar. t Moskvu var áheyrendum vis- að frá réttinum á þriðjudaginn og sagt, að dómarinn i málinu gegn Tverdokhlebov væri veikur. — En ýmsir vildu setja frestun málsins i samband við heimsókn Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóð- ar, sem þá var staddur i' Moskvu. Þriðji andófsmaðurinn veröur sennilega dreginn fyrir rétt i höfuðborg Lettlands i dag, Vilni- us. Það er hinn 35 ára gamli Vaiery Maresin. Hann neitaði i desember að vitna gegn lif- fræðingnum Sergei Kovalev, sem dæmdur var til sjö ára vistar i þrælafangabúðum fyrir áróöur gegn Sovétrikjunum. börn fá aukn- ar bœtur Vestur-þýska stjórnin skýrði frá þvi i gær, að hún mundi vilja greiða 50 milljónir marka i sjóð þann, sem settur var á laggirn- ar til aö greiða bætur börnum, er hefðu fæðst fötluð af völdum lyfsins thalidomide. Þetta stækkar sjóðinn upp i 200 mUljón mörk og gerir það að verkum, að unnt er að hækka örorkubætur til 2,450 vestur-þýskra fórnarlamba lyfsins um 25%. Visindamenn vildu kenna thalidomide, sem framleitt var i Þýskalandi og sett þar á mark- að undir nafninu „countergan”, um það, að fjöldi barna fæddist i V-Þýskalandi, Bretlandi og öðr- um Evrópulöndum mUli 1959 og 1962 illa fötluð. Onnur skýring fannst ekki á fyrirbærinu en, að mæður þeirra höfðu tekið inn thalidomide á meðgöngutiman- um. Bonnstjórnin ákvað að auka framlagið i sjóðinn til að vega upp verðbólgumun 1972 stofnaði lyfjaverksmiðj- an Grunenthal i Achen þennan Thalidom ide-sjóð með 100 milljón marka framlagi, en með þvi skilyrði, að opinbera legði jafnt að mörkum. Var þá fallið frá málsókn á hendur fyrirtæk- inu. Sandra Good t.v. og Susan Murphy koma til réttarhaldanna i Sacramento i gær. Merkiö sem þær geta með fingrinum er merki Manson-fjölskyldunnar. Good hlaut 15 ára fangelsisdóm, en Murphy 5 ára. MANSON STÚLKUR DÆMDAR TIL LANGRAR FANGELSIS- VISTAR Hin 27 ára gamla Sandra Good úr „fjölskyldu” fjölda- moröingjans, Charles Manson, var i gær dæmd í 15 ára fangelsi í Kaliforniu. Hún hafði sent i pósti hótunarbréf til fólks, sem hún sagði „menga jörðina”. Herbergisfélagi hennar, Susan Murphy, fékk fimm ára fangelsi. Báðar voru teknar fastar i nóvembersiöastliðnum, tveim mánuðum eftir að þriðji herbergisfélaginn, Lynette Fromme, var dæmd fyrir að sitja um lif Fords forseta. Fromme fékk lifstiðarfang- elsi. A meðan á réttarhöldum Fromme stóð, sendi Sandra Good 70 embættismönnum i Bandarikjunum og konum þeirra bréf. 1 bréfunum sagði hún að dauðinn biði þeirra. Úrkomuleysi á Bretlands- eyjum Bretar vitanaumast hvaðan á þá stendur veðrið. Vanir einhverri rigningarmestu veðráttu álfunn ar horfir nú til þess, að þeir verði að gripa til vatnsskömmtunar i sumar vegna langvarandi þurrka. Slikir þurrkar hafa ekki komið á Bretlandseyjum siðan á árum frelsisstriðs Bandarikjanna. „Við þurfum 25 sm daglega úrkomu næstu tvo eða þrjá mánuði til þess að vinna upp vatnsskortinn. Annars er hætt við að illa fari — ekki aðeins fyrir landbúnaðinum, heldur einnig á öðrum sviðum,” sagði dr. Hans Morth, aðstoðarforstöðumaður veðurfræðideildar Austur-Angliu- háskóla. Sumstaðar á Mið-Englandi hafa yfirvöld þegar gripið til sérstakra ráðstafana vegna vatnsskorts. Garðslöngur hafa verið bannaðar, sömuleiðis bila- þvottur. Menn eru jafnvel farnir að safna vatni i vatnsgeyma við heimahús sin til að hafa eitthvað upp á að hlaupa, ef skrúfað verður alveg fyrir. Stærstu borgir, eins og London, Manchester og Birmingham eru hinsvegar svo vel i sveit settar, að þær búa við lindir, sem endast munu þeim i allt sumar, þótt ekki komi deigur dropi úr lofti. Bretlandseyjar hafa raunar siðustu fimm árin búið við þurrka, eða minni úrkomu en nokkru sinni fyrr á svo löngum tima. Einkanlega siðustu þrettán mánuði. Ellefu þeirra voru langt undir meðaltalsúrkomu. „Siðan byrjað var að halda úrkomuskýrslur 1780, hefur ekki komið svo langur þurrkakafli,” segir dr. Morth. Bretar eiga það sameiginlegt með Islendingum, að veðrið er eitt uppáhaldsumræðuefni þeirra, og hefur þetta ástand gefið þeim gott tilefni til. 1 GJAFAVÖRUR [ /\ Opið laugardag fyrir póska kl. 9-12 TEKK^KRIST/LLT Laugavegi 15 sími 14320 ..... ■■imiiinirnmn——^ Handskorinn kristall Mótaður kristall. Litaður kristall. 24 carata gylling á kristal. italskir munnblásnir vasar. Litaðar glervörur. Handmálaðir postulínsvasar. Postulinsvasar sem má mála. Postulínsstyttur, handmálaðar. Hvitar tékkneskar styttur. Keramik frá Glit. Brúðargjafir, afmœlisgjafir, fermingagjafir og aðrar tœkifœrisgjafir Kynnið ykkur mikið og fallegt gjafaúrval

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.