Vísir - 14.04.1976, Side 9

Vísir - 14.04.1976, Side 9
VTSIR Miðvikudagur 14. aprfl 1976. 9 c Haraldur Blöndal skrifar: V""". J Leikritið Fimm konur Höfundur Björg Vik Flutt I Þjóðleikhúsinu Leikstjóri Erlingur Gislason Rúmlega fertug kona býður heim vinkonum sinum úr skóla og gefur þeim koniak með kaff- inu, a6 þær verði lausmálli. Og þegar konurnar eru orðnar hýr- ar af vini, fara þær að tala drukkinna kvenna mál. Slíkar umræður veröa skoplegar á stundum, eru hins vegar þreyt- andi til lengdar. Mér vitanlega hefði fáum hugkvæmst að setja slikan saumaklúbb á svið og selja svo aðgang. Agæt norsk kona hefur þó tek- ið sér þetta fyrir hendur, og saumaklúbbur hennar hefur verið sýndur viða, nú siðast I Þjóöleikhúsinu undir heitinu: Fimm konur, — Itilefni kvenna- árs. Vafalaust er þessi sýning ábugaverð konum fæddum fyrir strið, — ekki sisthafi þær „látið barna sig” og búið siðan á heimili með manni, sem þær undir niðri eru ekki svo hrifnar af, —eingöngu vegna barnanna. Þessar konur hugsa með sjálf- um sér: lif okkar er þeim að kenna, þessum karlmönnum, sem aðeins hugsa um sjálfa sig. En á sama hátt er hægt að setja fimm fertuga karla á svið Þjóðleikhússins. Gefa þeim siðan litils háttar af vini vegna magans og veikinda þeirra, sem eru svo tið, og áhorfendur feng ju sömu sögu með breyttum formerkjum. Konur í saumaklúbb Allt er þetta krafan um að vera hamingjusamur, sú krafa, sem liklega hefur valdið einna mestu heimilisböli i heiminum, þvi að flestir sjá of seint, að þeirri kröfu beina menn aðeins af sjálfum sér. En svo koma auðvitað blessuð kvenréttindin. Kvenfrelsisbarátta nútimans minnir mig að sumu leyti á fjöl- skyldu, sem er oröin of sein I sautjánda júni skrúðgönguna og hleypur skrúðklædd með fána og blöðrur um auðar göturnar. Svo fjarri er hún þvi, sem er að gerast, a.m.k. hér á Islandi. Hér lauk kvenfrelsis- baráttunni stjórnmálalega fyrir áratugum, — fyrir og i byrjun fyrra striðs. Þaö sem siðan hefur gerst I þessum málefnum er bein afleiðing þess, er þá var ákveðið. Best er þessi þróun skýrð með tveimur dæmum. Þegar kosið var til ráögjafaþings skv. til- skipun um stjórnarmálefni á Is- landi frá 1843, var hvergi tekið fram, að konur hefðu ekki kosn- ingarétt eöa kjörgengi. Eins var það I stjórnarskránni 1874. Þetta leiddi einungis af eðli máls. Engin sérákvæði eru heldur um konur i lýðveldis- stjórnarskránni. Dettur þó eng- um annað i hug og þær hafi þar sama rétt og karlar. Þaö leiöir af eðli máls á sama hátt. Allir fallast vitanlega á, að störf karla og kvenna voru aö- greindari áður fyrr. Þjóðfélagið var þá I fastari skoröum en nú, og lifshlaup manna meira ákveöið fyrirfram en nú. En þetta hefur gjörbreyst á nokkrum árum, svo að umræöur t.a.m. um misrétti milli kynj- anna verða úrelt innan tiðar hér á landi. Og þær veröa það án til- verknaðar grátkvennanna. Fimm konur eru á stundum snoturlega saman sett — áreiðanlega trúveröugt dæmi af saumaklúbb kvenna á þessum aldri!! Höfundur leiðir saman fimm konur af ólikum sviöum. Þær eru: 1. Húsmóöir, sem elskar manninn sinn og börnin, og er þvi heimsk og ósjálfstæö eftir nýtisku hugmyndum kvenna, — hún öðlast þó sjálf- stæði i lokin með þvi aö gefa út viljayfirlýsingu um aö hún ætli aö drepa burð sinn I móðurkviði. 2. Kona, sem skilur viö manninn sinn til þess aö öðlast frelsi. 3. Kona, sem afber hjónaband sitt meö þvi að vinna utan heimilis og eiga sér viðhald. 4. Kona, sem elskar manninn sinn, vegna þess að hún er langdvölum fjarri honum við að mála lista- verk. 5. Kona, sem enn er ógift, liklega kynvillt vegna þess að faöir hennar var svo vondur maður. Sjálf kvelur hún flugur til bana. Umræöur þessara kvennaeru ekki nógu merkilegar til þess aö halda athygli áhorfenda vak- andi heila kvöldstund. Hnyttin tilsvör einstaka sinnum, og ágætur leikur og uppsetning fá hér engu um breytt. Erlingur Gislason hefur sett þetta leikrit i sviö. Af einhæfni verksins leiðir, að leikstjórinn fær fá tækifæri . Erlingur hefur lokið sinu verki þokkalega. Briet Héöinsdóttir túlkar að minu mati best leikpersónu sina. Hinar leikkonurnar ofléku á stundum, — ýktu um of per- sónur sinar. Allar áttu þær þó þaö sammerkt, hvaö það sveif fljótt á þær og rann vel af þeim á skömmum tima. 1 fyrri leikskrám hefur verið getiö ævi höfundar. Nú er höfundurinn kona, og þá bregö- ur svo undarlega við, að aldur höfundar er ákveöinn með svo ónákvæmu orðalagi aö hún hafi fæðst nokkrum árum fyrir seinni heimstyrjöld. Ekki veit ég hvað veldur svo viktoriönsku tilliti til aldurs kvenna. ,x-, ' < <■, aammmmm Þaðer kinnroðalaust hœgt að lesa þessar skýrslur c Baldur Guölaugsson skrifar V Einhvem tima las ég bók um það, hvernig ljúga mætti með tölum. Það er enda alkunna og setur mikinn svip á þjóðmálaumræður hér á landi. Menn flagga talnaspeki til að rök- styðja hvaða vitleysu sem er og iðulega eru gagnstæðar ályktanir dregnar af sömu tölu- legu upplýsingunum. En það er hægt að af- baka og afflytja fleira en tölur. Sé viljinn fyrir hendi má rifa ritaðan texta svo úr samhengi og einblina svo á ein- stakar setningar eða setningahluta, að niðurstaðan verði þveröfug við það, sem textinn raunverulega fól i sér. Að undanförnu hefur Þjóðvilj- inn gert sér mikinn mat úr efni bandariskra utanrikismála- skýrslna um samskipti Islands og Bandarikjanna árið 1949 og aðdragandann að inngöngu ís- lands i Atlantshafsbandalagið. Morgunblaðið birti hluta af skýrslum þessum og Þjóöviljinn sömuleiöis. Þeir Þjóðviljamenn telja heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér, þvi samkvæmt mati annars ritstjóra blaðsins eru „skýrslur þessar einhver merkustu plögg um islenska ut- anrikisstefnu og samskipti bandarikjamanna og islenskra stjórnvalda, sem nokkru sinni hafa birst, hvorki meira né minna. Og að þvi er Svavar Gestsson segir I grein I Þjóðviljanum á sunnudaginn, þá „afhjúpa þess- ar skýrslur I einni svipan áróður herstöövasinna sem falsáróöur og um leið afhjúpa þær undir- lægjuhátt herstöðvasinna við bandarisk stjórnvöld.” Þjóðviljinn lýsir mikilli furðu yfir, að aðrir fjölmiölar og þá sér I lagi rikisf jölmiðlarnir skuli ekki hafa gert þessar skýrslur að umtalsefni og kallar þögn rikisfjölmiölanriameira að segja hneyksli. Blaðið er fijálst að þvi að hafa sinar skoðanir á þvi. En það sem dapurlegra er, og þó um leið dæmigert fyrir vinnubrögð Þjóðviljans — og svo sem fleiri blaða — er útlagn- ingin á textanum, visvitandi út- úrsnúningar og rangfærslur. Ég tók mig til eftir útlistanir Þjóðviljans um heigina og las skýrslurnar á ný. Satt að segja fannst manni maður vera að lesa allt aörar skýrslur en þær, sem Þjóðviljinn greinir lesend- um sinum frá. Við skulum nú skoða þetta ögn nánar. 1 Þjóöviljanum 30. mars sl. eru dregnar saman helstu niðurstöður blaösins af lestri skýslnanna og sagt, að af þeim sé ljóst: 1) Að Bjarni Benediktsson taldi höfuðástæðuna fyrir nauð- syn NATO-aðildar vera starf- semi islenskra sósialista. 2) Aö hann taldi aö nauðsyn- legt væri að breyta hugarfari þjóðarinnar, til þess að hún samþykkti hersetu hér á landi, 3) Að bandarísku þátttakend- urnir voru sammála þessari af- stöðu islenskra ráðamanna og að þeir litu á aðildina aö NATO til þess að unnt væri aö berjast gegn stjórnmálaáhrifum ís- lenskra sósialista, auk þess sem þeir hvöttu til innanlandsátaka gegn sósialistum. (Anderson). 4) Að islenski utanrikisráð- herranii leit á lögregluna hér sem bandamann i árásum á is- lenska sósialista og að hann vildi gjarnan ná samkomulagi við bandarikjamenn um að efia lögregluna hér á landi. 5) Allt þetta staöfestir að her- setan og aðildin að NATO er af Ihaldinu og bandarikjamönnum hugsuð sem eins konar virkis- garður gegn fslenskum sósial- istum og þar meö er enginn vafi á því lengur að þannig hefur herstöðin verið notuö á beinan og óbeinan hátt. Og I grein sinni á sunnudaginn bætir Svavar Gestsson þvi við, að bandarikjamenn hafi talið tiltölulega litla hættu á rúss- neskri innrás og þvi hafi megin- tilgangur bandarikjamanna og islenskra ráðamanna meö aöild íslands að Atlantshafsbanda- iaginu verið að ganga á milli bols og höfuðs á islenskum sósialistum og islenskri þjóð- ernishyggju. Ailar þessar ályktanir Þjóö- viljanseruúr lausu loftigripnar ogán stoðar i skýrslunum sjálf- um. Blaðið kippir ummælum úr samhengi, rangfærir og gerir mönnum upp hvatir og skoðan- ir. Það er kinnroðalaust hægt að ráöieggja sem liéstum aö lesa þessar skýrslur. Þær vonir sem Þjóðviljinn augljóslega bindur viö áróðurslegt gildi sinnar út- lagningará skýrslunum er fyrst og fremst til marks um mál- efnafátækt og hálmstrárleit þeirra herstöðvaandstæðinga. 1 bandarisku skýrslunum kemur m.a. fram: 1. Að það var ávalit skilyrði fyrir aðild að Atlantshafsbanda- laginu af hálfu Isienskra ráða- manna, að hér yröi ekki staö- settur her á friöartimum. 2. Að bandariskir og islensk- ir ráðamenn töldu verulega hættu á rússneskri árás og Bjarni Benediktsson spurði mikið um það, hvernig hugsan- legt væri, að slika árás bæri að. 3. Að Bjarni Benediktsson taldi, að nauðsynlegt kynni aö vera að hafa vörð i Keflavík til að verja stöðvarnar gegn skemmdarverkum. Fjölga þyrfti i hinu 150 manna lög- regluliði i Reykjavik, en það væri vandamál, sem islending- ar yrðu sjálfir að leysa. 4. Að islenskir ráðamenn óttuðust óspektir kommúnista, en Bjarni Benediktsson hafnaði hugmynd bandarisks hershöfð- ingja um mótaðgerðir gegn þeim og sagði aö islendingar væru frábitnir þvi að beita valdi og flestir islendingar tryðu þvi auk þess ekki, að kommúnistar myndu gripa tii valdbeitingar. 5. Að bandarisk stjórnvöld gerðu sér fulla grein fyrir og virtu sérstöðu Islands og þjóð- erniskennd. • Það er unnt að rífa ritaðan texta úr samhengi og fó þveröfuga niðurstöðu • Svavar segir skýrslurnar afhjúpa falsóróður herstöðvasinna • Allar þessar ólyktanir eru úr lausu lofti gripnar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.