Vísir - 20.04.1976, Side 1
„Sigli ekki viljandi
á varðskip"
# Fyrsta viðtalið við freigátukaptein sem
birtist í íslensku blaði Sjá bls. 3
Bretar komnir austur á ný!
Frá Óla Tynes um borð i
freigátunni Gurkha i
morgun.
„Við erum nú um það
bil að koma út á aust-
fjarðamið með 20 tog-
ara. Þeir voru út af
Vestfjörðum þegar við
komum að íslandi á
sunnudaginn, en vegna
lélegrar veiði var sam-
þykkt með atkvæða-
greiðslu að færa sig
austur eftir.
Togurunum til verndar eru
freigáturnar Gurkha, Naiad,
Anadromeda og Galatea. Þá eru
dráttarbátarnir Euroman og
Rollicker einnig hér á ferð. Það er
þvi siglt i skipalest austur eftir og
Ægir er i humátt á eftir okkur.
Það hefur verið frekar rólegt
slðan við komum á íslandsmið á
sunnudaginn. Varðskipin virðast
almennt vera inni. Ægir skaut þó
upp kollinum i gær og sigldi út og
suður, að þvi er virtist án sér-
staks tilgangs. •
Bresku skipherrarnir eru hins
vegar orðnir mjög varir um sig
þegar Þröstur Sigtryggsson skip-
herra er annars vegar. Þeir hafa
oftar en einu sinni rekið sig á að
hann „notar stórt hafsvæði”.
Hann virðist alltaf stefna eitthvað
út i bláinn, en svo á hann það það
til að birtast allt i einu þegar
verst lætur, klippa á eitt eða tvö
troil en halda svo áfram sinni
sakleysislegu og stefnulausu sigl-
ingu þegar freigáturnar koma
æðandi. Skipherrarnir eru mjög
tortryggnir þegar Þröstur stefnir
út í bláinn. Naiad er þvi eins og
limd upp við Ægi núna.
Klukkan er nú um 10 og það er
búist við að togararnir hefji veiö-
ar i eftirmiðdaginn. Ægir skokkar
á eftir togara- og freigátuhópnum
og Naiad svo á eftir varðskipinu.”
Frétt þessa sendi blaðamaöur
Visis um loftskeytastöö i Bret-
landi vegna þess að loftskeyta-
menn á Siglufjarðarradió neita að
afgreiða simtöl viö freigáturnay.—
Bann á fréttir Vísis frá miðunum
Loftskeytamenn neita að af-
greiða simtöl blaðamanns Visis
frá freigátunni Gurkha, við rit-
stjórnina i Reykjavik.'Þegar Óli -
Tynes blaðamaður hafði sam-
band við Siglufjarðarradió i
morgun, tjáði loftskeytamaður
honum að haldið yrði fast við
fyrri yfirlýsingar loftskeyta-
inanna um að hafa engin viðskipti
við breska togara eða herskip.
Eina ráð Óla var þvi að láta
kalla upp fjarskiptastöð i Bret-
landi, og hringja þaðan til Visis.
Þar sem stöðin sinnir ekki „coll-
ect” simtölum, gekk floti hennar
hátignar i fjárhagslega ábyrgð
fyrir þvi að reikningurinn yrði
greiddur.
„Við töldum ekki ástæðu til að
breyta út af í þessu tilfelli” sagði
Bjarni Harðarson loftskeytamað-
ur á Siglufirði, þegar Visir hafði
samband við loftskeytastöðina i
morgun.
Loftskeytamenn hér, á Nes-
kaupstað, Homafifði og ísafirði
gerðu með sér samþykkt i upp-
hafi þorskastriðsins að sinna ekki
breskum togurum eða herskipum
nema i neyðartilfellum” sagði
Bjarni. „Við teljum ekki að út af
þvi eigi að breyta, þótt íslenskur
blaðamaður eigi I hlut. Enda telj-
um við að bretarnir séu þannig að
koma sjónarmiðum sinum áfram,
og við viljum ekki hjálpa til við
það.”
Viðtal Óla Tynes við skipherr-
ann á freigátunni Gurkha, á bls. 3
i blaðinu i dag, var sent um
Reykjavikurradió. Þar, ogi Vest-
mannaeyjum náðist ekki sam-
staða um þetta bann á bretana, og
þvi afgreiða stöðvarnar bresku
skipin. Hins vegar eru slæm skil-
yrði nú að ná til Reykjavíkur frá
miðunum fyrir norðan land.
Óli Tynes blaðamaður sagði i
Spírorannsókn
fyrir norðan
Rannsókn Geirfinns-
málsins svonefnda hefur
uppá siðkastið beinst að
nýjum smyglmálum,
einkum fyrir norðan.
Fyrir páska fóru rannsóknar-
lögreglumenn frá Reykjavik
norður. Þeir yfirheyrðu hóp
manna á Sauðárkróki og einnig
munu þeir hafa tekið til yfir-
heyrslu menn frá Blönduósi.
Yfirheyrslur þessar standa i
sambandi við spirasmygl fyrir
norðan fyrr i vetur, sem talið er
að flutt hafi verið suður.
Heim með gull, silfur
og brons frá NM í júdó
íslenska landsliðið I júdó vann til silfurverölauna á Noröur-
landamótinu i Sviþjóð um helgina. Einstaka keppendur unnu
einnig gull, silfur og bronsverðlaun á mótinu, og komu þvi heim .
úr þcssari frægðarför hlaðnir góðmálmi. Sjá nánar iþróttir i
opnu, ogeinnig á bls. 10, 11 og 14.
morgun, að sér fyndist þessi af-
staða loftskeytamannanna óskilj-
anleg. Fréttasendingar hans frá
miðunum gætu ekki flokkast sem
þjónusta við breta. Sagðist hann
vonast til að loftskeytamennirnir
skildu þetta, og gerðu sjálfa sig
ekki að ritskoðurum á fréttir.
Þess má geta, að loftskeyta-
mennirnir eru að brjóta alþjóða-
lög með þvi að neita að veita
þessa þjónustu.
Hótaði að skjóta á lögregluna
• Svœldur út með táragasi • Sjá baksíðu
A LAUNASKRA AN VINNU
Jón Ormur Halldórsson skrifar grein um
niðurlœgingu efnahagslífs Sjá bls. 9