Vísir


Vísir - 20.04.1976, Qupperneq 24

Vísir - 20.04.1976, Qupperneq 24
VfSIR Þriðjudagur 20. apríl 1976. Aðeins 1 útkall hjó slökkviliði Páskarnir voru með rólegasta móti hjá slökkviliði Reykjavikur- borgar. A fimmtudag var eitt útkaU og siðan þá hefúr ekkert verið. I þessu eina tilfelli reyndist aðeins um smávægilega óheppni að ræða, i sambandi við eldavéi, og varð ekkert alvarlegt úr þvi. Reykvikingar hafa þvi farið varlega með eldinn þessa dagana. _ea 5 ó slysadeild Árekstur varð rétt austan við Litlu Kaffistofuna á páskadag. Þar mættust tveir fólksbilar á veginum, og mun annar hafa farið út á öfugan vegarkant, þegar ökumaður missti stjórn á honum. Lentu bilarnir saman og voru fjórir úr bilnum fluttir á slysadeild. Tveir reyndust ómeiddir en tveir hlutu minni- háttar meiðsl. Þá varð slys i Stekkjabakka i Breiðholti sama dag. Bill lenti á ljósastaur og slasaðist farþegi i framsæti, á höfði. —EA Ökuferðir enduðu með ósköpum Tveir piltar stálu bíl og end- uðu i árekstri, 2 stúlkur voru réttindalausar á léttu bifhjóli og lentu á bil og ölvaður öku- maður ók bifreið sinni á tvo stöðumæia og braut þá niður og hafnaði á Ijósastaur. Alt þetta skeði aðfaranótt sunnu- dagsins i Reykjavik. Strákarnir tveir stálu bil i Fossvogi og brugðu sér i öku- ferð um bæinn. Þeir ætluðu siðan að skiia bilnum aftur á sama stað, en ökuferðin end- aði þá ekki betur en svo, að þeir lentu i árekstri á mótum Réttarholtsvegar og Bústaða- vegar. Skemmdir urðu á báð- um bilum en engin slys á fólki. Stúlkurnar tvær fengu létta bifhjólið lánað i stutta öku- ferð. Voru þær ágætlega bún- ar, meö hjálma og annað til- heyrandi en ökuferðin varð lengri en búist hafði verið við. Endaði hún i Alfabakka, þar sem þær ætluðu aö beygja inn á Stekkjarbakka. Beygjunni náðu þær ekki og lentu á bil. Meiðsli voru litil. Loks tók svo ökumaður nokkur Bakkus undir stýri með sér i bil sinum. Eitthvaö gekk þeim illa að aka i sam- einingu eins og við var að bú- ast. Billinn fór fyrst á tvo stööumæla og braut þá niður og hafnaöi siðan á ljósastaur. Þetta skeði ofarlega á Laugarveginum. — EA Þurftu að beita tára- gasi gegn innbrotsþjóf sem hótaði að skjóta á vegfarendur Sjaldgæft er, að hér á landi þurfti lögregla að beita táragasi til þess að ráða niðurlögum óeirðaseggja, en til þess ráðs þurfti að gripa I Reykjavik aðfararnótt föstudagsins ianga tii þess að yfirbuga 19 ára pilt. Hafði hann um nóttina brotist inn i tvær verslana borgarinnar, annars vegar hljóðfæraverslun- ina Rin, þar sem hann olli stór- tjóni, og hins vegar verslunina Sportval við Hlemm Laugavegi, en erhann var kominn þangað, var lögreglan kvödd á vettvang. Var þá pilturinn búinn að stór- skemma nokkrar byssur, en auk þess virtist hann hafa mikinn áhuga á hnifum, sem til sölu eru i sportvöruversluninni. Pilturinn hafði i hótunum við vegfarendur og virtist ekkert á þvi að yfirgefa innbrotstaðinn. Fólk, sem þarna dreif að og var sumt að koma af dansleikjum, var heldur ekki á þvi að hverfa af vettvangi, og varð lögreglan að gripa til þess ráðs að fjarlægja suma með valdi þar sem hætta var talin á, að piltur- inn i búðinni kynni að skjóta nærstadda eöa kasta að fólkinu hnifum. Hafði hann ógnað lög- reglumönnum meö haglabyssu, sem honum haföi tekist að ná i, j þótt skotvopnin séu öll fest niður með keðjum. Auk þess kastaði hann tveimur hnifum að lög- reglumönnunum, en þeir sluppu við þær sendingar. Aftur á móti skárust tveir þeirra talsvert i 'átökum við piltinn, er hann kom loks út úr búðinni, — eftir að lögreglan hafði varpað inn til hans táragassprengjum. Var hann þá enn með haglabyssu og hnif. Pilturinn var úrskurðaður i allt að 30 daga gæsluvarðhald og honum gert að sæta geðrann- sókn. innbrotsþjófum tókst að losa byssurnar þó þær væru læstar með keðju. Eins og sjá má lágu byssurnar eins og hráviði um allt. Á litlu myndinni sést skotgat þar sem maður- inn virðist hafa verið að reyna hæfni vopnanna. Ljósmynd Loftur Innanlandsflug úr skorðum vegnaveðurs: Hundruð manna komust seint í póskoferðirnar Miklar truflanir hafa orðið á innanlandsfiugi undanfarna daga. Komust margir af þeim or- sökuin mun seinna en þeir ætluðu sér til þeirra staða sem þeir hugð- ust dvelja á um páskana. í morgun var flugið enn ekki komið i eðiiiegan gang og biðu um 1000 manns á isafirði og i Vestmanna- eyjum eftir flugveðri. —________ Á skirdag lá innanlandsflug að miklu leyti niðri vegna hvass- viðris og snjókomu viða á landinu ogkomusthvorki stórar né smáar flugvélar leiðar sinnar fyrr en seint og um siðir. Aætlunarvélar Flugfélags Islands komust til dæmis ekki til Akureyrar fyrr en seint á skirdagskvöld, en til ýmissa annarra staða var hvorki hægt að fljúga á skirdag né föstu- daginn langa. Þannig biðu til dæmis á fjórða hundrað manns eftir fari til ísafjarðar á laugar- dagsmorguninn. Flug Vængja gekk erfiðlega fyrir helgina, en i gær var flogið samkvæmt áætlun þrátt fyrlr að erfið flugskilyrði tefðu nokkuð fyrir. 1 gær var flogið samkvæmt áætlun hjá Flugfélagi íslands á alla staði innanlands nema til Isafjarðar og Vestmannaeyja, en þar hamlaði hvassviðri og þoka tlugi. I dag eru áætlaðar 8 íerðir til þessara staða ef veðurskilyrði batna. —SJ/ÓR Skúrinn vift Hvaleyrarbraut, þar sem mafturinn brann inni. Maður brann inni Maður brann inni þegar kvikn- aöi I skúr viö Hvaleyrarbraut 36 aftfaranótt laugardagsins. Ekki var vitaft um manninn i skúrnum, en lik hans fannst siftar. Maftur- inn var 52ja ára gamall og hét Guftmundur Arni Valgeirsson. Hann var fráskilinn, en lætur eftir sig 8 uppkomin börn. Þarf að hafa lögregluvörð við heiðarnar? BÍLSTJÓRAR LEGGJA Á HEIÐAR OG FJALL- VEGI KEÐJULAUSIR 0G Á SUMARHJÓLBÖRÐUM Starfsmenn vegaeftir- lits Vegagerðar ríkisins hafa velt því fyrir sér siðustu daga> hvort ekki sé þörf á að hafa lög- regluvörð við heiðar og fjallvegi/ þegar veður- útlit er tvisýnt, til þess að banna bílstjórum að leggja á þessa fjallvegi, ef bilar þeirra væru ekki nægilega vel búnir til aksturs í snjó og ófærð. Virðist þetta vera orðin nauðsyn eftir þá reynslu sem fékkst á Holtavörðu- heiði fyrir páskana. Milli fjögur og fimm hundruð manns lentu í hrakningum á Holtavörðuheiði á skirdag og föstudaginn langa vegna mikils vetrarrikis á heiðinni og ill- viðris. Mikil bilalest komst yfir heiðina á um það bil sólarhring, en nokkra bila varð að skilja eftir, meöal annars vegna þess, hve illa þeir voru búnir til aksturs i snjó. t bilalestinni voru milli 80 og 90 bllar, stórir og smáir, og tók það snjóruöningstæki vega- gerðarinnar nær 20 klukku- stundir að brjótast yfir heiðina á undan lestinni norður yfir heiðina. Holtavörðuheiði er hæst yfir sjó um 390 metra, en vegalengdin yfir heiðina mun vera um það bil 30 kílómetrar. 1 mörgum fólksbilanna, sem lagt höfðu á Holtavörðuheiði var fólk með smábörn, og dæmi voru um aö bilarnir væru á sumarhjólböröum ánkeðja eða annars útbúnaðar til aksturs I snjó. Allmargir bilar voru tepptir á öxnadalsheiði á skirdag og urðu bilstjórar og farþegar að láta fyrir berast i björgunarskýli á heiðinni, þar til á föstudaginn langa, er hægt var að brjótast yfir heiðina. Þaö var um klukkan 04.25 sem tilkýnning barst um eld i skúrn- um. Hafði lögreglan átt leið framhjá og rauk þá úr honum. Vissi þá enginn um manninn. Guðmundur Arni var skráður til heimilis á staðnum og hafði þar aðstöðu til þess að stunda bilaviðgerðir. Hann mun þó hafa dvalist öðru hverju hjá ættin^j- úm. Eldsupptök eru ókunn. Rafmagn mun ekki hafa verið á skúrnum og ekki var vitað um nein hitunartæki. Svo viröist þó sem eldurinn hafi komið upp i herbergi þvi sem maðurinn svaf i þegar þetta skeði. — EA Fœðingardeild Sólvangs lokað Bæjarstjórn Hafnarf jarftar ákvaö á fundi sinum s.l. þriftju- dag aft ieggja fæftingardeiid Sól- vangs niöur, þrátt fyrir mótmæli 370 hafnfirskra kvenna. Aftur á móti var samþykkt á fundinum tillaga þess efnis, að bæjarstjóra yrði falið að kanna möguleika á að hafnfirskar konur fái fæðingarhjálp i sérstökum til- vikum i heimabæ sinum, Hafnar- firði, til dæmis á St. Jósefsspitala. — SJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.