Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. april 1976
vísm
Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með ýmsu móti
Sumargjöf og skátar
sameina krafta sína
Ilátiðahöid Barnavinafclags-
ins Sumargjafari tilcfni sumar-
dagsins fyrsta verða að þessu
sinni i samvinnu við skátafélög-
in i Reykjavik. Verður dagskrá-
in þvi nokkuð frábrugðin þvi
sein verið hefur undanfarin ár.
Farið verður i skrúðgöngur
frá fjórum stöðum i borginni og
munu skátar verða i broddi
fylkingar i þeim öilum. Cti-
skemmtanir verða við Austur-
bæjarskóla og inniskemmtanir i
Fellahelli, Árbæjarskóla og
Austurbæjarbiói.
Skrúðgöngur:
Kl. 10:15
Gengið verður frá gatnamót-
um Álftabakka og Stekkjar-
bakka að Breiðholtsskóla, en
þar verður skátamessa kl. 11.
Lúðrasveitir Arbæjar- og Breið-
holtsskóla og Lúðrasveit verka-
lýðsins leika fyrir göngunni. A
skátamessunni mun Páll Gisla-
son, skátahöfðingi, predika og
séra Lárus Halldórsson þjóna
fyrir altari. Einnig verður
skátamessa i Neskirkju og mun
ská'tafélagið Ægisbúar fara i
skrúðgöngu um hverfið fyrir
messuna.
Kl. 13:00
Gengið verður frá Hólahring
að Fellaskóla. Framfarafélag
Breiðholts III og iþróttafélagið
Leiknir sjá um gönguna ásamt
skátafélaginu Haförnum.
Kl. 14:00
Gengið verður frá Sjómanna-
skólanum um Stakkahlið,
Flókagötu og Egilsgötu að
Austurbæjarskólanum og
Kl. 14:15
verður gengið frá Hljóm-
skálagarðinum um Sóleyjar-
götu, Hringbraut og Barónsstíg
að Austurbæjarskólanum. Fyrir
þessum tveim skrúðgöngum
munu Lúðrasveit Reykjavikur,
Lúðrasveit verkalýðsins og
Lúðrasveitir Arbæjar- og
Breiðholtsskóla leika.
Útiskemmtanir:
Skátafélögin i Reykjavik
verða með s.k. Tivolidag við
Austurbæjarskólann og hefst
hann um kl. 15. Einnig verður
þar leikvöllur fyrir yngri börnin
og St. Gerogsgildið verður með
kakó- og pönnukökusölu á svæð-
Kl. 16:30
heldur St. Georgsgildið kvöld-
vöku við Austurbæjarskólann og
verður hún með skátasniði.
Inniskemmtanir:
1 Fellahelli sýnir Leikbrúðu-
land tvö leikrit um meistara
Jakobkl. 15:00. Sýningin verð-
ur svo endurtekin i Arbæjar-
skóla kl. 16:00.
Nemendur úr Fósturskóla Is-
lands halda barnaskemmtun i
Austurbæjarbiói og hefst hún kl.
13:30.
Börnin komast á hest-
bak
Hestamannafélagið Fákur
verður með hesta á athafna-
svæði sinu við gamla skeiðvöll-
inn milli kl. 3og 4 siödegis. Þá fá
börn 10 ára og yngri að skreppa
á hestbak.
Loks má geta þess að Sumar-
gjöf verður að venju með
merkja- og fánasölu á sumar-
daginn fyrsta. Verða merkin og
fánarnir afhent sölubörnum i
barnaskólum borgarinnar um
morguninn. _ sj.
Ákvörðunin byggð á
samþykkt loftskeyta
manna sem gerð var
fyrir rúmum mánuði
„Það er varasamt aö veita
nokkrar undanþágur varöandi
viöskipti viö bresku skipin viö
landiö og maöur veit ekki hvaö
geturfylgtá eftir,"sagöi Bjarni
Haröarson. loftskeytamaður
hjá Siglufjarðarradfói I gær, er
hann var spurður um ástæöur
þess að hann neitaöi blaöa-
manni Vísis scin er um borö i
brezku freigátunni Gurkha um
þá þjónustu aö fá aö senda
fréttapistil i gegnum loftskeyta-
stööina til blaösins.
,,Ég tók þessa ákvörðun i
morgun i samræmi við sam-
þykkt sem loftskeytamenn hér
gerðudyrir rúmum mánuði um
að neita breskum togurum og
aðstoðarskipum þeirra um
þjónustu hér", sagði Bjarni.
Fréttamaður Visisr spurði
hvort ekki horfði öðru visi við
þegar i hlut ætti fulltrúi islensks
fjölmiðils sem áður hefði verið
um borð í islensku varðskipi til
þess að lýsa landhelgisstriðinu
okkar megin frá og væri nú að
kynna hér hina hlið málsins,
heldur en ef þarna hefði verið
um að ræða aðstoð eða upp-
lýsingamiðlun til bretanna úr
landi.
Bjarni kvað þetta auðvitað
vera matsatriði, en aö svo
komnu máli teldi hann vera rétt
að neita þeirri þjónustu sem
Visir hefði farið fram á.
Simafulltrúinn
sammála
loftskeytamönnunum
Þá ræddi Visir við Guðlaug
Karlsson, simafulltrúa á Siglu-
firði, og kvaðst hann stýðja
samþykkt loftskeytamannanna
og vera sammála Bjarna um að
varlega yrðí að fara i að gera
undantekningar um loftskeyta-
þjónustu við bresku skipin.
Hann sagði eirfnig að loft-
skeytamenn á Siglufirði væru
ekki einir um þá ákvörðun að
sinna ekki almennri þjónustu
við bretana, þvi að sviþaöar
ákvarðanir hefðu verið teknar i
Neskaupstað, Höfn i Hornafirði,
tsafirði og Raufarhöfn. Hjá öðr-
um strandstöðvum hefði hins
vegar ekki náðst samstaða um
málið.
Simstöðvarstjórinn
andvigur
ákvörðuninni
Haukur Jóhannesson,
stöðvarstjóri Pósts og sima á
Siglufiröi sagðist hafa komiö
samþykkt ioftskeytamannanna
á framfæri viö yfirmenn sina
þegar eftir aö hún hefði verið
gerð, en sér hefði ekki verið til-
kynnt um afstöðu Pósts- og
simamálastjóra til málsins.
Aftur á móti kvaöst hann per-
sónulega vera andvigur þessari
ákvörðun loftskeytamannanna
og taldi hana i raun ekki hafa
neitt gildi, þar sem ekki væri
full samstaða meöal loftskeyta-
manna hjá öilum stöðvum
landssimans um máliö.
Stöðvarstjórinn sýndi frétta-
manni Visis ályktunina sem
undirmenn hans gerðu 11. mars
s.l., en þar segir að starfsmenn
loftskeytastöðvarinnar TFX
teiji ekki rétt að veita breskum
togurum þjónustu á Siglufirði á
meðan þeir brjóti islensk lög
„nema i neyðar- og öryggistil-
felium”. Þá segir þar að sama
gildi um aðstoðarskip togar-
anna og segjast loftskeyta-
mennirnir einungis munu sinna
öryggis- og neyðarviðskiptum
við þessi skip frá 12. mars 1976.
Beðnir að endur-
skoða afstöðu sin
Guðlaugur Karlsson, sima-
fuiltrúi, sagði að hringt hefði
verið til sín frá Gufunesradiói
eftir að fréttst hefði um að
blaðamanni Visis i bresku frei-
gátunni hefði veriö neitaö um
fyrirgreiðslu hjá loftskeytastöð-
inni á Siglufirði og verið mælst
til þess að siglfirðingarnir
endurskoðuðu afstööu sina. Þeir
hyggðust ræða málið, en ólik-
legt væri að þeir skiptu um
skoðun.
Tvisvar valdið
bretum erfiðleikum
undanfarið
Er Bjarni Harðarson, loft-
skeytamaður, var að þvi spurð-
ur hvort á samþykktina heföi
reynt gagnvart þjónustu við
breta að undanförnu, sagði hann
að tvisvar sinnum vissi hann til
þessaðorðiðhefði aðsenda skip
til Bretlands af íslandsmiðum
vegna þess að ekki hefði verið
hægt að fá leiðbeiningar varð-
andi viðgerð i gegnum islenska
loftskeytastöð. Hins vegar hefðu
verið gerðar undantekningar
um þjónustu við breskt að-
stoðarskip á dögunum þegar
það hefði tekið þátt i björgunar-
aðgerðum vegna norsku sel-
veiðiskipanna sem föst voru i
is norður af landinu.
„i lagi þótt breskar
strandstöövar hætti
þjónustu við
islensk skip”
Þá spurði Visir þá Guðlaug og
Bjarna hvort þeir teldu ekki að
það gæti komið sér illa fyrir is-
lenska sjómenn og íarmenn ef
loftskeytamenn hjá strand-
stöðvum á Bretlandseyjum
hættu að veita þeim þjonustu.
Þeir töldu það ekki mundu
valda erfiðleikum og sagði
Bjarni i þessu sambandi að
hann hefði haft tal af loftskeyta-
mönnum á þeim flutningaskip-
um sem mest sigldu frá Islandi
til Englands og teldu þeir það
vera ,,allt i lagi þótt breskar
loftskej'tastöðvar hættu þjón-
ustu við islensku skipin. Þau
gætu auðveldlega náö sambandi
við önnur lönd, eins og t.d.
Þýskaland."
-OR/SJ
Atvinnuleysi
hjá múrurum
„Atvinnuhorfur múrara á
næsta vetri eru ennþá verri en
þær voru s.l. haust. Þó hafa um
20% af félagsmönnum Múrara-
félags Reykjavikur verið at-
vinnulaus meiri hluta vetrar,
eða milli fimmtfu og sextiu
manns,” sagði Kristján
Haraldsson formaður múrara-
félagsins i viðtali viö Visi.
„Astæðurnar eru þær að lóða -
úthlutunum hefur fækkað mjög
verulega, og einnig hefur verið
dregið úr öllum opinberum
framkvæmdum.
Við höfum óskað eftir þvi við
borgaryfirvöld og riki að úr
þessu verði bætt með þvi að
flýta frágangi lóða til bygging-
ar. Möguleikar eru á að lóðum i
Hólahverfi verði flýtt, þannig að
það skapi atvinnu fyrir múrara
næsta vetur.
Við höfum einnig óskað eftir
þvi að flýtt yrði fjármögnun til
úthlutunar húsnæðismálalána
og að geðdeild Landspitalans og
fleiri bygginar fengju þá fjár-
mögnun að unnt væri aö hefja
múrvinnu.
Ennþá er allt óljóst i þessum
málum, að visu verður ástandið
nokkuð gott i sumar, en næsti
vetur er ennþá mjög óálit-
legur,” sagði Kristján Haralds-
son. —EB
SUMARBINGÓ
Multiple Sclerosis félag íslands heldur bingó i Sigtúni á sumar-
daginn fyrsta (á morgun) kl. 20.30. Húsið opnaðkl. 19.30.
Meðal fjölda glæsilegra vinninga eru ferðir til sólarlanda, fjöl-
breyttar innanlandsferðir, ferðabúnaður, rafmagnstæki, mynda-
vélar, vatnslitamynd, sjónvarpsborð og margt, margt fleira.
Allur ágóði rennur til tækjakaupa i endurhæfingarstöð Sjálfs-
bjargar að Hátúni 12 i Reykjavik.
Multiple Sclerosis félag íslands