Vísir - 21.04.1976, Side 4
4
Styrkir tii háskólanáms
í Búlgaríu
Búlgörsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóði fram i
nokkrum iöndum er aðild eiga að UNESCO fjóra styrki til
háskólanáms i Búlgariu háskólaárið 1976—77. Ekki er vit-
að fyrirfrain hvort einhver þessara styrkja muni koma i
hiut íslendinga.— Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til
náms i búlgörsku, búlgörskum bókmenntum, listum og
sögu og eru veittir til sex mánaða námsdvalar. Styrkfjár-
hæðin er 120 levas á mánuði.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrk-
timabil hefst og hafa góða þekkingu á búlgörsku, frönsku,
ensku, þýsku eða rússnesku.
Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum
prófskirteina, vottorði um tungumálakunnáttu, meðmæl-
um og heilbrigðisvottorði skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. mai nk. Sérstök
umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
13. april 1976.
Laust embœtti er
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti i lögfræði við lagadeild Háskóla Is-
lands er laust til umsóknar. Gert er ráð fyrir að kennslu-
greinar verði á sviði fjármunaréttar eða réttarfars.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k.
Umsækjendur um prófessorsembættið skulu láta fylgja
umsókn sinni rækilega skýrslu um vlsindastörf þau er þeir
hafaunnið,ritsmíðarogrannsóknir,svo og námsferil sinn
og störf.
Menntamálaráöuneytið
12. april 1976.
ffl Húseigendur athugið:
Við viljum hérmeð vekja athygli á, aö allar breytingar á
húsum, bæði á notkun þeirra og útliti, eru háðar sérstöku
samþykki byggingarnefndar.
Einkum skal benda á, að við að breyta giuggumhúsa, t.d.
fella niður pósta.breyta þau oft mjög um svip, og ber þvl
skýlaust að sækja um leyfi til þeirra breytinga.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu byggingar-
fulltrúa, Skúlatúni 2, 2. hæð.
Byggingarfulltrúinn i Reykjavik.
Vélritarar
Viljum ráða vana vélritara, ekki unnið á
vöktum. Gott kaup.
Uppl. hjá verkstjóra, ekki i sima.
Prentsmiðjan Oddi hf.
Bræðraborgarstig 7.
Nauðungaruppboð,
annað og síðasta á hluta i Rjúpufeili 46, þingl. eign Gisla
Garðarssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 23. apríl
1976 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nouðungaruppboð,
annað og siðasta á hiuta i Hjaltabakka 28, talinni eign
Skafta Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudag
23. april 1976 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð,
annað og siðasta á hluta I Ferjubakka 4, talinni eign Jó-
hanns Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudag
23. april 1976 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik
Miðvikudagur 21. april 1976 vism
Laugarásbió
..Jarðskjálftinn”
Bandarisk, 1975.
Ungur jarðsk jálf ta-
fræðingur spáir því að
innan skamms muni
ógurlegur jarðskjálfti
verða i Los Angeles, sem
valda muni ægilegu tjóni
og drepa fjölda manns.
Hann vill að fólki verði
tilkynnt um þetta og það
flutt umsvifalaust á
brott. Viðbrögð annarra
manna eru sein, þeir trúa
þessum unga manni varla
og óttast auk þess að
ofsahræðsla grípi um sig,
sem valdið geti enn meiri
óskunda en jarðskjálfti
sem engin trygging er
fyrir að verði. Skömmu
síðar verður kippur, sem
mælist 9,9 stig á richter-
kvarða.
Brýr brotna, hús hrynja og
fólkið veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Hamfarirnar eru hrikalegar og
sérstaklega vel gerðar, það er
sjaldnast að augað greini,
hvernig tækninni er beitt til að
skapa þessar hamfarir.
En einn galli er þó á þvi að sjá
myndina hérna og það er vönt-
unin á lágtiönihátölurum, sem
hafa framkallað titring I kvik-
myndahúsum erlendis og segja
mér fróðir menn, sem séð hafa
Stóru hraðbrautirnar i Los Angelcs hrynja og sprungur myndast i
jörðina um leið og borgin jafnast við jörðu I jarðskálfta sem er 9,9
stig á richterkvarða.
JARDSKJALFTIl
myndina erlendis að áhrif þau
sem hún hefur á kvikmyndahús-
gesti hér, séu ekki nándar nærri
þau sömu og erlendis. Þessa
hátalara var hægt að fá leigða,
en leigan var Laugarásbiói of-
viða.
Auk hamfaranna fylgjast
menn með nokkrum einstak-
lingum i Los Angeles, hvernig
þeir bregðast við skjálftunum
og alls konar vandræðum þeirra
i einkallfinu sem magnast við
hvern kipp. Þekktir leikarar
fara þar með aðalhlutverk og
ferst það vel úr hendi, sérstak-
lega Ava Gardner, sem leikur
sálsjúka, kokkálaða eiginkonu.
1
'■■%
Ofsahræðsla gripur um sig með-
al ibúanna en menn reyna að
bjarga eigin skinni. A þessari
mynd sést þegar fólk I stórri
skrifstofubyggingu reynir að
komast út úr henni. Allir bjarg-
ast úr húsinu, enda Chariton I
Heston sem sér um björgunar- y
aðgerðirnar.
Þó finnst undirriluðum myndin
gjalda þess söguþráðar sem |
spunninn er I hana, hún hefði |
orðið raunverulegri ef meiri I
heimildarmyndarstíll hefði ver- j
ið á henni og leikarar ekki eins
þekktir. En kaninn tekur enga
áhættu, þegar óhemju verðmæti
e.r um að tefla og til þess að
koma i veg fyrir það að myndin
seljist ekki eru þessir frægu
leikarar notaðir til að laða að
\ menn.
Eins og allir vita er Jarð-
skjálftinn eða Earthquake ein
þeirra hamfaramynda, sem svo
vinsælar uröu á siðustu árum,
mynd i sama flokki og Poseidon,
, Jaws og Towering Inferno, sem
enn er ósýnd hér en verður
væntaniega innan skamms á
boðstólum.
Að öllu samanlögðu á Jarð-
skjálftinn allt gott skilið og fær
þvi þrjár stjörnur.