Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 5
visra Miðvikudagur 21. apríl 1976
5
Redford i hlutverki sinu i mynd-
inni „3 Days of the Condor”.
VENEZUELA
★ ★
Nýja bió:
„Gammurinn á Flótta”
(3 Days of the Condor)
Aðalhlutverk:
Robert Redford
og Faye Dunaway
Mikið er ég feginn að
Robert Redford skuli
hafa snúið sér að kven-
fólkinu á ný eftir allt
þetta daður við hann
Paul Newman.
Kvenmaðurinn, sem hannnælir
sér i er hún Faye Dunaway (úr
Bonnie and Clyde m.a.). Og það
er engum vettlingatökum beitt á
þeirra fyrsta ástarfundi. Hann
ræðst á hana á götu og hótar að
skjóta hana ef hún biður honum
ekki heim til sin.
Og hún hættir vitanlega ekki á
annað en bjóða honum til sin og
hefðu vist ófáar konurnar viljað
vera i sporum hennar þá nóttina.
Þessi nýjasta mynd leik-
stjórans Sidney Pollack er byggð
á bdkinni „Sex dagar
Kondórsons” en þar eð bókin þótti
of löng klipptu þeir hana niður og
kölluðu myndina „Þrir dagar
Kondórsins” og er hún fulla tvo
timana samt.
Kondórinn er dulnefni fyrir
Jósep Turner, bókaorm með gler-
augu sem ekur til vinnu sinnar i
bókasafninu á skellinöðru.
Robert Redford og Faye Duna-
way i hiutverkum sinum.
Og hvað er svo starfsmaður á
bókasafni að gera með dulnefni?
Jú, bókasafnið er nefnilega dul-
búin deild CIA, sem er vel þekkt
sláturfélag i Bandarikjunum.
Starf Turners er að lesa allt
sem hönd á festir til að leita að
bitastæðu efni fyrir leyniþjónust-
una. Og þegar hann einn daginn
er að lesa hasarblöð frá Venezu-
ela rekst hann á feitan bita.
Það eru þó ekki allir, sem eru
jafn ánægðir með uppgötvunina
og rigningardag einn, þegar
Turner kemur úr mat sér hann,
að allir starfsfélagar hans á
bókasafninu hafa tapað heilsunni
mjög snögglega.
Og þá heyrði ég ekki betur en
einhver i betri sætunum i Nýja
biói skellti upp úr og sýnir það
annað hvort, að islenskir kvik-
myndagestir eru með frosnar
taugar eða hitt, sem mér finnst
liklegra að leikstjóranum hefur
tekist að kvikmynda sex manns
skotna niður með köldu blóði án
þess að ná út nokkurri dramatik.
Þá hefði nú hann Peckingpah gert
betur.
1 öðrum atriðum tekst honum
að visu betur upp en það er eins
og þessi saga, sem annars biöur
upp á spennu og æsing nái aldrei
alvarlegum tökum á kúnnum
kvikmyndahússins.
Þá er Robert Redford langt frá
þvi i formi og undirleikur allan
timann. Fay Dunaway gerir þó
sitt til að bæta upp fyrir það.
Raunar er þó sagan um
Kondórinn allra góðra gjalda
verð sem vel kvikmynduð
afþreying, sérstaklega þó ef þú
vinnur á bókasafni og vilt láta þig
dreyma um hvað komið getur
fyrir þig einn rigningardaginn ef
þú ertekki var um þig. Láttu alla-
veganna hasarblöðin frá
Venezuela liggja ólesin. —JB
HÆTTULEG
HASARBLÖÐ
FRÁ
Páskamyndin í ár:
BAHNEY BERMIARO prcents A MAGNUM PflOOUCTCN
CALLAN
ein sú bezta sinnar tegundar.
Tekin i litum.
Leikstjóri: Don Sharp.
Aðalhlutverk:
Edward Woodward
Eric Porter.
Bönnuð innan 16 ára:
islenskur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ROBERT REDTORD/FAYE DUNAWAY
CLiFF ROBERTSON/MAX VON SYDOW
MASUMIISOMVmrWJOUClUN
• STtMnRxuami
Gammurinná flótta
Æsispennandi og mögnuð ný
bandarisk litmynd um leyni-
þjónustu Bandarikjanna
CIA. Mynd þessi hefur alls-
staðar verið sýnd við metað-
sókn.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd i dag, skirdag og 2. i
páskum kl. 5, 7.30 og 9,45.
Ath. Brevttan sýningartima.
Hækkað vcrð.
Simi: 16444.
Leikhúsbraskararnir
(The Producers)
Frábær og sprenghlægileg
bandarisk gamanmynd i lit
um, gerð af MEL BROOKS,
um tvo furðulega svindlara.
ZERO MOSTEL
GENE WILDER
Islenskur texti
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11
LAUGARAS
B I Q
Sími 32075
Jarðskjálftinn
Frumsýnd á skirdag.
Stórbrotin kvikmynd um
hvernig Los Angeles mundi
lita út eftir jarðskjálfta að
styrkleika 9,9 á richter.
Leikstjóri: Mark Robson,
kvikmvndahandrit: eftir Ge-
orge Fox og Mario Puzo.
(Guðfaðirinn).
Aöalhlutverk: Charlton
Heston, Ava Gardner, Ge-
orge Kennedy og Lorne
Green ofl.
Bönnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10
Hækkað verð
íslenskur texti
TÓNABÍÓ
Simi 31182
Kantaraborgarsögur
(Canterbury Tales)
Leikstjóri: P.P. Pasolini
„Mynd isérflokki (5 störnur)
Cantaraborgarsögurnar er
sprenghlægileg mynd og
verður enginn svikinn sem
fer i Tónabió”
Dagblaðið 13.4. 76.
Stanglega bönnuð börnum
innan 16 ára.
Sýnd kl. 9
Tom Sawyer
Ný, bandarisk söngva —og
gamanmynd byggö á heims-
frægri skáldsögu Mark
Twain „The Adventures of
Tom Sawyer”. Mynd fyrir
alla á öllum aldri.
Leikstjóri: Don Taylor
Aðalhlutverk: Johnny
Whitaker, Celeste Holm,
Warren Oates.
Islenskur texti
Sýnd ki. 5 og 7.
Sama miðaverð á allar sýn-
ingar.
Jan-Otto Andersson, háskólakennari frá
Ábo, heldur fyrirlestur i Norræna húsinu
miðvikudaginn 21. april kl. 20,30. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á sænsku og nefn-
ist:
Förandringar av ekonomiska
styrkeförhallanden i varlden
Norræni sumarháskólinn
NORRÆNA
HUSIÐ
3*1-89-36
California Split
tslenskur texti
Bráðskemmtileg ný amerisk
gamanmynd i litum og
Cinema Scope með úrvals-
leikurunum Elliott Gould,
George Segal.
Sýnd kl. 6, 8 og 10
AlJSTURBfJARRiíl
‘ ÍSLENZKUR TEXTI
DINODELAURENTIIS
prcscnU
Heimsfræg. ný, bandarisk
stórmynd i litum. bvggð á
samnefndri metstölubók eft-
ir Kyle Onstott.
Aðalhlutverk:
James Mason.
Susan George,
Perry King.
Bönnuð innan 16. ára.
Sýnd kl. 5. 7.30 og 10.
Hækkað verð.
Athugið brevttan sýningar-
tima.
LEIKHÚS
iÞJÓDLEIKHÚSID
KARLINN A ÞAKINU
sunardaginn fyrsta kl. 15,
föstudag kl. 15,
laugardag kl. 15. Uppselt.
FIMM KONUR
4. sýning sumard. fyrsta kl.
20.
Hvit aðgangskort gilda.
CARMEN
föstudag kl. 20.
laugardag kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
.Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200.
i.i:iki r:iw\c;
KEVKI.W’ÍKIIR
3* 1-66-20
EQUUS
i kvöld kl. 20.30
KOLRASSA
sumard. fyrsta kl. 15
VILLIÖNDIN
sumardaginn fyrsta kl. 20.30
fáar sýningar eftir
SKJALDHAMRAR
föstudag kl. 20.30
SAUMASTOFAN
laugardag kl. 20.30
KOLRASSA
sunnudag kl. 15
fáar sýningar eftir
EQUUS
sunnudag kl. 20.30
SKJALDHAMRAR
þriðjudag kl. 20.30
Miðasalan i iðnó ^r opin kl.
14 til 20,30. Simi 1-66-20.