Vísir - 21.04.1976, Síða 6
Miövikudagur 21. april 1976
vxsm
Umsjón:
Guömundur Pétursson
Kamal Junblatt, leiðtogi
vinstri manna i Líbanon,
varaði hægrimenn við þvi á
blaðamannafundi í gær, að
annaö hvort kysu þeir frið,
eða stæöu augliti til auglit-
is við byltingu.
brátt fyrir yfirlýst vopnahlé i
BeirUt. hai'a bardagar milli hægri
og vinstri öfgaafla haldið áfram.
A.m.k. 113 manns voru drepnir
eða fundust dauðir á götum borg-
arinnar i gær. brjár vikur eru nú
siðan vopnahléi var lýst yfir.
Junblatt spurði hvers vegna
Franjieh forseti hefði ekki enn
gefið yfirlýsingu um að segja af
sér emba'tli forseta. t>á gaf Jun-
blatt i skyn að forsetinn, hægri-
menn og leyriiþjónustur annarra
landa. jrar á meðal Israel, gætu
verið að undirbúa að skilja við
forsetaembættið i rúst, og landið
á barmi glötunar.
Junblatt sagði að vinstrimenn
mundu notfæra sér slikt ástand,
og lýsa yfir nýju stjórnkerfi i
Libanon.
..Hægrimenn verða þvi nú að
velja milli friðar og byltingar”
sagði Junblatt, án þess þó að
skýra nánar hvers konar byltingu
hann ætti við. Hann hefur þó áður
sett fram hugmyndir sinar um
úrbætur. bær felast m.a. i breyt-
ingum á skiptingu valdáembætta
milli trúarbragðahópa.
SPRENGDU VÍNBÚÐINA
Sprengja sprakk í gærmorgun í þeirri frægu vinbúð
„Dixie" í Jacksonville í Flórída. Svo öflug var spreng-
ingin, að ekkert stóð uppi eftir af útveggjum utan blá-
hornið, sem sést hér á myndinni. Brak og glerbrot
þöktu götuna margar húslengdir til hverrar áttar.
Portúgalskir
kommúnistar
sigurvissir
Alvaro Cunhal, leið-
togi portúgalskra
kommúnista, ávarpaði
45 þúsund manna úti-
fund i Lissabon i gær-
kvöldi og hvatti til þess
að menn sameinuðust
um að kjósa kommún-
ista i þingkosningunum
næsta sunnudag.
Sagði hann þaö einu leiðina til
þess að koma á vinstrisinnaöri
meirihlutastjórn. Um leið gagn-
rýndi hann stefnu jafnaðar-
manna.
t kosningaundirbúningnum
hafa kommúnistar lagt allt kapp
á að vinna meirihluta i þinginu,
minnugir ósigranna i kosningun-
um i fyrra, þegar jafnaðarmenn
fengu flest atkvæði.
Búist er við að jafnaðarmenn
missi eitthvað af sinu fyrra fylgi i
þessum kosningum. Hafa þeir
lýst þvi yfir, að þeir muni fara i
stjórnarandstöðu, ef þeir fá ekki
hreinan meirihluta, sem dugi tii
þess að mynda stjórn án annarra
flokka.
Danir lána egyptum
til að kaupa vélar
Anker Jörgensen, forsætisráð-
lierra Panmerkur, er á förum i
dag i fimm daga heimsókn tii
Kgyplalands, þar sem hann mun
hitta að máli Anwar Sadat
lorseta.
Sadat forseti mun gera
Jörgensen grein fyrir, hvernig
háttar nú til með sambúð egypta
og sovétmanna og hver sé vilji
kairóstjórnarinnar til friðar-
samninga við ísrael.
Jörgensen mun undirrita
samning um 40 milljón danskra
króna vaxtalaust’ lán rikissjóðs
dana til egypta. — Danir hafa
áður lánað þeim þrfvegis samtals
um 110 milljón danskar krónur
eða 3080 milljónir ísl. kr. Féð
rennur til kaupa á dönskum vél-
um til iðnaðar egypta.
Skattar Fords
Gerald Ford bandarikjafor-
seti greiddi 42% af tekjum sin-
um 1975 i skatta til Michigan-
rikis, þar sem hann hefur lög-
heimili. bað eru sömu skattar
og hann greiddi árið, sem
Richard Nixon sagði af sér og
Ford varð forseti. — Skattarn-
ir eru dregnir jafnharðan af
kaupi hans (200 þúsund doll-
urum og risnu (50 þúsund doll-
urum).
Kodúkmyndavél
sem framkall-
ar samtímis
Eastman Kodak-fyrirtækið
hefur nú eftir sjö ára tilraunir
og rannsóknir, sem hin mesta
leynd hefur hvilt yfir, komiö
fram með nýja myndatökuvél,
sem framkallar lítmyndir
samtimis. — Er þetta fyrsti
raunverulegi keppinauturinn,
sem Rotaroid-Land mynda-
vélin eignast.
Kodak-vélin, sem vinnur
eftir svipuðum lögmálum og
Polaroid. tekur litmyndir,
sem siðan framkallast utan
vélarinnar á örfáum minút-
um. — Myndavél þessi verður
fáanleg i Kanada i næsta
mánuði og i Bandarikjunum i
júni. ódýrasta gerð hennar
mun kosta 53.50 dollara.
Páskablessun
Páls páfa
Að venju á páskadag söng páfi
messu á Péturstorginu i páfa-
garöi. Eftir messu birtist Páll
páfi á svölum Péturskirkju og
blessaði mannsafnaðinn, en
tugir þúsunda höfðu hlýtt á
messu páfa.