Vísir - 21.04.1976, Síða 9
vism Miðvikudagur 21. apríl 1976
9
Bretadrottning og fjölskylda hennar — frá vinstri talið: Charies prins, Edward prins, drottningin, Philip prins, maður hennar, Andrew prins og Anna prinsessa
ning - fimmtug í dag
Þarna er að sjálfsögðu hafður i
huga sá kviði manna, fyrir þvi, að
ungur piparsveinn, sem enn hefur
ekki fest ráð sitt, geti hugsanlega
orðið fyrir áhrifum konu, sem
ekki þætti þjóðhöfðingja landsins
samboðin. — Þetta veldur þó ekki
næstum þvi eins þungum
áhyggjum nú á timum mikils
frjálslyndis i samskiptum karla
og kvenna, miðað við sem verið
hefði fyrir fimmtán eða tuttugu
árum.
Hitt mundi breti eiga erfiðara
með að fyrirgefa sinum drótt, og
það væri hlutdrægni I stjórn-
máium landsins með einum
flokknum eða öðrum. Siðan
dagar Viktóriu drottningar liðu,
hefur breska krúnan verið æ af-
skiptaminni um daglega stjórn-
sýslu og siðustu áratugina gætt
þess vandlega að láta ekki til sin
taka á stjórnmálasviðinu. Til
kasta konungs eða drottningar
kemur ekki, nema undir alveg
sérstökum kringumstæðum, sem
stjórnskráin kveður á um.
Elisabet englandsdrottning
hefur ekki sýnt minnsta vott til-
hneigingar til að draga taum
annars hvors þeirra flokka, sem
skipst hafa á um rikisstjórn,
meðan hún hefur verið i hásæti.
Raunar má segja það um flest
annað.sem hugur hennar kann að
standa til, að henni hefur tekist
meistaralega vel að halda þvi
leyndu fyrir þorranum. Það er að
segja, að undanskildu þvi, að það
er auðvitað á allra vitorði, að
drottningin hefur dálæti á
hundum og hestum, sveitarlifi og
sjónvarpinu. Þar sem kynsystur
hennar mundu hugsanlega koma
upp um sig i klæðavali, tekst
henni jafnvel að dylja sinn innri
mann með ósamstæðum kápum
og kjólum, sem stinga að visu i
stúf við tiskuna, án þess þó að
vera of gamaldags.
Þetta litleysi i framkomu
hennar hátignar við opinber tæki-
færi hefur annars verið upp-
spretta margrar glósunnar i
gamanleikjum og grinritum.
Hafa spéfuglarnir sótt sér þangað
eða i ræður hennar margt gaman-
efnið. Fyrrum var orð á þvi gert,
að ræðurnar væru eins og stilar
skólastúlkna, og enn er tekið til
þess, hvernig hún gætir þess
vandlega i dag, að sneiða framhjá
hverju einu, sem valdið gæti
deilu.
Eina breytingin, sem orðið
hefur á umtalinu um
drottninguna eða fjölskyldu
hennar, er sú, sem fylgir tlðar-
andanum. Mundi sumt af þvi
hafa þótt á fyrstu rikisárum
Elisabetar i hæsta máta övið-
eigandi, þótt að enginn fyrtist i
dag.
Charles prins virðist ætla að
likjast móður sinni i þessari
lognmollu. 1 þau fáu skipti, sem
hann lætur til sin taka opinber-
lega, lýtur það helst að
málefnum eins og nauðsyn
aukinnar iþróttaaðstöðu
nemenda i breskum skólum eða
friðhelgun landsvæða. — Það
eina, sem hann hefur nýlega látið
eftir sér hafa og skiptar hafa
verið skoðanir um, laut að jafn-
réttishreyfingu kvenna, sem
prinsinn kvaðst ekki þykja neitt
tiltakanlega um.
Anna, prinsessa systir hans, er
hinsvegar öfeimnari við að hætta
sér út i umræður á breiðara sviði.
Refaveiðar eða aðgangsharka
blaðaljósmyndara, kappreiðar
eða le ikhússýningar — þar spa rar
hún hvorki hrós né last. 25 ára
orðin sækir hún leiksýningar, sem
á stúlknaárum móður hennar,
hefðu ekki þótt við hefðarmeyja
hæfi og hefðu kannski ekki einu
sinni þótt sýningarhæfar fyrir
klámi.
Frá upptöku á leikritinu
Keramik eftir Jökui
Jakobsson.
skyrt i ljós persónur Jökuls og
langar mig sérstaklega að nefna
Hrönn Steingrimsdóttur, sem
túlkaði algjörlega andlega kúg-
aða eiginkonu af mikilli list.
Sigurður Karlsson túlkaði einn-
ig ágætlega sjálfsöruggan, efni-
legan, metnaðarfullan og
hrokafuilan lögfræðinginn en
hlutverk Höllu Guðmundsdóttur
gaf minnstu möguleikana fyrir
leikarann, þvi Auður er óskýr-
ast dregin upp i leikritinu.
Heildarsvipur leikritsins var
nokkuð góður, óvenjugóður ef
miðað er við flest önnur islensk
verk sjónvarpsins i vetur og má
þakka það hinum vönduðu
vinnubrögðum sjónvarpsins að
ógleymdri tónlist Spilverks
þjóðanna, sem féll vel að mynd-
inni án þess að vera yfirþyrm-
andi.
Þess má að lokum geta að i
krónutölu nam kostnaður við
gerð leikritsins um fimmtungi
þeirrar upphæðar sem Lénharð-
ur sálugi kostaði islensku þjóð-
ina.
persónuleikar i „stéttlausu”
þjóðfélagi okkar. Gerður á allt
en finnst sig skorta eitthvað en
Auður á ekkert nema rigning-
una sem elskhuga. Gerður heill-
ast af nægtarsemi Auðar og
finnur að ekki er allt fengið með
einbýlishúsi, bil, barni, eigin-
mann og lóð við sjávarsiðuna
svo hún fer að heiman til að búa
til bláan hest, hið ófáanlega. En
örlögin láta ekki að sér hæða og
snúa við hlutunum, svo áður en
langt um liður hafa stúlkurnar
skipt um hlutverk.
Meðferð sjónvarpsins á efninu
var óvenjugóð og auðsjáanlega
vel til hennar vandað, mynd-
stjórn nákvæm og skiptingar
heppilegar til að ná fram á-
kveðnum áhrifum til að undir-
strika efni textans eða draga
fram afkáralegar andstæður,
smbr. einræðu Gunnars, þegar
þau hjónin hafa boðið Auði heim
til sin.
Hlutur leikaranna var ekki
siðri en sjónvarpsins, þeir hafa
lagt mikla vinnu i að draga
unnið keromik
Keramik, eftir Jökui Jakobs-
son, var ánægjuiegur viðburður
i sjónvarpinu i gærkvöldi. Við-
fangsefnið er vel kunnugt og
jafnvel framreiðsla þess en þó
var yfir þvi þokkafuilur blær
sem sennilega er mest að þakka
stjórnendum verksins.
Efnið var hinn eilifi þrihyrn-
ingur og fléttuð inn i barátta
kvenna fyrir þvi að fá að vera til
sem sjálfstæðir einstaklingar.
Aðalapersónurnar þrjár eru al-
gerar andstæður, eins og ljós er
andstæða myrkurs. Má þá fyrst
nefna hjónin, Gunnar og Gerði.
Gunnar er ungur, efnilegur og
metnaðargjarn iögfræðingur,
sem metur lifið i veraldlegum
verðmætum en mætir þó á tón-
leika og leikhús til að sýna sig
meðal menntaðra manna og
Gerður er „bara húsmóðir”,
sem aldrei hefur skort neitt og
aldrei þurft að taka ákvarðanir,
ekki einu sinni segja neitt, þvi
Gunnar gerir allt siikt fyrir
hana.
örlagavaldur þeirra hjóna er
Auður, sem Gerður kynnist á
keramiknámskeiðinu, en
Gerður hefur reynt að fullnægja
þeirri þörf sinni til að vera sjálf-
stæður einstakæingur með þvi
að sækjh alls konar námskeið
uns hún hittir Auði á keramik-
námskeiðinu.
Auður er stúlka af allt öðru
sauðarhúsi en Gerður og birtast
meðal þeirra tveir sterkir,
kannski fullsterkir, andstæðir
Eins og ljós og skuggi. Hrönn Steingrimsdóttir og Halia Guðmunds-
dóttir i hlutverkum sinum i Keramiki. Aðrir leikendur voru Sigurð-
ur Karlsson og Björn Gunnlaugsson, sem lék ágætlega son hjón-
anna.