Vísir - 21.04.1976, Side 19
Útvarp, annað kvöld, kl. 20.
Harmsaga að baki leik-
ritsins annað kvðld...
„Faðirinn" eftir
Strindberg í tilefni
50 ára leikafmœlis
Vals Gíslasonar
Valur Gislason leikari á 50 ára
leikafinæli á föstudag, 23. april.
i tilefni af þvi verður flutt leik-
ritið „Faðirinn” eftir August
Strindberg i útvarpinu annað
kvöld. Leikritið var siðast flutt i
útvarpinu fyrir 9 árum, en með
aðalhlutverkið í þvi fer Valur
Gislason.
Hatur Strindbergs á
konunni kemur vel
fram
„Faðirinn” var frumsýndur i
Casino-leikhúsinu i Kaup-
mannahöfn 1887. Þegar Strind-
berg skrifaði leikritið, var hann
kvæntur fyrstu konu sinni, Siri
Von Essen. Hún hafði leitað
ráða hjá svissneskum geðlækni
vegna meintrar sálsýki manns
hennar og hatur Strindbergs á
konu sinni vegna þessa tiltækis
kemur glöggt fram i leikritinu.
Þar beitir kona riddaraliðs-
foringjans, sem Valur Gislason
leikur, öllum ráðum til að fá
hann til að missa stjórn á skapi
sinu, svo að hægt sé að loka
hann inni á geðveikrahæli.
Strindberg hlifði engum, þegar
þvi var aðskipta, ekki einu sinni
fjölskyldu sinni.
Harmsaga að baki leik-
ritsins
Fæstir sem hlusta á „Föður-
inn” nú á dögum hugsa um þá
harmsögu sem á bak við liggur,
enda er leikritið meistaraverk
sem stendur fyrir sinu, hvað
sem öðru liður. Það er þrungið
dramatiskri spennu og sálfræði-
legu innsæi.
Strindberg markaði djúp spor
i heimsbókmenntunum og hann
hefur haft mikil áhrif á yngri
leikritahöfunda, t.d. Tennessee
Williams og Arthur Miller.
En þrátt fyrir frægð sina og
snilli var Strindberg enginn
gæfumaður. Allt sitt lif leitaði
hann móðurhlýjunnar, sem
hann fór á mis við i æsku, en
hann fann hana aldrei. Þessi
innri barátta setur óhjákvæmi-
lega mark sitt á verk hans. Þar
er „Faðirinn” engin undantekn-
ing.
Þýðingu leikritsins gerði Loft-
ur Guðmundsson en leikstjóri er
Lárus Pálsson. Með stór hlut-
verk, auk Vals, fara Jón Aðils,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Haraldur Björnsson, Arndis
Björnsdóttir og Kristbjörg
Kjeld. Klemenz Jónsson leik-
listarstjóri flytur ávarpsorð.
— EA.
Valur Gíslason á 50 ára leikafmæli á föstudaginn. Hann fer með
aðalhlutverkið í „Föðurnum” eftir Strindberg. Hér er hann I einu
hlutverka sinna með Guðbjörgu Þorbjarnardóttur.
Það alveg rauk úr
skrokknum —
Sjónvarp:
Ante
kveður—
þó var sko
svakalega gaman
Arnór Ragnarsson skrifar:
Loksins fékk maður að sjá þessa marg-auglýstu og umræddu mynd
Bóndann, og hvilikt áfall. Ég held að ekki sé hægt að fara eins illa með
góðan efnivið og þar var gert. Máli minu til staðfestingar skal ég nefna
nokkur atriöi sem mér fundust keyra fram úr hófi:
Það er fyrst að nefna hve tilfinnanlega vantaði talið i myndina, i stað
hinna „frábæru” pianótóna, sem segði frá hvar myndin var tekin, um
hvað hún er. Ég komst t.d. aldrei að þvi hvar kirkjustaðurinn væri,
hvaö fólkið hét eða hvað hóllinn fyrir ofan bæinn heitir, hvort þar eru
álfar, hvað búiö væri stórt; hvort bóndinn væri giftur eða hvernig mað-
urinn dró björg i bú og og.
Það hjálpaði mér mikið að ég hafði komiö þarna nokkrum sinnum
með M/S Fagranesinu þegar ég var patti og vissi þvi hvaö i myndina
vantaði. Það er t.d. að minu mati skemmtilegasti punkturinn hvernig
aðdráttur til heimilisins fór fram og hvernig lömbin fóru i sláturhúsið
með djúpbátnum — þá var nefnilega ekki það sem virtist vera aðalat-
riðið i myndinni, VEGURINN OG JARÐÝTAN, þá ekki sé talað um
hvaö þeir drápu fallega i sláturhúsinu á tsafirði, það alveg rauk af
skrokkunum þegar þeir voru hengdir upp — mikið svakalega var það
gaman. Aðdráttur bænda við Djúp er enn i dag mjög merkilegt fyrir-
bæri. — Að bátur skuli koma tvisvar i viku til að sækja mjólkina og
komi með lífsbjörgina i leiöinni, rúgbrauðið og neftóbakið og allt það.
Nei, ég er viss um að mér hefði farið þessi kvikmyndataka eins vel úr
hendi — án styrkja enda þótt ég hefði sjálfsagt snúið tökuvélinni öfugt.
Gluggar
í staðinn
Siðasti þátturinn um
Ante er á dagskrá sjón-*
varpsins í dag. ,,Pétur
og stúlkan" heitir þátt-
urinn. Hann hefst
klukkan 18.40.
Eftir þeim upplýsingum,
sem við fengum hjá
sjónvarpinu, halda þættirnir
„Gluggar” áfram i staðinn
fyrir Ante. Þegar hafa
reyndar verið sýndir nokkrir
þættir en viö munum nú sjá
þá eitthvað áfram.
Þá er tarið að styttast i lok
my nda f 1 o k k sins um
Robinson-f jölskylduna. 11.
þátturinn er sýndur i dag og
eru þá tveir eftir.
— EA.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Til umhugsunar. Þáttur
. um áfengismál i umsjá
Árna Gunnarssonar.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Þess
bera menn sár” eftir Guð-
rúnu Lárusdóttur. Olga Sig-
uröardóttir les (12).
15.00 Miödegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Flóttadrengurinn” eftir
Erlu. Þorsteinn V. Gunn-
arsson les.
17.30 Framb.kennsla I dönsku
og frönsku. Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Úr atvinnulifinu.
20.00 Kvöldvaka.
21.30 Útvarpssagan: „Síöasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis. Sigurður A.
Magnússon les þýðingu
Kristins Björnssonar (18).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Sá svarti senuþjófur”
ævisaga Haralds Björns-
sonar. Höfundurinn,
Njörður P. Njarövlk, les
(11).
22.40 Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
22. aprfl
Sumardagurinn fyrsti
11.00 Skátamessa I Breiðholts-
skóla Sóknarpresturinn
séra Lárus Halldórsson,
þjónar fyrir altari.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. A frfvaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.15 A afmæli Snorra
Hjartarsonar skálds. Sverr-
ir Hólmarsson mennta-
skólakennari talar um
Snorra og skáldskap hans,
og lesið veröur úr ljóðum
skáldsins.
16.00 Fréttir. '16.15 Veður-
fregnir. Barnalúðrasveit
Arbæjar og Breiðholts
leikur Stjórnandi Ólafur L.
Kristjánsson.
16.40 Barnatimi i samvinnu
viö barnavinafélagið
SumargjöfFósturnemar sjá
um val og flutning á efninu.
17.30 Stúlknakór danska út-
varpsins syngur i sal
Menntaskólans við Hamra-
hlið 3. þ.m. Söngstjóri: Tage
Mortensen. Pianóleikari
Eyvind Möller. Einnig leik-
ur kvartett Pouls Schönne-
manns.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar
19.25 „Vorið er komiö”
Haukur Hafstað fram-
kvæmdastjóri landverndar
flytur erindi.
19.45 Einsöngur i útvarpssal:
Guömundur Jónsson syngur
lög eftir Kristin Reyr og
Knút R Magnússon. Olaf-
ur Vignir Albertsson leikur
á pi'anó.
20.00 Leikrit Þjóðleikhússins:
„Faðirinn” eftir August
Strmdberg Áður útv,1959og
1967.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Sá svarti senuþjóf-
ur”, ævisaga Haralds
Björnssonar Höfundurinn
Njörður P. Njarðvik, les
(12).
22.35 Danssýningarlög
Filharmoniuhljómsveitin i
Berlin leikur: Herbert von
Karajan stj.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok
18.00 Mjási og Pjási.Tékknesk
teiknimynd. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
18.15 Robinson-fjölskyldan.
Breskur myndaflokkur
b.vggður á sögu eftir Johann
Wyss. 11. þáttur. Pauðs-
mannsgull. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.40 Ante. Norskur mynda-
flokkur um samadrenginn
Ante. Lokaþáttur. Pétur og
stúlkan. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
Illé
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Augljsingar og dagskrá
20.40 \>jasta tækni og visindi
Umsjönarmaður Sigurður
Richter.
21.05 Bilaleigan. Þyskur
m y ndaflokkur. Þyðandi
Briet Héðinsdóttir.
21.30 Gondólakappróöurinn i
Fene> jum. Bresk heimilda-
mynd um Feneyjar. endur-
reisn og uppbyggingu borg-
arinnar. Syndur er kapp-
róður a sikjum hennar. en
hann hefur verið háður á
hverju ári i sjö aldtr. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
22.30 Dagskrárlok,
Útvarp:
Vetur kvaddur,
sumri heilsað
Vetur veröur kvaddur i út-
varpinu i kvöld með danslögum.
Hefjast danslögin klukkan 22.40
og leikur hljómsveit Guðjóns
Matthiassonar m.a. i hálfa
klukkustund. Danslögunum lýk-
ur rétt fyrir 12.
Strax i upphafi dagskrár i
fyrramálið klukkan átta veröur
svo sumri heilsað. Þeir sem þá
eru vaknaöir geta hlustað á
ávarp útvarpsstjóra. Andrésar
Björnssonar, sumarkomuljóö
eftir Matthias Jochumsson i
flutningi Herdisar Þorvalds-
dóttur leikkonu og komist i
sumarskap meö þvi að heyra
vor- og sumarlög.
Annað kvöld verða svo dans-
sýningarlög á dagskrá i stað
danslaga. Filharmoniuhljóm-
sveitin i Berlin leikur til klukk-
an hálf tólf.
Meðal annars efnis i tilefni
sumardagsins fyrsta i útvarp-
inu, er barnatimi i samvinnu við
barnavinafélagið Sumargjöf. og
eru það fósturnemar sem sjá
um val og flutning á efninu. Þá
má nefna erindi Hauks Hafstað.
framkvæmdastjóra Landvernd-
ar. sem heitir ..Vorið er komið"
og skátamessuna i Breiðholts-
skóla sem útvarpað verður kl.
11 i fyrramálið.
— EA.