Vísir - 21.04.1976, Síða 21
m
visra Miövikudagur 21. april 1976
s
21
KM • Ur kveri jóns Jacobssonar, * . V” ,.
1 sem gefið var út árið 1920
Om
umrœðuefni
Það mun þykja kyn-
legt, að menn skuli
geta komist i þrot á
viðræðuefni innan um
allan þann aragrúa
af samtalsef num
sem bókmentir, vis-
indi, listir og daglegt lif
hafa upp á að bjóða, en
samt er það svo, enda
er ,,svo margt sinnið
sem skinnið,” og það er
einmitt eitt aðalein-
kenni góðrar um-
gengnisgáfu að hafa
giögt auga á, hvað sér-
hverjum henti bezt i
samtali og viðræðum.
Fjölhæfi og fróðleiks-
fýsn eru ágætir eigin-
leikar, sem koma i
beztu þarfir i þessum
efnum, þvi að af öllu
má of mikið gera, og
þótt það sé ágætt að
vera góður búmaður,
visindamaður, skáld
o.fi., þá getur þó orðið
hvimleitt að heyra
menn jafnan vera að
tala um sjálfa sig og sin
áhugamál. Hrókaræð-
ur i veizlum eða viðtali
um búnað eða visindi,
listir, skáldskap eða
stjórnmál geta verið
góðar, þarflegar og
skemtilegar, þegar
menn eru i sinum hóp,
en afar svæfandi og
hjáleitar innan um
fólk, þar sem hver er af
sinu sauðahúsi, eða
menn jafnvel fráhverf-
ir þvi, sem um er talað.
Það hlýtur t.d. að hafa
verið dauf skemtun
fyrir vesalings vinnu-
fólkið á prestsetrinu
hérna um árið, þegar
blessaður sveita-
presturinn var að þylja
upp fyrir þvi latnesku
málfræðina hans Mad-
vigs — þvi til skemtun-
ar á vökunni!
Fjölhæfir, liprir og
smekkvisir menn
munu jafnan geta fund-
ið eitthvert það umtals-
efni, sem henti þeim, er
þeir eiga tal við i þann
og þann svipinn, enda
er úr mörgu að velja,
svo eru þau mörg orðin
viðfangsefnin i mann-
legu lifi, og svo hrað-
fleygar fréttirnar úr
veröldinni, að eitthvað
af þvi hlýtur flesta að
fýsa að heyra, sem ekki
eru andlegir þorskar,
tildurdrósir eða mold-
vörpur. Þau umtalsefni
eru til, sem varlega
skal með fara, svo sem
stjórnmál og einkum
trúmál, menn eru oft
svo logheitir i stjórn-
málaskoðunum sinum,
að tæplega er nærri
þeim komandi, svo að
ekki kvikni i þeim, og
um trúmál ætti helzt
aldrei að ræða i sam-
kvæmum. þvi( að þau
eru mörgum 'svo við-
kvæmt og hjartfólgið
atriði, að litið ógætilegt
orð getur oftlega orðið
að þitrum og særandi
brandi.
í viðræðum kemur
sér vel að vera sem
viðlesnastur og fjöl-
fróðastur. Þeir, sem
vilja bera af öðrum i
viðræðum og um-
gengni, ættu þvi að
kynna sér sem bezt góð
blöð og einkum fræð-
andi timarit almenns
efnis, með þvi að á
mannfundum ber
margt á góma, sem
gott er að bera eitt-
hvert skynbragð á, og
,,oft er sá i orðum nýt-
ur, sem iðkar mentun
kæra, en þursinn
heimskur þegja hlýtur,
sem þrjózkast við að
læra,” og „forsiglaðir”
munnar verða leiðin-
legir, þegar til lengdar
lætur. Hæfilegur stutt-
leiki i orðum og and-
svörum með skýrleik i
máli er perla — hnoss,
sem er þvi miður alt of
fáum gefin, enda þarf
sérstaka gáfu og mikla
mentun til að koma
sem allra mestu efni
fyrir i sem allra fæst-
um og þó vel völdum
orðum.
En það eitt er ekki
nægilegt, að kunna að
vekja athygli manna á
orðum sinum. Menn
verða einnig að temja
sér að hlýða með at-
hygli á tal annara,
einnig þótt þeir telji sig
það engu varða, þvi að
eftirtekt er bæði
kurteisisskylda, og svo
aflar hún einnig vin-
sælda.
Barnastjarnan
er að verða
að stórstjðrnu
Hayley Mills var einu
sinni björt barnastjarna.
Heittelskuð um allan
heim, en þó sérstaklega
hjá þeim í Walt Disney
kvikmyndaverinu, því
þangað velti hún aðskilj-
Hayley MillS' meö soninn
rjirictian
anlegum milljónum doll-
ara. Hún þótti strax í
æsku góð leikkona og átti
ekki langt að sækja það,
því hún er dóttir hins á-
gæta breska leikara John
Mills.
En jafnvel barna-
stjörnur vaxa úr grasi og
nú er Heyiey orðin hús-
móðir og mamma með |
öllu tilheyrandi. Hún |
hefur þó ekki lagt Ieik- |
listina á hilluna og gengur i
ekki síður vel en þegar |
hún var yngri að árum.
Hún hefur leikið í
fjölmörgum kvik-
myndum og leikritum' og
þykir á leið með að verða'
frábær í dramatískri
túlkun. — i—
...og á yngri árum meöan hún
hakkaði i sig kleinuhringi fyrir
framan kvikmyndavélar Walt
flisney.
.
7 lítra r á 100 km
Þetta er ekkert sérstakt tilboS,
heldur eðlileg benzíneyðsla á 50
ha SSOLF sem keyrður er á
leyfilegum hámarkshraða á
sæmilegum vegi, en ef þér akið í
borgarumferð þá er eyðslan um 8 I.
er ekki aðeins sparneytinn,
hann er rúmgóður 5 manna bíll
með stórt farangursrými og stórar
lúgudyr að aftan.
BSOLF er með diskahemla að
framan, Radial dekk, hita í
afturrúðu, rafknúna rúðusprautu.
öryggisgler, Rúllu-öryggisbelti,
höfuðpúða á framsæti,
hlífðarpönnu undir vél, sterkari
höggdeyfum, þvottekta leðurlíki á
sætum, hurðaspjöldum og toppi.
£SO£Fþarf aðeins eina uppherzlu
á ári eða við 1 5 þús. km. akstur.
Nú er það SSOLÉF, sem slær í
gegn. /Ov
HEKLAhf
Laugavegi 1 70—172 — Simi 21240