Vísir - 21.04.1976, Page 24
VISIR
Miövikudagur 21. april 1976
Símsvarinn
gefur allar
upplýsingar
um skíðalönd-
in og fœrðina
Heilisheiðin var ekki alltaf
sem best yfirferðar um
hátiðarnar og var þvi mikið
hringt i vissa aðila til þess að
forvitnast um færðina og
skiðalöndin. Nú þarf fólk hins
vegar aðeinsaðhringja á einn
stað, sem gerir þvi hlutina öllu
auðveldari, ef fara á upp i
skiðalöndin.
Komið hefur verið upp sim-
svara sem gefur allar upp-
lýsingar um skiðalöndin,
færðina og allt sem fólk þarf
að vita. Og siminn er 85568.
— EA
Saknað
síðan
8. apríl
23ja ára gamals manns,
Kristófers Óskars Baldursson-
ar, hefur verið saknað frá þvi 8.
april. Hefur ekkert til hans
spurst siðan.
Kristófer mun aðallega nota
nafnið Óskar Baldursson. Hann
býr i Torfufelli 35.
Siðast þegar vitað var um
hann mun hann hafa verið
klæddur bláleitum mittisjakka
og var i brúnum ökklaháum
reimuðum skóm. Hann er 186
cm á hæð með skollitað stutt
hár.
Þeir sem einhverjar
upplýsingar gætu gefið um ferð-
ir Óskars eru beðnir um að snúa
sér til rannsóknarlögreglunnar i
Reykjavik. — EA
Á slysadeild
eftir órás
manns síns
Kona var flutt á slysadcild i
nótt eftir að hafa orðið fyrir
árás eiginmanns sins. Reif
hann utan af henni fötin og
mun siðan hafa slegið hana i
andlitið. Konan var nefbrotin
og fleiri áverkar voru á andliti
hennar. Ekki náðist til manns-
ins. _EA
Átök við
skemmti-
staðina
Það er ekki ósjaldan sem til
átaka kemur við skemmtistaði.
Það henti I gærkvöldi i Klúbbn-
um og við Þórskaffi.
I Klúbbnum lenti dyravörður i
átökum við gest hússins, og
urðu skemmdir á fötum dyra-
varðarins. Ekki munu hafa orð-
ið nein meiðsli.
Við Þórskaffi lentu tveir i
átökum. ölvun var i spilinu, og
var annar fluttur i fanga-
geymslur. — EA
Þessa mynd tók Jim i morgun þegar verið var að landa úr Hjörleifi.
FYRSTA LÖNDUN TOGARA
A GRANDAGARÐI
Hjörleifur landaði
þar í morgun
„Þessi fyrsta iöndun Hjörleifs
markar timamót að þvi leyti að
þetta er I fyrsta skipti sem fiski-
skip landar I vesturhöfninni”
sagði Ragnar Júliusson, for-
maður útgerðarráðs Bæjarút-
gerðar Reykjavikur, i samtali
við Visi i morgun, en þá var ver-
ið að landa i fyrsta skipti úr hin-
um nýja togara Bæjarútgeröar-
innar, Hjörleifi.
„Bæjarútgerðin hefur lagt
áherslu á að fá Bakkaskemm-
una til kældrar fiskmóttöku
fyrir Reykjavik, þar sem hægt
væri að landa fiskinum beint i
hús i staö þess að flytja hann á
milli með vörubilum. Með þvi
móti mætti ná mun betri nýt-
ingu úr þeim afla sem á land
kemur.
Við gerum okkur vonir um að
fá skemmuna á næstu vikum.
Það er unnið að þvi núna að
rýma hana og flytja til þau
kaupskipafélög sem hingað til
hafa haft afnot af henni. Þá
verður kominn grundvöllur
fyrir þvi að vesturhöfnin verði
framtiðarstaður fyrir togara og
fiskiskip.” —SJ
Óvissa í atvinnumálum siglfirðinga
Öðru frystihúsinu
lokað um
mánaðamótin?
Eigendur hraðfrystíhússins
isafoldar, sem er annað stærsta
atvinnufyrirtækið á Siglufirði,
liafa ákveðið að hætta rekstri
fyrirtækisins um næstu
mánaðarmót, en hjá þvi hafa
unnið 70-100 manns.
Frystihúsið skortir hráefni og
að sögn eigenda eru ástæðurnar
þær að engar efndir hafa orðið á
loforðum þingmanna
norðurlandskjördæmis vestra
og annarra ráðamanna um
fyrirgreiðslu til skipakaupa, og
einnig að stjórn Þormóðs
ramma h/f hefur tekið
ákvörðun um að láta ekki
ísafold i té neinn hluta af afla
skuttogara fyrirtækisins.
Rikissjóður á mikinn meiri-
hluta hlutafjár Þormóðs
ramma, sem bæði stundar út-
gerð og fiskvinnslu, og hafa
ráðamenn þjóðarinnar þvi talið
að þeir gætu ráðið nokkru um
það hvernig rekstrinum væri
háttað og hvaða stefna rikti
varðandi ráðstöfun aflans, en
stjórnin segist fyrst og fremst
hugsa um eigin hag, og
rekstrargrundvöll fyrirtækisins
með þessari ákvörðun sinni. Er
þvi allt i óvissu um framtið
hraðfrystihússins Isafoldar og
atvinnumöguleika þess fólks
sem þar hefur starfað.
Um þetta mál verður nánar
fjallað i Visi á föstudaginn og
þar kynnt þau sjónarmið sem
komu fram i viðtölum frétta-
manns Visis við talsmenn
ísafoldar og Þormóðs ramma á
Siglufirði.
—ÓR/SJ
Jarðskjálftamœlar
umhverfis Vatnajökul
„Okkur hefur vantað fleiri
stöövar til að geta fylgst nægi-
lega vel ineð jarðskjálftum i
eystra gosbelti, frá Mýrdals-
jökli norður i Mývatnssveit.
Eins og er höfum við engan
jarðskjálftamæli sunnan fjalla
austar en á Kirkjubæjar-
klaustri,” sagði Páll Einarsson,
jarðeðlisfræðingur hjá Raunvis-
indastofnun lláskólans.
,,Nú er hafinn þriðji áfangi
áætlunar um landsnet sem byrj-
að var á árið 1973. I fyrri áföng-
um voru settarupp mælistöðvar
á suðurlandi og norðurlandi og
nú á að bæta við mælum á
suð-austurlandi.
Það er áætlað að umkringja
jarðskjálftasvæði Vatnajökuls i
þessum áfanga. Vfeindanefnd
Natolandanna hefur veitt styrk
að upphæð 10.000 bandarikja-
dala til tækjasmiði i þennan
áfanga. Þetta er i þriðja sinn
sem visindanefndin veitir styrk
til þessarar starfsemi,” sagði
Páll.
Auk mælistöðvanna við
Vatnajökul er i ráði að taka upp
þrjár stöðvar á vestanverðum
Reykjanesskaga og setja þær
niður á austanverðum skagan-
um til að staðsetja betur
skjálftavirkni austan Kleifar-
vatns, i Bláfjöllum og Hengli.
Þá er ráðgert að koma upp
stöð við Snæfellsjökul á þessu
ári og senda merki hennar til
Reykjavikur. Einnig er talið
æskilegt að bæta við tveimur
stöðvum á Suðurlandi, annarri
nálægt Selfossi og hinni i ná-
grenni Skarðs á Landi.
-SJ
Vörugjald eða söluskattur?
- ÞINGFLOKKARNIR FÁ TILLÖGUR UM
NÝJA SKATTLAGNINGU EFTIR HiLGI
Stefnt mun að þvi að þing-
flokkarnir geti eftir helgi tekiö
til umræðu tillögur rikisstjórn-
arinnar um nýja skattlagningu
vegna aukinna útgjalda rikis-
sjóðs. Engar upplýsingar hafa
fengistum það, hversu mikið fé
talið er vanta til þess að endar
nái saman.
Ný skattlagning mun fyrst og
fremst fara til þess að standa
undir auknum launaútgjöldum i
kjölfar kjarasamninganna og
auknum kostnaði við landhelg-
isgæslu og hafrannsóknir. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Vísir hefur fengið um mál þetta,
hefur enn ekki verið metið tií
fulls ,hversu mikið fé þarf i' raun
og veru til Landhelgisgæslunnar
og Hafrannsóknarstofnunarinn-
ar.
Umræður hófust um þessa
nýju skattlagningu i rikisstjórn-
inni fyrir páska — eins og Visir
hefur áður greint frá. Talið er
að þessi skattlagning verði að
öllum likindum i formi vöru-
gjalds eða söluskatts.
Ákvarðanir um þetta efni
munu að einhverju leyti haldast
i hendur við ákvarðanir Seðla-
bankans um hækkun vaxta, sem
Visir greindi einnig frá fyrir
páska.
—ÞP