Vísir - 22.05.1976, Side 9

Vísir - 22.05.1976, Side 9
Kenn mér, lindin lygna, Ijóssins heim að skyggna, vera friðar fyrirmynd, Kenn mér lindin lygna. ferðalúnum svalalind. ramlagkirkjunnartillandhelgisdeilunnar lind.Ogferðalangarnirþrír fóru að brjóta heilann um það, hvað áletrunin ætti eiginlega að merkja, á hvern hátt maðurinn gæti likst lindinni. Þá sagði einn þeirra: Þetta er' þjóðráð. Lækurinn, sem streymir hérna fram, hann rennur áfram og áfram. Á leið sinni tekurhann i sig vatn frá öðrum lindum og lækjum og verður loks að stóru fljóti, sem hverfur út i sæinn. Þannig á maðurinn lika að haga sér i' sinu lifi. Hann á sífellt að auka efni sin á för sinni um ævi- veginn. Annar ferðamaðurinn, sem var ungur að árum, sagðist ekki vera þessu sammála. ,,Ég hygg”, sagði hann, „að áletrunin eigi að merkja allt annað. Ég hygg að hún eigi að merkja það, að maðurinn eigi að varðveita sál sina fyrir öllum slæmum og spillandi áhrifum. verja hana fyrir vondum hvötum. Hjarta hans á að vera eins hreint og vatn þessarar tæru lindar. Hún svalar öllum vegfarendum, sem fara hér um, þreyttir og þyrstir eins og við. Hver ætli vildi drekka af þessari lind ef vatn hennar væri gruggugt og sora blandið.” Þriðji ferðamaðurinn var öldungur. Nú tók hann til máls og sagði: „Þú hefur alveg rétt að mæla, ungi maður. Þú hefur bent okkur á þá kenningu, sem við eigum að hugleiða og hag- nýta okkur. Lindin gefur öllum, sem þyrstir eru svaladrykk sinn fúslega og endurgjaldslaust. Með þvi kennir hún okkur að gera gott, án manngreinarálits, án þess að krefjast launa eða ællast til endurgjalds. Reyndu að líkjast lind.” Af þessari sögu, eða lfkingu, getum við lært það, að með breytni okkar hvern dag, með hegðun okkar og framkomu við náungann erum við alltaf að bera viti — vitni um það hver áhrif sannindi hinnar kristnu trúar hafa á okkur. Eftir hverju fer sá vitnisburður? Undir hverju eru þau áhrif komin? Vatnið i læknum er hreint og heilnæmt, ef sú lind, sem hann streymir úr er tær og laus við sora og óhreinindi. Alveg á sama hátt er þessu farið um þann vitnisburð, sem við berum, þau áhrif sem frá okkur streyma. Uppspretta þeirra er i hiartanu — þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera, — góður maður ber gott framúrgóðum sjóði hjarta sins. — Þess vegna skulum við kapp kosta að betra hugarfar okkar, helga hvatir okkr, hreinsa hjarta okkar og biöjum: Þinn andi Guð mitt helgi og betri hjarta og hreinsi það frá allri vissu og synd. A morgun getur hvert Islands barn, hvar sem það á heima, i hvaöa stétt eða stöðu, sem það er, lagt sitt af mörkum til þess máls, sem er á allra vörum og brennur i' hjarta þjóðarinnar, - landhelgismálsins. Þetta getum við gert, eitt og sérhvert okkar, með þvi að sækja guðs- þjónustur þær, sem fram munu íara i' flestum kirkjum landsins á morgun. Þá er hinn almenni bænadagur þjóðkirkjunnar og biskup landsins hefur svo fyrir mælt, að þá skuli beðið fyrir giftu og góðum lyktum i land- helgismálinu. 1 fréttabréttabréfi frá biskupsstofu farast biskupi þannig orð: Þjóðin hefur i vetur mjög hugsaö til starfsmanna landhelgisgæzlunnar og þeirra hefur verið minnzt við guðs- þjónustur reglulega. Það er þakkarefni, sem ekki verður metið, að slys hafa ekki orðið á mönnum i þeim átökum, sem orðið hafa á miðunum. A bæna- degi skal það þakka og um það beðið, að sama vernd verði á- fram vfir þeim, sem gegna hættustörfum við löggæzlu á sjónum umhverfis Island. Þvi skal ekki heldur gleymt að biðja fyrir þeim erlendum mönnum, sem vér eigum i höggi við I þessu sambandi, að Guð forði þvi, að slys verði meðal þeirra eða liftjón, sem andstæðingar vorir i landhelgisdeilunni gætu sakað oss um að bera ábyrgð á. Biðjum þess, að islenzkir vits- munir bregðist ekki i þessu máli og að vér sýnum sjálfir hófstillingu i sókninni á hendur þvi lifi i sjónum, sem efnaleg tilvera þjóðarinnar byggist á. Biðjum þess, að réttsýni sigri i þessari deilu og að vér megum sem lyrst og alla tima lifa i friði við allar þjóðir, óhultir fyrir yfirgangi annarra og i sáttum við eigin samvizku. Það er fagur bjarmi hinnar sönnu trúargeði yfir mörgum frásögnum Postulasögunnar. Það er glóð hinnar heitu sann- færingar sem vermir alla predikun hinna fyrstu læri- sveina, þegar þeir höfu að boða fagnaðarerindið. Hvað var það sem kveikti þessa glóð? Minningin um samveru þeirra við Drottin sinn þegar hann var með þeim á ferðum sinum um Gyðingaland? Já sjálfsagt að nokkru leyti. Orð hans hafa verið þeim i fersku minni — dæmisögur hans hafa lifað i hugum þeirra — fagaðarerindi hans um föðurinn himneska kærleika hans á mannanna börnum, hefur myndað fagran gróður i hugartúni þeirra. En þetta eitt, þessar minningar um hann krossfestan, dáinn grafinn, þær hefðu ekki nægt til þess að hrinda af stað þeirri bdðun fagnaðarerindisins, sem varð upphaf kristindómsins. Það var upprisa Drottins þeirræ, sem lærisveinarnir byggðu allt starf sitt á. — Þegar þeir héldu út i lifið til að kristna heiminn gerðu þeir það með þessa játningu i hjarta: Mitt lif er sjálfur hann.— Þeim var ekki nóg að eiga sjálfir þessa sannfæringu. Þeir létu sér ekki nægja, að eiga þessa fullvissu fyrir sig, þeir urðu að gefa hana öðrum. Þeir beinlinis gátu ekki annað en boðað öðrum þann lifsfögnuð, sem þeir sjálfir höfðu öðlast. Þeim fannst það vera alveg ótviræð og tifsbrýn skylda. Þessvegna gefa þeir Pétur og Jóhannes þetta svar, þegar valdamenn ætluðu að banna þeim að tala i Jesú nafni: Þvi að vér getum ekki annað en talað það, sem við höfum heyrt og séð. Boðunin lá þeim á hjarta, svo þungt, að þeir gátu ekki lifað nokkurn dag án þess að rækja hana á einhvern hátt. Þeir höfðu tekið þátt i páska-. fögnuðinum páskasólin hafði týst upp hugskot þeirra. Þeir höfðu reynt undur hvitasunn- unnar og sá andans kraftur sem þeim þá birtist, hafði gagntekið þá. Og þetta sem þeir höfðu heyrt og séð vildu þeir gefa öðrum til til þess að þeir eignuðust hlutdeild í þvi hjálp- ræði, sem Guð veitti mönnunum i syni sínum Jesú Kristi. — Því að eins og Pétur segir I ræftu sinni frammi fyrir ráð'i höfðingjanna og æðstu prest- anna: Ekki er hjálpræðið i nein- um öðrum og eigi er heidur annað nafn undir himninum er me'nn kunna að nefna, er oss er ætiað fyrir hólpnum að verða. — Þetta er staðreyndin enn i dag. Þetta ersá sannleikur, sem kristnir menn verða að gera sér ljóst, að er skylda þeirra að boða og bera vitni á öllum tim- um. — Þegar Páll kom til Korintuborgar, segist hann hafa ásett sér að vita ekkert um annað en Krist og hann kross- festan — m.ö.o að leggja sig allan fram við boðskapinn af þvi að hann vissi að það var hinn eini sanni hjálpræðisvegur. Á sama hátt á kærleikur Krists að knýja okkur til að bera honum vitni. ,,Er þá ætlast til þess að viðförum að predika?” mun máske einhver spyrja. Er það ekki verk prestanna, er ekki krikjan einmitt til þess stofnuð og starfrækt að vernda þennan kristna arf, halda um hann vak- andi vörð og sjá um að hann fangi frá einni kynslóð til annarar. Jú, sannarlega er það hlutverk kirkjunnar að annast þessa kristindómsboðun, minna á hinn upprisna og fagnaðar- erindi hans og þann fjársjóð sem við öll eigum i orði Guðs, siðferðilegum og trúarlegum kröfum þess, fagnaðarrikum fyrirheitumþess. — Þetta ber kirkjunni að gera. En kirkjan, hún er ekki aðeins prestarnir, sem hafa vigst i þjónustu hennar heldur við öll, sem höf- um hlotið blessun heilagrar skirnar og staðfest skirnarheit okkar i fermingunni. Við erum öll meðlimir kirkjunnar, höfum skyldur við hana sem vora kristnu móður, þá skyldu að boða og útbreiða erindi hennar meðal samferðamanna. — Það er þetta háleita hlutverk kristins manns, sem Jesú lýsir með orðum' sinum I Tjáíl- ræðunni: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum. Borg, sem stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt.” Á hvern hátt getum við nú rækt þetta háleita og áriðandi hlutverk? Ekki munu margir vilja eða telja sig færa um að predika fyrir öðrum. — En við getum samt borið vitni — Þann vitnisburð berum við með þvi hvernig við rækjum kirkju okk- ar, hvernig og að hve miklu leyti við högum lifi okkar i samræmi vi siðferðilegar kröfur fagnaðarerindis Jesú Krists. Drottinn segir á einum stað, að lif trúaðs manns eigi að vera eins og lækur lifandi vatns. Frá honum eigi sifélít að berast áhrií til annarra á sama hátt, og vatnið streymir eftir farvegin- um. — 0 — I þessu sambandi er hollt að ihuga frásögn eftir Leo Tolstoj, sem hefur á sér likingablæ. Hún er um þrjáferðamenn, er komu að lind einni. Þeir settust niður á bakka hennar til þess að hvfla sig og svala þorsta sinum. Þá sáu þeir að við lindina stóð steinn. Á hann voru letruð þessi orð: Reyndu að likjast þessari ‘ Vorið i Bibliiuini. Þvi sjá, veturinn er iiðinn, rigningarnar um garð gengn- ar, — á enda —. Blómin eru farin að sjást á jörðinni, timinn til að sniðla vinviðinn er kominn og kurr turildúf- unnar heyrist i landi voru. Ljóðaljóðin 2.11—12. Trúin er helgur dómur. Trúin er helgasti dómur hjarta hvers manns, og hvorki borgaralegt félag né neinn einstakan mann varðar i raun og veru minnstu 'vintund um hvaða guðdómshugmynd hver einstakur meðlimur þjóðfélagsins skapar sér, svo TramaríegÉr^enníamr^igr^r trúarbragðanna nafni fremur neitt það, sem striðir á móti siðgæði eða allsherjarreglu. (SkúliThoroddsen). l>aö eina vald. Aö bera ekki lotningu fyrir neinu — það kann aldrei göðri lukku að stýra. Fyrir hverju á maður þá að bera lotningu? Samvizkan er i rauninni það eina vald, sem manni sæmir að lúta. Það göfgar manninn en lægir aldrei. Þvi riður á að kenna mönnum að lúta hennar helga valdi, og gera hana sem næmasta og bezt vakandi. En til þess þarf trú á lifandi Guð. Ég hygg að það sé ómögulegt án hennar. Magnús Helgason.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.