Vísir - 22.05.1976, Síða 11

Vísir - 22.05.1976, Síða 11
VISIB Popp á Lístahátíð Hljómleikar meö islenskum hljómsveitum og listamönnum sem spila tónlist fyrir yngri kyn- slóðina, verða haldnir á vegum listahátíöar i júni. Búiö mun vera að tala við Spilverk þjóðanna og Paradls i þessu sambandi, og bendir allt til þess að þær muni koma fram á þessum hljómleik- um. Talað var við Gunnar Þórðarson, i þvi skyni að fá hann til aö koma fram sem „solo art- ist”, en hann sér sér ekki fært að koma vegna anna i stúdiói. Spilverk og Paradis Visir hafði samband við Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóra listahátiðar, og bað hann aö segja nánar frá tónleikunum og undirbúningi þeirra. Hann sagði eftirfarandi: „Viö hjá Listahátiö erum búnir að útbúa bráðabirgöadagskrá yfir listahá- tið, og i henni er gert ráð fyrir tónleikum meö tveimur islensk- um hljómsveitum, einni „per- formance”, eða upptroðslu- grúbbu, og einni rokkhljómsveit, ásamt einum tónlistarmanni, er kæmi fram einn sér eða með að- stoðarmönnum. Þar sem svo miklar hræringar virðast vera i Islenskum hljómsveitum, menn að koma og fara og hljómsveitir að hætta, þá byrjaöi ég ekki aö undirbúa þessa tónleika að ráði fyrr en fyrir um hálfum mánuði siðan. Ég hef talað viö Spilverkið og Paradis, og báðir aöilar hafa tekið vel I að koma þarna fram”. Allt frumsamið ,,Það munu að sjálfsögðu gilda sömu reglur um þessa hljóm- leika, og fyrir allt annaö efiii listahátiöar, þær eru, aö það efni sem listamennirnir flytja verður allt að vera frumsamið og frum- flutt á þessum hljómleikum. Ef hljómsveitirnar veröa klappaðar upp, og flytja aukalag, þá mega þær vikja frá þessum reglum”. Hrafn sagði ennfremur: ,,Það er ætlunin, aö ásamt hljómsveit- unum, verði atriöi þar sem um einhvern einn velþekktan popp- hljómlistarmann verður að ræöa, og höfum viö rætt bæöi viö Gunn- ar Þórðarson og Sigurð Rúnar Jónsson, en hvorugur sér sér fært að koma fram. Sigurður Rúnar verður um það leyti, er hljómleik- arnir veröa haldnir, á hljómleika- ferðalagi i' Danmörku og vill ekki sleppa þvi tækifæri”. í Háskólabiói Það er gott aö vita af þvi, að við fáum tækifæri til þess að heyra þessar ágætu hljómsveitir flytja nýtt og frumsamið efni núna i júni, en þess má geta, að hljóm- leikarnir verða I Háskólabiói, svo að fyrirsjáanlegt er að fljótt verð- ur að seljast upp á tónleika er bjóða upp á þetta gott efni. —GSL „Bölvuð vitleysa" — segir Birgir Hrafnsson um grein um œvintýri Hauka „Þetta er mjög bagalegt fyrir hljómsveitina, og fólk fær al- rangar hugmyndir um hvernig feröin var. Það má segja að hver einasta málsgrein sé meira eða minna vitlaus”. Birgir Hrafnsson var þungur á brún þegar Visis spurði hann um langa grein sem virtist I einu dagblaðanna um ævintýri hljómsveitarinnar Haukar, sem spilaði á Spáni fyrir nokkru. Birgir spilaði með hljómsveit- inni sem gestur. Greinin er byggð upp á viðtali við rótara hljómsveitarinnar, Randver Jónsson. „Það er hægt að taka hverja einustu málsgrein, og afsanna alla þá vitleysu sem þar er að finna. 1 viðtalinu viö Randa er sifellt klifað á drykkjuskap en drykkja var ekki meiri en gengur og ger- ist f Spánarferöum. Frekar má segja að hún hafi verið minni, þvi við vorum aö vinna þarna,” sagði Birgir. „Sérstaklega er farið illa með Kristján pianóleikara, og sagt að hann hafi veriö rændur þegar hann hafi legið sofandi úti á strönd eftir næturlanga drykkju. Staðreyndin var hins vegar sú að Kristján týndi passanum sin- u, það var allt og sumt. Þá er það hin megnasta þvæla að Ferðamiðstöðin hafi ekki staöið sig I stykkinu. Þvert á móti. Við höföum ekkert að kvarta undan henni og heyrðum heldur ekki óánægjuraddir frá öðrum. Auðvitað komu upp smávægileg vandamál, en er Haukar. Ljósm. VIsis: LÁ. ó Spóni það eitthvað óalgengt við Spánarferðir? Randi segir að ekkert hafi verið á hreinu með hvar við átt- um að spila, og skellir skuldinni á Feröamiðstöðina. Þaðer bölv- uð vitleysa i honum, þvi við vissum alltaf að það lá ekki ljóst fyrir hvar viö áttum að spila. Randi kvartar einnig undan að erfiölega hafi gengið fyrir sig að fá hljóðfærin leyst út. Var það nokkur furða, hann haföi engin plögg meö sér og kunni varla orð i ensku.” Birgir sagði að hann gæti haldið áfram að taka þannig hvert einasta atriði fyrir, og sýna fram á að rangt væri farið með. „Ég skil ekkert i Randa að vera með þessa þvælu, eða blaðamanninum aö vera að skrifa hana. Blaðamaðurinn ætti að þekkja aðstæður nægi- lega vel til að vera ekki að hafa þétta eftir,” sagði Birgir Hrafnsson. Engilbert Jensen stjarnan á Húna- versgleði Ámunda Spilverks- plata Spilverk þjóöanna hefur lok- ið við upptöku á efni sem setja skal á stóra plötu. Væntanlega mun sú plata koma út bráð- lega. Það óvenjulega við fram- kvæmd á upptöku efnisins er það, að upptökurnar tóku i heild sinni ekki meira en tutt- ugu tima, sem þykir mjög stuttur ti'mi fyrir plötuupptök- ur nú til dags. Mun þetta koma til af þvi, að platan mun verða að miklu leyti „live” þ.e. lögin eru tekin upp aðeins einu sinni i stúdióinu, hvert fyrir sig. Spilverksmenn munu hafa stefnt að þvi að ná inn á plöt- una sérstakri stemmningu með þessu móti. Gaman verður að heyra hvort þeim hefur tekist þetta þegar platan kemur út. — GSL. Engilbert Jensen verður stjarna Húna- versgleðinnar sem Ámundi Ámundason umboðsmaður heldur i fjórða sinn i röð dagana 9., 10. og 11. júli nk. „Þessar hátiðir hafa tekist geysivel,” sagði Amundi þegar við spjölluðum við hann. „Ég stefni að þvi að fólk hafi nóg af skemmtunum bæði á dag- inn og kvöldin á þessari hátið. A daginn verða útiskemmtanir og iþróttir, en á kvöldin dansleikir með skemmtikröftum og þekkt- um hljómsveitum.” Amundi sagði aö ekki væri búið að fastákveða hvaða hljómsveitir spiluðu, en Cabaret, Paradis og Fress kæmu helst til greina. „Svo verður hinn árlega fót- boltakeppni milli minna manna og keppinauta minna i bransan- um. Við unnum siðast, en það gaf ekki nógu góöa raun, þvi keppi- nautarnir og áhangendur þeirra, samtals 25 manns, þorðu ekki að láta sjá sig á ballinu um kvöldið. Þess vegna ætlum viö aö leyfa þeim að vinna núna. En þú mátt engum segja frá þessu.” 11 Auglýsing í samþykkt borgarstjórnar um umhverfi og útivist er áætlað að koma upp ýmiss konar leiktækjum (t.d. minigolf) i skrúð- görðum, eða á opnum ræktunarsvæðum borgarinnar. Þeir sem áhuga hafa á að koma upp og starfrækja slík skemmtitæki eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við garð- yrkjustjóra borgarinnar i Skúlatúni 2, 3. hæð. Simi: 18000. Borgarverkfræðingurinn i Reykjavík. Skólavist í menntaskólum Umsóknarfrestur um skólavist I menntaskólum og menntadeildum næsta skólaár er til 10. júni n.k. AUar umsóknir um menntaskólavist i Reykjavik skulu sendar til Menntaskólans I Reykjavik, við Lækjargötu, en aðrar umsóknir til viðkomandi skóla. Tilskilin umsóknareyðublöö fást I gagnfræðastigsskólum og menntaskólum. Menntamálaráðuneytið, 18. mai 1976. Lousar Eftirtaldar stöður við fjármálaráðuneytið eru lausar til umsóknar: 1. Staða launaskrárritara. 2. Staða fulltrúa við launadeild. 3. Staða fulltrúa við skjalavörslu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 1. júni n.k. STILLANLEGIR Útsogsventlar i eldhús, böð og víðar 3 stœrðir 0 100 mm 0 150 mm 0 200 mm Bíldshöföa 12 Símar: 36641 — 38375 HÚSEIGNIN Sími 28370 3ja—4ra herbergja íbúðir Geitland, Furugrund, Safamýri, Hraun-. bær. 5 herbergja ibúð og stœrri Flókagata, Barmahlíð, Holtagerði, Safa- mýri, Sólvallagata. Einbýlishús Fokheld, Garðabær, Barrholt (Mosfells- sveit), AAerkjateigur (AAosfellssveit). Tilbúin Lækjargata Hafnarfirði, AAánabraut Hafnarfirði. Húseignin, fasteignasala, Laugavegi 24, 4. hœð Pétur Gunnlaugsson lögfr. Símar 28370 - 28040

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.