Vísir


Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 23

Vísir - 22.05.1976, Qupperneq 23
♦ Oft getur lítil „hola” velt. Holóttur Hafnarfjörður Ólafur Sverrisson sendi Visi þessar myndir: „Á annan mánuö hafa þess- ar tvaír holur veriö i Hjalla- brautinni. önnur þeirra er viö Gatnamót Reykjavikurvegar og Hjallabrautar, en hin á mótum Breiövangs og Hjalla- brautar. Það er furöulegt hvað tekur langan tima að koma þvi i. verk aö gera viö þetta. Þaö hefur ekki einu sinni verið keyrt neitt i holurnar. Þarf virkilega að veröa slys áður en gert er við svona nokkuö? Að visu valt billinn á myndinni ekki beint út af holunni, en hann gæti hafa gert það. Eða einhver annar. Mönnum getur auðveldlega fipast aksturinn þegar þeir koma að svona djúpum holum sem þeir vita ekki um.” Þessi hola er á mótum Reykjavikurvegar og Hjallabrautar, þar sem ibúar i norðurbænum i Hafnarfirði þurfa allir að fara um. Hekla býður upp á sýningu og reynslu- akstur VW og Audi Svik og prettir Svanhildur Vagnsdóttir hringdi: „Hvernig er það, ná engin lög yfir mpnn sem auglýsa þjónustu sem siðar reynist ekki vera ann- að en svik og prettir. Maður nokkur hér i bæ hefur auglýst að hann taki að sér að gera við sjónvörp. Ég fór eftir auglýsingu hans. Hann kom og sagði að það þyrfti að skipta um lampa i tækinu minu. Það gerði hann setti gamlan lampa i — án þess ég vissi — og tók fyrir það átta þúsund krónur. Siðar kom annar maður og skipti sömuleiðis um lampa. En munurinn var sá að hann tók að- eins 2.500 krónur fyrir það. Þetta finnast mér bara vera svik og engin ástæða til þess aö þau fái að blómstra. Þetta er i annað sinn sem Visi berst kvörtun vegna þessa sama manns. Eftir að fyrra bréfið birtist, sendi Meistarafélag út- varpsvirkja blaðinu bréf það sem birtist hér fyrir neðan. Einnig birtum við merki Meistarafélagsins, þannig að fólk geti greint það frá öörum merkjum sem á stendur að við- komandi sé útvarpsvirkja- meistari.” Auglýsandinn er ekki í Meistarafélagi útvarpsvirkja UTVARPSVIRKJA MEISTARI Meistarafélag útvarpsvirkja vill taka fram f tilefni af marg i- trekuðum fyrirspurnum og skrifum i dagblöðum, nú síðast undir yfirskriftinni „Auglýsir svik og pretti” i VÍSI 15/5 s.l. „Þeir sem auglýsa í dagblöð- unum viðgerðarþjónustu á sjón- varps- eða öðrum útvarpstækj- um i heimahúsum og sýna ekki með auglýsingum sinum merki Meistarafélags útvarpsvirkja eru félaginu óviðkomandi og hefur meistarafélagið ekki tök á að koma á framfæri kvörtunum frá neytendum til leiöréttingar hjá viðkomandi viögerðar- manni.” Hver er þessi Svarthöfði? Kona er nefndi sig húsmóður úr vesturbænum hringdi: „Ég vildi fá aö vita hver það er sem skrifar Svarthöfða i Visi. Skrif hans eru með þeim endemum að mér finnst ekki furða þó hann vilji fara huldu höfði. Ég þarf ekki að nefna nein sérstök dæmi máli minu til stuðnings. Yfirleitt eru skrif hans slik að þau eru sist til aö hæla sér af.” Svar: en tveir, sem leggja Svart- höfða-þættinum til efni hér i blaðinu. Það er raunar augljóst mál, að enginn einn maður get- ur daglega skrifað slikan þátt, svo fjölbreytilegan aö efni. Von- andi er þetta fullnægjandi svar til hinnar gamalkunnu „hús- móður úr vesturbænum”, en um nöfn þeirra, sem skrifa Svart- höfða-þættina er það segja, að leynd þeirra verður ekki rofin nema þeir óski þess sjálfir. Þeir eru fleiri en einn og fleiri Bflasýningunum linnir ekki, bilaáhuga- mönnum til mikillar ánægju. Hekla hf. heldur sýningu á bilum sinum i dag og á morgun, i sýningar- salnum Laugavegi 172. A bilasýningu Heklu veröa sýndir Volkswagen, Audi, Golf og Passat bilar, og sérstök kynning verður á nýjum LT sendiferðabíl. Hekla býður mönnum upp á að reynsluaka bilunum, en það hefur ekki verið gert á þeim bilasýningum sem haldnar hafa verið i ár. Sýningin verður opin frá kl. 12 til 19 I dag, laugardag, og kl. 10 til 20 á morgun, sunnudag. —ÓH Utanáskríft: Vísir — Lesendabréf Síðumúla 14 Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.