Vísir


Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 19

Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 19
Sjónvarp, kl. 22 Ægilegar staðreyndir og enganveg við hœfi barna eða viðkvœms fólks Þátturinn „Útrýming” sem sýndur veröur i sjónvarpinu i kvöld er engan veginn við hæfi barna eftir þvi sem auglýst er i dagskránni. Er hann sagður lýsa svo ægilegum staðreyndum og er viðkvæmu fólki eindregið ráðið frá að horfa á hann. í þessum þætti er lýst skipu- lagðri útrýmingarherferö þjóð- verja á hendur gyðingum og öðrum kynþáttum. Sýndar verða myndir frá hinum illræmdu fangabúðum i Auschwits, Belsen og Buchen- wald, þar sem sex milljónir gyðinga voru teknar af lifi. Andstyggð manna á þessum viðburðum i sögunni er gifurleg og eftir þátt sem þennan má búast við aö hún vaxi, þvi ef til vill hafa ekki allir gert sér fulla grein fyrir þeim hörmungum sem þarna áttu sér stað. — EA UTVARP, A MORGUN KL. 14, MIÐDEGISSAGAN: „MYNDIN AF DORIAN GRAY" EFTIR OSCAR WILDE LESIN" „Myndin af Dorian Gray” sú fræga saga eftir Oscar Wilde, veröur nú miödegis- saga útvarpsins og hefst lestur hennar á morgun. Það er Valdi- mar Lárusson sem byrjar lesturinn. Talið er að i þessari sögu hafi Óskar Wilde að einhverju dregið upp mynd af sjálfum sér. Saga segir frá ungum og saklausum pilti, Dorian Gray, sem þykir ákaflega fallegur. Fegurð hans er slik að allir hrifast af piltin- um. Það gerir Henry nokkur lávarður — og Dorian verður fyrir miklum áhrifum af hon- um. Lávarðurinn er einstaklega mælskur og fáir eiga jafn auðvelt með að svara hnytti- lega. Spekin streymir frá hon- um og Dorian gleypir i sig hvert orð. Frægur málari málar af honum mynd og Dorian óskar þess að fegurð hans megi endast honum að eilifu, en myndin- eldist þess i stað. Ósk hans rætist og Dorian heldur fegurð sinni. En lif hans er ekki alltaf jafn fagurt. Og hann horfir á málverkiö breytast og maður- inn á myndinni verður eldri og ljótari. Hver synd hans i lífinu sést á myndinni. Ekki borgar sig að segja meira, en við bendum þeim sem eiga þess kost að hlusta á söguna þvi að hún er vel þess virði. —EA Gerð hefur verið kvikmynd eftir sögunni „Myndin af Dorian Gray.” Þar fer Helmut Berger meö aöalhlutverkið. Meðfylgjandi myndir sýna atriði úr kvikmyndinni. Sá á sundský|;unni er Helmut Berger. A hinni er málverkið fræga af Dorian Gray. Sjónvarp, kl. 21, 10: „Leitað hófanna..." Breskt sjónvarpsleikrit er á dagskránni I kvöld. „Leitaö hófanna” heitir það og er eftir Donald Churchiil. 1 leikritinu segir frá erfiðleikum Nigel nokkurs Dawsons sem skilur við konu sina eftir langt hjónaband. Nigel á i talsveröum erfiðleikum I samskiptum sinum við hitt kynið. Meö aðaihlutverk fara Michael Bryant og Wendy Gifford. Þýöandi er Dóra Hafsteinsdóttir. —EA 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gestur i blindgötu” eftir Jane Blackmore Þýðandinn, Valdis Halldórsdóttir lýkur lestri sögunnar (11). 15.00 Miðdegistónieikar. Concert Arts hljómsveitin leikur þrjá Gymnópediur eftir Erik Satie, Vladimir Golschmann stjórnar. Filharmomusveit Lundúna leikur „I Suðurhéruðum” hijómsveitarverk op. 50eft- ir Edward Elgar, Sir Adrian Boult stjórnar. Earl Wild og Sinfóniuhljómsveitin i Boston leika Pianókonsert nr. 1 í b-moll op. 32 eftir Xaver Scharwenka, Erich Leinsdorf stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.10 Tónleik- ar. 17.30 „Sagan af Sejoza” eftir Veru Panovu. Geir Krist- jánsson lesþýðingusina (9). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Pétur Guðjónsson forstjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 „Grafarraus” smásaga eftir Sigurð Brynjóifsson. Höfundur les. 20.50 Mozart og Webern: Til- brigði i taii og tónum. Flytjendur: Úrsúla og Ketill Ingólfsson. a. Tilbrigði um franskt barnalag eftir Mozart. b. Erindi um Anton Webern. c. Tilbrigði op. 27 eftir Webern. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta l'reistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (31). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur öttar Geirsson ráðu- nautur talar um framræsl- una i sumar. 22.35 K völdtónieikar. a. Cóncerto grosso iF-dúr eftir Marcello. I Musici leika. b. Konsertsinfónia fyrir tvær flautur og hljómsveit eftir Cimarosa. Ars Viva hljóm- sveitin i Gravesano leikur, Hermann Scherchen stj. c. óbókonsert i C-dúr eftir .Haydn. Kurt Kalmus og Kammersveitin i Munchen leika, Hans Stadlmair stj. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.3Ö Augiýsingar og dagskrá 20.40 iþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.10 Leitað hófanna. Breskt s jónvarpsleikrit eftir Donald Churchill. Aðalhlut- verk Michael Bryant og Wendy Gifford. Nigel Daw- son skilur við konu sin a eftir langt hjónabarrd. 1 leikritinu er lýst erfiðleikum hans i samskiptum við hitt kynið. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.00 lieimsstyrjöldin siðari. Útrýming. Lýst er skipu- legri útrýmingarherferð þjóðverja á hendur gyðing- um og öörum kynþáttum og sýndar myndir frá hinum illræmdu fangabúðum i Auschwitz, Belsen og Buchenwald, þar sem sex miljónir gyðinga voru tekn- ar af lifi. Þessi þáttur lýsir svo ægilegum staðreyndum, aðhann er engan veginn við hæfi barna, og viðkvæmu fólki er eindregiö ráðið frá að horfa á hann.Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok PASSAMYIVDIR teknar i litum tilbúnar strax I bartia * flölskyldu ljosmyndir us AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Engin smíði of erfið fyrir okkur Bíldshöfða 12 Simar: 36641-38375

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.